Færslur: Hesthús

Myndskeið
Missti sex hross í óveðrinu
Bóndi í Húnavatnssýslu sem missti sex hross í óveðrinu, segist ekki hafa grátið vegna fjárhagslegs tjóns, heldur tilfinningalegs. Hann segir bændur hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð til að bjarga skepnum.
18.12.2019 - 19:39
Krilli tekur inn á Gaddstaðaflötum
Kristjón Laxdal Kristjánsson hestamaður á Hellu er búinn að taka hesta sína inn í fyrsta hesthúsið í nýrri hesthúsabyggð við Gaddstaðaflatir, landsmótsstað Sunnlendinga við Hellu. „Ég er ánægður með húsið“ segir hann, „þetta hefur heppnast vel og allar áætlanir stóðust“.
12.01.2016 - 15:59
Ný hesthúsabyggð við Gaddstaðaflatir
Búið er að reisa fyrsta hesthúsið í nýju hesthúsahverfi við Gaddstaðaflatir, landsmótsstað Sunnlendinga við Hellu. Alllangt er síðan hverfið var skipulagt, en þar hefur ekki verið byggt fyrr en nú. Rísi fleiri hesthús á þar á næstu árum getur það breytt það miklu fyrir keppendur á svæðinu.
26.10.2015 - 15:59