Færslur: Herjólfur ohf.

Fær tækifæri til að bæta fyrir dómgreindarbrestinn
Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur hafið rannsókn á máli skipstjórans sem sigldi Herjólfi um jólin eftir að réttindi hans runnu út. Þrátt fyrir að stjórn Herjólfs telji málið grafalvarlegt fær skipstjórinn annað tækifæri til að bæta fyrir misgjörðir sínar segir framkvæmdastjóri.
Stýrimaður segir upp
Stjórnendur Herjólfs ohf. hafa haldið fundi með fulltrúum áhafna í dag vegna máls skiptstjórans sem sigldi réttindalaus. Einn stýrimaður hefur sagt upp störfum.
Vill að bæjaryfirvöld ræði mál skipstjórans
Hvorki hefur verið rætt í bæjarstjórn eða bæjarráði Vestmannaeyjabæjar um að skipstjóri á Herjólfi hafi siglt réttindalaus í um tíu daga um jólin. Oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórna ætlar að óska eftir því og segir eðlilegt að bærinn sem eigi eina hlutabréfið í útgerð Herjólfs taki á því. 
Vegagerðin - óviðunandi að skipstjóri sigli án réttinda
Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar segir óásættanlegt að skiptstjóri á Herjólfi hafi siglt eftir að atvinnuréttindi hans runnu út í desember. Í fréttum í gær kom fram að skipstjórinn hefði verið lækkaður í tign eftir að kvörtun barst. 
Enn verið að endurskipuleggja rekstur Herjólfs
Ekki liggur endanlega fyrir hvernig starfsemi farþegaferjunnar Herjólfs verður háttað þegar uppsagnarfrestur allra 68 starfsmanna Herjólfs rennur út um næstu mánaðamót. Öllum starfsmönnum fyrirtækisins var sagt upp 1. september.
16.11.2020 - 14:50
Fundað á ný í Herjólfsdeilu
Samninganefndir Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. hittust á samningafundi í morgun. Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélagsins, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.
Engir fundir í Herjólfsdeilu
Engir fundir hafa verið hjá forsvarsmönnum Herjólfs og Sjómannafélags Íslands eftir að þriggja daga verkfalli félagsmanna þar var aflýst 20. júlí en þá náðist samkomulag um að hefja viðræðuáætlun um gerð nýs kjarasamnings undirmanna um borð í Herjólfi. Þeim viðræðum á að vera lokið næstkomandi mánudag og Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélagsins segir að vonandi hittist aðilar innan tíðar, tíminn sé skammur.
„Við náðum ekki neinu fram“
„Það er komin niðurstaða í ákveðna liði og það er því grundvöllur fyrir því að ræða málin áfram.“ Þetta sagði Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs eftir að samkomulag náðist fyrr í kvöld á milli fulltrúa Herjólfs og Sjómannafélags Íslands um að hefja viðræðuáætlun um gerð nýs kjarasamnings undirmanna um borð í Herjólfi. Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélagsins segir þetta „enga óskastöðu“, en áhrif verkfallsins á ferðaþjónustuna í Eyjum hafi vegið þungt.
Sitja á fundi í Herjólfsdeilunni
Fulltrúar Herjólfs og Sjómannafélags Íslands sitja nú á samningafundi, en verkfall undirmanna á Herjólfi, sem eru félagar í Sjómannafélagi Íslands, er fyrirhugað á miðnætti í kvöld. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, staðfestir við Fréttastofu RÚV að fundur standi nú yfir, en engar frekari upplýsingar fengust af gangi viðræðna.
Vilja að ráðherra banni verkfallsbrot Herjólfs
Sjómannafélag Íslands krefst þess að ráðherra, ríkisstjórn og þingmenn banni stjórnendum Herjólfs að nota skip og hafnaraðstöðu í ríkiseigu til verkfallsbrota. Þetta kemur fram í opnu bréf til samgönguráðherra sem sjómannafélagið sendi frá sér nú síðdegis.
Sakar bæjarstjórn í Eyjum um lögbrot
Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands, segir að bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafi brotið grunnréttindi launafólks. Útgerð Herjólfs ohf, sem sé í eigu bæjarins noti eigur ríkisins til að beita launafólk ofríki. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Jónas sendi frá sér.
Gamli Herjólfur farinn að sigla eftir seinkun í morgun
Gamli Herjólfur lagði úr höfn í Eyjum skömmu fyrir klukkan eitt í dag. Brottför var áætluð klukkan hálf tíu en seinkaði um tæplega þrjá og hálfan tíma. Herjólfur ohf. tilkynnti að gamli Herjólfur, Herjólfur III, myndi sigla þrjár ferðir fram og til baka frá Vestmannaeyjum í dag.
Gamli Herjólfur kominn til Landeyjahafnar
Herjólfur þriðji, sem átti að sigla frá Eyjum klukkan hálf tíu í morgun, hefur ekki enn lagt úr höfn. Ferðin er sú fyrsta af fjórum sem farnar verða í dag. Starfsmaður Herjólfs ohf. og hafnsögumaður í Eyjum staðfesta þetta í samtali við fréttastofu.
15.07.2020 - 12:20
Ferðir Herjólfs þriðja alveg klárt verkfallsbrot
Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands, segir að sigling Herjólfs þriðja í dag sé klárt verkfallsbrot. Undirmenn um borð í Herjólfi eru í verkfalli í dag, sem er seinni dagur verkfalls en þriðja vinnustöðvun um borð í Herjólfi hefur verið boðuð eftir sex daga.
15.07.2020 - 11:11
Herjólfur siglir ekki þriðjudag og miðvikudag
Herjólfur siglir ekki 14. og 15. júlí vegna verkfalls undirmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar er því beint til farþega sem þurfa að ferðast til eða frá Vestmannaeyjum að gera ráðstafanir.
10.07.2020 - 14:36
Árangurslausir fundir í Herjólfsdeilunni
Enginn árangur varð á samningafundi Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. í morgun, segir Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélagsins. Meirihluti áhafnar Herjólfs er í félaginu.
Segja kröfugerðina óaðgengilega og búast við verkfalli
Kröfugerð starfsmanna Herjólfs, sem eru félagar í Sjómannafélagi Íslands, er óaðgengileg. Þetta er mat stjórnar Herjólfs ohf sem kom saman í gærkvöldi. Fulltrúa Sjómannafélagsins var kynnt þessi niðurstaða á fundi í morgun. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir að búast megi við að verði af boðuðum verkfallsaðgerðum í næstu viku.
Segist bjartsýnn á lausn Herjólfsdeilunnar
Stjórn Herjólfs situr nú á fundi með fulltrúum skipverja ferjunnar og Sjómannafélags Íslands til að leita lausna á kjaradeilu þeirra. Sólarhrings vinnustöðvun skipverja lauk á miðnætti og önnur er fyrirhuguð í tvo sólarhringa frá miðnætti 14. júlí. Sú þriðja verður tveimur vikum síðar, í þrjá sólarhringa, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Fyrir fundinn sagðist Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs bjartsýnn á að samkomulag næðist.
Aukafundur í bæjarráði vegna verkfalls Herjólfs
Bæjarráð Vestmannaeyja kemur saman til aukafundar nú í hádeginu til að fjalla um kjaradeilu skipverja í Herjólfi. Sólarhrings verkfall þerna og háseta hófst á miðnætti. Margir eru fastir í Eyjum eða komast ekki þangað. Fullbókað var á Hótel Vestmannaeyjum í kvöld en gestir hafa nú afbókað vegna verkfallsins. 
Ræðst í dag hvort Herjólfur siglir á morgun
Síðar í dag verður tekin ákvörðun um hvort nýr Herjólfur fer í sína fyrstu áætlunarferð til Vestmannaeyja seinnipartinn á morgun. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir prufusiglingar og mátun hafa gengið vel en að það hafi þurft að stilla brýr af. 
17.07.2019 - 12:32