Færslur: Helgi Hrafn Gunnarsson

Segir enga innistæðu fyrir „vælinu í stórútgerðinni“
Þingmenn í atvinnuveganefnd Alþingis eru sammála um að skýrsla um eignarhald stærstu útgerðarfyrirtækja í sjávarútvegi sýni að tilefni sé til að hækka veiðigjöld.
Sjónvarpsfrétt
Þingmaður vill aukið tjáningarfrelsi og vernda þolendur
Þingmaður Pírata vill breyta lögum til að vernda þolendur og tjáningarfrelsið. Haraldur Þorleifsson frumkvöðull hefur boðist til að greiða allan kostnað fyrir þau sem Ingólfur Þórarinsson hefur stefnt fyrir dóm. Tónlistarmaðurinn krefst milljóna í bætur frá fimm manns vegna frétta og ummæla um hann. 
Helmingur umsækjanda þegar með vernd í öðru landi
Um helmingur þeirra sem hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi í ár höfðu þegar fengið alþjóðlega vernd í öðru landi, flestir í Grikklandi. Tveir umsækjendur hafa verið sendir til Grikklands í ár og fjórir fóru þangað sjálfviljugir.Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar þingmanns Pírata um endursendingu flóttafólks til Grikklands.
Vilja hægja á greiðslum skulda og byggja upp
Píratar vilja hægja á niðurgreiðslu opinberra skulda til að byggja upp heilbrigðisþjónustu og aðra innviði samfélagsins. Þeir segjast í grunninn opnir fyrir samstarfi við alla flokka en útiloka í reynd ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki.