Færslur: herstjórn

Erlend stórfyrirtæki yfirgefa ástandið í Mjanmar
Ástralska olíufyrirtækið Woodside tilkynnti i morgun að það hygðist láta af allri starfsemi í Mjanmar. Það bætist þá við nokkurn fjölda erlendra fyrirtækja sem það gera. Tæpt ár er nú liðið frá valdaráni hersins í landinu.
Forsætisráðherra Súdans hættir eftir hávær mótmæli
Abdalla Hamdok hefur sagt af sér forsætisráðherraembætti Afríkuríkisins Súdan. Hamdok hefur setið í embætti um rúmlega mánaðar skeið. Honum var vikið úr embætti í lok október þegar herinn, með yfirhershöfðingjann Abdel Fattah al-Burhan, í broddi fylkingar tók öll völd í landinu. Tæpum mánuði síðar færði herstjórnin Hamdok stjórnartaumana að nýju.
02.01.2022 - 22:45
Herinn í Mjanmar sakaður um fjöldamorð í hefndarskyni
Herinn í Mjanmar myrti óbreytta borgara með skipulögðum hætti í júlí síðastliðnum. Talið er að hið minnsta fjörutíu karlmenn hafi verið pyntaðir og myrtir í fernum atlögum hersins á svæði þar sem andstaða er mikil við herstjórnina í landinu.
20.12.2021 - 03:41
Bandarískur blaðamaður laus úr haldi í Mjanmar
Bandaríska blaðamanninum Danny Fenster var sleppt úr haldi stjórnvalda í Mjanmar í dag eftir sex mánaða varðhald. Í liðinni viku hlaut hann ellefu ára dóm fyrir undirróðursstarfsemi, tengsl við ólögleg félagasamtök og brot á reglum um vegabréfsáritanir.
Herinn hvattur til stillingar meðan á mótmælum stendur
Boðað hefur verið til fjöldafunda í Súdan í dag til að andæfa valdatöku hersins. Valdaráninu hefur verið mótmælt um allan heim en herinn hrifsaði til sín öll völd í landinu 25. október síðastliðinn og handtók fjölda ráðamanna. Öryggissveitir hersins eru hvattar til að sýna stillingu meðan á mótmælum stendur.
30.10.2021 - 03:23
Herstjórnin í Mjanmar lofar kosningum árið 2023
Min Aung Hlaing, leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar, tilkynnti í sjónvarpsávarpi að neyðarástandi yrði aflétt í landinu og gengið til kosninga fyrir ágúst árið 2023.
01.08.2021 - 05:57