Færslur: Herjólfur

Covid-smitaðir ferðamenn í Herjólfi í gær 
Fimmtán manna hópur af er­lend­um ferðamönnum sem fór um borð í Herjólf áleiðis til Vestmannaeyja í gær reyndist all­ur smitaður af COVID-19 þegar til Heimaeyjar kom. Þetta staðfestir lögreglan í Vestmannaeyjum.
01.08.2021 - 14:03
Herjólfur tefst í Eyjum vegna bilunar
Bilun í tjakki í Vestmannaeyjahöfn varð þess valdandi klukkan níu í morgun að bílagangur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs bilaði sem veldur nokkrum töfum á ferðum ferjunnar.
10.06.2021 - 10:12
Leggja til að Vestfirðingum verði lánaður Herjólfur
Vestmanneyingar skora á bæjaryfirvöld og ríkið að lána Vestfirðingum nýja Herjólf meðan Breiðafjarðarferjan Baldur er biluð. Vél ferjunnar bilaði í aukaferð yfir Breiðafjörð á fimmtudaginn. Baldur er aðeins búinn einni aðalvél sem ekki tókst að koma í gang.
Myndskeið
Ernir hættir að fljúga til Eyja og Herjólfur í óvissu
Samgöngumál Vestmannaeyinga eru í mikill óvissu. Síðdegis í dag tilkynnti flugfélagið Ernir að félagið ætli að hætta áætlunarflugi til Eyja og í gær var öllum 68 starfsmönnum Herjólfs sagt upp. Ágreiningur er um rekstrarsamning við ríkið. Samgönguráðherra vonast til að leyst verði úr deilunni á næstu dögum.
Óeðlilegt að beita starfsfólki ef sækja á fé til ríkis
Bæjarráð Vestmannaeyja fundar nú í hádeginu um stöðu Herjólfs eftir að öllum starfsmönnum fyrirtækisins, 68 manns, var sagt upp í gær. Stjórn Herjólfs telur að ekki hafi verið staðið fyllilega við gerðan þjónustusamning við ríkið og sér fram á 400 milljóna króna halla á rekstri félagsins á árinu. Samgönguráðherra segir að félaginu hafi þegar hafi verið veittur einhver fjárstuðningur og segir samtal hafið um að leysa ágreiningsmál um þjónustusamning.
Öllum 68 starfsmönnum Herjólfs ohf. sagt upp
Öllum 68 starfsmönnum Herjólfs ohf. hefur verið sagt upp störfum. Guðbjartur Ellert Jónsson, forstjóri Herjólfs, segir uppsagnirnar varúðarráðstafanir því stjórn félagsins telur óábyrgt að halda út í frekari óvissu með rekstur félagsins að öllu óbreyttu.
Kjaradeila á Herjólfi í hendur ríkissáttasemjara
Enginn árangur varð af samningafundi Sjómannafélags Íslands og útgerðarfélags Herjólfs í morgun vegna deilu um kjör undirmanna á ferjunni. Því ákváðu samninganefndirnar að vísa kjaradeilunni aftur til ríkissáttasemjara.
18.08.2020 - 12:51
Funda degi eftir að samningar áttu að nást
Næsti fundur í kjaradeilu Sjómannafélags Íslands og útgerðarfélags Herjólfs verður haldinn á morgun. Þegar verkfalli var aflýst í síðasta mánuði var stefnt að því að samningur lægi fyrir í dag.
17.08.2020 - 11:51
Engir fundir í Herjólfsdeilu
Engir fundir hafa verið hjá forsvarsmönnum Herjólfs og Sjómannafélags Íslands eftir að þriggja daga verkfalli félagsmanna þar var aflýst 20. júlí en þá náðist samkomulag um að hefja viðræðuáætlun um gerð nýs kjarasamnings undirmanna um borð í Herjólfi. Þeim viðræðum á að vera lokið næstkomandi mánudag og Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélagsins segir að vonandi hittist aðilar innan tíðar, tíminn sé skammur.
Landgangurinn við Herjólf hrundi
Landgangurinn við Herjólf í Vestmannaeyjum hrundi í dag þegar hann losnaði af festingum við afgreiðsluhúsið við höfnina. Landgangurinn er nýr og var settur upp í síðustu viku. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir í samtali við fréttastofu að engan hafi sakað og engar skemmdir orðið á eignum. Eyjafréttir greindu frá í dag.
01.08.2020 - 18:44
Grímuskylda um borð í Herjólfi
Farþegum Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs verður gert að bera grímur um borð en um sinn verður farþegafjöldi ekki takmarkaður.
31.07.2020 - 02:17
Hönnun Herjólfs verðlaunuð
Hönnun Herjólfs hins nýja hlaut á dögunum verðlaun skipatímaritsins Shippax fyrir hönnun minni ferja. Jóhannes Jóhannesson, skipahönnuður hjá JJohannesson ApS, hlýtur verðlaunin ásamt skipasmíðastöðinni CRIST S.A. í Póllandi og Vegagerðinni sem eiganda Herjólfs.
Herjólfur siglir á áætlun eftir að verkfalli var aflýst
Áætlun Herjólfs verður með hefðbundnum hætti á morgun, en fyrirhuguðu þriggja sólarhringa verkfalli undirmanna í áhöfn skipsins, sem eru í Sjómannafélagi Íslands, var aflýst fyrr í kvöld, en það átti að hefjast á miðnætti.
„Við náðum ekki neinu fram“
„Það er komin niðurstaða í ákveðna liði og það er því grundvöllur fyrir því að ræða málin áfram.“ Þetta sagði Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs eftir að samkomulag náðist fyrr í kvöld á milli fulltrúa Herjólfs og Sjómannafélags Íslands um að hefja viðræðuáætlun um gerð nýs kjarasamnings undirmanna um borð í Herjólfi. Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélagsins segir þetta „enga óskastöðu“, en áhrif verkfallsins á ferðaþjónustuna í Eyjum hafi vegið þungt.
Herjólfsverkfalli aflýst
Sjómannafélag Íslands hefur  aflýst vinnustöðvun undirmanna um borð í Herjólfi sem hefjast átti á miðnætti í kvöld. Samkomulag hefur náðst á milli deiluaðila um viðræðuáætlun og á viðræðum að vera lokið fyrir 17. ágúst.
20.07.2020 - 19:46
Sitja á fundi í Herjólfsdeilunni
Fulltrúar Herjólfs og Sjómannafélags Íslands sitja nú á samningafundi, en verkfall undirmanna á Herjólfi, sem eru félagar í Sjómannafélagi Íslands, er fyrirhugað á miðnætti í kvöld. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, staðfestir við Fréttastofu RÚV að fundur standi nú yfir, en engar frekari upplýsingar fengust af gangi viðræðna.
Myndskeið
Ákvörðun Herjólfs „hleypir illu blóði í fólk“
Gamli Herjólfur sigldi til og frá Vestmannaeyjum í dag mannaður starfsfólki sem ekki er í Sjómannafélagi Íslands og þar með ekki í verkfalli. Formaður Sjómannafélagsins segir félagsmenn furðu lostna og að ákvörðunin hleypi illu blóði í fólk.
15.07.2020 - 18:59
Sakar bæjarstjórn í Eyjum um lögbrot
Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands, segir að bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafi brotið grunnréttindi launafólks. Útgerð Herjólfs ohf, sem sé í eigu bæjarins noti eigur ríkisins til að beita launafólk ofríki. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Jónas sendi frá sér.
Skoða að kæra siglingu gamla Herjólfs til félagsdóms
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort sigling gamla Herjólfs milli lands og Eyja í dag verði kærð til félagsdóms. Bergur Þorkelsson formaður Sjómannafélagsins segir að félagið telji að siglingin sé verkfallsbrot og málið verði skoðað með lögfræðingi félagsins. Það verði tilbúið með ákvarðanir áður en þriðja vinnustöðvun í deilunni hefst 21. júní.
15.07.2020 - 14:49
Gamli Herjólfur farinn að sigla eftir seinkun í morgun
Gamli Herjólfur lagði úr höfn í Eyjum skömmu fyrir klukkan eitt í dag. Brottför var áætluð klukkan hálf tíu en seinkaði um tæplega þrjá og hálfan tíma. Herjólfur ohf. tilkynnti að gamli Herjólfur, Herjólfur III, myndi sigla þrjár ferðir fram og til baka frá Vestmannaeyjum í dag.
Gamli Herjólfur kominn til Landeyjahafnar
Herjólfur þriðji, sem átti að sigla frá Eyjum klukkan hálf tíu í morgun, hefur ekki enn lagt úr höfn. Ferðin er sú fyrsta af fjórum sem farnar verða í dag. Starfsmaður Herjólfs ohf. og hafnsögumaður í Eyjum staðfesta þetta í samtali við fréttastofu.
15.07.2020 - 12:20
Ferðir Herjólfs þriðja alveg klárt verkfallsbrot
Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands, segir að sigling Herjólfs þriðja í dag sé klárt verkfallsbrot. Undirmenn um borð í Herjólfi eru í verkfalli í dag, sem er seinni dagur verkfalls en þriðja vinnustöðvun um borð í Herjólfi hefur verið boðuð eftir sex daga.
15.07.2020 - 11:11
Telur að ferðir Herjólfs þriðja séu ekki verkfallsbrot
Starfsmenn sem ekki eru í Sjómannafélagi Íslands sigla Herjólfi þriðja þessar fjórar ferðir sem hann fer í dag. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Vestmanneyjaferjunnar Herjólfs segir að ekki sé um verkfallsbrot að ræða.
15.07.2020 - 09:45
Gamli Herjólfur siglir í dag
Herjólfur III mun sigla fjórar ferðir milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. á Facebook.
15.07.2020 - 08:40
Enginn grundvöllur fyrir viðræðum í Herjólfsdeilunni
Verkfall Herjólfs, sem hófst á miðnætti og lýkur á miðnætti annað kvöld, veldur miklu tjóni í ferðaþjónustunni í Vestmannaeyjum. Þetta segir hóteleigandi í Eyjum sem segist hafa orðið fyrir miklu tapi vegna þess og á von á að það verði meira. Hann biðlar til deiluaðila um að finna lausn. Talsmenn þeirra segja engan grundvöll fyrir viðræðum.