Færslur: Héraðsdómur Reykjaness

Kynferðisbrotamál starfsmanns grunnskóla fellt niður
Mál starfsmanns Hraunvallaskóla, sem var grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur börnum, hefur verið fellt niður. Þetta staðfestir Unnsteinn Örn Elvarsson, verjandi mannsins, í samtali við fréttastofu.
Dómur fellur í gróðurdeilu á Arnarnesinu
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun íbúa á Arnarnesi af kröfu nágranna hans um að klippa eða lækka tré á lóð sinni. Nágrannarnir töldu trén skerða útsýni sitt til Esjunnar og Snæfellsness. Dómurinn gerði íbúanum aftur á móti að fjarlægja nokkrar greinar sem sköguðu yfir lóðamörkin.
Hæstiréttur þyngir dóm úr þremur árum í sex ár
Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í sex ára fangelsi fyrir tvær nauðganir gegn eiginkonu sinni og blygðunarsemisbrot gagnvart syni sínum. Landsréttur hafði áður mildað dóm Héraðsdóms Reykjaness úr fjórum árum í þrjú. Maðurinn var einnig fundinn sekur um að hafa brotið 950 sinnum gegn nálgunarbanni og fyrir að setja eftirfarabúnað í bíl eiginkonu sinnar.
Framlengja gæsluvarðhald vegna hugsanlegs manndráps
Maður á sextugsaldri sem var handtekinn í Sandgerði í apríl síðastliðnum, grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana, verður í gæsluvarðhaldi í fjórar vikur í viðbót frá deginum í dag. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði um framlengingu gæsluvarðhaldsins.
Ákærður fyrir peningaþvætti upp á 112 milljónir
Framkvæmdastjóri hlutafélags hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti upp á samtals 112 milljónir. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í apríl á síðasta ári og lauk skiptum í september sama ár. Lýstar kröfur í búið námu 180 milljónum.
Kona sakfelld fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsyni
Héraðsdómur Reykjaness hefur sakfellt konu um þrítugt fyrir ítrekuð kynferðsbrot gagnvart stjúpsyni á grundvelli brota á lögum sem leggja bann við kynferðismökum við stjúpbarn undir lögaldri. Brotin voru framin þegar hann var 16-17 ára, en konan, sem bjó með föður piltsins, er sex árum eldri. Hún hafði áður kært hann fyrir nauðgun og kynferðislega áreitni og var einnig sakfelld fyrir að hafa borið hann röngum sakargiftum. Konan er nú í sambúð með föður piltsins.
Ingi metinn hæfastur umsækjenda en Halldóra næst hæfust
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um tvö laus embætti dómara við Héraðsdóm Reykjaness. Niðurstaða dómnefndar er að Ingi Tryggvason lögmaður sé hæfastur umsækjenda. Næst hæfust er Halldóra Þorsteinsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík.
23.07.2020 - 16:17
Ákærður fyrir manndráp, árás og ofsaakstur
Maður, sem er ákærður fyrir að hafa orðið móður sinni að bana í Hafnarfirði í apríl, er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og ofsaakstur. Beðið er eftir sakhæfismati en maðurinn hefur verið vistaður á réttargeðdeild.
Dómurinn fjalli sérstaklega um synjun réttargæslumanns
Landsréttur felldi í dag úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjaness varðandi réttargæslumenn fjögurra  kvenna í kynferðisbrotamáli. Héraðsdómur hafði úrskurðað í síðustu viku að lögmaðurinn, Sigrún Jóhannsdóttir, sem var réttargæslumaður kvennanna meðan á lögreglurannsókn stóð, fengi ekki að fengi ekki að gegna því hlutverki í dómsmálinu þar sem hinn ákærði ætlar að leiða hana fram sem vitni í málinu.
Ákærður fyrir að nauðga fjórum konum
Karlmaður á fimmtugsaldri er ákærður fyrir að hafa nauðgað fjórum konum sem komu til hans í meðhöndlun vegna stoðkerfisvanda. Rannsókn málsins hófst árið 2018, en málin eru frá árinu 2007 til 2017.
Fyrrverandi þingmaður vill verða dómari
14 sækja um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjaness. Meðal umsækjenda er Höskuldur Þórhallsson lögmaður og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins.
08.06.2020 - 23:33
Ákærður fyrir að nauðga tveimur konum með alzheimer
Karlmaður um sjötugt hefur verið ákærður fyrir að nauðga tveimur konum um áttrætt sem báðar voru með alzheimer á háu stigi. Konurnar krefjast þess að maðurinn verði dæmdur til að greiða þeim tvær milljónir hvorri um sig í miskabætur.
Úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald
Karlmaður á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjaness í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. apríl. Maðurinn var handtekinn seint í gærkvöld vegna gruns um aðild að mjög alvarlegri líkamsárás í Kópavogi.
Segir dóm yfir lögreglumanni mikil vonbrigði
Lögmaður lögreglumanns sem dæmdur var í 45 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness segir dóminn mikil vonbrigði. Með þessu sé verið að eyðileggja 10 ára feril lögreglumannsins.
Landsréttur snýr við úrskurði í máli Þorsteins
Landsréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjaness sem vísaði í lok janúar frá alvarlegasta ákæruliðnum á hendur Þorsteini Halldórssyni. Héraðsdómur þarf því að taka ákæruliðinn til meðferðar.
Ákærður fyrir 38 skilaboð en dæmdur fyrir 22
Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að senda unglingsstúlku 22 skilaboð þar sem hann hótaði því meðal annars ítrekað að birta nektarmyndir af henni. Lögreglan á Suðurnesjum braut gegn friðhelgi einkalífs mannsins þegar hún opnaði síma hans án þess að hafa fengið dómsúrskurð. Tæplega fjögur ár eru síðan stúlkan kærði manninn fyrir skilaboðin.
Ummæli Jóns Steinars vógu ekki að æru Benedikts
Ummæli um Benedikt Bogason hæstaréttardómara í bók Jóns Steinars Gunnlaugssonar, hæstaréttarlögmanns og fyrrum hæstaréttardómara, Með lognið í fangið, voru ekki til þess fallin að vega svo að æru Benedikts, að það hafi farið út fyrir mörk tjáningarfrelsisins, segir í dómi Landsréttar frá því í dag. Jón Steinar var því sýknaður í málinu.
Samantekt
Deilt um Suðurnesjalínu 2 í sex ár
Landsnet leggur til að Suðurnesjalína 2 verði að mestu í lofti en ekki lögð í jörð. Matsskýrsla þess efnis bíður samþykkis hjá Skipulagsstofnun. Framkvæmdir eigi að hefjast að nýju á næsta ári. Deilt hefur verið um lagningu línunnar frá því Landsnet fékk heimild fyrir henni árið 2013.
14 sóttu um stöðu héraðsdómara á Reykjanesi
Dómsmálaráðuneytið auglýsti stöðu héraðsdómara við héraðsdóm Reykjaness 3. maí síðastliðinn. Alls sóttu fjórtán um stöðuna.
22.05.2019 - 16:40
Ellilífeyrisþegi með 25 kíló af marijúana
Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann er í ákæru sagður hafa haft í vörslum sínum 340 kannabisplöntur, 11,5 kíló af kannabislaufum, 5,6 kíló af kannabisstönglum og 25 kíló af marijúana. Lögreglan fann fíkniefnin í ágúst fyrir tveimur árum í húsnæði við Kársnesbraut í Kópavogi.