Færslur: Hestaíþróttir

Viðtal
Legsteinar og duftker ekki í verðlaun á hestamannamóti
Mikil aðsókn er í hestamannamótið Fimmgangur Útfararstofu Íslands sem verður í kvöld. Formaður hestamannafélagsins Spretts, sem jafnframt er útfararstjóri, segir að þrátt fyrir þetta verði einungis hefðbundnir bikarar í verðlaun. „Það er alla vega ekkert sem tengist útfararstofunni,“ segir Sverrir Einarsson, útfararstjóri og formaður Spretts.
18.02.2021 - 12:37
Mörg úrvalshross flutt úr landi seinustu ár
Frá því árið 2015 hafa rúmlega 700 fyrstu verðlaunahross verið flutt úr landi og seld. Um 400 1. verðlauna stóðhestar hafa verið seldir úr landi og um 300 1. verðlauna merar.
12.10.2020 - 11:39
Myndskeið
Kveikur seldur fyrir metfé: „Erum búin að gráta fullt“
Verðlaunahesturinn Kveikur hefur verið seldur fyrir metfé til Danmerkur. Eigendurnir segja að það verði erfitt að afhenda hann en vona að hann bæti ræktunina í Evrópu.
Víðsjá
Vitlausi Gráni reynist vera Þokki
Hestar, líkt og mannfólkið, eru alls konar. Sumir dyntóttir, aðrir viljugir og ljúfir, enn aðrir húðlatir. En stundum er mikilvægt að fara að öllu með gát þegar kemur að því að dæma bæði hesta og menn. Í Víðsjá var rifjuð upp minning um hestinn Þokka sem flutt var í útvarpinu árið 1955 af Sigurði Jónssyni frá Brún. Í þessu fallega erindi var söknuðurinn greinilegur.
16.05.2020 - 14:00
Brú yfir Eyjafjarðará í útboð
Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að hefja útboðsferli fyrir brú yfir Eyjafjarðará. Brúarsmíðin átti upphaflega að hefjast nú í haust en því var frestað og olli það töluverðu fjaðrafoki meðal hestamanna og útivistarfólks á Akureyri.
21.10.2019 - 11:00
Íslandsmót í hestaíþróttum í fullum gangi
Íslandsmótið í hestaíþróttum er í fullum gangi í Víðidal í Reykjavík í Reykjavík en mótið hófst á þriðjudag. Mótið er það þriðja og síðasta sem litið er til við val á landsliði Íslands fyrir Heimsmeistaramótið í Berlín í ágúst. Keppt er í bæði meistaraflokki fullorðinna og yngri flokkum.
04.07.2019 - 10:28