Færslur: Héraðsdómur Reykjavíkur

Kona dæmd fyrir kynferðisbrot gagnvart samstarfskonu
Kona hlaut nýverið tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir kynferðisbrot gagnvart samstarfskonu á hótelherbergi í Reykjavík þar sem þær voru saman í vinnuferð. Héraðsdómur Reykjavíkur gerði konunni jafnframt að greiða 450 þúsund krónur í miskabætur. Konurnar voru saman í vinnuferð í Reykjavík ásamt fimm öðrum konum.
Sigríður Rut og María metnar hæfastar
Lögmennirnir Sigríður Rut Júlíusdóttir og María Thejll hafa verið metnar hæfastar til að taka við tveimur embættum dómara, Sigríður við Héraðsdóm Reykjavíkur og María við Héraðsdóm Reykjaness. Störfin voru auglýst til umsóknar þann 9. júlí á þessu ári og alls bárust átta umsóknir um fyrrnefnda embættið en sjö umsóknir um hið síðarnefnda.
Kyrrsetja eignir HD Verk að kröfu aðstandenda
Héraðsdómur Reykjavíkur felldi fyrr í sumar ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að synja framgang kyrrsetningar í eigum HD verks hf. úr gildi.
Níu sækja um tvö embætti héraðsdómara
Níu sækja um tvö embætti héraðsdómara sem auglýst voru laus til umsóknar 9. júlí síðastliðinn. Annað embættið er við Héraðsdóm Reykjavíkur og hitt við Héraðsdóm Reykjaness. Umsóknarfrestur var til 26. júlí en listi yfir umsækjendur var birtur í dag.
Dómur getur haft áhrif á kjör allra ríkisstarfsmanna
Mál flugvirkja sem krefjast launa fyrir ferðalög til útlanda getur haft fordæmisgildi fyrir alla opinbera starfsmenn sem þurfa að ferðast vegna vinnu.
Ferðalög starfsmanna teljist vinnutími
Sá tími sem fer í ferðalög starfsmanna utan hefðbundins vinnutíma til áfangastaða í vinnuferðalögum skal teljast sem vinnutími. Ekki er nauðsynlegt að meta í hve miklum mæli vinna fer fram meðan á ferðunum stendur.
Ekki talið sannað að ættingjarnir hefðu dáið
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað tryggingafélagið VÍS og dótturfélag þess, Lífís, af kröfu konu sem fór fram á að fá greitt úr líftryggingu sinni vegna andláts mannsins hennar og tveggja stjúpdætra í vonskuveðri í Víetnam.
Segir árásina við Fjallkonuna sjálfsvörn
Maðurinn sem grunaður er um hnífstungu í miðborg Reykjavíkur, fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna, í síðasta mánuði játar á sig verknaðinn en ber fyrir sig sjálfsvörn. Málið er rannsakað sem tilraun til manndráps.
Tvisvar fellt niður en endar með sakfellingu
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sakfellt fyrrverandi vaktstjóra á veitingastað fyrir minniháttar líkamsárás í garð starfsmanns á veitingahúsinu.
Hafði betur hjá Persónuvernd og fer fram á 75 milljónir
Fyrrverandi fjármálastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja hefur stefnt félaginu og fer fram á að það greiði honum 75 milljónir króna; tæpar 56 milljónir vegna vangoldinna launagreiðslna og lögfræðikostnaðar, 11 milljónir í skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar og 8 milljónir í miskabætur.
Ríkið sýknað af kröfu Sigurðar G.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns, en hann krafðist rúmlega 25 milljóna króna greiðslu frá ríkinu vegna ofgreiddra skatta árið 2012.
Fátíður viðsnúningur í Landsrétti
Lögmaður manns sem sýknaður var af ákæru um manndráp í Landsrétti segir vel koma til greina að skjólstæðingur hans höfði skaðabótamál gegn ríkinu. Saksóknari segir niðurstöðuna koma á óvart en telur ólíklegt að sótt verði um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar.
Myndskeið
Dómurinn sendir skýr skilaboð
Eigandi starfsmannaleigu var í dag dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stefna lífi erlendra verkamanna í bráða hættu þegar hann hýsti þá við hættulegar aðstæður í iðnaðarhúsnæði. Þetta er fyrsti dómur sinnar tegundar. Slökkviliðsstjóri fagnar dómnum og segir hann senda skýr skilaboð.
Óvíst um áfrýjun í máli starfsmannaleigu
Björn Líndal, lögmaður leigutaka atvinnuhúsnæðis og eiganda starfsmannaleigu sem í dag var dæmdur til fimm mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir að stefna starfsmönnum sínum í hættu með því að láta þá búa í ófullnægjandi húsnæði, segir ekki liggja fyrir á þessari stundu hvort niðurstöðunni verður áfrýjað.
Saksóknari áfrýjar í máli Sigur Rósar
Héraðsaksóknari Reykjavíkur hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu í máli gegn meðlimum hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Héraðsdómur sýknaði þá alla liðsmenn sveitarinnar í umsvifamiklu skattsvikamáli.
Marek Moszczynski ósakhæfur og skal sæta öryggisvistun
Marek Moszczynski, sem var meðal annars ákærður fyrir þrjú manndráp og tíu manndrápstilraunir með því að kveikja í húsi á Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, var rétt í þessu sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann var metinn ósakhæfur og skal sæta öryggisvistun á viðeigandi stofnun.
Þyngdu refsingu fyrir að hjálpa ekki deyjandi manneskju
Landsréttur þyngdi í gær refsingu Kristjáns Markúsar Sívarssonar, sem Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi í fyrra fyrir brot gegn lífi og líkama með því að láta það ógert að koma barnsmóður sinni undir læknishendur þegar hún veiktist lífshættulega af kókaíneitrun, með þeim afleiðingum að hún lést.
Segir lánaskilmála stangast á við lög um neytendalán
Lögmaður hjóna sem höfðuðu mál á hendur Íbúðalánasjóði segir að dómur Hæstaréttar í dag staðfesti að lánaskilmálar sjóðsins hafi stangast á við lög um neytendalán.
Þrjú neita sök í Rauðagerðismáli
Þrír af fjórum sakborningum í Rauðagerðismálinu neita að hafa átt þátt í morðinu á Armando Bequiri. Angelin Sterkaj lýsti því yfir við þingfestinguna að hann hafi framið morðið einn síns liðs.
Þingfesting í Rauðagerðismálinu
Ákæra í Rauðagerðismálinu verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Fjögur eru ákærð í málinu, öll fyrir manndráp. 
Ábyrgð snýr eingöngu að vanskilahluta námslána
Ábyrgðarmenn á námslánum bera aðeins ábyrgð á þeim hluta lána sem var í vanskilum við gildistöku laga um Menntasjóð námsmanna. Þetta er niðurstaða í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 
Trúnaðarmaður rekinn og kærður - fær ekki bætur
Íslenska ríkið var í vikunni sýknað af kröfu starfsmanns sem vildi 17 milljónir í skaðabætur fyrir ólögmæta uppsögn. Hann var trúnaðarmaður stéttarfélags síns á vinnustaðnum en var talinn hafa rofið trúnað með því að safna saman launagögnum allra starfsmanna á vinnustaðnum. Vildi hann sanna að starfsmenn á hans deild væru með lægri laun en starfsmenn annarra deilda. Málið var rannsakað af lögreglu en var á endanum fellt niður af ríkissaksóknara.
Starfsmanni Elkem dæmdar bætur vegna mengunar
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag fyrrverandi starfsmanni járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga bætur vegna tjóns sem hann varð fyrir við störf sín í verksmiðjunni. Starfsmaðurinn starfaði sem tappari við ofn í verksmiðjunni.
Aðgerðum ber að vera löglegar, gegnsæjar og tímabundnar
Berglind Svavarsdóttir formaður Lögmannafélags Íslands segir viðbrögð heilbrigðisyfirvalda og aðila innan heilbrigðiskerfisins við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að lagastoð skorti fyrir reglugerð um dvöl fólks frá áhættusvæðum í sóttkvíarhóteli, hafa um margt verið sérstök og umræðan þeim ekki til framdráttar.
Óvarlegar fullyrðingar um dóma grafa undan réttarríkinu
Stjórn Dómarafélags Íslands kveður það vera hlutverk sjálfstæðra dómstóla í réttarríki að hafa eftirlit með því að stjórnvöld virði þá skyldu sína að lagaheimild þurfi til að skerða frelsi borgaranna. Óvarlegar fullyrðingar um niðurstöðu dómstóla geti grafið undan stoðum réttarríkisins.