Færslur: héraðssaksóknari

Engin kæra frá Vítalíu í lögreglukerfinu Löke
Víta­lía Lazareva og Arnar Grant hafa verð kærð til héraðs­sak­sóknara fyrir til­raun til fjár­kúgunar, hótanir og brot gegn frið­helgi einka­lífs. Lögmaður Hreggviðs segir í samtali við Fréttastofu RÚV að aldrei hafi borist kæra frá Vítalíu vegna kynferðisbrots. Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Þórðar, segist hafa staðfesingu ríkislögreglustjóra að ekkert kynferðisbrot sé í lögreglukerfinu Löke gegn mönnunum þremur.
28.06.2022 - 09:10
Kæra Vitalíu og Arnar Grant fyrir kúgunartilraun
Þrír menn á miðjum aldri sem sakaðir voru um kynferðisbrot gegn ungri konu í hlaðvarpsþætti í ársbyrjun eru sagðir hafa kært konuna fyrir tilraun til fjárkúgunar. Líkamsræktarþjálfari mannanna, sem átti í ástarsambandi við konuna, er einnig kærður fyrir aðild að kúgunartilrauninni. Fréttablaðið greinir frá.
Óvíst hvenær rannsókn á Eimskipi lýkur
Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Eimskips hefur stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á hvort lög hafi verið brotin við meðhöndlun úrgangs. Óvíst er hvenær rannsókninni lýkur því leita þarf upplýsinga hjá erlendum lögregluyfirvöldum. Eimskip er einnig til rannsóknar í Danmörku þar sem samkeppnisyfirvöld rannsaka landflutningafyrirtæki.
Framkvæmdastjóri hjá Eimskip með stöðu sakbornings
Hilmar Pétur Valgarðsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Eimskips hefur fengið stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á sölu skipanna Goðafoss og Laxfoss árið 2019.
20.06.2022 - 21:31
Meðferð í máli Örnu McClure ekki í samræmi við lög
Umboðsmaður Alþingis segir í áliti að vinnubrögð Persónuverndar vegna kvörtunar Örnu McClure lögfræðings Samherja um haldlagningu gagna í Samherjamálinu séu ekki í samræmi við lög. Arna krefst þess að Persónuvernd taki málið upp að nýju.
Fjórir ákærðir fyrir líkamsárásir og önnur brot
Héraðssaksóknari hefur ákært fjóra karlmenn á þrítugsaldri fyrir fjölda líkamsárása, brot gegn valdstjórninni, þjófnað og fíkniefnabrot. Mennirnir fjórir eru ákærðir fyrir samtals sjö brot.
11.01.2022 - 18:32
Ákærður fyrir að láta ÍR greiða fyrir lúxusgolferð
Fyrrverandi framkvæmdastjóri ÍR hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Héraðssaksóknari hefur ákært manninn fyrir fjárdrátt upp á tæplega 3,2 milljónir króna með fimmtán millifærslum inn á eigin bankareikning. Einnig er hann ákærður fyrir að nota kreditkort ÍR í 28 skipti. Hæsta úttektin er fyrir lúxus golfferð með ferðaskrifstofunni Icegolf Travel ehf.
Sjónvarpsfrétt
Uppljóstrari verðlaunaður - Samherji á að endurgreiða
Stjórnendur Samherja á Íslandi ættu að þurfa að endurgreiða allt sem þeir tóku frá Namibíu og þá þarf að sakfella fyrir dómstólum. Þetta segir Jóhannes Stefánsson uppljóstrari sem hlaut í dag sjálfbærniverðlaun Gautaborgar. 
Hærri fjárhæðir, fleiri sakborningar og ítrekuð samtöl
Ný gögn í Samherjamálinu sýna að svo virðist sem víðtæk vitneskja hafi verið innan fyrirtækisins um mútugreiðslur og vafasama starfshætti Samherja í Namibíu. Gögnin eru hluti af rannsókn héraðssaksóknara á málinu. Átta eru nú með réttarstöðu sakbornings í málinu hér á landi.
Byssumaður í varðhaldi til 8. október
Gæsluvarðhald yfir manninum sem særðist í skotbardaga við lögreglu á Egilsstöðum hefur verið framlengt til 8. október. Hann hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi.
Viðtal
Lögreglumenn fóru austur í gærkvöldi til rannsókna
Lögreglan á Austurlandi skaut og særði vopnaðan mann á Egilsstöðum í gærkvöldi. Enginn lögreglumaður varð fyrir skoti. Maðurinn var fluttur á Landspítalann til aðhlynningar. Lögreglan var kölluð út laust eftir klukkan tíu í gærkvöld eftir að skothvellir heyrðust. Að sögn sjónarvotta tók nokkurn tíma fyrir lögreglu að yfirbuga manninn. Þeirri atburðarás lauk með því að maðurinn var skotinn. 
Frambjóðandi ákærður fyrir fjársvik
Guðlaugur Hermannsson, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, er meðal þeirra átta sem ákærðir eru fyrir umfangsmikil svik úr Ábyrgðasjóði launa.
Byssumaður úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald
Karlmaður sem ógnaði gestum kaffistofu Samhjálpar með hlaðinni skammbyssu á mánudag hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.
02.07.2021 - 15:06
Myndskeið
Dómurinn sendir skýr skilaboð
Eigandi starfsmannaleigu var í dag dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stefna lífi erlendra verkamanna í bráða hættu þegar hann hýsti þá við hættulegar aðstæður í iðnaðarhúsnæði. Þetta er fyrsti dómur sinnar tegundar. Slökkviliðsstjóri fagnar dómnum og segir hann senda skýr skilaboð.
Saksóknari áfrýjar í máli Sigur Rósar
Héraðsaksóknari Reykjavíkur hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu í máli gegn meðlimum hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Héraðsdómur sýknaði þá alla liðsmenn sveitarinnar í umsvifamiklu skattsvikamáli.
Viðtal
Hallgrímur veltir fyrir sér að kæra eftirlit
Hallgrími Helgasyni rithöfundi var brugðið við fréttir Kjarnans og Stundarinnar síðustu daga sem leiddu í ljós að svonefnd skæruliðadeild Samherja hafði hann í sigtinu og fletti honum meðal annars upp í opinberum skrám. Hallgrímur er harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og ekki síst sjávarútvegsráðherra.
Ráðuneytið segir varnaðarorð byggð á misskilningi
Skattrannsóknarstjóri varar við að rannsókn refsiverðra skattalagabrota verði flutt til héraðssaksóknara og óttast að það leiði meðal annars til endurtekinna rannsókna. Fjármálaráðuneytið andmælir þessu í umsögn, vill að breytingarnar nái fram að ganga og álítur að skattrannsóknarstjóri misskilji frumvarpið.
Kveikur
„Við erum hvergi stopp í þessu“
Á sama tíma og umfjöllun hófst um Samherjaskjölin gaf uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson sig fram við yfirvöld á Íslandi og afhenti þeim gögn og eigin framburð og með því hófst rannsókn málsins á Íslandi.
Ekki farið fram á framlengingu yfir grunuðum byssumanni
Ekki verður farið fram á framlengingu gæsluvarðhalds yfir karlmanni á sextugsaldri, sem grunaður er um að hafa skotið með riffli á bíl fjölskyldu Dags B. Eggertssonar. Gæsluvarðhaldið rennur út síðdegis í dag.
Ólafur Helgi boðaður til yfirheyrslu
Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, hefur verið kallaður til yfirheyrslu í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara, ásamt tveimur starfsmönnum embættisins.
Jónsi krefst þess að málinu verði vísað frá
Jón Þór Birgisson, eða Jónsi, söngvari hljómsveitarinnar Sigur Rósar, krefst þess að ákæru héraðssaksóknara gegn honum vegna meintra 146 milljóna króna skattsvika í tengslum við félag hans Frakk, verði vísað frá. Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður Jóns Þórs, og Ásmunda Björg Baldursdóttir saksóknari tókust á um frávísunarkröfuna í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
Bruninn á Bræðraborgarstíg kominn inn á borð saksóknara
Rannsókn lögreglu á eldsvoða í húsi við Bræðraborgarstíg 1 25. júní síðastliðinn er nú lokið og málið komið á borð héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í samtali við fréttastofu.
Tveir ákærðir fyrir amfetamínframleiðslu í heimahúsi
Héraðssaksóknari hefur ákært Matthías Jón Karlsson og litháískan ríkisborgara fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þeir er ákærðir fyrir að hafa staðið að framleiðslu og haft í vörslu sinni rúm 11 kíló og 3,3 milllítra af amfetamíni ætluðu til sölu og dreifingar. Matthías Jón var dæmdur í fyrra í Bitcoin-málinu, svokallaða, og bíður afplánunar.
Fleiri með stöðu grunaðra í Skeljungsmáli
Fjölgað hefur í hópi þeirra sem hafa réttarstöðu grunaðra í Skeljungsmálinu svo nefnda. Undanfarna mánuði hafa verið teknar af þeim starfsmönnum Glitnis sem komu að lánveitingum og fyrirgreiðslur tengdum kaupum Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur og Guðmundar Arnar Þórðarsonar á hlut Skeljung fyrir um áratug síðan.
Fleiri greiðslur til Péturs kærðar til héraðssaksóknara
Úttekt á starfsemi fasteignafélagsins Upphafs og fjárfestingasjóðsins Gamma Novus sýnir að ekki stóð steinn yfir steini í rekstri þeirra. Greiðslur til fyrrverandi framkvæmdastjóra Upphafs hafa verið kærðar til embættis héraðssaksóknara.