Færslur: Héraðsdómur Vestfjarða

Nálgunarbann eiginmanns staðfest
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Hérðasdóms Vestfjarða um nálgunarbann gegn karlmanni gagnvart eiginkonu hans og börnum. Landsréttur hafði áður fellt úr gildi ákvörðun um brottvísun mannsins af heimili sínu þrátt fyrir alvarlegar ásakanir eiginkonunnar um ofbeldi.
Lýsir vanþóknun á ákvörðun útgerðarinnar
Formaður Sjómannasambands Íslands segist afar undrandi á að fyrrum skipstjóri á Júlíusi Geirmundssyni skuli nú vera orðinn fyrsti stýrimaður um borð. Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir að þessi ákvörðun valdi skipverjum kvíða og óþægindum.
Þrír skipverjar á Júlíusi hafa sagt upp störfum
Þrír úr áhöfn togarans Júlíusar Geirmundssonar hafa sagt upp störfum og fleiri íhuga stöðu sína um borð. Þetta er í kjölfar þess að maður sem var sviptur skipstjórnarréttindum tímabundið, hefur verið ráðinn stýrimaður í næstu veiðiferð.
Vitnaleiðslu lýkur í dag eða á morgun
Sautján eru á vitnalista í sjóprófi í Héraðsdómi Vestfjarða, þar sem reynt er að komast að því hver og hvernig ákveðið var að halda Júlíusi Geirmundssyni á veiðum í október, þótt grunur væri um að skipverjar væru smitaðir af kórónuveirunni.
Nauðgunin hafi „valdið þeim báðum miklu áfalli“
Ungur maður var í dag dæmdur fyrir nauðgun í Héraðsdómi Vestfjarða. Hann hlaut átján mánaða dóm en vegna þess meðal annars hversu brotið markaði djúp spor í hans eigið sálarlíf, ekki aðeins brotaþola, og olli honum miklu áfalli, er dómurinn skilorðsbundinn til fimm ára. Hann var einnig dæmdur til að greiða brotaþola 1,5 milljónir í bætur.