Færslur: héraðssaksóknari

Fleiri greiðslur til Péturs kærðar til héraðssaksóknara
Úttekt á starfsemi fasteignafélagsins Upphafs og fjárfestingasjóðsins Gamma Novus sýnir að ekki stóð steinn yfir steini í rekstri þeirra. Greiðslur til fyrrverandi framkvæmdastjóra Upphafs hafa verið kærðar til embættis héraðssaksóknara.
Ákærð fyrir að stefna farþega og vegfarendum í hættu
Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur konu á fimmtugsaldri fyrir að hafa, í apríl í fyrra, stefnt vegfarendum, lögreglu og einum farþega í mikla hættu þegar hún ók á 130 kílómetra hraða á klukkustund og reyndi að stinga lögreglu af.
Kjöt án beins til kasta dómstóla
Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Hamborgarabúllu Tómasar, TBJ ehf. sem er rekstrarfélag Hamborgarabúllunnar og einum starfsmanni fyrirtækjanna tveggja fyrir tollalagabrot og peningaþvætti. Lögmaður fyrirtækjanna segir málið á misskilningi byggt og að ákærunni verði varist fyrir dómi.
Bræðratengsl ekki nóg í máli systkinanna í Sjólaskipum
Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hafnaði í morgun kröfu systkinanna, sem oftast eru kennd við Sjólaskip, um að skattsvikamálum þeirra yrði vísað frá. Systkinin töldu að hægt væri með réttu að draga óhlutdrægni saksóknarans í málinu í efa á grundvelli tengsla hans við blaðamann. Saksóknarinn, Finnur Þór Vilhjálmsson, er bróðir blaðamannsins Inga Freys Vilhjálmssonar, sem hefur skrifað nokkrar greinar um málið og fannst systkinunum á sig hallað í þeim skrifum.
Ákært fyrir grófar líkamsárásir á Akureyri
Sjö menn hafa í tveimur sakamálum verið ákærðir fyrir frelsissviptingu og grófar líkamsárásir í heimahúsum á Akureyri. Einn mannanna kemur fyrir í báðum ákærunum.
04.02.2020 - 17:36
Héraðssaksóknari auglýsir eftir sex rannsakendum
Héraðssaksóknari hefur auglýst eftir sex rannsakendum sem embættið hyggst ráða á næstu mánuðum. Ráðið verður í fyrstu þrjár stöðurnar frá og með 1. apríl og í hinar þrjár eigi síðar en frá og með 1. september. Frestur til að sækja um stöðurnar rennur út 12. febrúar. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins eða BS/BA háskólagráðu í hagfræði, viðskiptafræði eða öðru sambærilegu háskólanámi.
Hefur gefið saksóknara skýrslu um Samherja
Héraðssaksóknari hefur mál Samherja til meðferðar. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssóknari. Hann segir í samtali við fréttastofu að það sem kom fram í þætti Kveiks verði tekið til rækilegrar skoðunar, auk annarra gagna sem embættið hefur aflað sér.
Mættu í dómsal í fylgd lögreglu
Sakborningar í umfangsmiklu amfetamínmáli tóku ekki afstöðu til sakargifta við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Verjendur sakborninga krefjast þess að fá í hendur afrit af hlerunum lögreglu en ákæruvaldið vill ekki verða við því.