Færslur: Héraðsdómur Reykjavíkur

Ákærður í tólf ára gömlu nauðgunarmáli
Karlmaður hefur verið ákærður fyrir nauðgun á hótelherbergi sem átti sér stað fyrir tólf árum. Konan krefst sex milljóna króna í miskabætur og gerir auk þess kröfu um að dæmt verði um bótaskyldu á grundvelli skaðabótalaga vegna þess tjóns sem hún varð fyrir vegna brotanna sem hún sakar manninn um.
Ákærð öðru sinni fyrir meiriháttar skattalagabrot
Kona á fimmtugsaldri, sem var daglegur stjórnandi og skráður stjórnarmaður verktakafyrirtækis, hefur verið ákærð fyrir meiriháttar skattalagabrot og peningaþvætti upp á rúmar 72 milljónir. Framkvæmdastjóri félagsins er einnig ákærður í málinu, meðal annars fyrir peningaþvætti upp á 55 milljónir.
Ákærður fyrir nauðgun og ólögmæta nauðung
Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir að nauðga konu á heimili hennar í apríl fyrir fjórum árum. Konan lá sofandi í rúmi sínu og í ákærunni segir að hún hafi ekki getað spornað við samræðinu sökum svefndrunga og ölvunar.
Gert að greiða miskabætur vegna heimilisofbeldis
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann til að greiða barnsmóður sinni 800 þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir heimilisofbeldi, brot gegn nálgunarbanni og blygðunarsemisbrot en konan lagði ekki fram bótakröfu í sakamálinu þar sem hún sagðist hafa verið hrædd við hann. Hún leitaði síðan til dómstóla þegar tilraunir til að ná samkomulagi um bætur skiluðu engum árangri.
Óvinnufær vegna logandi rafrettu í flugvél Wizz air
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði tryggingafélagið Sjóvá í vikunni af kröfu konu sem taldi sig hafa orðið fyrir tjóni vegna andlegs áfalls sem hún varð fyrir þegar eldur kviknaði út frá rafsígarettu um borð í flugvél Wizz Air. Læknir mat konuna óvinnufæra með öllu eftir atvikið.
Dómi fyrir árás og hótanir áfrýjað til Landsréttar
Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja tólf mánaða dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir ungum manni sem var sakfelldur fyrir að ráðast á fyrrverandi kærustu sína í miðborg Reykjavíkur í október og fyrir að hóta barnsmóður sinni. Þetta staðfestir Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, í skriflegu svari til fréttastofu. Maðurinn er nú laus úr haldi eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan í október.
Hótaði barnsmóður sinni og réðst á fyrrverandi kærustu
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í tólf mánaða fangelsi fyrir grófa líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni og fyrir að hóta barnsmóður sinni með skilaboðum á snapchat. Dómurinn var kveðin upp um miðjan mars og var ekki birtur fyrr en nú. Manninum var gert að greiða fyrrverandi kærustu sinni 1,7 milljónir og barnsmóður sinni 200 þúsund krónur.
Kjöt án beins til kasta dómstóla
Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Hamborgarabúllu Tómasar, TBJ ehf. sem er rekstrarfélag Hamborgarabúllunnar og einum starfsmanni fyrirtækjanna tveggja fyrir tollalagabrot og peningaþvætti. Lögmaður fyrirtækjanna segir málið á misskilningi byggt og að ákærunni verði varist fyrir dómi.
Segjast una niðurstöðu héraðsdóms illa
Útgerðarfélag Reykjavíkur (ÚR) íhugar að áfrýja dómi héraðsdóms Reykjavíkur frá í gær þar sem félaginu var gert að greiða Glitni HoldCo tvo milljarða króna vegna afleiðusamninga sem gerðir voru í aðdraganda bankahrunsins.
03.03.2020 - 19:37
Dæmt til að greiða Glitni 2 milljarða króna
Útgerðarfélagi Reykjavíkur hefur verið gert að greiða Glitni HoldCo, félaginu sem heldur utan um eignir gamla Glitnis, tvo milljarða króna auk dráttarvaxta vegna afleiðusamninga sem gerðir voru á vormánuðum 2008.
Landsréttur vísar máli Sigur Rósar aftur í hérað
Landsréttur felldi í dag úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem máli héraðssaksóknara gegn liðsmönnum Sigur Rósar var fellt úr gildi. Var héraðsdómi gert að taka málið til efnislegrar meðferðar. „Vonsvikinn,“ segir Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður Sigur Rósar-manna. Hann vildi þó ekki tjá sig frekar þar sem hann hafði ekki séð dóm Landsréttar.
Tveir sauðfjárbændur fá miskabætur frá MAST
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Matvælastofnun til að greiða tveimur sauðfjárbændum samtals 3 milljónir í miskabætur. Matvælastofnun svipti þá sauðfé sínu í október 2014 og slátraði því vegna óviðunandi aðbúnaðar og umhirðu í nóvember sama ár. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að Matvælastofnun hafi ekki farið að lögum þegar ákvörðunin um að slátra fénu var tekin. Dómurinn segir að sú ákvörðun hafi verið bændunum „mikið persónulegt áfall og til þess fallin að valda þeim álitshnekki.“
Gert að borga sjúkranudd og viðgerð á íbúð eftir árás
Karlmaður á sjötugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Hann sló mann mörgum sinnum með hafnaboltakylfu í höfuð og búk.
Vill að grunaður skattsvikari komi ekki nálægt rekstri
Héraðssaksóknari krefst þess að karlmanni á sjötugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir skattsvik, verði bannað að koma nálægt fyrirtækjarekstri í allt að þrjú ár. Maðurinn er sagður hafa stungið rúmum 20 milljónum króna undan í rekstri fjögurra fyrirtækja.
Sekt í héraði en þriggja ára fangelsi í Landsrétti
Landsréttur sneri við sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur á föstudag og dæmdi karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sambýliskonu sinnar. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að vera með myndir af barnaníði í farsíma sínum og fíkniefnalagabrot.
Krefst átta ára fangelsis fyrir stærsta kókaínsmyglið
Saksóknari fer fram á að lágmarki átta ára fangelsisdóms yfir mönnunum tveimur sem voru handteknir í maí fyrir að hafa ætlað að flytja sextán kíló af kókaíni til landsins. Maðurinn, sem þeir segja að hafi verið tengiliður við höfuðpaur smyglsins, hefur neitað að hafa skipulagt ferðina en krafist er þyngri refsingar yfir honum. Þetta er langstærsta kókaínsmygl sem komist hefur upp hér á landi. 
Stóra kókaínmálið
Áttu að fá milljón fyrir hvert kíló af kókaíni
Mennirnir tveir, sem voru handteknir í maí fyrir að hafa ætlað að flytja sextán kíló af kókaíni til landsins játuðu sök við upphaf aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þeir sögðust hafa haldið að þeir ættu að flytja inn tvö til þrjú kíló hvor og að þeir hafi átt að fá eina milljón króna fyrir hvert kíló sem þeir fluttu til landsins.
Kristján Gunnar ekki í gæsluvarðhald
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna gæsluvarðhaldskröfu á hendur Kristjáni Gunnari Valdimarssyni.
Myndband
Tveir áfrýjuðu strax dómi í stóra amfetamínmálinu
Þrír menn voru dæmdir í sex og sjö ára fangelsi í dag fyrir að framleiða rúmlega átta og hálft kíló af amfetamíni. Tveir þeirra voru þá einnig dæmdir fyrir umfangsmikla kannabisræktun. Verjandi eins þeirra segir bæði sakfellinguna og þyngd dómsins hafa komið á óvart.
Viðtal
Oftast dæmdar hærri bætur vegna kynferðisbrota
Það gætir ákveðins misskilnings í umræðunni um miskabætur. Þetta er mat Tómasar Hrafns Sveinssonar, hæstaréttarlögmanns og aðjúnkts við Lagadeild Háskóla Íslands. Yfirleitt séu greiddar hærri miskabætur vegna kynferðisbrotamála en ólögmætra uppsagna. Hann er þeirrar skoðunar að bætur vegna alvarlegra kynferðisbrota ættu að vera hærri en bætur vegna ólögmætra uppsagna.
Tjáir sig ekki um mál Atla Rafns að svo stöddu
Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri segist ekki ætla að tjá sig um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Atla Rafns Sigurðarsonar, leikara. Hún vísar á lögmann Leikfélags Reykjavíkur.
Samantekt
Deilt um Suðurnesjalínu 2 í sex ár
Landsnet leggur til að Suðurnesjalína 2 verði að mestu í lofti en ekki lögð í jörð. Matsskýrsla þess efnis bíður samþykkis hjá Skipulagsstofnun. Framkvæmdir eigi að hefjast að nýju á næsta ári. Deilt hefur verið um lagningu línunnar frá því Landsnet fékk heimild fyrir henni árið 2013.
Manni sem grunaður er um kynferðisbrot sleppt
Gæsluvarðhald manns á fertugsaldri, sem grunaður er um kynferðisbrot, rann út í dag. Honum hefur verið sleppt úr haldi. Í tilkynningu frá lögreglu segir að rannsókn málsins sé langt komin. Búið sé að yfirheyra alla sem eigi hlut að máli og taka skýrslur af fjórum börnum í Barnahúsi.
Gæsluvarðhald lengt vegna manndrápstilraunar
Maður, sem grunaður er um tilraun til manndráps og sakaður um grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi gegn unnustu sinni, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi þriggja vikna gæsluvarðhald.
Fréttaskýring
„Ætla að láta okkur sækja málið að fullu“
„Gærdagurinn var ömurlegur,“ segir Kristín Anna Tryggvadóttir, dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar, eins sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmáli, og vísar þar í að ríkið hafi hafnað bótum og krafist sýknu í máli Guðjóns Skarphéðinssonar, í gær. Það hafi þó verið jákvætt að raunveruleg viðhorf ríkisstjórnarinnar hafi loks verið opinberuð.