Færslur: Héraðsdómur Reykjavíkur

Ákæru á hendur Jóni Baldvini vísað frá
Ákæru saksóknara á hendur Jóni Baldvini Hannibalssyni fyrir að hafa strokið konu utanklæða á rassi á heimili hans í Granada á Spáni 2018 var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Gert að selja íbúð vegna „ítrekaðs partýhalds“ og hunds
Kona var í gær dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að flytja úr fjölbýlishúsi og selja íbúð sína fyrir að hafa valdið nágrönnum ónæði og ama. Húsfélagið stefndi konunni, sem hefur verið gert að flytja innan eins mánaðar og ber að selja íbúðina áður en þrír mánuðir eru liðnir. Þá er henni gert að greiða 1,1 milljón króna í málskostnað.
Enn er uppgreiðslugjald lána dæmt ólögmætt
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í gær á kröfu hjóna um að ÍL-sjóður, sem áður hét Íbúðalánasjóður, endurgreiddi þeim rúmlega 2,7 milljónir króna, auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Dómurinn er vegna ólöglegs gjalds sem Íbúðalánasjóður innheimti við uppgreiðslu íbúðaláns hjónanna í desember 2019.
Fyrrum leikhússtjóri dæmdur fyrir nauðgun
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Jón Pál Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun. Dómurinn var kveðinn upp nú síðdegis.
923 milljóna kröfu vísað frá héraðsdómi
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá kröfu fyrirtækisins EC-Clear ehf. á hendur viðskiptabönkunum þremur, Valitor og Borgun. Krafan hljóðaði upp á tæplega 923 milljónir króna. Fyrirtækið sakar félögin um samkeppnislagabrot og ætlaðra samkeppnislagabrot á greiðslukortamarkaði.
Áverkar benda til átaka og falls fram af svölunum
Karlmaður sem féll fram af svölum í Úlfarsárdal í desember í fyrra lést vegna áverka á höfði og brjóstkassa. Líklegt er að höfuðkúpubrot hafi komið til annað hvort vegna fallsins eða að hann hafi verið sleginn í höfuðið. Karlmaður er ákærður í málinu, grunaður um að hafa hrynt honum fram af svölunum.
Saksóknari braut á sakborningi með óhæfilegum töfum
Landsréttur lækkaði fyrir helgi bótagreiðslu til Jónasar Árna Lúðvíkssonar vegna gæsluvarðhalds sem hann sætti í tengslum við frelsissviptingu fyrir sex árum. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íslenska ríkið til að greiða Jónasi rúmar þrjár milljónir en Landsréttur lækkaði þá upphæð í 1,8 milljónir. Jónas krafðist rúmlega 60 milljóna.
Ákærður fyrir að þvætta illa fengið fé með evrukaupum
Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir 27 milljóna króna peningaþvætti. Kona á svipuðum aldri er einnig ákærð í málinu. Henni er gefið að sök að hafa keypt evrur fyrir manninn og látið hann síðan hafa.
Ríkið sýknað af 16 milljóna kröfu Viðars Más
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu Viðars Más Friðfinnssonar, fyrrverandi eiganda Strawberries, sem krafðist sextán milljóna króna vegna muna sem týndust í vörslum lögreglu. Dómurinn taldi Viðar ekki hafa sannað eða gert sennilegt að hann hefði átt þá muni sem hann segði hafa tapast í meðförum lögreglu.
Ríkið sýknað af kröfu Kristjáns og afkomenda Tryggva
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af kröfum Kristjáns Viðars Júlíussonar og afkomenda Tryggva Rúnars Leifssonar. Kristján og Tryggvi Rúnar, tveir fimmmenninganna sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í Hæstarétti haustið 2018, stefndu ríkinu og krafðist Kristján rúmlega 1,4 milljarða króna í bætur og dánarbú Tryggva 1,6 milljarða króna.
Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir árás á kærustu sína
Maður á fimmtugsaldri var í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sakarefnið er brot í nánu sambandi, hótanir og brot gegn blygðunarsemi fyrrverandi kærustu hans í ágúst árið 2017. Jafnframt ber honum að greiða konunni tvær milljónir í miskabætur.
Lýsir vináttunni sem sannri og djúpri í máli systranna
Kona, sem er ákærð fyrir að féfletta tvær systur á tíræðisaldri, ber ættingjum þeirra ekki vel söguna í greinargerð sem verjandi hennar skilaði til Héraðsdóms Reykjavíkur í lok síðasta mánaðar. Hún segir vinátta hennar og eldri systurinnar hafa verið sanna og djúpa og að gamla konan hafi litið á hana sem dóttur sína og tekið hana fram yfir ættmenni sín, systkini og afkomendur þeirra.
4 mánaða skilorð fyrir stórfelldar ærumeiðingar
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða fyrrverandi unnustu sinni 800 þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn var sakfelldur fyrir brot gegn blygðunarsemi og stórfelldar ærumeiðingar gegn konunni.
Ákærður fyrir að reyna að stinga konu ítrekað í höfuðið
Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á fertugsaldri fyrir tilraun til manndráps um miðjan júní. Maðurinn er sagður hafa veist að leigusala sínum og gert ítrekaðar tilraunir til að stinga hana í höfuð og efri hluta líkamans. Fram kom í fréttum að kalla hefði þurft til sérsveit ríkislögreglustjóra eftir að konunni tókst að gera lögreglu viðvart og að sérsveitin hefði beitt bæði táragasi og gúmmiskotum til að yfirbuga manninn þar sem hann neitaði að afvopnast.
Landsréttur snýr við dómi í máli dagmóður
Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjaness í máli dagmóður og sýknaði hana af ákæru fyrir líkamsárás gegn barni. Landsréttur gerir athugasemdir við rannsókn lögreglu og finnur að því hvernig staðið var að sviðsetningu á atburðinum.
Bakarí Jóa Fel gjaldþrota
Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti í gær gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna vegna bakaríiskeðjunnar Jóa Fel, sem Jóhannes Felixsson rekur. 
24.09.2020 - 15:01
Gruna konu um tryggingasvik og efast um mannskætt slys
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í níu ár haft til meðferðar mál konu sem tvö íslensk tryggingafélög gruna um tuga milljóna tryggingasvik. Konan segist hafa misst eiginmann sinn og tvær stjúpdætur þegar bát þeirra hvolfdi í vonskuveðri í Víetnam en tryggingafélögin efast um þá frásögn. Lögreglan hefur beðið í tvö ár eftir svörum frá stjórnvöldum í Víetnam. Lögmaður konunnar segir hafa verið „níðst svakalega á konunni“ og brjóta á réttindum hennar.
Jónsi krefst þess að málinu verði vísað frá
Jón Þór Birgisson, eða Jónsi, söngvari hljómsveitarinnar Sigur Rósar, krefst þess að ákæru héraðssaksóknara gegn honum vegna meintra 146 milljóna króna skattsvika í tengslum við félag hans Frakk, verði vísað frá. Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður Jóns Þórs, og Ásmunda Björg Baldursdóttir saksóknari tókust á um frávísunarkröfuna í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
Viðtal
Ánægð með að vera trúað
Tæplega fimmtugur karlmaður hefur verið sakfelldur fyrir að brjóta kynferðislega gegn þroskahamlaðri konu í starfi sínu á skammtímavistun fyrir fatlaða hjá borginni. Konan segist ánægð með að sér hafi verið trúað.
Í áframhaldandi gæsluvarðhaldi vegna brunans
Karlmaður á sjötugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 8. september, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á bruna á Bræðraborgarstíg í Reykjavík í 25.júní.
Tveir ákærðir fyrir amfetamínframleiðslu í heimahúsi
Héraðssaksóknari hefur ákært Matthías Jón Karlsson og litháískan ríkisborgara fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þeir er ákærðir fyrir að hafa staðið að framleiðslu og haft í vörslu sinni rúm 11 kíló og 3,3 milllítra af amfetamíni ætluðu til sölu og dreifingar. Matthías Jón var dæmdur í fyrra í Bitcoin-málinu, svokallaða, og bíður afplánunar.
Lætur reyna á heimildir til að tryggja öryggi ríkisins
Hæstiréttur hefur veitt íslenska ríkinu leyfi til áfrýja dómi Landsréttar í máli Redouane Naoui sem var fyrir níu árum dæmdur fyrir morð á veitingastaðnum Monte Carlo. Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi úr gildi þá ákvörðun um að vísa bæri Nauoi úr landi.
Halldóra og Ingi dómarar við Héraðsdóm Reykjaness
Dómsmálaráðherra hefur skipað Halldóru Þorsteinsdóttur og Inga Tryggvason dómara við Héraðsdóm Reykjaness. Halldóra tók við embættinu 1. ágúst en Ingi tekur við 31. ágúst.
04.08.2020 - 12:21
Réðst inn á lögmannsstofu og tók lögmann kverkataki
Landsréttur hefur úrskurðað karlmann í gæsluvarðhald sem er grunaður um að hafa hótað tveimur lögmönnum sem hafa starfað fyrir hann. Maðurinn er sagður hafa ruðst inn á lögmannsstofu í byrjun júní, tekið lögmann kverkataki og hótað starfsfólki lífláti. Þá er hann einnig grunaður um að hafa hótað lögmanninum sem og öðrum lögmanni lífláti fyrir tæpum hálfum mánuði.
Bruninn á Bræðraborgarstíg talinn manndráp af ásetningi
Mannskæður eldsvoðinn sem varð á Bræðraborgarstíg 1 hinn 25. júní síðastliðinn er rannsakaður sem manndráp af ásetningi. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem talinn er hafa kveikt í húsinu.