Færslur: Héraðsdómur Reykjaness

Ákærð fyrir að beita börn refsingum á leikskóla
Héraðssaksóknari hefur ákært konu fyrir að hafa í starfi sínu á leikskóla beitt sjö börn andlegum og líkamlegum refsingum og ógnunum um nokkurra mánaða skeið frá því í lok árs 2020 og þar til í mars í fyrra.
Deildu um hvernig sonur Karls eignaðist Lyf og heilsu
Mál var flutt fyrir Héraðsdómi Reykjaness til endurheimtar milljarða eigna þrotabús athafnamanns, sem hann seldi tvítugum syni sínum fyrir rúma milljón króna. Málið snýr að tilfærslu á eignarhaldi félags sem á lyfjaverslunarkeðjuna Lyf og heilsu.
Fékk fjórtán mánaða dóm fyrir innflutning kókaíns
Erlendur ríkisborgari var í vikunni dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til fjórtán mánaða fangelsisvistar fyrir innflutning fíkniefna. Maðurinn flutti inn tæpt kíló af kókaíni með flugi frá Mílanó á Ítalíu hingað til lands í maí á þessu ári.
15 mánaða fangelsi fyrir kókaínsmygl
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag konu í 15 mánaða fangelsi fyrir innflutning á rúmu kílói af kókaíni, sem ætlað var til sölu hér á landi.
Stal af byggingarsvæðum fyrir 43 milljónir króna
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag mann í 18 mánaða fangelsi, skilorðsbundið til fimm ára, fyrir 28 þjófnaðarbrot frá september árið 2021 til marsmánaðar á þessu ári. Auk þeirra brota var maðurinn dæmdur fyrir nytjastuld á bifreið og brot gegn umferðarlögum, lyfjalögum og fíkniefnalöggjöf.
Dæmd fyrir að svipta föður umsjá barna sinna
Kona var í dag dæmd til átta mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness, fyrir sifskaparbrot með því að svipta fyrrverandi sambýlismann sinn valdi og umsjá yfir tveimur börnum þeirra. Í ágúst 2019 fór konan úr landi með tvö ung börn þeirra og hefur faðir þeirra aðeins hitt þau einu sinni síðan.
Segist saklaus af manndrápi af gáleysi við Vindakór
Karlmaður á þrítugsaldri, Dumitru Calin, sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fyrir utan Vindakór í Kópavogi í apríl á síðast ári, lýsti yfir sakleysi sínu í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Manninum er gert að sök að hafa af gáleysi valdið bana Daníels Eiríkssonar, þegar hann dróst allt að fimmtán metra með bíl mannsins. Ákærði segist ekki hafa grunað að Daníel væri slasaður eftir atvikið, en ef svo væri hefði hann hringt í neyðarlínuna.
Sóttkví í mánuð ekki brot á mannréttindasáttmála
Landsréttur staðfesti á föstudag ákvörðun Héraðsdóms Reykjaness, um að maður hefði löglega verið skikkaður í sóttkví í mánuð vegna smita á heimili hans. Sóttkvíin var metin réttmæt og lögleg, þar sem sóttvarnarlæknir og stjórnvöld hefðu svigrúm til þess að meta nauðsyn aðgerða á hverjum tíma í ljósi stöðu faraldursins.
Dæmd fyrir andlegt og líkamlegt ofbeldi á börnum sínum
Foreldrar fjögurra stúlkubarna voru á föstudag sakfelld í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og barnaverndarlögum með því að beita telpurnar líkamlegu og andlegu ofbeldi. Karlmaðurinn var að auki fundinn sekur um alvarleg brot gegn konu sinni, móður barnanna.
Sigríður Rut og María metnar hæfastar
Lögmennirnir Sigríður Rut Júlíusdóttir og María Thejll hafa verið metnar hæfastar til að taka við tveimur embættum dómara, Sigríður við Héraðsdóm Reykjavíkur og María við Héraðsdóm Reykjaness. Störfin voru auglýst til umsóknar þann 9. júlí á þessu ári og alls bárust átta umsóknir um fyrrnefnda embættið en sjö umsóknir um hið síðarnefnda.
Farbann vegna hópnauðgunar staðfest í Landsrétti 
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms um að karlmaður skuli sæta farbanni til 11.nóvember næstkomandi. Manninum er gefið að sök að hafa nauðgað konu ásamt félaga sínum þann 13.maí síðastliðinn.
Dómsmál vegna skjalafals endurupptekið
Endurupptökudómur hefur fallist á að mál hælisleitanda, sem var sakfelldur fyrir skjalafals, verið tekið upp að nýju fyrir dómstólum í ljósi þess að maðurinn hefur fengið alþjóðlega vernd hér á landi.
Níu sækja um tvö embætti héraðsdómara
Níu sækja um tvö embætti héraðsdómara sem auglýst voru laus til umsóknar 9. júlí síðastliðinn. Annað embættið er við Héraðsdóm Reykjavíkur og hitt við Héraðsdóm Reykjaness. Umsóknarfrestur var til 26. júlí en listi yfir umsækjendur var birtur í dag.
Dæmdur fyrir tvær nauðganir, í varðhaldi fyrir þriðju
Kynferðisafbrotamaður sem dæmdur var í síðustu viku í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir tvær nauðganir situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um þriðju nauðgunina á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkrum vikum.
Dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir nauðganir
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær karlmann, Joshua Ikechukwu Mogbolu, í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga tveimur konum. Brotin áttu sér stað í fyrra.
Skilorðsbundinn dómur fyrir manndráp af gáleysi
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi þrjá menn í skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi, síðastliðinn fimmtudag. Þeir voru ákærðir fyrir að hafa orðið vinnufélaga sínum í Plastgerð Suðurnesja, að bana í júlí 2017.
Braut 96 sinnum gegn nálgunarbanni
Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um ofbeldi gagnvart sambýliskonu sinni og barnungri dóttur hennar. Í dómi héraðsdóms segir að maðurinn hafi áður verið dæmdur fyrir ofbeldi gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni. Þá hafi hann tveimur árum síðar verið dæmdur fyrir að brjóta alls 96 sinnum gegn nálgunarbanni gagnvart sömu konu. Þann dóm hlaut maðurinn 2019 og var hann skilorðsbundinn. Rökstuddur grunur sé um að hann hafi nú rofið skilorð. 
Ofbeldisfullur og erfiður nágranni telst fasteignagalli
Kaupandi fasteignar þarf ekki að greiða einnar milljónar króna lokagreiðslu þar sem seljandi hafði leynt upplýsingum um ofbeldisfullan og erfiðan nágranna, samkvæmt dómi Landsréttar. Með dómi sínum staðfesti Landsréttur dóm Héraðsdóms Reykjaness.
Fimm ára fangelsi fyrir að nauðga fjórum konum
Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson nuddari var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að nauðga fjórum konum á nuddstofu sinni. Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, sem sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins, segir niðurstöðu dómsins í samræmi við kröfur ákæruvaldsins. 
Bærinn dæmdur til að greiða milljarð í Vatnsendadeilu
Kópavogsbær hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til þess að greiða dánarbúi Sigurðar K. Hjaltesteds tæpan milljarð króna, 968 milljónir, vegna eignarnáms Kópavogsbæjar á landi á Vatnsenda árið 2007. Fjárhæðin ber vexti frá apríl 2010. Bærinn var sýknaður af kröfum erfingja Sigurðar vegna eignarnáms á landi við Vatnsenda árin 1992, 1998 og 2000.
Skilorð fyrir kynferðislega áreitni á þjóðhátíð
Karlmaður á sjötugsaldri var í gær dæmdur til tveggja mánaða skilorðsbundins fangelsis fyrir að áreita 18 ára gamla konu kynferðislega á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrir tveimur árum. Auk þess var honum gert að greiða henni 300 þúsund krónur í miskabætur.
Sýknuðu sálfræðing af ákæru um brot gegn stjúpdóttur
Landsréttur sýknaði í dag sálfræðing af ákæru um meint kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni árið 2017 þar sem ekki þótti sannað að þau hefðu átt sér stað og hann ávallt neitað staðfastlega. Maðurinn hafði verið dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar af Héraðsdómi Reykjaness árið 2019.
Tekist á um sjópróf Júlíusar Geirmundssonar á morgun
Ákveðið verður fyrir héraðsdómi Reykjaness á morgun hvort sjópróf fari fram í máli skipverjanna á Júlíusi Geirmundssyni. Lögreglan á Vestfjörðum hefur lokið skýrslutöku af allri áhöfn togarans. Prófessor við lögfræði segir sjópróf ekki einungis eiga við um slys á skipum.
Kynferðisbrotamál starfsmanns grunnskóla fellt niður
Mál starfsmanns Hraunvallaskóla, sem var grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur börnum, hefur verið fellt niður. Þetta staðfestir Unnsteinn Örn Elvarsson, verjandi mannsins, í samtali við fréttastofu.
Dómur fellur í gróðurdeilu á Arnarnesinu
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun íbúa á Arnarnesi af kröfu nágranna hans um að klippa eða lækka tré á lóð sinni. Nágrannarnir töldu trén skerða útsýni sitt til Esjunnar og Snæfellsness. Dómurinn gerði íbúanum aftur á móti að fjarlægja nokkrar greinar sem sköguðu yfir lóðamörkin.

Mest lesið