Færslur: Hestar

Björguðu hesti sem festist í flórgati
Eitt útkall slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhringinn fólst í því að bjarga hesti sem sat fastur í flórgati. Hesturinn var hálfur ofan í haughúsinu þegar slökkviliðið kom á staðinn. Björgunin tókst vel og slapp hesturinn vel þrátt fyrir nokkurn stirðleika og bólgur í kroppi hestsins eftir uppákomuna. 
Dýrin í Kjarnaskógi ekki lengur vinir
Hlið, sem setja á upp við fjölfarið útivistarsvæði á Akureyri, hafa valdið deilum milli hestamanna og annarra sem nýta svæðið. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga óttast að hliðin geti valdið slysum.
04.05.2021 - 22:51
Landinn
Fór í sóttkví og endaði með hestasundlaug
Gréta V. Guðmundsdóttir og maðurinn hennar, Steinar Sigurðsson, létu gamlan draum rætast í fyrra. Þau seldu íbúðirnar sínar, hesthús og fleira og sameinuðust á jörð í Ásahreppi þar sem þau gátu bæði sinnt störfum sínum og áhugamálum, hann sem jeppakall og hún sem hönnuður en bæði eru þau mikið hestafólk. Þau hafa síðustu mánuði komið sér fyrir og tekið hitt og þetta í gegn.
03.05.2021 - 10:34
Viðtal
Hestafólk kallar eftir gagnkvæmri virðingu og skilningi
Ágangur akandi, hjólandi og skíðandi fólks á reiðvegi hefur valdið slysum og fjölda atvika meðal hesta og knapa. Guðni Halldórsson, formaður Landssambands hestamanna, áréttar að reiðvegir séu ætlaðir hestum, þeir séu flóttadýr sem geti brugðist harkalega við óvæntum atvikum. Hann kallar eftir gagnkvæmri virðingu í allri umferð.
16.04.2021 - 11:27
Ráðherra vill tryggja leitarhundum í Póllandi eftirlaun
Leitarhundar í Póllandi eiga oft ekki sjö dagana sæla eftir að starfsævinni lýkur og því hefur innanríkisráðherra landsins kynnt frumvarp sem á að tryggja dýrunum áhyggjulaust ævikvöld.
27.03.2021 - 14:58
Hestafólk varað við alvarlegum sjúkdómi í hrossum
Alvarlegur smitsjúkdómur af völdum hestaherpes-veiru kom upp í febrúar á stóru hestamóti í Valencia á Spáni. Veiran smitar ekki menn en veldur heilabólgu og lömun í hestum. Íslenskt hestafólk er hvatt til að fara að ströngum reglum til varnar smitsjúkdómum.
09.03.2021 - 17:37
Myndskeið
Útiganga yfir veturinn sé ekki slæm fyrir hrossin
Sérgreinadýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun segir að útiganga yfir veturinn sé ekki slæm fyrir hross ef rétt er að málum staðið. Það sé stöðugt verkefni að fylgjast með velferð hrossa, en þar hafi hún ekki mestar áhyggjur af útigangi.
09.02.2021 - 22:38
Kiljan
Fólk á einhverfurófi á oft í góðum samskiptum við hesta
„Við mennirnir getum verið pínulítið ólík. Við getum verið greind á einhverfurófi í mannheimum en átt stórkosleg samskipti við hesta og öfugt. Fólk sem er mjög félagsfært kann oft ekkert á hesta,“ segir Björk Jakobsdóttir hestakona og höfundur spennu- og örlagasögunnar um Hetju sem reynir að finna leiðina heim.
19.11.2020 - 11:03
Segir glitta í hundafordóma í skýrslu um gæludýr
Freyja Kristinsdóttir hjá Félagi ábyrgra hundaeiganda segir skýrslu stýrihóps um þjónustu við gæludýr í Reykjavík sýna að allt fé málaflokksins fari í að halda uppi óþörfu tvískráningarkerfi.
10.11.2020 - 09:56
Gagnrýni
„Það er unun að lesa þessa bók“
Gagnrýnendur Kiljunnar eru afar ánægðir með hestabók Hjörleifs Hjartarsonar og Ránar Flygenring. Þeim þykir hún „ofboðslega lífsglöð og leikandi skemmtileg bók.“
Myndskeið
Á annað þúsund hestar seldir til útlanda
Vel á annað þúsund íslenskir hestar hafa verið seldir til útlanda á þessu ári og hefur salan aukist verulega á milli ára. Hestaútflytjendur segja að veiking krónunnar hafi ýtt undir eftirspurn.
26.10.2020 - 22:57
Mörg úrvalshross flutt úr landi seinustu ár
Frá því árið 2015 hafa rúmlega 700 fyrstu verðlaunahross verið flutt úr landi og seld. Um 400 1. verðlauna stóðhestar hafa verið seldir úr landi og um 300 1. verðlauna merar.
12.10.2020 - 11:39
Frönsk lögregla leitar illvirkja sem skaða hesta
Lögregla í Frakklandi leitar nú logandi ljósi að tveimur mönnum sem grunaðir eru um að hafa limlest og drepið fjölda hrossa víðsvegar um landið. Síðasta atvikið átti sér stað í gær.
07.09.2020 - 02:18
Bretadrottning við hestaheilsu á hestbaki
Nærveru Elísabetar 2. Bretadrottningar hefur líklega nokkuð verið saknað meðan á kórónuveirufaraldrinum hefur staðið.
01.06.2020 - 02:20
Víðsjá
Vitlausi Gráni reynist vera Þokki
Hestar, líkt og mannfólkið, eru alls konar. Sumir dyntóttir, aðrir viljugir og ljúfir, enn aðrir húðlatir. En stundum er mikilvægt að fara að öllu með gát þegar kemur að því að dæma bæði hesta og menn. Í Víðsjá var rifjuð upp minning um hestinn Þokka sem flutt var í útvarpinu árið 1955 af Sigurði Jónssyni frá Brún. Í þessu fallega erindi var söknuðurinn greinilegur.
16.05.2020 - 14:00
100 hross dauð eftir óveðrið
100 dauð hross hafa fundist eftir óveðrið sem gekk yfir landið. Enn eru einhver týnd og leit heldur áfram. Vitað er af hrossum í sjálfheldu og dýralæknir segir bændur uppgefna.
20.12.2019 - 12:15
Myndskeið
Missti sex hross í óveðrinu
Bóndi í Húnavatnssýslu sem missti sex hross í óveðrinu, segist ekki hafa grátið vegna fjárhagslegs tjóns, heldur tilfinningalegs. Hann segir bændur hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð til að bjarga skepnum.
18.12.2019 - 19:39
Tugmilljarða hrossakaup
Á síðustu tíu árum hafa íslensk hross verið seld úr landi fyrir um tíu milljarða króna. Langstærstur hluti þeirrar fjárhæðar er til kominn vegna útflutnings á íslenskum hestum til undaneldis, eða 73 prósent.
09.09.2019 - 07:35
Myndband
Hestar heilsuðu upp á íbúa Vatnsendahverfis
Íbúa í Vatnsendahverfi í Kópavogi brá í brún þegar hann ætlaði að fá sér kaffibolla í morgunsárið. Á bílastæðinu fyrir utan húsið stóð hópur hesta.
21.07.2019 - 14:41
Hrossaveiki tengd fóðri
Alls eru 44 hross með einkenni taugasjúkdómsins fjöltaugakvilla. Þar af hafa tólf verið felld og eitt fannst dautt, segir Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun.
19.06.2019 - 22:30
Hross á harðahlaupum í Ártúnsbrekku
Tvo hross hlupu um Árbæinn í Reykjavík í morgun og hættu sér út morgunumferðina í Ártúnsbrekku. Þar tókst lögreglumönnum og hestafangara loks að handsama þau eftir um klukkustunda eftirför.
07.05.2019 - 08:46
Viðtal
Hósti og hitasótt hrjá hesta
Töluvert hefur verið um veikindi hrossa hér á landi á undanförnum vikum og hafa tilfelli verið staðfest á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Vesturlandi. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST, segir að bæði sé hitasótt og smitandi hósti að hrjá hesta. Áratugur er síðan hóstafaraldur meðal hesta gekk síðast yfir hér á landi og því mikið af hrossum sem ekki gengu í gegnum faraldurinn þá.
23.04.2019 - 08:50
Sól og blíða í árlegri skírdagsreið
Knapar úr hestamannafélaginu Sörla og gestir þeirra nutu blíðunnar í dag í árlegri skírdagsreið. Það er áralöng hefð fyrir því að hestamenn úr Sörla í Hafnarfirði bjóði í páskakaffi á skírdag. Á því varð engin breyting í ár og það er óhætt að segja að veðrið hafi að þessu sinni leikið við menn og dýr. Gestirnir eru hestamenn úr Spretti í Kópavogi og fleiri félögum en Sörlamenn riðu til móts við þá í Heiðmörk.
29.03.2018 - 20:16
Myndband
Átakanlegt að koma að skepnunum í djúpu vatni
Mikið vatn flæddi inn í hesthús hestaleigunnar Íslenski hesturinn í Fjárborgum við Rauðhóla í nótt. Bergljót Rist, eigandi hestaleigunnar, segir að það hafi verið átakanlegt að koma að hestunum standandi í djúpu vatni upp að kviði. Kindur voru fluttar á milli húsa í gúmmíbát.
24.02.2018 - 14:37
Ekki nóg hey fyrir hross?
Fannfergi undanfarna daga á Suðurlandi gæti haft þær afleiðingar að heyforði fyrir hross verði í knappasta lagi. „Það er ljóst að margir fengu í ár minni hey en áður. Þessi snjór undanfarið gæti lengt gjafatíma fyrir hross um að minnsta kosti mánuð“, segir Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands.
03.12.2015 - 17:24