Færslur: Heimskviður

Heimskviður
Er Kim Jong-un lífs eða liðinn?
Nýverið fóru sögur kreik um meint heilsuleysi Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Sumir fréttamiðlar gengu svo langt að lýsa því yfir að leiðtoginn væri látinn og því stjórnarkreppa í vændum í landinu. Svo virðist þó vera sem ekkert ami að leiðtoganum, það er að segja ef við tökum norður-kóreska ríkisfjölmiðilinn trúanlegan. En sögur um meint heilsuleysi leiðtogans vekja upp stærri spurningar tengdri framtíð þessa leyndardómsfulla ríkis, hvað gerist ef Kim fellur nú frá?
10.05.2020 - 07:30
Heimskviður
Hungruðum á eftir að fjölga hratt vegna COVID-19
Hundrað þrjátíu og fimm milljónir manna þjást af hungri í heiminum í dag og þeim sem svelta á eftir að fjölga hratt á næstu misserum vegna COVID-19 faraldursins. Verð á matvælum er hluti af vandanum því það endurspeglar ekki allan framleiðslukostnað þeirra. Umhverfisáhrif eru bara að óverulegu leyti inn í verðinu segir Daði Már Kristofersson, umhverfishagfræðingur við Háskóla Íslands og Ragnhildur Helga Jónsdóttir, umhverfisfræðingur við Landbúnaðarháskólann tekur undir þetta.
03.05.2020 - 09:00
Heimskviður
Af hverju fara Svíar sína eigin leið?
Dauðsföll í Svíþjóð af völdum COVID-19 eru margfalt fleiri en í grannlöndunum, þrefalt fleiri en í Danmörku miðað við mannfjölda, sexfalt fleiri en í Noregi eða Finnlandi og áttfalt fleiri en á Íslandi. Nálgun Svía er þvert á það sem verið er að gera í öllum sambærilegum samfélögum, og hefur verið gagnrýnd af mörgum. Af hverju fara þau þessa leið og hvernig hefur það gengið?
02.05.2020 - 09:00
Heimskviður
Trúin á tímum kórónuveiru
Leiðtogar fjölmargra trúfélaga víða um heim hafa síðustu vikur óhlýðnast yfirvöldum og virt samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins að vettugi, sem getur haft alvarlegar afleiðingar. En svo getur virkt trúarlíf fólks líka haft jákvæð áhrif, bæði andlega líðan einstaklingsins, og auðvitað með því að hlýða yfirvöldum, en um leið hjálpa öðrum.
26.04.2020 - 07:30
Heimskviður
Barcelona - Meira en bara klúður
Barcelona er eitt sigursælasta og þekktasta íþróttafélag sögunnar. Meira en bara íþróttafélag, eins og segir í slagorði þess. Hvert klúðrið hefur rekið annað á síðustu mánuðum og misserum. Þjálfaramál og leikmannamál hafa verið í miklum ólestri og spilling og óstjórn virðist grassera innan félagsins. Ráðgjafarfyrirtæki hefur fengið fúlgur fjár til að mæra forseta félagsins en níða skóinn af andstæðingum hans og þekktum leikmönnum félagsins. Sex stjórnarmenn hafa sagt af sér í mótmælaskyni.
25.04.2020 - 07:30
Heimskviður
Trump hunsaði vísindasamfélagið
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð eða öllu heldur viðbragðaleysi við augljósum viðvörunarbjöllum vegna kórónuveirufaraldursins. Lengst af afneitaði hann ógninni, sagði ekkert að óttast og að hann hefði fulla stjórn á atburðarásinni. Þetta væri kínverskt vandamál, ekki bandarískt og að veiran myndi hverfa fyrir kraftaverk, kannski með hækkandi sól. Hættan væri lítil sem engin.
18.04.2020 - 07:30
Heimskviður
Verulega hefur dregið úr loftmengun vegna COVID-19
Heimsfaraldur COVID-19 hefur víðtæk áhrif á loftslagsmálin um heim allan því dregið hefur verulega úr loftmengun vegna hans. Bara í Reyjavík hefur loftmengun minnkað um tæplega 40% vegna faraldursins eftir að samkomubann var hert hér á landi. Gera má ráð fyrir að loftmengun vegna flugumferðar hafi dregist saman um meir en níutíu prósent, segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun.
06.04.2020 - 08:15
Heimskviður
Sinn er siður í landi hverju - líka á tímum Covid-19
Áhrif kórónuveirunnar Covid-19 daglegt líf fólks út um allan heim eru mikil. Við erum hætt að takast í hendur, við erum orðin háð streymisveitum, falsfréttir grassera sem aldrei fyrr, og stjórnmálamenn og leiðtogar þjóða bregðast á mjög ólíkan hátt við komu þessa vágestar.
04.04.2020 - 07:30
Heimskviður
Talíbanar með pálmann í höndunum
Í lok síðasta mánuðar var sögulegt samkomulag undirritað milli Bandaríkjastjórnar og Talíbana, sem kveður á um að herlið Bandaríkjanna og Nató yfirgefi landið eftir rúmlega átján ára viðveru. Er friður í augsýn, eða eru Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra að ganga burt frá rjúkandi rústum? Í tuttgasta og áttunda þætti Heimskviðna, er fjallað um nýjustu tíðindin frá þessu stríðshrjáða landi.
Heimskviður
Hvað verður um Julian Assange?
Verður Julian Assange, stofnandi Wikileaks, framseldur til Bandaríkjanna? Assange heldur nú uppi vörnum í Bretlandi, en bresk stjórnvöld hafa fallist á framsalskröfu Bandaríkjanna. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, ræðir um réttarhöldin í nýjasta þætti Heimskviðna, og hvernig niðurstaða þeirra gæti haft áhrif á framtíð blaðamennsku og tjáningarfrelsis í heiminum.
07.03.2020 - 07:30
Heimskviður
„Sorgin er gjaldið sem við greiðum fyrir kærleikann“
Getur borgaraleg óhlýðni knúið stjórnvöld til að bregðast við loftslagsvánni? Grasrótarsamtökin Extinction Rebellion eru ekki nema rétt tæplega tveggja ára gömul en hafa þegar náð að festa sig í sessi í yfir fimmtíu löndum. Samtökin fordæma ofbeldi, en það þýðir þó ekki að meðlimir þeirra hafi ekki komist í kast við lögin.
25.02.2020 - 07:30
Heimskviður
Meira en milljarður dýra drepist í Ástralíu
Eftir fordæmalausa skógarelda og þurrka í Ástralíu fór loksins að rigna. Eldur er slokknaður víðast hvar en ljóst er að eyðileggingin er gífurleg. Talið er að yfir milljarður villtra dýra hafi drepist og þar með talið tíu þúsund kóalabirnir í Nýja Suður Wales. Þá hafa fjölmörg dýr drepist sem voru þá þegar í útrýmingarhættu. 
Heimskviður
Kynfæri stúlkna limlest á 15 sekúndna fresti
200 milljónir núlifandi stúlkna og kvenna lifa með afleiðingum limlestingar á kynfærum. Orðið umskurður er gjarnan notað um þennan verknað en þau sem til þekkja vilja frekar tala um limlestingu á kynfærum kvenna. Áform eru um að útrýma þessum aldagamla sið en það er ekki auðunnið verkefni.
22.02.2020 - 07:30
Heimskviður
Leikflétta AfD og upplausnin í þýskum stjórnmálum
Þýsk stjórnmál loga þessi dægrin eftir afsögn nýkjörins forsætisráðherra Thuringen-fylkis. Afsögnin kom ekki til af góðu, en flokkar frjálslyndra og kristilegra demókrata höfðu stutt þjóðernispopúlistaflokkinn AfD, eða réttara sagt þegið stuðning flokksins, eitthvað sem þeir máttu alls ekki gera. Í kjölfarið sagði formaður Kristilegra demókrata sig frá embætti. En hvers vegna er þetta svona mikið mál?
15.02.2020 - 07:30
Heimskviður
„Repúblikanaflokkurinn er núna flokkur Trumps“
Donald Trump Bandaríkjaforseti var sýknaður af ákæru um embættisglöp og sýndi þar með að Repúblikanaflokkurinn er hans, segir Silja Bára Ómarsdóttir dósent í stjórnmálafræði. Síðasta vika hefði vel getað orðið ein sú versta í forsetatíð hans en reyndist ein af hans bestu.
10.02.2020 - 09:01
Heimskviður
Skipta þakkarræður á Óskarnum einhverju máli?
Óskarsverðlaunin verða veitt í kvöld, í 92. sinn. Það er ekki ósennilegt að stór hluti þjóðarinnar verði óútsofinn í vinnu og skóla á mánudag, þau sem vilja fylgjast með því hvort Hildur Guðnadóttir bæti ekki síðustu og stærstu verðlaununum í ríkulega uppskeru sína síðastliðnar vikur og mánuði. En saga Óskarsins er löng, og þau eru mörg sem hafa sett mark sitt á hana með eftirminnilegum hætti.
09.02.2020 - 07:30
Heimskviður
Netflix-sería um Nisman veldur fjaðrafoki í Argentínu
Netflix-þáttaröðin Saksóknarinn, njósnarinn og forsetinn, var frumsýnd í byrjun janúar og kallaði á viðbrögð bæði forseta og varaforseta Argentínu, en varaforsetinn er sakaður um að hylma yfir með þeim sem skipulögðu mannskæðustu hryðjuverkaárás í sögu Argentínu, í skiptum fyrir viðskiptasamninga við Íran. Saksóknarinn, Alberto Nisman, sem sagðist hafa sannanir fyrir þessu, féll fyrir byssukúlu, degi áður en hann átti að greina frá þeim opinberlega. Grunur er um að hann hafi verið myrtur.
Heimskviður
Deila Bandaríkjanna og Írans: Er hætta á heimsstyrjöld?
Hvers vegna sauð upp úr á milli Bandaríkjanna og Írans í upphafi árs? Er enn hætta á því að stríð brjótist út á milli ríkjanna? Það er gömul saga og ný að samband þessara ríkja sé stormasamt. Atburðarás síðustu vikna hefur verið afar hröð og á köflum hættuleg. 
19.01.2020 - 07:00
Heimskviður
Vervoort ákveður að deyja
Þann 22. október kvaddi belgíska íþróttakonan Marieke Vervoort þessa jarðvist á heimili sínu í smábænum Diest í flæmsku Brabant í Belgíu, skammt suður af hollensku landamærunum, og rétt vestan við þau þýsku. Foreldrar hennar og tveir bestu vinir voru viðstaddir. Ellefu árum áður hafði Vervoort tekið ákvörðun um að deyja, og aflað sér nauðsynlegra pappíra til þess. Nauðsynlegra pappír já, vegna þess að Vervoort dó ekki af náttúrulegum orsökum.
22.12.2019 - 07:30
Heimskviður
Frelsishetja og friðarsinni ásökuð um þjóðarmorð
Fyrir ekki svo löngu hefði það talist með ólíkindum að sjálf Aung San Suu Kyi stæði í réttarsal Alþjóðadómstólins í Haag til að bera hönd yfir höfuð sér og hernum í Mjanmar, sem liggur nú undir ásökunum um þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir. En sú er raunin. Þessi fyrrum friðarverðlaunahafi Nóbels og eiginlegur leiðtogi Mjanmar, er nú borin þungum sökum.
15.12.2019 - 07:30
Heimskviður
Stórsigur Johnsons og svanasöngur Corbyns
Stórsigur breska Íhaldsflokksins í þingkosningunum í Bretlandi í gær og ósigur Verkamannaflokksins þóttu báðir sögulegir. Forsætisráðherrann Boris Johnson var sigurreifur í morgun en Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, segist ekki ætla að veita flokknum forystu í næstu kosningum.
13.12.2019 - 12:19
Heimskviður
Baráttan um Bretland harðnar
Þingkosningar fara fram í Bretlandi í næstu viku, þann 12. desember. Yfirleitt fara kosningar fram á fimm ára fresti í landinu, en líkt og alþjóð veit hefur ýmislegt gengið á í breskum stjórnmálum undanfarin ár. Brexit er sem fyrr í forgrunni, en önnur mál eru kjósendum einnig hugleikin. Kosningarnar í Bretlandi voru teknar fyrir í 17. þætti Heimskviðna.
08.12.2019 - 07:30
Heimskviður
Gjörspilltir stjórnmálamenn og efnahagskreppa í Líbanon
Líbanon er sökkvandi skip og landið er komið ofan í djúpa holu sem verður erfitt að komast upp úr. Svona hljóma lýsingar á ástandinu þar í landi þessa dagana. Hundruð þúsunda hafa flykkst út á götur síðustu fimm vikur til þess að mótmæla bágum efnahagi og vanhæfum gjörspilltum stjórnmálamönnum. En af hverju gerist þetta núna og hvers vegna gengur hægt að leysa málin?
24.11.2019 - 07:30
Heimskviður
Andrés prins, Epstein og viðtalið hörmulega
Andrés Brétaprins, næstelsti sonur Elísabetar Englandsdrottningar, stendur í ströngu þessa daganna og hefur dregið sig í hlé frá opinberum skyldum sínum, vegna ásakana um að hafa misnotað stúlku undir lögaldri skömmu eftir aldamót. Stúlkunni kynntist hann í gegnum bandaríska fjárfestinn og barnaníðinginn Jeffery Epstein. Viðtal sem Breska ríkisútvarpið BBC tók við Andrés í síðustu viku hefur farið eins og eldur í sinu um netheima, en þar þótti Andrés gera stöðu sína enn verri.
23.11.2019 - 07:30