Færslur: Héraðsdómur Reykjavíkur

Gæsluvarðhald vegna alvarlegrar árásar á samstarfsmann
Iðnaðarmaðurinn sem réðst á samstarfsmann sinn á byggingasvæði að morgni 17. júní var í gærmorgun úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var árásin mjög alvarleg, þó að brotaþoli sé ekki talinn í lífshættu.
Íslenska óperan unir niðurstöðu Landsréttar í máli Þóru
Stjórn Íslensku óperunnar hefur ákveðið að una dómi Landsréttar í máli Þóru Einarsdóttur. Fyrir viku síðan dæmdi Landsréttur Íslensku óperuna til að greiða Þóru Einarsdóttur 618.168 krónur vegna eftirstöðva æfingalauna, launatengdra gjalda og yfirvinnu. Þá var óperunni einnig gert að greiða 2,8 milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti.
Þetta helst
Meiðyrðamál Veðurguðsins
Ingólfur Þórarinsson Veðurguð tapaði í vikunni meiðyrðamáli fyrir héraðsdómi, mörgum að óvörum. Í fréttaskýringaþættinum Þetta helst fjöllum við um aðdragandann að dómsmálinu og hvers vegna sýkna héraðsdóms virtist koma mörgum að óvörum fyrst um sinn. Síðan hafa lögspekingar margir sammælst um að dómurinn sé í samræmi, og mögulega til marks um, breytta tíma. Lögmaður Ingólfs vill áfrýja dómnum, en hafði enn ekki rætt við skjólstæðing sinn þegar við töluðum við hana.
Sex ára fangelsi fyrir að framleiða amfetamín í Kjós
Steingrímur Þór Ólafsson var dæmdur í sex ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann, ásamt tveimur öðrum, var staðinn að umfangsmikilli framleiðslu á amfetamíni í sumarhúsi í Kjósahreppi í byrjun árs 2020. Steingrímur hefur áður hlotið dóma en hann var meðal annars framseldur til Íslands frá Venesúela í tengslum við umfangsmikið virðisaukaskattsmál.
Umræða um mikilvæg þjóðfélagsmál nýtur aukinnar verndar
Í dómi héraðsdóms í meiðyrðamáli Ingólfs Þórarinssonar, Ingós Veðurguðs, gegn Sindra Þór Sigríðarsyni, kemur fram að umræða um mikilvæg þjóðfélagsmál nýtur aukinnar verndar tjáningarfrelsis. Sindri var í gær sýknaður af öllum kröfum Ingólfs.
Eðlilegt að gerð sé úttekt hjá Íslensku óperunni
Formaður félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum segir eðlilegt að hið opinbera geri úttekt á hvernig samningamálum sé háttað hjá Íslensku óperunni, í kjölfar niðurstöðu Landsréttar í máli óperusöngkonunnar Þóru Einarsdóttur gegn Óperunni.
Viðtal
Vonar að fleiri sambærileg mál rati til dómstóla
Sindri Þór Sigríðarson vonast til að niðurstaðan í meiðyrðamáli Ingólfs Þórarinssonar gegn honum verði til þess að fleiri sambærileg mál rati til dómstóla. Sindri var sýknaður í málinu í héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í dag.
Íslenska óperan greiðir Þóru rúmar 600 þúsund krónur
Landsréttur dæmdi í dag Íslensku óperuna til að greiða Þóru Einarsdóttur 618.168 krónur vegna eftirstöðva æfingalauna, launatengdra gjalda og yfirvinnu. Þá var óperunni einnig gert að greiða 2,8 milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti.
Gísli Hauksson játaði brot í nánu sambandi
Gísli Hauksson, einn stofnenda sjóðstýringafélagsins GAMMA, játaði í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur að hafa beitt fyrrverandi sambýliskonu sína ofbeldi fyrir tveimur árum.
Zúista bræður sýknaðir af ákæru um fjársvik
Bræðurnir Ágúst Einar og Einar Ágústssynir forsvarsmenn trúfélags Zúista, voru sýknaðir af öllum ákærum um fjársvik og peningaþvætti í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómara þótti ekki nægar sannanir fyrir því að þeir hefðu blekkt ríkisvaldið til þess að greiða þeim tugi milljóna króna í sóknargjöld.
91 milljón í bætur eftir fall í stiga skemmtistaðar
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tryggingafélagið Vörð til að greiða manni 91 milljón króna í skaðabætur. Maðurinn datt í stiga skemmtistaðar árið 2016 og hlaut varanlega höfuðáverka og skerðingar.
06.05.2022 - 13:11
Aðalmeðferð hafin í máli Ingólfs gegn Sindra
Aðalmeðferð í máli Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan tíu.
Gæsluvarðhaldsfangi á flótta undan lögreglu
Gæsluvarðhaldsfangi slapp úr haldi lögreglu í dag þegar verið var að flytja hann úr héraðsdómi Reykjavíkur. 
ÁTVR kærir til Landsréttar
ÁTVR ætlar ekki að una niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem vísaði frá dómi málum gegn tveimur netverslunum með áfengi. Úrskurðir héraðsdóms, sem kveðnir voru upp á föstudag, verða því kærðir til Landsréttar. 
„Hef nægan kraft til að klára þetta hvernig sem fer"
Erla Bolladóttir, einn sakborninga í Geirfinnsmálinu, segir að ef endurupptöku á máli hennar verði hafnað þá sé málinu lokið. Þá geti hún ekki leitað réttar síns annars staðar. Hún segist hafa ásett sér að láta ekki staðar numið fyrr en allt sé skollið í lás.
Ekki bætur án sýknu - ríkið ætlar ekki að áfrýja
Íslenska ríkið ætlar ekki að áfrýja héraðsdómi frá því í fyrradag, sem heimilaði Erlu Bolladóttur endurupptöku hæstaréttardóms þar sem hún var sakfelld fyrir meinsæri í Geirfinnsmálinu. Forsætisráðherra segir ekki hægt að greiða bætur nema sýknudómur yfir Erlu liggi fyrir. Þeir sem hún bar röngum sökum vilja að dóminum verði áfrýjað.
Þórólfur rökstyður kröfu um einangrun í héraðsdómi
Covid-farandurinn er í miklum vexti en í gær greindust fleiri en nokkru sinni. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að halda áfram að beita sóttkví og einangrun til að hemja útbreiðsluna. Hann mun gefa skýrslu fyrir dómi í dag til að styðja þá kröfu sína að nokkrir einstaklingar sæti einangrun eftir að hafa greinst jákvæðir í pcr-prófi.
27.12.2021 - 12:23
Einkennalausir í einangrun í mál við sóttvarnalækni
Mál fimm einstaklinga sem vilja að ákvörðun sóttvarnalæknis um einangrun þeirra verði felld úr gildi verða tekin fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Arnar Þór Jónsson, lögmaður einstaklinganna, segir þetta fyrsta mál sinnar tegundar hér á landi. Málin verða tekin fyrir og flutt á morgun, og býst Arnar Þór við að dómur falli þegar á þriðjudag.
Ríkið sýknað í máli Gráa hersins
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur nú rétt fyrir hádegi í máli þriggja félaga Gráa hersins gegn Tryggingastofnun. Ríkið var sýknað í öllum málunum sem um er að ræða og málskostnaður felldur niður. Stefnendur ætla að áfrýja málinu.
Tvö metin jafnhæf til að gegna embætti héraðsdómara
Dómnefnd gat ekki gert upp á milli tvegga umsækjenda um embætti héraðsdómara í Reykjavík. Nefndin telur Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmann hins vegar hæfastan til að gegna embætti dómara við Héraðsdóm Suðurlands.
Ákærður fyrir að láta ÍR greiða fyrir lúxusgolferð
Fyrrverandi framkvæmdastjóri ÍR hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Héraðssaksóknari hefur ákært manninn fyrir fjárdrátt upp á tæplega 3,2 milljónir króna með fimmtán millifærslum inn á eigin bankareikning. Einnig er hann ákærður fyrir að nota kreditkort ÍR í 28 skipti. Hæsta úttektin er fyrir lúxus golfferð með ferðaskrifstofunni Icegolf Travel ehf.
Kona dæmd fyrir kynferðisbrot gagnvart samstarfskonu
Kona hlaut nýverið tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir kynferðisbrot gagnvart samstarfskonu á hótelherbergi í Reykjavík þar sem þær voru saman í vinnuferð. Héraðsdómur Reykjavíkur gerði konunni jafnframt að greiða 450 þúsund krónur í miskabætur. Konurnar voru saman í vinnuferð í Reykjavík ásamt fimm öðrum konum.
Sigríður Rut og María metnar hæfastar
Lögmennirnir Sigríður Rut Júlíusdóttir og María Thejll hafa verið metnar hæfastar til að taka við tveimur embættum dómara, Sigríður við Héraðsdóm Reykjavíkur og María við Héraðsdóm Reykjaness. Störfin voru auglýst til umsóknar þann 9. júlí á þessu ári og alls bárust átta umsóknir um fyrrnefnda embættið en sjö umsóknir um hið síðarnefnda.
Kyrrsetja eignir HD Verk að kröfu aðstandenda
Héraðsdómur Reykjavíkur felldi fyrr í sumar ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að synja framgang kyrrsetningar í eigum HD verks hf. úr gildi.
Níu sækja um tvö embætti héraðsdómara
Níu sækja um tvö embætti héraðsdómara sem auglýst voru laus til umsóknar 9. júlí síðastliðinn. Annað embættið er við Héraðsdóm Reykjavíkur og hitt við Héraðsdóm Reykjaness. Umsóknarfrestur var til 26. júlí en listi yfir umsækjendur var birtur í dag.