Færslur: Héraðsdómstólar

923 milljóna kröfu vísað frá héraðsdómi
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá kröfu fyrirtækisins EC-Clear ehf. á hendur viðskiptabönkunum þremur, Valitor og Borgun. Krafan hljóðaði upp á tæplega 923 milljónir króna. Fyrirtækið sakar félögin um samkeppnislagabrot og ætlaðra samkeppnislagabrot á greiðslukortamarkaði.
Páll Sverrisson fékk bætur og afsökunarbeiðni
Páll Sverrisson segist hafa fengið milljónir greiddar úr ríkissjóði. Árið 2018 komst ríkislögmaður að þeirri niðurstöðu að þrír dómstólar væru bótaskyldir vegna birtinga á viðkvæmum persónuupplýsingum um hann. Auk þess fékk Páll skriflega afsökunarbeiðni frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra.
26 sóttu um fjórar stöður héraðsdómara
Dómsmálaráðuneytið auglýsti í lok september fjórar stöður héraðsdómara lausar til umsóknar. Nú hefur ráðuneytið birt lista yfir umsækjendur. Samtals sóttu 26 um stöðurnr fjórar. Stöðurnar eru við héraðsdóma Reykjavíkur, Reykjaness og Norðurlands vestra.
14.10.2020 - 14:35
Sautján vilja setjast í Endurupptökudóm
Sautján sækja um embætti tveggja dómenda og tveggja varadómenda við Endurupptökudóm. Dómurinn er sérdómstóll sem tekur til starfa 1. desember næstkomandi og leysir endurupptökunefnd af hólmi.