Færslur: Helförin

Fullorðnir Bandaríkjamenn vita lítið um helförina
Nærri tveir af hverjum þremur Bandaríkjamönnum á aldrinum 18 til 39 ára vita ekki að sex milljónir gyðinga voru drepnir í helför nasista. Fleiri en einn af hverjum tíu telja gyðinga hafa valdið helförinni. 
16.09.2020 - 14:54
Niðjar gyðinga sem flýðu helförina fá ríkisborgararétt
Ný löggjöf í Austurríki gerir afkomendum gyðinga sem flýðu helförina kleift að öðlast austurrískan ríkisborgararétt. Lögin, sem taka gildi á þriðjudag, ná til barna, barnabarna og barnabarnabarna gyðinga sem flýðu Austurríki vegna ofsókna nasista.
30.08.2020 - 17:59
epa08153812 Israeli Prime Minister Benjamin Netanyahu (R) and his wife Sarah (C), and Russian President Vladimir Putin (L) during their meeting at Netanyahu's official residence in Jerusalem, Israel, 23 January 2020. Russian President pays a working visit to Israel to take part in commemorative events timed for the 75th anniversary of the liberation of Auschwitz and International Holocaust Remembrance Day.  EPA-EFE/ALEXEY NIKOLSKY/SPUTNIK/KREMLIN / POOL MANDATORY CREDIT
BEINT
Heimsleiðtogar minnast 75 ára frá frelsun Auschwitz
Heimsleiðtogar minnast þess í Ísrael í dag að 75 ár eru síðan fangar í útrýmingarbúðum Nasista í Auschwitz voru frelsaðir. Meðal gesta á Helfararráðstefnunni er Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
23.01.2020 - 10:58
Pólverjar ósáttir við heimildamynd á Netflix
Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur sent Neflix bréf þar sem farið er fram á að heimildamyndinni The Devil Next Door verði breytt. Kvikmyndin fjallar um útrýmingarbúðir Nasista í seinni heimsstyrjöld og réttarhöld yfir Úkraínumanninum John Demjanjuk sem var fangavörður í útrýmingarbúðum Nasista.
12.11.2019 - 11:06
Flórída
Skólastjóri rekinn fyrir að afneita helförinni
Skólastjóri gagnfræðaskóla í Flórídaríki var rekinn frá skólanum á dögunum fyrir að afneita helförinni. Skólastjórinn, William Latson að nafni, sagði foreldri nemanda við skólann að hann hygðist sýna hlutleysi, hér eftir sem hingað til, varðandi það, hvort helför gyðinga í síðari heimstyrjöldinni hefði átt sér stað eða ekki og sagðist ekki treysta sér til að segja að „helförin hafi verið raunverulegur, sögulegur atburður.“
10.07.2019 - 01:56
Greiða fórnarlömbum helfararinnar skaðabætur
Hollensku járnbrautirnar ætla að greiða fólki og afkomendum þess sem flutt var með lestum fyrirtækisins í fanga- og útrýmingarbúðir nasista tugi milljóna evra í skaðabætur. Nasistar borguðu fyrirtækinu háar fjárhæðir fyrir flutningana á sínum tíma.
26.06.2019 - 22:40
Fjöldagröf fannst í Hvíta-Rússlandi
Líkamsleifar um 700 fórnarlamba helfarar nasista gegn gyðingum fundust í fjöldagröf í fyrrum gyðingahverfi í Hvíta Rússlandi á dögunum. Verkamenn fundu leifarnar fyrir tilviljun þegar þeir ætluðu að leggja grunn að nýju fjölbýlishúsi í borginni Brest, sem er við landamærin að Póllandi, í janúar.
01.03.2019 - 06:37
Ólöglegt að segja útrýmingarbúðir pólskar
Brátt verður ólöglegt að segja útrýmingarbúðir nasista hafa verið pólskar eða bendla Pólverja við glæpi Þýskalands í síðari heimsstyrjöldinni. Frumvarp þess efnis var samþykkt í efri deild pólska þingsins í kvöld.
01.02.2018 - 01:35
Minntust frelsunar fanganna í Auschwitz
Fjöldi fólks kom saman í dag í Auschwitz-Birkenau fangabúðunum í Póllandi til að minnast þess að 71 ár er liðið frá því að herlið bandamanna náði þeim á sitt vald. Meðal þeirra sem voru viðstaddir minningarathöfnina voru nokkrir fyrrverandi fangar, sem lifðu af helförina, og ættingjar þeirra. Þar var einnig Andrzej Duda, forseti Póllands og Kolinda Grabar-Kitarovic, forseti Króatíu, ásamt fulltrúum stjórnvalda í Rússlandi og Ísrael.
27.01.2016 - 16:07
Níræður Dani sakaður um stríðsglæpi
Efraim Zuroff, yfirmaður Simon Wiesenthal stofnunarinnar, sem leitar stríðsglæpamanna nasista úr síðari heimsstyrjöldinni, sakar níræðan Dana um að hafa tekið þátt í helförinni og krefst þess að hann verði leiddur fyrir rétt og sóttur til saka fyrir stríðsglæpi.