Færslur: helga vala helgadóttir

Eins og bútasaumur og dolla undir leka
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis segir jákvætt að verið sé að leita allra leiða til að stytta biðlista eftir aðgerðum. Samningur Landspítala við Klíníkina sé þó lítið annað en bútasaumur, vandi heilbrigðiskerfisins sé miklu flóknari en svo að leysa megi hann með þessum hætti.
04.09.2021 - 12:45
Telur að herða þurfi aðgerðir
Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar og þingmaður Samfylkingarinnar, telur að herða þurfi sóttvarnaaðgerðir. Hún segir að grípa þurfi til aðgerða sem vitað sé að virki og það sé í höndum ríkisstjórnar.
04.08.2021 - 16:52
Segir Samfylkinguna setja stefnuna á sigur á næsta ári
Helga Vala Helgadóttir alþingismaður segir Samfylkinguna setja stefnuna á sigur í alþingiskosningum á næsta ári og að virkja þurfi grasrót flokksins miklu betur. Helga Vala tapaði í kjöri um embætti varaformanns flokksins á landsfundinum í dag þegar Heiða Björg Hilmisdóttir var endurkjörin varaformaður. Hún segir flokkinn hafa sent skýr skilaboð með kjöri Heiðu.
Yfir 1.000 sækja rafrænan landsfund Samfylkingarinnar
Yfir eitt þúsund fulltrúar alls staðar að af landinu taka þátt í rafrænum landsfundi Samfylkingarinnar sem hefst síðdegis í dag. Yfirskrift fundarins er Vinna, velferð og græn framtíð og þar verður kosið í hin ýmsu embætti. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar er einn í framboði til formanns, en tveir frambjóðendur eru í embætti varaformanns.
Helga Vala - P.J. Harvey og Jimi Hendrix
Gestur þáttarins að þessu sinni er Helga Vala Helgadóttir þingman Samfylkingarinnar. Hún mætir með uppáhalds ROKKplötuna sína klukkan 21.00.
17.09.2020 - 16:27
Helga Vala hefur hug á varaformennsku í Samfylkingu
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur tilkynnt framboð sitt til varaformanns flokksins á næsta landsfundi sem haldinn verður í nóvember.
Myndskeið
Skammarlegar tölur fyrir okkur
Ísland ver hlutfallslega mun minna fjármagni til heilbrigðisþjónustu en önnur norræn lönd. Íslendingar borga þó minna fyrir þjónustuna úr eigin vasa en aðrir Norðurlandabúar. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir tölurnar skammarlega lágar.