Færslur: Herjólfur

Vöknuðu í Þorlákshöfn en bjuggust við að vera í Eyjum
Farþegar Herjólfs biðu í rúma fimm tíma í Þorlákshöfn eftir að ferjan bilaði í gærkvöld. Framkvæmdastjóri segir að erfitt hafi verið að bregðast við biluninni. Þreyttir farþegar sem ætluðu að blunda á leið sinni til Vestmannaeyja í ferjunni komust að því þegar þeir vöknuðu að þeir voru enn í Þorlákshöfn.
21.11.2022 - 12:34
Herjólfur væntanlegur til Eyja á sjötta tímanum í nótt
Vestmannaeyjaferjan Herjólfur lagði frá bryggju í Þorlákshöfn klukkan 2:15 í nótt og er væntanleg til Vestmannaeyja þegar klukkan verður stundarfjórðung gengin í sex. Þegar þangað verður komið verður haldið áfram að gera við stefnishurð ferjunnar.
Einhverjir farþegar farnir frá borði - viðgerð í gangi
Viðgerðir standa enn yfir á hurð í stefni Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs sem átti að sigla frá Þorlákshöfn stundarfjórðung fyrir níu í kvöld. Enn er óljóst hvenær lagt verður frá bryggju, en þeir farþegar sem vildu hafa yfirgefið skipið en aðrir gista um borð.
Herjólfur kemst ekki frá Þorlákshöfn vegna bilunar
Á annað hundrað farþegar eru um borð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi sem hefur ekki komist brott frá Þorlákshöfn vegna bilunar í hurð á stefni skipsins. Unnið er að viðgerð en tilkynning verður gefin út varðandi brottför um leið og henni lýkur.
20.11.2022 - 23:23
Herjólfur siglir ekki á Landeyjahöfn fyrri part dags
Herjólfur III siglir ekki til Landeyjahafnar fyrri hluta dags þar sem aldan er að rjúka þar upp, að því er segir í tilkynningu. Því verður siglt til og frá Þorlákshöfn framan af degi. Staðan verður endurmetin eftir klukkan þrjú í dag.
14.10.2022 - 10:02
Gamli Herjólfur siglir ekki í dag
Gamli Herjólfur byrjar ekki að sigla í dag eins og til stóð. Siglingar frestast til morguns vegna bilunar sem kom upp í fyrrakvöld í dýpkunarskipinu Álfsnesi, sem var við dýpkun í Landeyjahöfn. Nýja ferjan, Herjólfur IV, fer í slipp í Hafnarfirði eftir helgi og verður þar í þrjár vikur. Á meðan siglir gamli Herjólfur, Herjólfur III, milli lands og Eyja. Unnið hefur verið að dýpkun Landeyjahafnar undanfarna viku því dýpið er ekki nægjanlegt fyrir gamla Herjólf.
Tveir bílar krömdust í bílalyftunni í Herjólfi
Bílalyftunni í Herjólfi var í gærkvöldi slakað á tvo bíla um borð með þeim afleiðingum að þeir skemmdust. Um slys var að ræða og var enginn farþegi staðsettur á bíladekkinu þegar slysið var. Þetta segir Hörður Orri Grettison, framkvæmdastjóri Herjólfs.
15.08.2022 - 13:13
Færeyingar óánægðir með leiguna á gamla Herjólfi
Færeyingar sem búa á Suðurey, syðstu eyju Færeyja, hafa mótmælt því að íslenska skipið Herjólfur III, eða gamli Herjólfur, taki tímabundið við siglingum til og frá höfuðborginni Þórshöfn. Færeyska Kringvarpið greinir frá.
08.08.2022 - 03:38
Ökubrú tjónuð eftir að Herjólfur bakkaði á hana
Tjón varð á ökubrú á höfninni í Vestmannaeyjum sem ökumenn nota til að komast í og úr Herjólfi í kvöld.
13.06.2022 - 22:05
Mánaðar fangelsi fyrir að sigla Herjólfi réttindalaus
Fyrrverandi skipstjóri á Herjólfi hefur verið dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að sigla skipinu þegar skipstjórnarréttindi hans voru útrunnin. Hann var að auki dæmdur fyrir að gefa upp rangar upplýsingar um mönnun skipsins.
Vefsíðan hrundi þegar miðasala á Þjóðhátíð hófst
Opnað var fyrir forsölu miða á Þjóðhátíð og sölu miða í Herjólf yfir Þjóðhátíðarhelgina í dag. Vefsíða Herjólfs hrundi fljótlega eftir að miðasala opnaði, en að sögn framkvæmdarstjóra Herjólfs ohf. hefur vefsíðan hrunið þegar miðasala opnar tíu ár í röð.
28.04.2022 - 09:47
Þörf sé á ríkisstyrktu flugi til Vestmannaeyja
Í janúar 2022 fór Herjólfur aðeins 34 ferðir til Landeyjahafnar en hann fór 286 sinnum í janúar árið áður. Höfnin hefur verið full af sandi síðan í byrjun árs, það viðraði ekki til að dýpka höfnina fyrr en í lok mars. Á þriggja mánaða tímabili, frá því að mælingar sýndu að höfnin væri of grunn til að hægt væri að sigla þangað á Herjólfi, gafst aðeins tvisvar veður til að dýpka höfnina.
03.04.2022 - 17:56
Veður óhagstætt til siglinga í Landeyjahöfn í vetur
Herjólfur hefur lítið getað siglt til Landeyjahafnar það sem af er ári. Í janúar voru ferðirnar 34 en 286 í janúar í fyrra. Rannsakað hefur verið hvernig megi bæta aðstæður í höfninni og hvernig megi fjölga dögum sem hægt verður að sigla þar um. Forsendur ríkisstyrks áætlunarflugs til Vestmannaeyja eru einnig í skoðun.
Björgunarsveitir aðstoðuðu farþega í Herjólfi
Óveður og ófærð valda enn vandræðum á landinu og horfur eru ófagrar næstu daga. Björgunarsveitarfólk hefur verið önnum kafið að aðstoða strandarglópa. Björgunarsveitir þurftu að aðstoða farþega og áhöfn Herjólfs að komast frá borði.
20.02.2022 - 13:48
Fyrri ferð Herjólfs féll niður, óljóst með framhaldið
Fyrri ferð Herjólfs féll niður í dag vegna ofsaveðurs. Þetta kemur fram á heimasíðu Herjólfs. Ferjan átti að leggja í hann klukkan sjö en hún liggur bundin við bryggju og fer hvergi.
20.02.2022 - 08:01
Herjólfur siglir hvorki á morgun né á þriðjudag
Herjólfur siglir ekki á milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar á morgun eða á þriðjudag vegna yfirvofandi ofsaveðurs. Rauð viðvörun verður í gildi á suðvestanverðu landinu í nótt og í fyrramálið og má þá gera ráð fyrir að vegir verði lokaðir til og frá Þorlákshöfn. Eins er spáð að ölduhæð verði ansi há á meðan óveðrinu stendur.
06.02.2022 - 16:50
Reikna með að skipstjórinn snúi aftur til starfa
Skipstjóri Herjólfs sem sigldi skipinu án endurnýjaðra réttinda fær að snúa aftur til starfa að loknu tímabundnu leyfi. Einn skipstjóri og fjórir stýrimenn Herjólfs hafa nýverið sagt upp störfum. Framkvæmdastjóri félagsins segir að kurr sé í starfsfólki. 
30.01.2022 - 18:52
Fleiri segja upp störfum á Herjólfi
Skipstjóri og annar stýrimaður á Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi sögðu nýverið upp störfum og fyrr í vetur gerðu tveir stýrimenn hið saman. Samkvæmt frétt bæjarfjölmiðilsins Tíguls eru uppsagnirnar tilkomnar vegna málefna yfirskipstjóra Herjólfs sem var lækkaður í tign eftir að athugasemd og kvörtun barst um óeðlileg vinnubrögð af hans hálfu.
Sjónvarpsfrétt
Óviðunandi og lögbrot að sigla réttindalaus
Hvorki Vegagerðin sem á ferjuna Herjólf né Landhelgisgæslan sem hefur eftirlit með lögmæti skráningar í skipum vissu af því að skipstjóri hefði siglt með farþega svo dögum skipti án réttinda. Hann komst fram hjá því með því að skrá lögmæta skipstjóra í ferðir sem hann sigldi sjálfur.
22.01.2022 - 20:23
Skipstjóri á Herjólfi sigldi eftir að réttindi runnu út
Skipstjóri hjá Herjólfi hefur fengið áminningu í starfi og verið lækkaður í tign, eftir að athugasemd og kvörtun barst um óeðlileg vinnubrögð af hans hálfu. Þetta staðfestir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. við fréttastofu. Lögskráningu skipsins var ábótavant, þar sem skipstjórinn hélt áfram að sigla eftir að atvinnuréttindi hans runnu út fyrir jól.
21.01.2022 - 15:54
Covid-smitaðir ferðamenn í Herjólfi í gær 
Fimmtán manna hópur af er­lend­um ferðamönnum sem fór um borð í Herjólf áleiðis til Vestmannaeyja í gær reyndist all­ur smitaður af COVID-19 þegar til Heimaeyjar kom. Þetta staðfestir lögreglan í Vestmannaeyjum.
01.08.2021 - 14:03
Herjólfur tefst í Eyjum vegna bilunar
Bilun í tjakki í Vestmannaeyjahöfn varð þess valdandi klukkan níu í morgun að bílagangur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs bilaði sem veldur nokkrum töfum á ferðum ferjunnar.
10.06.2021 - 10:12
Leggja til að Vestfirðingum verði lánaður Herjólfur
Vestmanneyingar skora á bæjaryfirvöld og ríkið að lána Vestfirðingum nýja Herjólf meðan Breiðafjarðarferjan Baldur er biluð. Vél ferjunnar bilaði í aukaferð yfir Breiðafjörð á fimmtudaginn. Baldur er aðeins búinn einni aðalvél sem ekki tókst að koma í gang.
Myndskeið
Ernir hættir að fljúga til Eyja og Herjólfur í óvissu
Samgöngumál Vestmannaeyinga eru í mikill óvissu. Síðdegis í dag tilkynnti flugfélagið Ernir að félagið ætli að hætta áætlunarflugi til Eyja og í gær var öllum 68 starfsmönnum Herjólfs sagt upp. Ágreiningur er um rekstrarsamning við ríkið. Samgönguráðherra vonast til að leyst verði úr deilunni á næstu dögum.
Óeðlilegt að beita starfsfólki ef sækja á fé til ríkis
Bæjarráð Vestmannaeyja fundar nú í hádeginu um stöðu Herjólfs eftir að öllum starfsmönnum fyrirtækisins, 68 manns, var sagt upp í gær. Stjórn Herjólfs telur að ekki hafi verið staðið fyllilega við gerðan þjónustusamning við ríkið og sér fram á 400 milljóna króna halla á rekstri félagsins á árinu. Samgönguráðherra segir að félaginu hafi þegar hafi verið veittur einhver fjárstuðningur og segir samtal hafið um að leysa ágreiningsmál um þjónustusamning.

Mest lesið