Færslur: Heimsfaraldur

123 smit í gær — Mesti fjöldi frá upphafi faraldursins
Nú liggur endanlegur fjöldi innanlandssmita gærdagsins fyrir en 123 innanlandssmit greindust í gær og tvö á landamærum. Aldrei hafa fleiri greinst með COVID-19 á einum degi á Íslandi. Fjöldi smitaðra sem gefinn var upp í morgun var ekki endanlegur því ekki var búið að ljúka við greiningu sýna. Tölurnar hafa nú verið uppfærðar.
27.07.2021 - 16:11
Landlæknir segir næstu vikur ráða úrslitum
Níutíu og sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, hið minnsta. Á fimmta þúsund sýni voru tekin og enn ekki búið að greina þau öll. Landlæknir segir aðgerðirnar sem nú eru í gildi til komnar vegna óvissu um hversu illa Delta-afbrigðið eigi eftir að leika samfélagið.
27.07.2021 - 12:17
Síðdegisútvarpið
Langflestir á göngudeild COVID með væg einkenni 
Yfir 600 manns eru nú í einangrun með COVID-19 og því hefur róðurinn tekið að þyngjast hjá göngudeild COVID sem hefur eftirlit með smituðum. Runólfur Pálsson, einn af yfirmönnum deildarinnar, segir stöðuna þó vera allt aðra en í fyrri bylgjum faraldursins þar sem að langflestir hinna smituðu séu með væg einkenni þökk sé bólusetningum.
26.07.2021 - 18:36
Boða til upplýsingafundar á morgun
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ásamt embætti landlæknis boða til upplýsingafundar á morgun, þriðjudaginn 27.júlí, klukkan 11.
Eðlilegt að skima bólusetta á landamærunum
Lektor í faraldsfræði segist binda vonir við að útbreidd bólusetning hér á landi komi í veg fyrir mjög alvarleg veikindi vegna Covid-19. Skoða þurfi hvort taka eigi aftur upp skimanir á bólusettum einstaklingum við landamærin.
Táragasi beitt í mótmælum í Frakklandi
Mótmælt var víða um Frakkland í dag vegna lagafrumvarps sem nú liggur fyrir franska þinginu. Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu, sem beitti meðal annars táragasi.
24.07.2021 - 19:09
Miklar annir við COVID-sjúkraflutninga
Miklar annir hafa verið við sjúkraflutninga hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðustu daga, samhliða fjölgun COVID-smita. Í nótt voru tuttugu og þrír slíkir flutningar og síðustu daga hefur fjöldinn verði svipaður. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðstjóri, segir að fólki hafi aðeins verið fjölgað í slökkviliðinu en að álagið hafi þó aukist. 
Tveir starfsmenn og einn sjúklingur með COVID
Tveir starfsmenn Landspítala og einn sjúklingur voru í gær greindir með COVID-19, að því er fram kemur í tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd spítalans. Gerð var umfangsmikil rakning og voru tveir sjúklingar og níu starfsmenn settir í sóttkví. Ellefu aðrir starfsmenn voru settir í vinnusóttkví.
24.07.2021 - 14:54
Grímuskylda ef ekki er hægt að halda 1 metra fjarlægð
Farþegum í strætó verður skylt að bera grímur ef ekki er hægt að halda eins metra fjarlægð frá næsta manni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Reglan tekur gildi á morgun, eins og aðrar takmarkanir sem kynntar voru í gær. Grímuskyldan verður bæði í vögnum á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Hún nær ekki til fimmtán ára og yngri.
24.07.2021 - 13:55
Sjónvarpsfrétt
Kemur til greina að halda þjóðhátíð síðar í ágúst
Nú er ljóst að ekki verður af þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgi fremur en öðrum stórum mannamótum en nýjar sóttvarnareglur taka gildi á miðnætti annað kvöld. Fjöldatakmarkanir miðast við 200 manns, eins metra nálægðarregla verður tekin upp og börum og skemmtistöðum verður gert að loka á miðnætti. Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir þetta mikil vonbrigði og að það sé til skoðunar að halda þjóðhátíð seinna í ágúst en nýju reglurnar eru í gildi til 13.ágúst.
„Erum að dæla Powerade í gesti"
Áfram fjölgar í farsóttarhúsum Rauða krossins en 95 manns eru nú þar í einangrun með COVID-19. Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsanna, segir starfsfólk búast við töluverðri fjölgun gesta næstu daga. Gestirnir komi víða að og breyttur andi sé í húsunum frá fyrri bylgjum faraldursins. Gylfi Þór segir niðurgang vera leiðinlegan fylgikvilla Delta-afbrigðisins sem töluvert sé af meðal smitaðra.
23.07.2021 - 17:00
Gripið til fleiri varúðarráðstafana á Landspítala
Inniliggjandi COVID-sjúklingar á Landspítala eru nú orðnir þrír. Þá eru 369 í eftirliti á göngudeild COVID, þar af 28 börn. Sjö starfsmenn eru í einangrun, 14 í sóttkví og 229 í svokallaðri vinnusóttkví. Landspítali var færður á hættustig í gær.
23.07.2021 - 14:23
Síðdegisútvarpið
Biðla til fólks undir þrítugu að bíða með heimsóknir
Mikil áhersla hefur verið á verndun viðkvæmra hópa í tilmælum sóttvarnalæknis. Nú þegar smitum fjölgar ört í samfélaginu hefur víða verið gripið til aðgerða, svo sem á Landspítala og á dvalarheimilum aldraðra. Hrafnista sendi út bréf til íbúa og aðstandenda í dag.
22.07.2021 - 17:31
Síðdegisútvarpið
„Hraðasti vöxtur í útbreiðslu veirunnar til þessa“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir útbreiðslu kórónuveirunnar vera komna í hraðari vöxt en í fyrri bylgjum faraldursins. Hann gerir ráð fyrir því að Ísland verði orðið rautt land í alþjóðlegri skilgreiningu á löndum næst þegar slíkt kort kemur út. Meta þurfi aðstæður á næstu dögum en reynslan sýni okkur að harðar aðgerðir beri sem skjótastan árangur.
Fjórða bylgjan hafin í Frakklandi
Kórónuveirusmitum í Frakklandi hefur fjölgað um 150% síðustu vikuna og fjórða bylgjan nú gengin í garð. Það er Delta-afbrigðið sem ræður þar ríkjum sem víða annars staðar í álfunni. Þetta kom fram í ræðu Jean Castex, forsætisráðherra Frakklands, í dag. Um 18 þúsund manns greindust með kórónuveiruna í gær en 96% hinna smituðu voru óbólusettir.
21.07.2021 - 15:55
Aukið álag í sýnatöku og erfitt að ráða starfsfólk
Álag á starfsfólk sem sinnir COVID-sýnatöku hefur aukist töluvert síðustu daga og helst þyrfti að fjölga í hópnum. Verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins býst við mikilli aðsókn í dag. 
21.07.2021 - 11:38
Smit greindust í tveimur verslunum Kringlunnar
Tveir þeirra sem greindust í gær eru starfsmenn í tveimur verslunum Kringlunnar, en þær eru Nexus og Eymundsson. Báðum verslunum var lokað í dag en stefnt er að því að opna verslun Eymundsson í Kringlunni á ný með nýrri áhöfn á morgun. Þetta staðfestir yfirmaður verslana Eymundsson við fréttastofu. Nexus stefnir þá jafnframt á að opna á morgun en hugsanlega með breyttum opnunartíma.
18.07.2021 - 18:19
Níu greindust innanlands, allir utan sóttkvíar
Níu greindust með COVID-19 innanlands í gær, allir voru utan sóttkvíar.  Meirihlutinn var bólusettur en nánari upplýsingar um hlutfall bólusettra meðal hinna smituðu liggja ekki fyrir að svo stöddu.
18.07.2021 - 12:24
Yfir fjórar milljónir hafa dáið úr COVID-19 í heiminum
Fjöldi látinna af völdum COVID-19 á heimsvísu er nú kominn yfir fjórar milljónir manna, samkvæmt gögnum sem AFP fréttastofan hefur safnað saman.
18.07.2021 - 11:30
Mykonos-eyja í tónlistarbanni vegna smita
Grísk stjórnvöld tilkynntu í dag að tímabundið tónlistarbann yrði sett á skemmtistaði, krár og veitingastaði grísku eyjunnar, Mykonos, sem lengi hefur verið þekkt fyrir líflegt skemmtanalíf. AFP fréttastofan greinir frá. Há tónlist á samkomustöðum valdi því að fólk þurfi að hækka róminn og þá séu meiri líkur á dropasmiti en ella. Grikkir hafa áður gripið til sömu aðgerða en þeim var að mestu aflétt í júní.
17.07.2021 - 12:36
Tólf greindust innanlands í gær og sjö utan sóttkvíar
Tólf greindust með COVID-19 innanlands í gær, þar af voru fimm í sóttkví. Ekki er enn vitað um hlutfall bólusettra meðal hinna smituðu. Þá greindust jafnframt tólf kórónuveirusmit á landamærunum í gær. Smitrakning stendur yfir en eftir daginn í gær eru 97 í einangrun og 340 í sóttkví. Búast má við að fjölgi í þeim hópi eftir smitrakningu dagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum.
17.07.2021 - 11:00
Frakkar krefjast sólarhringsprófs
Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að krefja íbúa sex Evrópuríkja um að framvísa við komuna til landsins innan við sólarhrings gömlu neikvæðu COVID-prófi. Nýja reglan á við íbúa Bretlands, Spánar, Portúgal, Kýpur, Grikklands og Hollands og tekur gildi á miðnætti á morgun, samkvæmt frétt AFP fréttastofunnar.
17.07.2021 - 10:31
Um 200 farþegar Viking Sky fóru í land á Djúpavogi
Rannsókn stendur enn yfir á hugsanlegu broti á sóttvarnareglum þegar farþegar úr skemmtiferðaskipinu Viking Sky fóru í land á Djúpavogi í gær. Kórónuveirusmit hafði áður verið staðfest hjá einum farþega skipsins.
Stjórnvöld gangi ekki á bak orða sinna
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segist ekki hafa séð nein rök síðustu daga sem réttlæti það efnahagslega högg sem myndu fylgja auknum sóttvararaðgerðum gagnvart erlendum ferðamönnum. Hann segir enga þolinmæði hjá ferðaþjónustunni fyrir hertum takmörkunum á landamærunum.
Staðfest smit í Viking Jupiter
Eitt kórónuveirusmit hefur verið staðfest hjá farþega um borð í skemmtaferðaskipinu Viking Jupiter. Skipið kom til Akureyrar í morgun. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna við fréttastofu.
16.07.2021 - 16:32