Færslur: Heimsfaraldurinn

Fyrri bólusetningu brátt lokið á Norðurlandi
Í dag fékk Heilbrigðisstofnun Norðurlands stærstu bóluefnasendingu sem þangað hefur komið í einu, eða 6.500 skammta. Áætlað er að fyrri bólusetningu á Norðurlandi ljúki í næstu eða þarnæstu viku.
Hyggjast bólusetja unglinga með undirliggjandi sjúkdóma
Sóttvarnalæknir segir til skoðunar að bólusetja unglinga með undirliggjandi sjúkdóma. Skortur á bóluefni AstraZeneca kann að leiða til þess að þau sem fengu fyrri skammt af því fái seinni skammtinn frá Pfizer. Línur skýrast um árgangabólusetningu á höfuðborgarsvæðinu á morgun. 
03.06.2021 - 21:56
WHO gefur leyfi fyrir notkun Sinovac bóluefnis
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gaf í dag leyfi fyrir notkun á kínverska Sinovac-bóluefninu gegn kórónuveirunni í neyðartilvikum fyrir 18 ára og eldri. Bóluefnið er þegar í notkun í nokkrum ríkjum víða um heim.
01.06.2021 - 18:56
Aukið barnalán áskorun fyrir Landspítalann
Landspítalinn býr sig undir meiriháttar barnabylgju í sumar, útlit er fyrir að hvítvoðungarnir skjótist í heiminn í gríð og erg. Yfirljósmóðir á Landspítalanum skrifar þetta að hluta til á heimsfaraldurinn. Hún vinnur nú að því að tryggja nægan mannskap og húsrúm til að taka á móti börnunum. Starfsfólk hefur verið beðið um að stytta sumarfrí.