Færslur: Hellisheiði ófær

Viðtal
Hvergerðingar krefja Vegagerðina svara um Hellisheiði
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir þúsundir manna fara um Heillisheiði til að sækja vinnu og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir að svo virðist vera sem heiðin sé mokuð seinna en vant er. Umferð á Suðurlandi var tuttugu prósentum minni í nýliðnum febrúar en í febrúar í fyrra og telur Vegagerðin helstu ástæðuna vera tíða ófærð á Hellisheiði. Bæjarstjórnin í Hveragerði á fund með Vegagerðinni í fyrramálið.
Hellisheiði ófær - upplýsingar um tvö leytið
Hellisheiði er enn ófær. Mokstur hefur staðið yfir á heiðinni og víðar, frá því í nótt. Ökumenn hafa verið í vandræðum í Skógarhlíðabrekku við Þrengslin vegna hálku.
15.02.2022 - 12:15