Færslur: Heimsfaraldurinn

Norður Kórea
Yfir 20 dáin úr bráðsmitandi „hitasótt“
Yfirvöld í Norður Kóreu greina frá því að 21 hafi látist úr „hitasótt“ þar í landi síðasta sólarhring. Tveir dagar eru síðan stjórnvöld greindu frá fyrstu, staðfestu tilfellum COVID-19 í landinu og tilkynntu harðar sóttvarnaaðgerðir, útgöngubann og lokanir. Fyrsta dauðsfallið af völdum farsóttarinnar var staðfest í gær.
Minnast milljón fórnarlamba COVID-19 í Bandaríkjunum
Joe Biden Bandaríkjaforseti minntist í gær þeirra milljón Bandaríkjamanna sem týnt hafa lífinu í heimsfaraldri kórónuveirunnar til þessa. Flaggað var í hálfa stöng við opinberar byggingar í höfuðborginni Washington, samkvæmt fyrirmælum forsetans. „Til minningar um sorgleg þáttaskil,“ skrifar forsetinn á Twitter, „hef ég gefið fyrirmæli um að draga skuli bandaríska fánann í hálfa stöng til að minnast þess, að milljón bandarísk líf hafa glatast vegna COVID-19.“
Rúmlega milljón Covid-19 sýni á Suðurlandsbrautinni
Tímamót urðu í viðbrögðum við Covid-19 faraldrinum á hádegi i dag þegar sýnatökum var hætt á Suðurlandsbrautinni. Frá og með morgundeginum flyst hún í höfuðstöðvar heilsugæslunnar í Álfabakka 16.
15 milljónir látist úr Covid-19
Hópur sérfræðinga á vegum Alþjóða heilbrigðsstofnunarinnar, WHO, telur að um síðustu áramót hafi tala þeirra sem látist höfðu úr covid-19 verið komin í 15 milljónir.
Telja of snemmt að bjóða öllum upp á fjórða skammtinn
Mat lyfjastofnunar Evrópu (EMA) og Sóttvarnarstofnunar Evrópu (ECDC) er að gefa megi einstaklingum 80 ára og eldri fjórða skammtinn af bóluefnum Pfizer og Moderna.
„Samfélagið ekki tilbúið í Fiskidaginn mikla“
Fiskideginum mikla, sem átti að fara fram í ágúst næstkomandi á Dalvík, hefur nú verið blásinn af þriðja árið í röð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Fiskidagsins. 
25.03.2022 - 17:47
Sjónvarpsfrétt
Áskoranir fyrir framhaldskóla
Líkt og aðrar skólastofnanir hafa framhaldsskólar þurft að takast við þær áskoranir sem faraldurinn hefur í för með sér. Skólastjórnendur reyna með öllum ráðum að lágmarka áhrif á skólagöngu nemenda þrátt fyrir að stór hluti þeirra lendi í fjöldatakmörkunum, sóttkví og einangrun. Í Verkmenntaskólanum á Akureyri hefur verið ákveðið að hafa enga lokaprófatörn í lok annarinnar.
Útgöngubann og hertar reglur til septemberloka
Strangt útgöngubann mun gilda í áströlsku borginni Sydney og nærsveitum hennar út september. Samkvæmt því ber fólki að halda sig heima nema til að sinna brýnum og skýrt afmörkuðum erindum, sem tilgreind eru í reglugerð. Heimilt er að ferðast til og frá skóla , til að sinna samfélagslega mikilvægum störfum, versla nauðsynjar, sækja heilbrigðisþjónustu og sinna nánum aðstandendum. Auk þess er leyfilegt að skokka og stunda hreyfingu úti undir beru lofti, en þó ekki í hópum.
20.08.2021 - 03:47
Spegillinn
Ný afbrigði þegar komin fram í Asíu
Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómalækningum segir mikilvægara að gefa óbólusettum sinn fyrsta skammt heldur en að gefa bólusettum sem ekki eru í áhættuhópi örvunarskammt. Ef óbólusettir séu ekki í forgangi fái veiran meira svigrúm til að stökkbreytast. Hann segir að nú þegar hafi ný afbrigði hennar orðið til í Asíu.
19.08.2021 - 17:05
Fyrri bólusetningu brátt lokið á Norðurlandi
Í dag fékk Heilbrigðisstofnun Norðurlands stærstu bóluefnasendingu sem þangað hefur komið í einu, eða 6.500 skammta. Áætlað er að fyrri bólusetningu á Norðurlandi ljúki í næstu eða þarnæstu viku.
Hyggjast bólusetja unglinga með undirliggjandi sjúkdóma
Sóttvarnalæknir segir til skoðunar að bólusetja unglinga með undirliggjandi sjúkdóma. Skortur á bóluefni AstraZeneca kann að leiða til þess að þau sem fengu fyrri skammt af því fái seinni skammtinn frá Pfizer. Línur skýrast um árgangabólusetningu á höfuðborgarsvæðinu á morgun. 
03.06.2021 - 21:56
WHO gefur leyfi fyrir notkun Sinovac bóluefnis
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gaf í dag leyfi fyrir notkun á kínverska Sinovac-bóluefninu gegn kórónuveirunni í neyðartilvikum fyrir 18 ára og eldri. Bóluefnið er þegar í notkun í nokkrum ríkjum víða um heim.
01.06.2021 - 18:56
Aukið barnalán áskorun fyrir Landspítalann
Landspítalinn býr sig undir meiriháttar barnabylgju í sumar, útlit er fyrir að hvítvoðungarnir skjótist í heiminn í gríð og erg. Yfirljósmóðir á Landspítalanum skrifar þetta að hluta til á heimsfaraldurinn. Hún vinnur nú að því að tryggja nægan mannskap og húsrúm til að taka á móti börnunum. Starfsfólk hefur verið beðið um að stytta sumarfrí.