Færslur: Helgaruppskriftin

Helgaruppskriftin: Mús með öllu sem er bannað
Páli Óskari er ýmislegt til lista lagt – en matseld er ekki hans sterkasta hlið. „Heilbrigðiseftirlitið fengi hjartaáfall ef það væri með mér í eldhúsinu.“ Samt á hann helgaruppskriftina að þessu sinni, kartöflumús með forboðnum snúningi.
23.11.2018 - 17:26
Helgaruppskriftin: Jóhanna Vigdís brýtur pasta
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttakona og matgæðingur á helgaruppskriftina að þessu sinni. Jóhanna Vigdís gaf út matreiðslubækurnar Í matinn er þetta helst og Seinni réttir og nú er sú þriðja á leiðinni.
Helgaruppskriftin: Helgi kryddar heiminn
Siglfirski sælkerinn og slagverksleikarinn Helgi Svavar Helgason deilir með okkur uppskrift að sterkri sósu sem hann segir gera allan mat betri og að allir geti prófað að laga sósuna til heima.
08.11.2018 - 14:21
Helgaruppskriftin: Grillar Sveppi oft?
Sverrir Þór Sverrisson eða Sveppi segist alltaf klára matinn sinn og öfugt við flesta, sem borða þangað til þeir verða saddir eða þangað til þeim fer að líða illa, þá hættir hann ekki að borða fyrr en hann fer að hata sjálfan sig. Sveppi býður nú upp á fljótlegt og gott á grillið.
06.11.2018 - 12:22
Helgaruppskriftin: Berglind með ramen-festival
Dansarinn og dagskrárgerðarkonan Berglind Pétursdóttir eða Berglind Festival eins og margir þekkja hana, á helgaruppskriftina að þessu sinni. Hún býður upp á ilmandi japanska ramensúpu sem mótvægi gegn haustlægðunum.
21.10.2018 - 14:44
Helgaruppskriftin: Djúpsteikt frá Dóra DNA
Matgæðingurinn, uppistandarinn og boxarinn Dóri DNA mætti í Síðdegisútvarp Rásar 2 á föstudag og deildi einni eftirlætisuppskrift, að djúpsteiktum bragðsterkum kjúklingi að hætti Nashville búa.
08.10.2018 - 16:00
Helgaruppskriftin: Kókos- og karrísúpa GDRN
Tónlistarkonan Guðrún Ýr eða GDRN hefur heillað landsmenn með sinni silkimjúku og sefandi r'n'b-tónlist undanfarið en hún gaf út sína fyrstu plötu fyrr í haust sem fengið hefur lofsamlegar viðtökur. Nú gleður hún okkur með ilmandi haustsúpu.
30.09.2018 - 13:44
Fiskur í rjómasósu
Það er fátt betra en góður fiskréttur. Hér kemur einn sem passar við flestar tegundir fisks. Matreiðslumeistarinn Smári Hrafn Jónsson gefur okkur góða uppskrift að fiski í rjómasósu.
10.04.2015 - 14:27
Brauðið beint í uppþvottavélina
Við kynnum matgæðing föstudagsins sem að þessu sinni er Smári Jónsson matreiðslumeistari á Akranesi en hann var að gefa út matreiðslubókina „ Pabbi, átt þú uppskrift? Smári gefur hér góð ráð við að hefa brauð í uppþvottavél !
10.04.2015 - 14:12
Snickers-Sæla
Berglind Magnúsdóttir matarbloggari heldur úti mjög vinsælli síðu sem heitir gulurraudurgraennogsalt.com. Berglind verður gestur í Mannlega Þættinum í dag og gefur uppskrift að girnilegri Snickers-Sælu. Gjörið svo vel !
27.03.2015 - 09:50
Uppskrift: Brownies-súkkulaðibomba
Þessi kaka hreinlega bráðnar í munni. Uppskriftin kemur frá meistara Jóa Fel og er algjör bomba! Jói sagði Mannlega þættinum frá því af hverju hann valdi baksturinn frekar en matreiðsluna og hvernig hann hefur gírað sig niður frá því um áramót vegna stórrar aðgerðar í baki.
13.03.2015 - 15:00
Uppskrift að gómsætri Skyrmús
Matgæðingur dagsins er Auður Ögn Árnadóttir frá Salteldhúsi. Hún gefur okkur uppskrift að gómsætri Skyrmús.
06.03.2015 - 13:12
Uppskrift að heimagerðu kjötfarsi
Matgæðingurinn Nanna Rögnvaldardóttir verður gestur okkar í dag, hún var senda frá sér nýja matreiðslubók , Ömmumatur Nönnu. Margir réttir sem fólk ólst upp við eða fékk hjá ömmu eru nú sjaldséðir. Þetta er heimilislegur matur sem kveikir notalegar minningar og er ómissandi
27.02.2015 - 15:39