Færslur: heimspeki

Okkar á milli
„Af hverju má ekki labba í fílabúningi niður Laugaveg?“
„Ég er ekki að svíkja fé af neinum, ég er ekki að lemja neinn,“ segir Ólafur Stefánsson fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta. Margir hafa rekið upp stór augu eftir að hann hætti í boltanum og fór að ganga um með skrýtna hatta, þverflautur og í búning en hann segir uppátækið mun eðlilegra en margt annað, eins og að skaða fólk og beita ofbeldi.
25.02.2022 - 15:26
Lestin
Ritstýrir handbók Oxford-háskóla um femíníska heimspeki
Nýverið kom út þykkt og mikið safnrit Oxford-háskóla um femíníska heimspeki. Annar tveggja ritstjóra er Ásta Kristjana Sveinsdóttir prófessor, sem segir markmiðið að sýna femíníska heimspeki í öllum sínum fjölbreytileika.
Spegillinn
Snorri Sturluson hefur verið mistúlkaður
Dr. Hannes H. Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands, segir að Snorri Sturluson hafi verið mistúlkaður. Frændi hans, Sturla Þórðarson, höfundur Íslendinga sögu í Sturlungu, hafi haft einhvers konar horn í síðu hans.
08.04.2021 - 17:25
Allir geta hugsað heimspekilega
Smáspeki er sú tegund heimspeki sem snýst um að örva alla, óháð stöðu, stétt, aldri eða bakgrunni, til að hugsa og tala heimspekilega. Hún er blanda vísinda, lista, hönnunar, tækni, samfélags og samskipta. Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur og Katrín Ólína Pétursdóttir hönnuður standa á bak við Smáspeki.
22.08.2020 - 13:24
Myndskeið
Gagnrýnar spurningar þurfa að fá að koma fram
Henry Alexander Henrysson, heimspekingur og aðjúnkt við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, undirstrikaði mikilvægi samræðuvettvangs á tímum kórónuveirunnar á samráðsfundinum í morgun
20.08.2020 - 12:34
Víðsjá
Konan sem umbreytti því hvað merkir að vera kona
„En ef það er eitthvað eitt sem hægt er að læra af lífi Simone de Beauvoir þá er það eftirfarandi: Engin verður hún sjálf algjörlega upp á eigin spýtur,“ segir rithöfundurinn Þórdís Gísladóttir um nýlega ævisögu franska heimspekikvendisins.
10.05.2020 - 15:22
Lestin
Kann ekki við slagorðið „Ég hlýði Víði“
„Það er kannski eðlilegt andspænis þessari veiru, en ég kann ekki við þetta orðfæri. Það er á eigin ábyrgð að leggja eitthvað af mörkum,“ segir Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur. Hún ritaði eftirtektarverðan pistil sem birtur var á Stundinni á dögunum þar sem hún fjallar um styrkinn sem finna megi í varnarleysinu sem heimurinn er að upplifa.
16.04.2020 - 08:13
Heimspekingar deila í skugga covid-19
Undanfarnar vikur hafa heimspekingar á Ítalíu og víðar rökrætt um það samfélagslega ástand sem Covid-19 faraldurinn og óttinn við hann hafa og geta skapað. Umræðurnar hófust með umdeildu innleggi Giorgio Agamben eins þekktasta núlifandi heimspekings ítalíu (og jafnvel álfunnar um þessar mundir) í lok febrúar þar sem hann gerði lítið úr þeirri ógn sem stafaði af veirunni en varaði við samfélagslegu afleiðingunum af þeim neyðarlögum sem stjórnvöld höfðu komið á.
29.03.2020 - 17:38
Lestin
Ástin er guðdómlegt brjálæði
Undir lok síðasta árs kom út á vegum Hins íslenska bókmenntafélags íslensk þýðing á samræðunni Fædros eftir gríska heimspekinginn Platón. Þessi 2400 ára samræða er stórskemmtileg og í henni tekst söguhetjan Sókrates á við ýmis krassandi viðfangsefni, popúlíska ræðulist, gagnsleysi ritmálsins og samkynhneigðar ástir.
Mannlegi þátturinn
Eru menn í raun vélmenni og heilinn tölva?
Gamanleikarinn og rithöfundurinn Þorsteinn Guðmundsson er bæði húmoristi og mikill spekúlant. Á nýju ári fer hann af stað með nýja pistlaröð sem fjalla um breyskleika mannsins á heimspekilegan hátt. Pistlarnir verða skrifaðir í samtali við hlustendur sem hann hvetur til að senda inn fyrirspurnir og athugasemdir um efni þeirra.
04.01.2020 - 15:39
Heimspeki sem trekkti að eins og Ed Sheeran
Fyrir einni öld flutti Sigurður Nordal, þá 32 ára og nýkominn heim frá námi, gríðarlega vel sótta heimspekifyrirlestra í Bárubúð í Reykjavík undir heitinu Einlyndi og marglyndi. Sigurður hafði heyjað sér efni í þá á árum fyrri heimstyrjaldarinnar bæði í Þýskalandi og á Bretlandi. Fyrirlestrarnir vöktu athygli og þóttu mikil tíðindi í íslensku hugmyndalandslagi þess tíma.
Pistill
Hver á skilið ofurlaun?
Halldór Armand Ásgeirsson veltir fyrir sér réttlætinu í misskiptingu auðs og eigna í samfélaginu. „Tengslin milli mannkosta og stöðu í lífinu eru afar veik, og í besta falli óbein.“
08.04.2019 - 13:40
Dilkadrættir í mannlegum samskiptum
„Alltaf þegar við hittum annað fólk verðum við einhvern veginn að skilja hvaðan það kemur, þannig að við setjum það í hólf. En sum þessara hólfa geta verið erfið og óréttlát,“ segir Ásta Kristjana Sveinsdóttir, prófessor í heimspeki við háskólann í San Francisco.
17.03.2019 - 16:15
Konur hafa alltaf stundað heimspeki
Lengi vel var talið að konur hefðu aldrei verið að ráði í heimspeki. „Þetta var okkur var kennt. Svo kemur í ljós að konur hafa ævinlega stundað heimspeki eins og allar aðrar fræðigreinar, en aðstæður þeirra til þess hafa bara verið mismunandi í gegnum aldirnar,“ segir Sigríður Þorgeirsdóttir prófessor í heimspeki. Á síðustu árum hefur Sigríður verið í fararbroddi í þeirri viðleitni að grafa upp kvenhugsuði fortíðar.
Heimspeki mikilvæg sem aldrei fyrr
„Að mínu mati yrði það mikið gæfuspor ef listiðkun og iðkun heimspekilegrar hugsunar fengju aukið vægi í menntakerfum framtíðarinnar, þar sem þessar greinar veita umfram aðrar greinar tengingu við eigin rödd og líkama.“ Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, pistlahöfundur Víðsjár, fjallar um líkamlega skynjun í nútímavæddum heimi.
29.12.2018 - 13:30
Úr legi móður í leg landslags
„Á sama hátt og við sættum okkur ekki við að aðrir taki ákvarðanir um líkama okkar eða heimili, þá sættum við okkur heldur ekki við að aðrir taki ákvarðanir um landslagið sem umvefur okkur.“ Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, umhverfisheimspekingur og pistlahöfundur Víðsjár, fjallar um gildi landslagsfegurðar, heimili, móðurlíf, landsleg eins og það kemur fyrir í Íslendingasögunum og margt fleira í nýjum pistli.
09.11.2018 - 10:39
Pistill
Landslag er ekki bara efni
„Landslagið er ekki bara þetta efniskennda fyrirbæri sem hægt er að flokka og lýsa, heldur er það líka lyktin sem ég finn, hljóðin sem ég heyri, sögurnar sem ég skynja,“ segir Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, umhverfisheimspekingur og pistlahöfundur Víðsjár, um fagurfræði og landslag.
10.10.2018 - 11:54
Það sem við þekkjum best en vitum minnst um
Árið 1948 flutti franski heimspekingurinn Maurice Merleau-Ponty, einn af merkustu hugsuðum Frakklands á tuttugustu öldinni, sjö útvarpserindi þar sem hann reyndi að gera grein fyrir meginatriðum í heimspeki sinni á aðgengilegan hátt fyrir almenning. Í lok síðasta árs kom út íslensk þýðing á útvarpserindunum sjö í bók sem nefnist Heimur skynjunarinnar.
Pistill
Breyttur mannskilningur á #metoo-tímum
„Við gleypum ekki möglunarlaust við skilaboðum utan frá um hvað það sé að vera manneskja. Við ræðum þetta endalaust við okkar fólk, við lesum bókmenntir, horfum á sjónvarpið og hugsum í raun stanslaust um þetta,“ segir Nanna Hlín Halldórsdóttir í pistli um berskjöldun og breyttan mannskilning á metoo-tímum.
06.08.2018 - 10:00
Nútímadýrlingur í þrotlausri þekkingarleit
Óeigingjörn sýn franska heimspekingsins Simone Weil á réttlæti, og þrotlaus leit hennar að bættri samfélagsskipan sem þjónar fleirum án mismununar, gerir það að verkum að hún hefur hlotið stöðu eins konar nútímadýrlings. Lestin á Rás 1 fjallaði um fræðikonuna.
01.07.2018 - 15:00
Viðtal
Fjöldi karla upplifir #metoo sem árás
„Til þess að hegðun manna breytist verða þeir að vera meðvitaðir um áhrif karlmennskunnar á eigið líf,“ segir bandaríski heimspekingurinn Tom Digby en hann hefur kennt og skrifað um karlmennsku, kyn og heimspeki undanfarin 30 ár.
12.04.2018 - 16:33
„Það á að kjósa mig af því að ég er maður“
1980 var Vigdís Finnbogadóttir kosin fyrst kvenna í embætti forseta Íslands og braut þar með blað í sögunni. Í þættinum „Hundrað ár, dagur ei meir“ er forsetaembættið rannsakað og þetta undarlega fyrirbæri maðurinn, sem Vigdís lagði áherslu á að væri grundvöllur kjörs hennar til forseta.
Þjóðarskútan, bronsöldin og fjármálamarkaðir
Rannsóknir á hrunum á bronsöld og stofnun fjármálamarkaða í Evrópu leika stórt hlutverk í öðrum þætti hugmyndasögu fullveldisins sem fjallar um skipsbrot þjóðarskútunnar árið 2008.
Jesú Kristur, fullveldið og Aron Einar
Hvað eiga Jesú Kristur, íslenska fullveldið og Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðins í knattspyrnu sameiginlegt?
Þurfum að vera skapandi og bjartsýn
Timothy Morton er einn af þekktustu fræðimönnum samtímans á sviði hugvísinda og hefur verið kallaður spámaður sem sameinar listir og vísindi. Víðsjá spjallaði við Sigrúnu Hrólfsdóttur, deildarforseta myndlistardeildar Listaháskólans, og Björn Þorsteinsson, heimspekiprófessor, um Morton, en hann flytur erindi í Safnahúsinu í dag, 2. febrúar.