Færslur: héraðssaksóknari
Engin kæra frá Vítalíu í lögreglukerfinu Löke
Vítalía Lazareva og Arnar Grant hafa verð kærð til héraðssaksóknara fyrir tilraun til fjárkúgunar, hótanir og brot gegn friðhelgi einkalífs. Lögmaður Hreggviðs segir í samtali við Fréttastofu RÚV að aldrei hafi borist kæra frá Vítalíu vegna kynferðisbrots. Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Þórðar, segist hafa staðfesingu ríkislögreglustjóra að ekkert kynferðisbrot sé í lögreglukerfinu Löke gegn mönnunum þremur.
28.06.2022 - 09:10
Kæra Vitalíu og Arnar Grant fyrir kúgunartilraun
Þrír menn á miðjum aldri sem sakaðir voru um kynferðisbrot gegn ungri konu í hlaðvarpsþætti í ársbyrjun eru sagðir hafa kært konuna fyrir tilraun til fjárkúgunar. Líkamsræktarþjálfari mannanna, sem átti í ástarsambandi við konuna, er einnig kærður fyrir aðild að kúgunartilrauninni. Fréttablaðið greinir frá.
28.06.2022 - 06:29
Óvíst hvenær rannsókn á Eimskipi lýkur
Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Eimskips hefur stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á hvort lög hafi verið brotin við meðhöndlun úrgangs. Óvíst er hvenær rannsókninni lýkur því leita þarf upplýsinga hjá erlendum lögregluyfirvöldum. Eimskip er einnig til rannsóknar í Danmörku þar sem samkeppnisyfirvöld rannsaka landflutningafyrirtæki.
21.06.2022 - 12:31
Framkvæmdastjóri hjá Eimskip með stöðu sakbornings
Hilmar Pétur Valgarðsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Eimskips hefur fengið stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á sölu skipanna Goðafoss og Laxfoss árið 2019.
20.06.2022 - 21:31
Meðferð í máli Örnu McClure ekki í samræmi við lög
Umboðsmaður Alþingis segir í áliti að vinnubrögð Persónuverndar vegna kvörtunar Örnu McClure lögfræðings Samherja um haldlagningu gagna í Samherjamálinu séu ekki í samræmi við lög. Arna krefst þess að Persónuvernd taki málið upp að nýju.
31.05.2022 - 12:35
Fjórir ákærðir fyrir líkamsárásir og önnur brot
Héraðssaksóknari hefur ákært fjóra karlmenn á þrítugsaldri fyrir fjölda líkamsárása, brot gegn valdstjórninni, þjófnað og fíkniefnabrot. Mennirnir fjórir eru ákærðir fyrir samtals sjö brot.
11.01.2022 - 18:32
Ákærður fyrir að láta ÍR greiða fyrir lúxusgolferð
Fyrrverandi framkvæmdastjóri ÍR hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Héraðssaksóknari hefur ákært manninn fyrir fjárdrátt upp á tæplega 3,2 milljónir króna með fimmtán millifærslum inn á eigin bankareikning. Einnig er hann ákærður fyrir að nota kreditkort ÍR í 28 skipti. Hæsta úttektin er fyrir lúxus golfferð með ferðaskrifstofunni Icegolf Travel ehf.
28.10.2021 - 12:18
Uppljóstrari verðlaunaður - Samherji á að endurgreiða
Stjórnendur Samherja á Íslandi ættu að þurfa að endurgreiða allt sem þeir tóku frá Namibíu og þá þarf að sakfella fyrir dómstólum. Þetta segir Jóhannes Stefánsson uppljóstrari sem hlaut í dag sjálfbærniverðlaun Gautaborgar.
21.10.2021 - 19:03
Hærri fjárhæðir, fleiri sakborningar og ítrekuð samtöl
Ný gögn í Samherjamálinu sýna að svo virðist sem víðtæk vitneskja hafi verið innan fyrirtækisins um mútugreiðslur og vafasama starfshætti Samherja í Namibíu. Gögnin eru hluti af rannsókn héraðssaksóknara á málinu. Átta eru nú með réttarstöðu sakbornings í málinu hér á landi.
24.09.2021 - 12:36
Byssumaður í varðhaldi til 8. október
Gæsluvarðhald yfir manninum sem særðist í skotbardaga við lögreglu á Egilsstöðum hefur verið framlengt til 8. október. Hann hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi.
11.09.2021 - 18:15
Lögreglumenn fóru austur í gærkvöldi til rannsókna
Lögreglan á Austurlandi skaut og særði vopnaðan mann á Egilsstöðum í gærkvöldi. Enginn lögreglumaður varð fyrir skoti. Maðurinn var fluttur á Landspítalann til aðhlynningar. Lögreglan var kölluð út laust eftir klukkan tíu í gærkvöld eftir að skothvellir heyrðust. Að sögn sjónarvotta tók nokkurn tíma fyrir lögreglu að yfirbuga manninn. Þeirri atburðarás lauk með því að maðurinn var skotinn.
27.08.2021 - 09:13
Frambjóðandi ákærður fyrir fjársvik
Guðlaugur Hermannsson, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, er meðal þeirra átta sem ákærðir eru fyrir umfangsmikil svik úr Ábyrgðasjóði launa.
20.07.2021 - 15:28
Byssumaður úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald
Karlmaður sem ógnaði gestum kaffistofu Samhjálpar með hlaðinni skammbyssu á mánudag hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.
02.07.2021 - 15:06
Dómurinn sendir skýr skilaboð
Eigandi starfsmannaleigu var í dag dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stefna lífi erlendra verkamanna í bráða hættu þegar hann hýsti þá við hættulegar aðstæður í iðnaðarhúsnæði. Þetta er fyrsti dómur sinnar tegundar. Slökkviliðsstjóri fagnar dómnum og segir hann senda skýr skilaboð.
09.06.2021 - 19:16
Saksóknari áfrýjar í máli Sigur Rósar
Héraðsaksóknari Reykjavíkur hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu í máli gegn meðlimum hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Héraðsdómur sýknaði þá alla liðsmenn sveitarinnar í umsvifamiklu skattsvikamáli.
08.06.2021 - 15:22
Hallgrímur veltir fyrir sér að kæra eftirlit
Hallgrími Helgasyni rithöfundi var brugðið við fréttir Kjarnans og Stundarinnar síðustu daga sem leiddu í ljós að svonefnd skæruliðadeild Samherja hafði hann í sigtinu og fletti honum meðal annars upp í opinberum skrám. Hallgrímur er harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og ekki síst sjávarútvegsráðherra.
25.05.2021 - 10:46
Ráðuneytið segir varnaðarorð byggð á misskilningi
Skattrannsóknarstjóri varar við að rannsókn refsiverðra skattalagabrota verði flutt til héraðssaksóknara og óttast að það leiði meðal annars til endurtekinna rannsókna. Fjármálaráðuneytið andmælir þessu í umsögn, vill að breytingarnar nái fram að ganga og álítur að skattrannsóknarstjóri misskilji frumvarpið.
30.03.2021 - 18:03
„Við erum hvergi stopp í þessu“
Á sama tíma og umfjöllun hófst um Samherjaskjölin gaf uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson sig fram við yfirvöld á Íslandi og afhenti þeim gögn og eigin framburð og með því hófst rannsókn málsins á Íslandi.
26.02.2021 - 10:59
Ekki farið fram á framlengingu yfir grunuðum byssumanni
Ekki verður farið fram á framlengingu gæsluvarðhalds yfir karlmanni á sextugsaldri, sem grunaður er um að hafa skotið með riffli á bíl fjölskyldu Dags B. Eggertssonar. Gæsluvarðhaldið rennur út síðdegis í dag.
05.02.2021 - 13:45
Ólafur Helgi boðaður til yfirheyrslu
Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, hefur verið kallaður til yfirheyrslu í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara, ásamt tveimur starfsmönnum embættisins.
03.12.2020 - 03:28
Jónsi krefst þess að málinu verði vísað frá
Jón Þór Birgisson, eða Jónsi, söngvari hljómsveitarinnar Sigur Rósar, krefst þess að ákæru héraðssaksóknara gegn honum vegna meintra 146 milljóna króna skattsvika í tengslum við félag hans Frakk, verði vísað frá. Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður Jóns Þórs, og Ásmunda Björg Baldursdóttir saksóknari tókust á um frávísunarkröfuna í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
14.09.2020 - 12:36
Bruninn á Bræðraborgarstíg kominn inn á borð saksóknara
Rannsókn lögreglu á eldsvoða í húsi við Bræðraborgarstíg 1 25. júní síðastliðinn er nú lokið og málið komið á borð héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í samtali við fréttastofu.
11.09.2020 - 15:53
Tveir ákærðir fyrir amfetamínframleiðslu í heimahúsi
Héraðssaksóknari hefur ákært Matthías Jón Karlsson og litháískan ríkisborgara fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þeir er ákærðir fyrir að hafa staðið að framleiðslu og haft í vörslu sinni rúm 11 kíló og 3,3 milllítra af amfetamíni ætluðu til sölu og dreifingar. Matthías Jón var dæmdur í fyrra í Bitcoin-málinu, svokallaða, og bíður afplánunar.
10.08.2020 - 14:19
Fleiri með stöðu grunaðra í Skeljungsmáli
Fjölgað hefur í hópi þeirra sem hafa réttarstöðu grunaðra í Skeljungsmálinu svo nefnda. Undanfarna mánuði hafa verið teknar af þeim starfsmönnum Glitnis sem komu að lánveitingum og fyrirgreiðslur tengdum kaupum Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur og Guðmundar Arnar Þórðarsonar á hlut Skeljung fyrir um áratug síðan.
23.07.2020 - 07:06
Fleiri greiðslur til Péturs kærðar til héraðssaksóknara
Úttekt á starfsemi fasteignafélagsins Upphafs og fjárfestingasjóðsins Gamma Novus sýnir að ekki stóð steinn yfir steini í rekstri þeirra. Greiðslur til fyrrverandi framkvæmdastjóra Upphafs hafa verið kærðar til embættis héraðssaksóknara.
25.06.2020 - 11:52