Færslur: Herra Hnetusmjör

Herra Hnetusmjör skilar ekki jólagjöfinni
Söfnunarþáttur fyrir SÁÁ var sýndur á RÚV í gærkvöldi. Þar var fjallað um málefni samtakanna auk þess sem valinkunnir listamenn sýndu góða takta. Á meðal þeirra sem fram komu er Herra Hnetusmjör sem flutti jólalagið Þegar þú blikkar.
04.12.2020 - 14:46
Aldrei rappað um að hafa þurft að selja kókaín
Á dögunum kom út ævisaga hins 24 ára Árna Páls Árnasonar, sem er betur þekktur sem rapparinn Herra Hnetusmjör. Bókina Herra Hnetusmjör - Hingað til skrifar uppistandarinn og fjölmiðlamaðurinn Sóli Hólm en þar er sagt frá ævintýralegri sigurgöngu í tónlistarheiminum en líka rakin saga af fíkn og erfiðleikum.
05.11.2020 - 15:12
Gagnrýni
Framboð og eftirspurn
KBE kynnir: Erfingi krúnunnar er ný plata eftir Herra Hnetusmjör sem er plata vikunnar á Rás 2 að þessu sinni.
Herra Hnetusmjör – Erfingi krúnunnar
í síðasta mánuði sendi Árni Páll Árna­son, betur þekktur sem Herra Hnetusjmör, frá sér fimmtu plötu sína sem heitir Erfingi krúnunnar hjá útgáfufyrirtæki sínu KBE. Platan er annar hluti þríleiks og sjálfstætt framhald af plötunni Hetjan í hverfinu sem kom út fyrir tveimur árum og þótti vel heppnuð.
12.10.2020 - 16:00
Vikan
Herra Hnetusmjör á 100 mismunandi vegu
Herra Hnetusmjör heiðraði Vikuna með Gísla Marteini með nærveru sinni og flutti lagið 100 mismunandi vegu af nýútkominni plötu sinni.
Rabbabari
Reyni að græða pening á meðan ég er á toppnum
Herra Hnetusmjör er fyrir löngu orðinn einn stærsti tónlistarmaður landsins. Hann er fastagestur á topplistum landsins og lag hans, Upp til hópa, hefur setið sem fastast á Top 50 lista Spotify síðan það kom út sumarið 2018.
19.09.2019 - 13:15
Rjóminn af rappinu á Aldrei fór ég suður
Nokkrir af heitustu röppurum landsins tróðu upp á Aldrei fór ég suður um helgina en þeir JóiPé og Króli, Herra Hnetusmjör og Huginn röppuðu sína alkunnu smelli undir diggri stjórn Þormóðs Eiríkssonar pródúsents.
Gagnrýni
Tveir nettir og enginn í fríi
KBE kynnir: DÖGUN er sjö laga stuttskífa eftir Hr. Hnetusmjör og Huginn. Þar er að finna poppað, útvarpsvænt rapp sem reynir ekki að vera neitt annað en það sem það er.
Herra Hnetusmjör og Huginn - Dögun
Á þröngskífunni Dögun ákváðu rapparinn Herra Hnetusmjör og söngvarinn Huginn að vinna saman heila plötu þar sem þeir væru báðir í öllum lögunum. Verkefnið snerist síðan um að gera poppaða stuðplötu með djammvæbi og kannski léttari undirtón sem stendur mittt á milli Hetjunnar í hverfinu og Eina stráks.
15.04.2019 - 11:42
Rapp í Kópavogi
Laugardaginn 19. janúar munu helstu rapplistamenn landsins, auk erlendra rappara frá Danmörku og Svíþjóð, stíga á svið á rapphátíð sem haldin verður í Salnum í Kópavogi.
17.01.2019 - 11:32
Nýtt myndband frá Herra Hnetusmjör
Herra Hnetusmjör og KBE gáfu í dag út tónlistarmyndband við lagið Fóbó sem er að finna á nýjustu plötu rapparans, Hetjan úr hverfinu. 
29.11.2018 - 13:30
Fyrsta lagið þar sem ég efast
Fyrir tæpri viku gaf Herra Hnetusmjör út plötuna Hetjan úr hverfinu. Herra Hnetusmjör og Þormóður Eiríksson lagahöfundur mættu í Rabbabara og ræddu nýju plötuna.
31.10.2018 - 16:49
Hetjan úr hverfinu lent
Herra Hnetusmjör gaf út sína þriðju plötu á miðnætti en hún ber nafnið Hetjan úr hverfinu.
26.10.2018 - 09:42
Pönnukökudrama
Vöfflur, pönnukökur og hnetusmjör eru meðal þeirra hluta sem að voru áberandi í vikunni. Við fórum yfir brot af því besta með Guðmundi Felixsyni.
10.09.2018 - 09:36
Myndskeið
„Þetta er ekki þessi vondi plötusamningur“
Herra Hnetusmjör er ein skærasta stjarnan í íslenskri rappsenu en hann skrifaði nýlega undir dreifingarsamning við Sony. Hann var gestur Atla Más í Stúdíói 12 þar sem hann tók óútgefna lagið „Tala soldið“ og „Vinna“ af sinni nýjustu plötu.
27.02.2018 - 14:25