Færslur: Héraðsdómur

Sjónvarpsfrétt
Héraðsdómur synjaði tveggja vikna gæsluvarðhaldi
Lög­regla krafðist tveggja vikna gæsluvarðhalds yfir báðum mönnunum sem nú sæta varðhaldi vegna rann­sókn­ar á skipu­lagn­ingu hryðju­verka­árás­ar. Héraðsdómur féllst ekki á þá beiðni í tilfelli annars þeirra. Lögregla lítur málið enn mjög alvarlegum augum.
Hélt nágrannakonu sinni fanginni í rúma tvo tíma
Maður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til níu mánaða fangelsisvistar fyrir að halda nágrannakonu sinni fanginni í rúmar tvær klukkustundir og beita hana kynferðisofbeldi. Hann varnaði henni að komast út úr íbúð sinni með því að tvílæsa útidyrahurð og skorða spýtu milli gólfs og hurðarhúns.
Lögreglan tjáir sig ekki um rannsókn Rauðagerðismálsins
Ríkissaksóknari hefur ekki tekið ákvörðun um hvort dómi héraðsdóms í morðmálinu sem kennt hefur verið við Rauðagerði verður áfrýjað. Þetta kemur fram í svari embættis ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu. Rannsókn lögreglu hefur verið harðlega gagnrýnd. Lögreglan hyggst ekki tjá sig um rannsóknina að svo stöddu.
22.10.2021 - 13:32
Sigríður Rut og María metnar hæfastar
Lögmennirnir Sigríður Rut Júlíusdóttir og María Thejll hafa verið metnar hæfastar til að taka við tveimur embættum dómara, Sigríður við Héraðsdóm Reykjavíkur og María við Héraðsdóm Reykjaness. Störfin voru auglýst til umsóknar þann 9. júlí á þessu ári og alls bárust átta umsóknir um fyrrnefnda embættið en sjö umsóknir um hið síðarnefnda.
Níu sækja um tvö embætti héraðsdómara
Níu sækja um tvö embætti héraðsdómara sem auglýst voru laus til umsóknar 9. júlí síðastliðinn. Annað embættið er við Héraðsdóm Reykjavíkur og hitt við Héraðsdóm Reykjaness. Umsóknarfrestur var til 26. júlí en listi yfir umsækjendur var birtur í dag.
Björn Þorvaldsson talinn hæfastur
Dómnefnd telur Björn Þorvaldsson saksóknara hæfastan til að gegna embætti dómara við héraðsdóm Reykjavíkur.
19.07.2021 - 13:53
Ábyrgð snýr eingöngu að vanskilahluta námslána
Ábyrgðarmenn á námslánum bera aðeins ábyrgð á þeim hluta lána sem var í vanskilum við gildistöku laga um Menntasjóð námsmanna. Þetta er niðurstaða í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 
Sjónvarpsfrétt
Dómsmál ráðherra rammpólitísk og vond ákvörðun
Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja málaferli íslenska ríkisins til að láta ógilda úrskurð um að menntamálaráðherra hafi brotið jafnréttislög, rammpólitísk. Þingmaður Viðreisnar segir málið einungis þjóna persónulegum hagsmunum ráðherra og þá er áfrýjun dómsins, sem ríkið tapaði á föstudag, harðlega gagnrýnd. Þingmaður Samfylkingar segir ábyrgðina liggja hjá ríkisstjórninni í heild og þingmaður Pírata segir málsmeðferð ráðherra ólíðandi og að hún eigi að biðjast afsökunar.
Ríkislögmaður útvistaði dómsmáli ráðherra gegn Hafdísi
Embætti ríkislögmanns útvistaði máli íslenska ríkisins, og ráðherra mennta- og menningarmála, gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur. Það er fremur sjaldgæft að ríkislögmaður útvisti málum og sömuleiðis er það afar fátítt að íslenska ríkið fari sjálft í mál, sérstaklega við einstaklinga. Málið er því rekið af lögmanni utan stjórnsýslunnar. Enn hefur ekki tekist að fá viðtöl við ráðamenn vegna dómsins sem féll á föstudagsmorgunn. Áfrýjunarferlið fyrir Landsrétti getur tekið heilt ár. 
Myndskeið
Sviðsetning benti til sektar: Á sér engar málsbætur
Arturas Leimontas, Lithái á sextugsaldri, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að hafa orðið landa sínum að bana í Úlfarsárdal í desember 2019. Dómurinn telur að hann eigi sér engar málsbætur. Framburður hans hafi verið ótrúverðugur og sviðsetning bent sterklega til sektar hans. Málinu hefur verið áfrýjað til Landsréttar.
29.01.2021 - 19:06
Vatnsendamáli ekki lokið þrátt fyrir Hæstaréttarúrskurð
Hvergi sér fyrir endann á svokölluðu Vatnsendamáli þrátt fyrir synjun Hæstaréttar nú í vikunni um leyfi til áfrýjunar tveggja mála því tengdu. Málið á sér forsögu sem nær áratugi aftur í tímann.
27.01.2021 - 10:33
Kennari ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni
Karlmaður á Norðurlandi eystra hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku og barnaverndarlagabrot. Meint brot áttu sér stað á árunum 2017 og 2018. Í ákærunni kemur fram að maðurinn hafi áreitt stúlkuna kynferðislega í gegnum Facebook.
Kristján Viðar og dánarbú Tryggva ætla að áfrýja
Kristján Viðar Júlíusson, einn sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu og dánarbú Tryggva Rúnars Leifssonar, annars sakborninga í málinu, hyggjast áfrýja úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur sem féllu í gær þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfum um bætur vegna frelsisskerðingar, fjártjóns og brots gegn æru sem þeir urðu fyrir vegna málsins. Báðir voru sýknaðir þegar málið var endurupptekið í Hæstarétti árið 2018.