Færslur: Helguvík

Kísilverksmiðja Thorsil mun ekki starfa í Helguvík
Nú liggur fyrir að kísilverksmiðja á vegum Thorsil ehf. tekur ekki til starfa á iðnaðarsvæðinu í Helguvík en til stóð að fyrirtækið færi í uppbyggingu á svæðinu. Samningi á milli Reykjaneshafnar og Thorsil ehf. var formlega rift á dögunum.
07.07.2021 - 18:30
Samherji vill hefja laxeldi í Helguvík
Norðurál og Samherji hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup Samherja á lóð og byggingum Norðuráls í Helguvík. Þar hyggst Samherji koma á fót laxeldi og nýta þær byggingar sem þar eru og voru ætlaðar til að hýsa álver Norðuráls.
14.10.2020 - 11:35
Vilja selja álverið í Helguvík
Forsvarsmenn álvers Norðuráls í Helguvík hafa óskað eftir því við bæjaryfirvöld á Suðurnesjum að geta selt byggingar fyrirtækisins undir annars konar starfsemi en álver.
Magnúsi gert að greiða 1,2 milljarða króna
Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í dag kröfu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon um að mál gegn þrotabúi Sameinaðs Sílíkons verði endurupptekið. Dómstóllinn hafi áður gert honum að greiða þrotabúinu 1,2 milljarða króna
09.07.2020 - 20:11
Áætla að lagfæringar kosti 4,5 til 5 milljarða
Framkvæmdir við lagfæringar á kísilverksmiðju Stakksbergs í Helguvík í Reykjanesbæ eiga eftir að kosta fjóran og hálfan til fimm milljarða króna, að því er fram kemur í fraummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum af endurbótum á verksmiðjunni, sem birt var á vef Skipulagsstofnunar fyrir helgi. Áætlað er að framkvæmdir geti hafist á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og að þær taki um 14 mánuði.
11.05.2020 - 23:40
Ætla að minnka mengun með 52 metra skorsteini
Áætlað er að reisa 52 metra háan skorstein við kísilverksmiðju Stakksbergs í Helguvík í Reykjanesbæ. Bygging hans er meðal endurbóta sem ætlað er að minnka mengun frá verksmiðjunni. Stakksberg, sem er dótturfélag Arion banka, ætlar í september að gera drög að umhverfismatsskýrslu vegna kísilverksmiðjunnar, opinber. Þá verður opnað fyrir athugasemdir. Áætlað er að framkvæmdir við endurbætur verksmiðjunnar hefjist eftir áramót.
23.08.2019 - 14:10
Breytt ásýnd kísilverksmiðju samkvæmt tillögum
Tillögur í samráðsgátt Stakksbergs, dótturfélags Arion banka, að áframhaldandi uppbyggingu kísilverksmiðju í Helguvík, sýna breytta ásýnd svæðisins, nái áform þar að lútandi fram að ganga. Forsvarsmaður samtakanna Andstæðingar stóriðju í Helguvík segir málið farsa.
11.07.2019 - 06:30
Fara yfir gögn frá Stakksbergi
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar frestaði afgreiðslu á tillögu Stakksbergs um breytingar á deiliskipulagi í Helguvík í byrjun mánaðarins. Fram hefur komið í máli fulltrúa meirihlutans að hægt sé að skoða möguleika á íbúakosningu þegar Stakksberg óski eftir breytingum á deiliskipulagi. Stakksberg ætlar að láta lagfæra kísilverksmiðjuna í Helguvík sem áður var kennd við United Silicon og þarf því að óska eftir breytingum á deiliskipulagi.
20.05.2019 - 12:19
Kísilverksmiðja eykur losun Íslands um 10%
Losun á gróðurhúsalofttegundum hér á landi eykst um rúm 10 prósent ef starfsemi verður hafin á ný í kísilverksmiðjunni í Helguvík, sem áður hét United Silicon. Þetta kemur fram í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn fréttastofu. Dótturfélag Arion banka, Stakksberg, vinnur nú að endurbótum á verksmiðjunni og ætlar að selja hana.
Krefst mats á áhrifum verksmiðju á heilsu
Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu Stakksbergs ehf. að matsáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum kísilverksmiðjunnar í Helguvík í Reykjanesbæ. Stofnunin gerir þó nokkrar athugasemdir við matsáætlunina og tekur undir með Embætti landlæknis um að æskilegt sé að meta hvaða áhrif starfsemin hafi á heilsu íbúa.
17.04.2019 - 06:02
Sameining Kölku og Sorpu til skoðunar
Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum meta nú kosti þess og galla að sameina Sorpu og Kölku. Capacent hefur unnið greiningu um málið sem verið er að kynna fyrir sveitarstjórnarfólki um þessar mundir. Jón Norðfjörð, framkvæmdastjóri Kölku, segir að sorpmálin séu eitt af stóru málum samtímans og framtíðarinnar. Ríkar skyldur hvíli á sveitarfélögum og fyrirséð að reglur verði hertar. Því hafi verið ákveðið að skoða kosti og galla mögulegrar sameiningar.
17.02.2019 - 16:47
Meirihluti andvígur stóriðju í Helguvík
Rúm 70 prósent íbúa í Reykjanesbæ eru mjög eða frekar andvíg uppbyggingu stóriðju í Helguvík, samkvæmt könnun Gallup. Það er svipað hlutfall og í sambærilegri könnun í fyrra. 39 prósent íbúa eru aftur á móti mjög eða frekar hlynnt stóriðju ef hún uppfyllir ströngustu umhverfiskröfur.
01.02.2019 - 08:20
Hvetja Arion banka og Thorsil til að hætta við
Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og fulltrúi Miðflokksins vilja að Arion banki og Thorsil falli frá áformum sínum um rekstur kísilverksmiðja í Helguvík. Greint er frá þessu á vef Víkurfrétta.
22.01.2019 - 23:06
Bæjaryfirvöld hlynnt íbúakosningu um Helguvík
Forseti bæjarráðs í Reykjanesbæ, Friðjón Einarsson, er hlynntur því að íbúar fái að kjósa um framtíð stóriðju í Helguvík. Hann segir að Stakksberg, eigandi kísilverksmiðjunnar, þurfi að líta í eigin barm. Stakksberg er í eigu Arion banka sem fjármagnaði United Silcon að stórum hluta á sínum tíma.
15.12.2018 - 19:50
Hafa safnað á þriðja þúsund undirskrifta
Hátt í þrjú þúsund hafa skrifað undir hvatningu til bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ um að efna til bindandi íbúakosningar um stóriðju í Helguvík. Rafrænni undirskriftasöfnun lauk á miðnætti.
15.12.2018 - 12:50
Íbúakosningar geti leitt til skaðabótaskyldu
Stakksberg telur Reykjanesbæ skaðabótaskyldan ef niðurstaða íbúakosningar verði sú að starfsemi kísilverksmiðju í Helguvík verði hafnað. Þetta kemur fram í bréfi lögmanns Stakksbergs til Skipulagsstofnunar að sögn Kjarnans, sem hefur bréfið undir höndum. Í bréfinu segir að afgreiða verði umsóknir um slíka starfsemi verði að afgreiða á grundvelli lögmætra og málefnalegra sjónarmiða en ekki í vinsældarkosningu.
14.12.2018 - 12:06
Vilja afturkalla starfsleyfi Stakksbergs
Andstæðingar stóriðju í Helguvík óska eftir því við Umhverfisstofnun að hún afturkalli starfsleyfi Stakksbergs ehf fyrir rekstri kísilverksmiðju í Helguvík. Samtökin telja að ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins sé ógildanleg og hins vegar að alvarleg tilvik og ítrekuð brot gegn lögum, reglum og ákvæðum starfsleyfisins hafi komið upp á gildistíma þess og að úrbótum hafi ekki verið sinnt.
14.12.2018 - 10:01
Vinnueftirlit skoðar atvikið ekki sérstaklega
Vinnueftirlitið telur ekki ástæðu til að fara í eftirlitsferð í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík vegna atviks í nótt þegar 1600 gráðu heitur málmur flæddi á gólf. Töluverður reykur myndaðist í verksmiðjunni og slökkvilið var kallað út.
17.07.2017 - 14:03
Vilja lögsækja kísilver og Umhverfisstofnun
Íbúasamtök í Reykjanesbæ sem kalla sig Samtök andstæðinga stóriðju í Helguvík hyggjast lögsækja United Silicon, sem rekur kísilver í Helguvík, Umhverfisstofnun og aðra þá opinberu aðila sem gera United Silicon kleift að halda áfram starfsemi sinni þrátt fyrir mikla andstöðu nágranna og áður óþekktan fjölda kvartana vegna mengunar.
13.07.2017 - 06:09
Mengun og hæð bygginga í nýrri matsáætlun
Skipulagsstofnun hefur óskað eftir gögnum frá United Silicon vegna of hárra bygginga kísilverksmiðju og á forstjóri stofnunarinnar von á að þau berist síðar í sumar. Breytingar sem gera þarf frá fyrri matsáætlun síðan 2008 snúa bæði að ásýnd verksmiðjunnar, sem er önnur en matsáætlun kvað á um og mengun sem borist hefur yfir nágrennið og er ekki nefnd í áætluninni.
23.06.2017 - 11:36
United Silicon
Lokunarheimild liggur hjá Umhverfisstofnun
Björt Ólafsdótttir, umhverfissráðherra, hefur sjálf ekki heimild til þess að láta loka kísilmálmverksmiðju United Silicon. Hún kallar eftir því að Umhverfisstofnun loki verksmiðjunni á meðan fundið er út hvað er í ólagi þar í tengslum við mengun, hvernig fyrirtækið muni fá aukið fjármagn og hvernig öryggi starfsmanna verði tryggt.
18.04.2017 - 12:19
United Silicon
Umhverfisráðherra: „Það þarf að loka“
Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir að loka þurfi kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík. Frá þessu greinir hún á Facebook og segir að nú sé nóg komið, í kjölfar frétta um að eldur hafi kviknað í verksmiðjunni.
18.04.2017 - 09:54
Fullyrða að mælingar við Helguvík séu rangar
Mælingar á loftgæðum í nágrenni United Silicon í Helguvík eru ekki réttar og mistök hafa orðið til þess að magn þungamálma í svifryki hefur mælst mun hærra en það er í raun og veru. Þetta kemur fram í bréfi sem fyrirtækið sem sér um eftirlitið sendi Umhverfisstofnun í morgun.
30.03.2017 - 12:08
Viðtal
Kemur til greina að loka United Silicon
Það kemur til greina að loka verksmiðju United Silicon vegna mengunar frá starfseminni, segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra. Hún tók þar með undir orð Friðjóns Einarssonar, formanns bæjarráðs Reykjanesbæjar, sem hefur krafist þess að kísilverinu verði lokað vegna arsenikmengunar. Umhverfisstofnun hefur takmarkað starfsemina meðan rannsókn fer fram en stöðvar hana ekki.
28.03.2017 - 19:15
Helguvík
Biðst afsökunar á stuðningi við United Silicon
„Ég sem þingmaður vil biðja þjóðina afsökunar á því að hafa greitt götu fyrirtækis sem fengið hefur hundruð milljóna króna stuðning skattgreiðenda að byggja upp rekstur en greiðir starfsmönnum sínum laun sem eru grundvölluð á taxta sem er undir tekjuviðmiðum í landinu,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við upphaf þingfundar í dag. Hann gagnrýndi United Silicon harðlega fyrir bág launakjör og að hafa enga stjórn á mengun sinni.
28.03.2017 - 14:15