Færslur: Héraðsdómur Suðurlands

Guðmundur á Núpum hlýtur tveggja ára dóm
Guðmundur A. Birgisson, oftast kenndur við bæinn Núpa í Ölfusi, var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands 1. október. Guðmundur játaði sök þegar málið var tekið fyrir í síðasta mánuði. Hann var dæmdur fyrir 300 milljóna króna skilasvik og peningaþvætti.
Guðmundur á Núpum játaði sök fyrir dómi
Guðmundur A. Birgisson, oftast kenndur við bæinn Núpa í Ölfusi, játaði sök þegar fyrirtaka var í máli héraðssaksóknara gegn honum fyrir Héraðsdómi Suðurlands í síðustu viku. Var málið því flutt sem játningamál. Guðmundur var ákærður fyrir 300 milljóna króna skilasvik og peningaþvætti.
Sagður hafa leynt eignum sínum á Spáni og í New York
Héraðssaksóknari hefur ákært Guðmund A. Birgisson, oftast kenndan við bæinn Núpa í Ölfusi, fyrir 300 milljóna skilasvik og peningaþvætti. Guðmundi er gefið að sök að hafa haldið frá skiptastjóra þrotabús síns eignum sem hann átti á Spáni og í Bandaríkjunum. Þá er hann einnig sagður hafa komið undan málverki eftir hollenskan listmálara sem síðar var selt hjá uppboðsfyrirtækinu Christie's í Amsterdam fyrir tæpar 3 milljónir króna.
Gjaldkeri björgunarsveitar dæmdur í eins árs fangelsi
Fyrrum gjaldkeri Björgunarfélags Árborgar var dæmdur í héraðsdómi Suðurlands í dag til tólf mánaða fangelsisvistar fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti sem nam tæpum átján milljónum króna. Brotin voru framin á árunum 2010 til 2017.
Úrskurðaður í farbann eftir árás á gistiheimili
Landsréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir erlendum karlmanni vegna líkamsárásar á gistiheimili um miðjan þennan mánuð. Hann er sagður hafa kýlt annan mann í andlitið þannig að sá kjálkabrotnaði illa og þarf að fara í aðgerð á Landspítalanum.