Færslur: Hella

Myndskeið
Allt sem flýgur yfir Hellu um helgina
Um helgina fer flughátíðin Allt sem flýgur fram á Helluflugvelli. Fjölmargir gestir eru á svæðinu en Íslandsmót í flugi hefur verið í gangi alla vikuna.
10.07.2021 - 18:33
Allt sem getur flogið er á flugi yfir Hellu
Allt sem flýgur er flughátíð sem Flugmálafélag Íslands heldur nú á Hellu. Þar er ýmislegt í boði fyrir flugáhugafólk; tugir flugvéla eru á svæðinu og von er á fleirum, meðal annars danskri björgunarþyrlu og bandarískri kafbátaleitarvél. Fjöldi fólks er á svæðinu og dróni fylgist með að allt fari vel fram og að sóttvarnarreglur séu virtar.
11.07.2020 - 13:30
Sagði myndina af Guðna vera áróður á kjörstað
Kjósandi nokkur á Hellu brást reiður við að sjá mynd af Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á kjörstað. Starfsfólk kjörstaðarins brást snarlega við og fjarlægði myndina, en ekki voru allir kjósendur jafn sáttir við þá ákvörðun.
Hnökkum enn stolið á Hellu
Hnökkum var stolið þegar brotist var inn í hesthús á Hellu í fyrrinótt. Þjófarnir komust inn í húsið án mikilla skemmda og brutu sér leið í hnakkageymslu. Í fyrra og hittiðfyrra var brotist ítrekað inn í hesthús á Hellu í sama tilgangi. Þjófarnir höfðu sama hátt á nú og áður, tóku einungis nýja og nýlega hnakka, en létu gamla eiga sig.
16.03.2016 - 15:52
Ný þjónustumiðstöð á Hellu
Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins við Hellu, vegna nýrrar þjónustumiðstöðvar við hringveginn. Miðstöðinni er ætlaður staður sunnan Suðurlandsvegar, austan Hótels Stracta og vegar að Gaddstaðaflötum. Þar er gert ráð fyrir veitingarekstri, verslun og þjónustu. Nú er unnið að deiliskipulagi.
10.03.2016 - 15:24
Sérsveit handtók hnífamann
Sérsveit ríkislögreglustjóra tók á föstudag höndum mann sem ruðst hafði inn á heimili á Hellu vopnaður hnífi. Hringt var til lögreglu þegar maðurinn ruddist inn, en hann hvarf síðan á braut án líkamsmeiðinga. Lögreglan á Suðurlandi óskaði þá aðstoðar sérsveitarinnar.
22.02.2016 - 14:09
Samningurinn tímamót í skólamálum
Sveitarstjórnir Ásahrepps og Rangárþings ytra hafa gert samning um samvinnu í skólamálum og meginþáttum í starfsemi sinni. Samningurinn markar tímamót í sveitarfélögunum í skólamálum. Allir sveitarstjórnarmenn beggja hafa undirritað samkomulagið.
02.01.2016 - 12:58
Skólaútvarp 29. árið í röð
Nemendur Grunnskólans á Hellu hafa starfrækt skólaútvarp undanfarna þrjá daga, eins og þeir hafa gert síðustu viku fyrir jólafrí síðustu 29 ár. „Við kappkostum að allir nemendur komist í útvarpið hverju sinni og að allir nemendur í unglingadeild kynnist dagskrárgerð og tæknilegri hlið útvarps“, segir Sigurgeir Guðmundsson skólastjóri.
17.12.2015 - 16:12
Ný hesthúsabyggð við Gaddstaðaflatir
Búið er að reisa fyrsta hesthúsið í nýju hesthúsahverfi við Gaddstaðaflatir, landsmótsstað Sunnlendinga við Hellu. Alllangt er síðan hverfið var skipulagt, en þar hefur ekki verið byggt fyrr en nú. Rísi fleiri hesthús á þar á næstu árum getur það breytt það miklu fyrir keppendur á svæðinu.
26.10.2015 - 15:59
Nær sjötug rafmagnslína tekin niður
Gamla rafmagnslínan á milli Hellu og Hvolsvallar er nú að hverfa. Nýr jarðstrengur tók við hlutverki línunnar fyrir mánuði. Það kostar rúmar 500 milljónir króna að leggja jarðstrenginn og taka niður gömlu línuna, segja talsmenn Landsnets, sem stendur að verkinu.
08.10.2015 - 18:32