Færslur: hersveitir

Nýr hershöfðingi tekur við skipulagningu innrásarinnar
Ónefndur vestrænn embættismaður segir Rússa hafa skipt um æðstráðanda yfir hernaðaraðgerðum í Úkraínu og hyggist þannig endurskipuleggja innrásina. Nýskipaður hershöfðingi hefur mikla reynslu af hernaðarskipulagningu eftir bardaga í Sýrlandi.
Roskin kona sögð hafa rænt hermenn vopnum sínum
Roskin kona búsett nærri Kyiv, höfuðborg Úkraínu, er sögð hafa stolið skotfærum af rússneskum hermönnum meðan þeir sváfu. Hún hafi falið ránsfeng sinn í kanínubúri og loks fært hann úkraínskum hermönnum.
06.04.2022 - 05:10
Óttinn við innrás Rússa í Úkraínu magnast enn
Rússar virðast vera að skipuleggja innrás í Úkraínu á fjórum vígstöðvum í einu. Allt að 175 þúsund vel vopnum og tækjum búnir rússneskir hermenn í 100 herfylkjum hafa komið sér fyrir við landamæri ríkjanna.