Færslur: Héraðsdómur Reykjavíkur

Réðst inn á lögmannsstofu og tók lögmann kverkataki
Landsréttur hefur úrskurðað karlmann í gæsluvarðhald sem er grunaður um að hafa hótað tveimur lögmönnum sem hafa starfað fyrir hann. Maðurinn er sagður hafa ruðst inn á lögmannsstofu í byrjun júní, tekið lögmann kverkataki og hótað starfsfólki lífláti. Þá er hann einnig grunaður um að hafa hótað lögmanninum sem og öðrum lögmanni lífláti fyrir tæpum hálfum mánuði.
Bruninn á Bræðraborgarstíg talinn manndráp af ásetningi
Mannskæður eldsvoðinn sem varð á Bræðraborgarstíg 1 hinn 25. júní síðastliðinn er rannsakaður sem manndráp af ásetningi. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem talinn er hafa kveikt í húsinu.
Lögmaður fær 1,5 milljónir vegna gæsluvarðhaldsvistar
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun íslenska ríkið til að greiða Steinbergi Finnbogasyni, lögmanni, 1,5 milljónir króna í miskabætur fyrir húsleit og þriggja daga varðhald sem hann var látin sæta tengslum við farsakennt fjársvikamál skjólstæðings hans. Málið á hendur Steinbergi var látið niður falla en hann krafði íslenska ríkið um tíu milljónir.
21.07.2020 - 12:00
Í gæsluvarðhaldi til 6. ágúst vegna brunans í Vesturbæ
Karlmaður á sjötugsaldri var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í fjórar vikur, til 6. ágúst, á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 26. júní vegna gruns um aðild að eldsvoða í íbúðarhúsi á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs 25. júní.
Hafnar bótaskerðingu vegna búsetu erlendis
Tryggingastofnun má ekki  skerða sér­staka fram­færslu­upp­bót á þeim for­send­um að bótaþegi hafi búið hluta starfsævi sinn­ar er­lend­is. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykja­vík­ur, í máli konu sem höfðaði mál gegn stofnuninni vegna þessa.
Sjólaskipamáli verður áfrýjað til Landsréttar
Þeirri ákvörðun dómara að vísa Sjólaskipamálinu frá Héraðsdómi Reykjavíkur verður áfrýjað til Landsréttar. Þetta staðfesti Finnur Vilhjálmsson saksóknari í samtali við fréttastofu.
Dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun
Tveir menn voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Annar fyrir að nauðga samstarfskonu sinni og hinn fyrir að beita barnsmóður sína ofbeldi í viðurvist dóttur þeirra.
Grunsemdir vöknuðu þegar systurnar fengu lögráðamann
Grunsemdir um meiriháttar fjárdrátt í máli tveggja heilabilaðra systra vöknuðu þegar þeim var skipaður lögráðamaður fyrir þremur árum. Lögráðamennirnir fóru þá að fara yfir bankareikninga systranna og lögðu í framhaldinu fram kæru til embættis héraðssaksóknara. „Ættingjar þeirra höfðu einhverjar grunsemdir um að ekki væri allt með felldu,“ segir lögráðamaður yngri systurinnar.
Ákærður fyrir kókaínsmygl og milljóna peningaþvætti
Tveir karlmenn um fimmtugt hafa verið ákærðir fyrir að reyna að smygla tveimur kílóum af sterku kókaíni til landsins með flugi frá Barselóna . Smyglið komst upp fyrir þremur árum. Annar mannanna er einnig ákærður fyrir peningaþvætti en hann er sagður hafa haft 7 milljónir í tekjur sem engar skýringar fundust á.
Stytti dóm yfir barnaníðingi um fjóra mánuði
Landsréttur mildaði í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni á sextugsaldri sem sakfelldur er fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem var 15 ára þegar brotið var gegn henni. Héraðsdómur dæmdi manninn til 16 mánaða fangelsisvistar og stytti Landsréttur dóminn í 12 mánuði.
Ákærður í tólf ára gömlu nauðgunarmáli
Karlmaður hefur verið ákærður fyrir nauðgun á hótelherbergi sem átti sér stað fyrir tólf árum. Konan krefst sex milljóna króna í miskabætur og gerir auk þess kröfu um að dæmt verði um bótaskyldu á grundvelli skaðabótalaga vegna þess tjóns sem hún varð fyrir vegna brotanna sem hún sakar manninn um.
Ákærð öðru sinni fyrir meiriháttar skattalagabrot
Kona á fimmtugsaldri, sem var daglegur stjórnandi og skráður stjórnarmaður verktakafyrirtækis, hefur verið ákærð fyrir meiriháttar skattalagabrot og peningaþvætti upp á rúmar 72 milljónir. Framkvæmdastjóri félagsins er einnig ákærður í málinu, meðal annars fyrir peningaþvætti upp á 55 milljónir.
Ákærður fyrir nauðgun og ólögmæta nauðung
Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir að nauðga konu á heimili hennar í apríl fyrir fjórum árum. Konan lá sofandi í rúmi sínu og í ákærunni segir að hún hafi ekki getað spornað við samræðinu sökum svefndrunga og ölvunar.
Gert að greiða miskabætur vegna heimilisofbeldis
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann til að greiða barnsmóður sinni 800 þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir heimilisofbeldi, brot gegn nálgunarbanni og blygðunarsemisbrot en konan lagði ekki fram bótakröfu í sakamálinu þar sem hún sagðist hafa verið hrædd við hann. Hún leitaði síðan til dómstóla þegar tilraunir til að ná samkomulagi um bætur skiluðu engum árangri.
Óvinnufær vegna logandi rafrettu í flugvél Wizz air
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði tryggingafélagið Sjóvá í vikunni af kröfu konu sem taldi sig hafa orðið fyrir tjóni vegna andlegs áfalls sem hún varð fyrir þegar eldur kviknaði út frá rafsígarettu um borð í flugvél Wizz Air. Læknir mat konuna óvinnufæra með öllu eftir atvikið.
Dómi fyrir árás og hótanir áfrýjað til Landsréttar
Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja tólf mánaða dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir ungum manni sem var sakfelldur fyrir að ráðast á fyrrverandi kærustu sína í miðborg Reykjavíkur í október og fyrir að hóta barnsmóður sinni. Þetta staðfestir Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, í skriflegu svari til fréttastofu. Maðurinn er nú laus úr haldi eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan í október.
Hótaði barnsmóður sinni og réðst á fyrrverandi kærustu
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í tólf mánaða fangelsi fyrir grófa líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni og fyrir að hóta barnsmóður sinni með skilaboðum á snapchat. Dómurinn var kveðin upp um miðjan mars og var ekki birtur fyrr en nú. Manninum var gert að greiða fyrrverandi kærustu sinni 1,7 milljónir og barnsmóður sinni 200 þúsund krónur.
Kjöt án beins til kasta dómstóla
Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Hamborgarabúllu Tómasar, TBJ ehf. sem er rekstrarfélag Hamborgarabúllunnar og einum starfsmanni fyrirtækjanna tveggja fyrir tollalagabrot og peningaþvætti. Lögmaður fyrirtækjanna segir málið á misskilningi byggt og að ákærunni verði varist fyrir dómi.
Segjast una niðurstöðu héraðsdóms illa
Útgerðarfélag Reykjavíkur (ÚR) íhugar að áfrýja dómi héraðsdóms Reykjavíkur frá í gær þar sem félaginu var gert að greiða Glitni HoldCo tvo milljarða króna vegna afleiðusamninga sem gerðir voru í aðdraganda bankahrunsins.
03.03.2020 - 19:37
Dæmt til að greiða Glitni 2 milljarða króna
Útgerðarfélagi Reykjavíkur hefur verið gert að greiða Glitni HoldCo, félaginu sem heldur utan um eignir gamla Glitnis, tvo milljarða króna auk dráttarvaxta vegna afleiðusamninga sem gerðir voru á vormánuðum 2008.
Landsréttur vísar máli Sigur Rósar aftur í hérað
Landsréttur felldi í dag úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem máli héraðssaksóknara gegn liðsmönnum Sigur Rósar var fellt úr gildi. Var héraðsdómi gert að taka málið til efnislegrar meðferðar. „Vonsvikinn,“ segir Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður Sigur Rósar-manna. Hann vildi þó ekki tjá sig frekar þar sem hann hafði ekki séð dóm Landsréttar.
Tveir sauðfjárbændur fá miskabætur frá MAST
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Matvælastofnun til að greiða tveimur sauðfjárbændum samtals 3 milljónir í miskabætur. Matvælastofnun svipti þá sauðfé sínu í október 2014 og slátraði því vegna óviðunandi aðbúnaðar og umhirðu í nóvember sama ár. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að Matvælastofnun hafi ekki farið að lögum þegar ákvörðunin um að slátra fénu var tekin. Dómurinn segir að sú ákvörðun hafi verið bændunum „mikið persónulegt áfall og til þess fallin að valda þeim álitshnekki.“
Gert að borga sjúkranudd og viðgerð á íbúð eftir árás
Karlmaður á sjötugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Hann sló mann mörgum sinnum með hafnaboltakylfu í höfuð og búk.
Vill að grunaður skattsvikari komi ekki nálægt rekstri
Héraðssaksóknari krefst þess að karlmanni á sjötugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir skattsvik, verði bannað að koma nálægt fyrirtækjarekstri í allt að þrjú ár. Maðurinn er sagður hafa stungið rúmum 20 milljónum króna undan í rekstri fjögurra fyrirtækja.
Sekt í héraði en þriggja ára fangelsi í Landsrétti
Landsréttur sneri við sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur á föstudag og dæmdi karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sambýliskonu sinnar. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að vera með myndir af barnaníði í farsíma sínum og fíkniefnalagabrot.