Færslur: Helgarviðtalið

Helgarviðtalið
„Nú á ég bleika Crocs-skó“
„Það sem breytti lífi mínu var þegar mér var sagt upp á lestarstöð í Berlín,“ segir Bergþóra Snæbjörnsdóttir skáld og helmingur gjörningatvíeykisins Wunderkind Collective. Hún sendi á dögunum frá sér sína aðra ljóðabók, Flórída, og fagnar útgáfunni í Mengi á þriðjudag.
Helgarviðtal
„Léttara að vera rappari en ofurhetja“
Góði Úlfurinn er 10 ára gamall rappari sem slegið hefur í gegn á síðustu vikum. Hann er meðal þeirra listamanna sem koma fram á Vökunni í Valsheimilinu í kvöld en þar skemmtir hann 3000 áhorfendum. Auk þess leikur hann hlutverk í nýju myndbandi Birnis og Herra Hnetusmjörs við lagið „Já ég veit“.
28.10.2017 - 16:20
„Ég kveikti í rúminu hans Pálma“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson er er 24 ára gamall og búsettur í Reykjavík. Hann kemur fram undir listamannsnafninu Auður, og hefur vakið mikla athygli fyrir tjáningarríka og seyðandi R&B tónlist. Á dögunum sendi hann frá sér nýtt lag sem ber titilinn I‘d love en nýtt myndband við lagið kom út 20. október. 
23.10.2017 - 11:22
Laumaðist í mjólkurkælinn til að gráta
Steinunn Eldflaug Harðardóttir, sem kemur fram undir listamannsnafninu dj. flugvél og geimskip, hefur vakið mikla athygli víða um heim fyrir frumlega og óvenjulega tónlist sína. Manneskjan er ekki síður áhugaverð — RÚV.is lagði fyrir hana spurningalista nú á dögunum.
02.01.2016 - 10:00