Færslur: Hermigervill

Tónatal
Hver vill elska söngvaskáld frekar en verðbréfasala?
„Þetta er óður til trúbadorsins,“ segir Unnsteinn Manuel um nýtt lag sem hann flutti í þættinum Tónatali á laugardag. Lagið fjallar um mann sem selur ástarbréf á milli þess sem hann leggur sig í sófanum, sefur fram eftir, drekkur ótæpilega og lætur sig dreyma.
19.01.2021 - 10:43
Lestin
Hljóðguð með mörg hliðarsjálf
Tónlistarmaðurinn Hermigervill sá um hljóðhönnun og tónlistarsköpun fyrir snjallsímatölvuleikinn Trivia Royale sem fyrirtækið Teatime gaf út á dögunum.
27.06.2020 - 11:54
Aldrei fór ég suður
Hermigervill í heimaútgáfu AFÉS - Ibizafjörður
Raftónlistarmaðurinn Hermigervill samdi lag sérstaklega fyrir Aldrei fór ég suður hátíðina sem halda átti á Ísafirði um páskana. Hátíðin var þó ekki með eðlilegu sniði vegna ástandsins en Hermigervill flutti þó lagið Ibizafjörður í heimaútgáfu Aldrei fór ég suður sem sjónvarpað var á laugardag.
15.04.2020 - 13:12
Lestin
Sykur og svanasöngur Grísalappalísu stóðu upp úr
21. Iceland Airwaves hátíðin var keyrð í gang síðasta miðvikudagskvöld og fréttaritari Menningarvefsins er búinn að vera á miklu fútti milli hinna ýmsu bara, listasafna og tónleikasala undanfarna daga.
Hermigervill býður gleðileg hvít þeramínjól
Raftónlistarmaðurinn Sveinbjörn Thorarensen, betur þekktur sem Hermigervill, var að gefa frá sér allsérstæða útgáfu af jólalaginu White Christmas.
27.12.2017 - 18:26
Gólfið í Silfurbergi nötraði - Airwaves
Það var rafmögnuð stemning í Silfurbergi í Hörpu í gær þegar fjórða kvöld Iceland Airwaves hófst, með tónleikum Gunnars Jónssonar Collider.