Færslur: Helgi Hrafn Gunnarsson

Helmingur umsækjanda þegar með vernd í öðru landi
Um helmingur þeirra sem hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi í ár höfðu þegar fengið alþjóðlega vernd í öðru landi, flestir í Grikklandi. Tveir umsækjendur hafa verið sendir til Grikklands í ár og fjórir fóru þangað sjálfviljugir.Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar þingmanns Pírata um endursendingu flóttafólks til Grikklands.
Vilja hægja á greiðslum skulda og byggja upp
Píratar vilja hægja á niðurgreiðslu opinberra skulda til að byggja upp heilbrigðisþjónustu og aðra innviði samfélagsins. Þeir segjast í grunninn opnir fyrir samstarfi við alla flokka en útiloka í reynd ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki.