Færslur: Hellisheiði

Harður árekstur á Hellisheiði
Harður árekstur varð á fjórða tímanum í dag austan Hellisheiðarvirkjunar í brekkunni við Skíðaskálann í Hveradölum þegar fólksbíll og jeppi lentu saman. Veginum var lokað í vesturátt um tíma og hjáleið opnuð.
20.06.2022 - 15:38
Viðtal
Hvergerðingar krefja Vegagerðina svara um Hellisheiði
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir þúsundir manna fara um Heillisheiði til að sækja vinnu og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir að svo virðist vera sem heiðin sé mokuð seinna en vant er. Umferð á Suðurlandi var tuttugu prósentum minni í nýliðnum febrúar en í febrúar í fyrra og telur Vegagerðin helstu ástæðuna vera tíða ófærð á Hellisheiði. Bæjarstjórnin í Hveragerði á fund með Vegagerðinni í fyrramálið.
Hellisheiðin lokuð í 138 klukkustundir í febrúar
Hellisheiði hefur verið lokað oftar það sem af er febrúar en allan síðasta vetur. Heiðin er lokuð núna. Þar hefur verið þæfingsfærð og mikill skafrenningur síðan í morgun.
23.02.2022 - 12:13
Hellisheiðin lokuð og bílaröð við Hveradali
Vegagerðin hefur lokað aftur fyrir umferð um Hellisheiði, en heiðin var fær í morgun. Þrengslin eru opin en þar er snjóþekja og hálka. Fjöldi fólks bíður nú í bílum sínum við Hveradali, þar sem hefur skafið í skafla.
23.02.2022 - 09:00
Útvarpsumfjöllun
„Alveg haugur af fólksbílum þarna niður eftir öllu“
„Fyrsti bíllinn er fastur undir göngunum þar sem mislægu gatnamótin eru. Þar er trailer fastur. Þar fyrir ofan göngin er mjólkurbíll fastur og olíubíll rétt hjá. Svo er alveg haugur af fólksbílum þarna niður eftir öllu,“ segir Árni Pálsson, hjá Snilldarverki, sem er einn þeirra sem kemur að snjómokstri í Þrengslum og á Hellisheiði. Tugir bíla sitja fastir í sköflum í Þrengslum. Árni var ásamt fleirum að leggja af stað í Þrengslin nú rétt fyrir hádegi.
22.02.2022 - 12:37
Mikill snjór á Hellisheiði - bílar fastir í Þrengslum
Hellisheiði og Þrengsli eru lokuð og óvíst hvenær unnt verður að ryðja og opna. Mikill snjór, bæði blautur og þungur, er á Hellisheiði, segir Ágúst Sigurjónsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Selfossi. Ágúst segir veðrið slæmt á láglendi en enn verra uppi á heiðinni og skyggni sé nánast ekki neitt. Um leið og veður fer að lægja verður reynt að moka.
22.02.2022 - 10:21
Hellisheiði og Þrengsli enn lokuð
Vegir eru víða lokaðir vegna óveðursins sem gekk yfir landið í gærkvöld. Enn eru appelsínugular og gular veðurviðvaranir í gildi um mest allt landið og verða fram eftir degi.
22.02.2022 - 08:08
Vegurinn um Kjalarnes opinn fyrir umferð að nýju
Vegurinn um Kjalarnes hefur verið opnaður fyrir umferð að nýju. Hann var meira og minna lokaður í dag og í nótt vegna fannfergis og ófærðar.
Óvenjuleg tíð á Suðvesturlandi
Óvenjuleg tíð veldur því að erfitt er að halda veginum yfir Hellisheiði opnum þessa dagana. „Það snjóar gríðarlega mikið og áttirnar eru þannig að það kyngir niður á Hellisheiði og er mikið fannfergi,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Hann segist halda að þetta séu aðstæður sem reiknað er með á kannski fimm eða sex ára fresti.
Þrengslavegi lokað - gul viðvörun í veðurkortunum
Veginum um Þrengsli hefur verið lokað vegna ófærðar en Hellisheiði er enn opin. Þar er þó þæfingsferð og skafrenningur líkt og víða á Vestur- og Suðurlandi. Björgunarsveitir á Suðurnesjum björguðu fólki í föstum bílum á Suðurstrandarvegi í kvöld. Gul veðurviðvörun tekur gildi á morgun.
Jarðskjálfti af stærðinni 3,1 á Hellisheiði
Tíu mínútum fyrir miðnætti varð jarðskjálfti af stærðinni 3,15 á Hellisheiði. Tilkynningar um skjálftann hafa borist frá höfuðborgarsvæðinu, Hveragerði og Ölfusi.
Bæjarstjórnin furðar sig á langri lokun á Hellisheiði
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar furðar sig á að vegurinn um Hellisheiði hafi verið lokaður í þrjá sólarhringa í byrjun vikunnar. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri segir mikla röskun hafa fylgt lokuninni.
11.02.2022 - 16:58
Myndskeið
Hellisheiði lokuð vegna elds í snjóruðningstæki
Hellisheiði er nú lokuð frá Hveragerði og upp Kambana vegna elds sem kviknaði í snjóruðningstæki. Slökkvistarfi er við það að vera lokið að sögn Péturs Péturssonar, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu, en mikill reykur er á vettvangi að hans sögn. Ekki hafa borist fregnir af slysum á fólki vegna eldsvoðans.
11.02.2022 - 16:51
Hellisheiði lokuð - Vonast til að opna á sjötta tímanum
Vonast er til þess að hægt verði að opna fyrir umferð yfir Hellisheiði upp úr klukkan fimm í dag. Heiðinni var lokað fyrr í dag vegna mikils snjóþunga á henni vestanverðri, við Hveradali. Að sögn starfsmanns þjónustuvers Vegagerðarinnar eru nokkrir snjóblásarar notaðir svo hægt verði að opna veginn sem fyrst. Sama vandamál leiddi til lokunar í gær. Vegurinn um Þrengslin er opin, en þar er talsverð hálka.
09.02.2022 - 16:25
Gul viðvörun vestanvert á landinu frá klukkan tíu
Gular veðurviðvaranir fyrir allt vestanvert landið og Suðurland gilda frá klukkan tíu í fyrramálið og til sex síðdegis. Búist er við vestan hvassviðri og dimmum éljum þannig að skyggni verður lélegt og akstursskilyrði versna.
Gul veðurviðvörun við Faxaflóa og Breiðafjörð
Spáð er hvassri suðaustanátt, víða allt að 13 til 25 metrum á sekúndu í nótt, hvassast verður Vestanlands með snörpum vindhviðum við fjöll. Gul veðurviðvörun er því í gildi við Faxaflóa og umhverfis Breiðafjörð.
Jarðskjálfti á Hellisheiði
Jarðskjálfti að stærð 3,1 skók jörð í kvöld. Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands var miðja skjálftans tæpa þrjá kílómetra norður af Hellisheiðarvirkjun.
16.08.2021 - 23:32
Umferðarslys í mikilli þoku á Hellisheiði
Umferðarslys varð efst í Kömbunum á Hellisheiði nú rétt fyrir klukkan 18. Lögregla og sjúkrabílar eru á vettvangi. Búast má við umferðartöfum á veginum í óákveðinn tíma.
23.07.2021 - 18:22