Færslur: Herjólfur

Farþegi ökklabrotnaði á björgunaræfingu í Herjólfi
Farþegi, sem tók þátt í björgunaræfingu í Herjólfi í september, ökklabrotnaði á vinstri fæti og sleit vöðvafestingu á hægri fæti þegar hann renndi sér niður í björgunarbát sem sprengdur hafði verið upp.
17.04.2020 - 12:45
Ein áhöfn í Herjólfi frá vegna Covid-19
12 manna áhöfn í Herjólfi þurfti að fara í sóttkví eftir að Covid-19 smit kom upp hjá áhafnarmeðlimi. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir að allt kapp sé lagt á að tryggja öruggar samgöngur milli lands og eyja.
07.04.2020 - 16:47
Myndskeið
Herjólfur á rafmagn: „Hálfur sigur unninn“
Herjólfur hefur siglt á rafmagni til Landeyja undanfarna daga. Þar á hins vegar enn eftir að virkja hleðslustöð til að skipið sigli báðar leiðir alfarið án olíu. „Það er nákvæmlega eins að sigla skipinu en nú fáum við orku frá batteríum í staðinn fyrir vélum,“ segir Sigmar Logi Hinriksson, skipstjóri.
02.02.2020 - 10:14
Herjólfur sigldi í fyrsta sinn eingöngu á rafmagni
Herjólfur sigldi í fyrsta sinn eingöngu á rafmagni yfir í Landeyjahöfn í morgun. Ár er síðan ríkisstjórnin samþykkti 830 milljóna fjárveitingu til að greiða fyrir stærri rafgeyma og tengibúnað fyrir hleðslu, svo hægt væri að sigla ferjunni milli lands og Eyja alfarið á rafmagni.
28.01.2020 - 15:38
Fréttaskýring
Herjólfssagan endalausa
Það hefur sjaldan verið nein lognmolla í samgöngumálum Vestmannaeyinga. Áratugur er frá vígslu hinnar byltingarkenndu Landeyjahafnar sem styttir ferðatímann umtalsvert. Kostnaður við smíði nýs Herjólfs fór meira en milljarð fram úr áætlun. Skipið er ekki enn farið að sigla fyrir rafmagni en ferðir í Landeyjahöfn hafa gengið vel síðan það kom úr slipp í október. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir mikilvægt að hafa dýpkunarskip til taks, en að dýpkunartímabilum í höfninni verði að ljúka.
02.12.2019 - 10:10
Herjólfi snúið við vegna brotsjóar
Herjólfi var snúið við rétt utan við Landeyjahöfn í morgun. Að sögn Gísla Vals Gíslasonar, skipstjóra, var brotsjór í hafnarmynninu og því ófært þangað inn. Útlitið var betra þegar lagt var í hann frá Eyjum í morgun.
08.10.2019 - 12:17
Þorlákshöfn brátt klár fyrir nýja Herjólf
Vegagerðin vinnur að bráðabirgðalausnum á höfninni í Þorlákshöfn svo nýi Herjólfur geti lagst þar að bryggju. Að sögn Fannars Gíslasonar hjá Vegagerðinni er vonast til þess að lausnirnar verði klárar síðar í vikunni. Herjólfur IV ætti því að geta siglt þangað þegar ófært verður í Landeyjahöfn.
23.09.2019 - 13:16
Búið að gera við bilun í nýja Herjólfi
Búið er að gera við nýja Herjólf og hann er kominn á áætlun á ný. Allt hefur nú sinn vanagang, segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs. Gamli Herjólfur var ræstur út og fór eina ferð í kvöld vegna bilana í stýringu á hlera á nýju ferjunni. Vélstjórar félagsins lagfærðu bilunina í nýja skipinu. „Þeir voru fljótir að bjarga málunum,“ segir Guðbjartur.
21.08.2019 - 21:19
Myndband
Gamli Herjólfur ræstur út vegna bilunar í nýja
Gamli Herjólfur var tekinn í notkun á ný í kvöld vegna bilunar í þeim nýja svo hægt sé að halda áætlun. Þetta staðfestir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs. Hann segir að nú sé verið að meta hversu umfangsmikil bilunin er. Vonandi náist að leysa þetta hratt og örugglega.
21.08.2019 - 18:47
Myndskeið
Jómfrúarferð nýs Herjólfs til Landeyjahafnar
Herjólfur IV sigldi í fyrsta sinn til Landeyjahafnar síðastliðinn föstudag. Jómfrúarferð skipsins gekk vel og aðstæður til siglingar voru góðar. Breytingar sem þarf að gera á hafnarmannvirkjum í höfninni eru smávægilegar, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. 
25.06.2019 - 21:12
Nýr Herjólfur byrjar að sigla um mánaðamótin
Framkvæmdastjóri Herjólfs segir reglubundnar siglingar nýju ferjunnar hefjast um mánaðamótin. Þrjár áhafnir verða í skipinu og stendur þjálfun þeirra enn yfir. Upphaflega átti að byrja að sigla fyrir Orkumótið í næstu viku, en það næst ekki.
23.06.2019 - 12:31
Nýr Herjólfur afhentur og nefndur í dag
Ný Vestmannaeyjaferja er komin til Eyja. Hún kom til hafnar seint í gærkvöld og í dag mun Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra afhenda Vestmannaeyingum skipið við hátíðlega athöfn í Friðarhöfninni í Vestmannaeyjum.
15.06.2019 - 07:26
Herjólfur á heimleið
Nýr Herjólfur er lagður úr höfn í Póllandi og siglir skipið nú til Vestmannaeyja, með hugsanlegri viðkomu í Færeyjum til að taka eldsneyti. Búist er við að skipið komi til hafnar í Heimaey á laugardaginn.
09.06.2019 - 11:36
Samningur um nýjan Herjólf í höfn
Vegagerðin hefur samið við skipasmíðastöðina Crist S.A. um afhendingu nýs Herjólfs. Samningarnir eru þó enn óundirritaðir. Deilur á milli Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. vegna nýs Herjólfs hafa nú staðið yfir frá því í febrúar.
27.05.2019 - 15:10
Leita allra leiða til samninga vegna Herjólfs
Vegagerðin segir enga stoð í samningi við pólsku skipasmíðastöðina Crist S.A. varðandi kröfu fyrirtækisins um lokagreiðslu vegna smíði og afhendingu nýs Herjólfs. Ásetningur Vegagerðarinnar sé að samningar verði efndir og ferjan afhent rekstraraðila.
06.05.2019 - 16:54
Vill skoða leiðir til að dýpka Landeyjahöfn
Samgönguráðherra vill skoða hvort hægt sé að finna betri leiðir til þess að dýpka Landeyjahöfn. Enn liggur ekki fyrir hvenær hún verði opnuð.
19.04.2019 - 12:49
Vilja breyta ferðaáætlun mjaldranna
Koma mjaldra systranna Litlu-hvítar og Litlu-gráar til landsins frestast enn frekar. TVG Zimsen, sem flytur mjaldrana til landsins, skoða nú hvort hægt sé að flýta fyrir komu þeirra með flugi í stað siglingar til Vestmannaeyja.
15.04.2019 - 14:31
Landeyjahöfn setur mjaldraferð í uppnám
Landeyjahöfn verður lokuð á þriðjudag og gæti koma tveggja mjaldra til Vestmannaeyja því frestast. Spáð er vondu veðri í byrjun næstu viku. Forsvarsmenn Merlin Entertainment, sem sjá um mjaldraverkefnið, gerðu ráð fyrir siglingu um Landeyjahöfn þar til í morgun. Óttast er um öryggi hvalanna ef slæmt verður í sjóinn í þriggja tíma siglingu frá Þorlákshöfn.
11.04.2019 - 12:16
Leysa þurfi deilur um nýjan Herjólf sem fyrst
Enn er deilt um afhendingu nýs Herjólfs við skipasmíðastöð í Póllandi. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir miður að viðræður séu komnar í hnút en hann á ekki von á öðru en að pólsk yfirvöld hjálpi til við að leysa málið. 
07.04.2019 - 12:02
Herjólfi seinkar enn
Nýjum Herjólfi seinkar enn. Í vikunni skýrist hvenær hann verður afhentur í Póllandi. Hann hefur verið í reynslusiglingum þar ytra og í vikunni skoðaði vegamálastjóri ferjuna.
03.03.2019 - 12:29
Myndskeið
Ferðamenn koma ekki til Eyja án Landeyjahafnar
Ferðamenn koma ekki til Vestmanneyja þegar Landeyjahöfn er ófær. Þetta segja Eyjamenn. Íbúar binda miklar vonir við dýpkunarbúnað og nýja ferju og segja samfélagið gjörbreytast þegar siglt er um Landeyjahöfn. Samfélagið í Vestmannaeyjum tekur stakkaskiptum þegar Landeyjahöfn er opin.
08.02.2019 - 19:58
Fréttaskýring
Óvíst hvenær ný ferja hefur siglingar
Óvissa ríkir um hvenær ný Vestmannaeyjaferja verður tekin í notkun. Upphaflega stóð til að skipasmíðastöðin afhenti hana 20. júní síðastliðinn en nú er ráðgert að það verði ekki fyrr en 15. nóvember. Þá á eftir að sigla skipinu til Íslands og prófa það hér við land áður en siglingar með farþega geta hafist. Það flækir stöðuna að þá er sjógangur orðin meiri en að sumarlagi og allra veðra von sem getur sett mark sitt á undirbúning og upphaf reglulegra siglinga.
04.09.2018 - 16:07
Hart tekist á um stjórnarkjör í Herjólfi ohf.
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum furðar sig á því að boðað hafi verið til stjórnarkjörs í félaginu Herjólfi ohf. á viðkvæmum tímapunkti í undirbúningi verkefnisins og telur að breytingar á stjórninni gætu tafið verkefnið og valdið því „óafturkræfum skaða“. Fulltrúar meirihlutans í bæjarráði segja á móti að það sé „nánast algild lýðræðisleg hefð“ að stjórnir, nefndir og ráð endurspegli pólitíska niðurstöðu kosninga.
01.08.2018 - 08:24
Ný Eyjaferja verður tengitvinnskip frá upphafi
Samgönguráðuneytið hefur falið Vegagerðinni að semja um breytingar á hönnun nýju Vestmannaeyjaferjunnar í því skyni að hún muni ganga því sem næst eingöngu fyrir rafmagni. Á að búa hana mun stærri rafgeymum en upphaflega var áætlað og útbúa hana tengibúnaði að auki, svo hægt sé að hlaða skipið þegar það liggur við bryggju og sigla því milli lands og Eyja á rafmagninu einu saman.
07.02.2018 - 04:09
Yfirtaka bæjarins á rekstri Herjólfs rædd
Fulltrúar Vestmannaeyjarbæjar, samgönguráðuneytisins og Vegagerðarinnar funda á morgun um yfirtöku bæjarins á rekstri Herjólfs. Bæjarstjórinn segir langt frá því að samningar séu í höfn.
23.10.2017 - 22:20