Færslur: heyforði

Sjá ekki fram á heyskap fyrr en í september
Margir bændur á Norður- og Austurlandi, sem plægðu tugi hektara í vor þar sem tún voru kalin, sjá ekki fram á heyskap fyrr en í lok ágúst eða í september. Heyskortur blasir við þeim sem ekki eiga fyrningar frá síðasta ári.
14.07.2020 - 13:50
Áhyggjur af köldu vori og kali í túnum
Enn gætu liðið einhverjar vikur þar til bændur á snjóþyngstu svæðum landsins geta farið að undirbúa ræktun og dreifa skít á tún. Þá er útlit fyrir talsvert kal víða á Norður- og Austurlandi þar sem svell hafa legið á túnum síðan í desember.
15.04.2020 - 14:03
Ekki nóg hey fyrir hross?
Fannfergi undanfarna daga á Suðurlandi gæti haft þær afleiðingar að heyforði fyrir hross verði í knappasta lagi. „Það er ljóst að margir fengu í ár minni hey en áður. Þessi snjór undanfarið gæti lengt gjafatíma fyrir hross um að minnsta kosti mánuð“, segir Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands.
03.12.2015 - 17:24