Færslur: Heimsfaraldur kórónuveiru

„Fækkun innlagna gefur tilefni til bjartsýni“
Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir tilefni til að tempra viðbrögð við veirunni í ljósi mikillar fækkunar innlagna. Nýtt spálíkan sýni að innlagnahlutfallið hefur helmingast og á það við alla aldurshópa en er mest áberandi meðal eldra fólks. Líkanið gefi tilefni til bjartsýni og mögulegrar afléttingar í varfærnum þaulhugsuðum skrefum.
1.101 smit í gær og 53 endursmit
1.101 greindust með kórónuveiruna hérlendis í gær, sem er svipaður fjöldi og í gær. 53 smit eru skráð sem endursmit, en það eru einstaklingar sem hafa fengið covid minnst einu sinni áður. Þar af voru 105 smit greind á landamærunum, sem eru nokkuð meira en í gær. Það fækkar lítillega í einangrun og sóttkví milli daga.
Upplýsingafundur um COVID-19 í dag
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur ásamt landlækni boðað til upplýsingafundar um stöðuna í COVID-19 faraldrinum hérlendis. Fundurinn verður klukkan 11 og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV og á RÚV.is.
Sóttkví í mánuð ekki brot á mannréttindasáttmála
Landsréttur staðfesti á föstudag ákvörðun Héraðsdóms Reykjaness, um að maður hefði löglega verið skikkaður í sóttkví í mánuð vegna smita á heimili hans. Sóttkvíin var metin réttmæt og lögleg, þar sem sóttvarnarlæknir og stjórnvöld hefðu svigrúm til þess að meta nauðsyn aðgerða á hverjum tíma í ljósi stöðu faraldursins.
Skoða að lýsa yfir neyðarstigi í heilbrigðiskerfinu
Ríkislögreglustjóri skoðar nú þann möguleika að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna fjölgunar smita og vaxandi álags á heilbrigðiskerfið.
„Fráleitt að hætta skimunum eins og staðan er núna“
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala, segir það ekki leysa vandann að sleppa faraldrinum lausum og hætta skimunum. Hann segist sammála því að þurfi að efla spítalann og getu hans til þess að takast á við faraldurinn, en telur það einmitt felast í því að halda skimunum áfram.
Spyr hvort fjármunum í sýnatökur væri betur varið á LSH
Læknir á Landspítala, Ragnar Freyr Ingvarsson, veltir því upp í færslu á Facebook síðu sinni í dag hvort tímabært sé að endurhugsa nálgun í heimsfaraldrinum. Þá sérstaklega bendir hann á PCR-sýnatökurnar og spyr hvort því gríðarlega fjármagni sem þeim fylgir, væri betur beint inn á Landspítalann.
Viðtal
Útkeyrt starfsfólk þakklátt liðsstyrk frá Klíníkinni
Margir starfsmenn Landspítala eru útkeyrðir eftir langtíma álag segir Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðasviðs og einn yfirmanna covid-göngudeildar Landspítalans. Liðsstyrkur Klíníkurinnar er gríðarlegar mikilvægur og ætti að létta strax undir álagi á spítalanum.
Yfir 150 þúsund látist með COVID-19 í Bretlandi
Yfir 150 þúsund manns hafa látist eftir kórónuveirusmit í Bretlandi. Þá létust 313 einstaklingar með veiruna í landinu í dag, en samkvæmt tölum ríkisstjórnarinnar er þá heildarfjöldi látinna kominn í 150.057 manns. Bretland er sjöunda land heims sem skráir andlát fleiri en 150 þúsund smitaðra.
Einkennalausir útskrifa sjálfa sig að lokinni einangrun
Að lokinni sjö daga einangrun vegna COVID-19 smits, geta og mega sjúklingar nú útskrifa sig sjálfa, finni þeir ekki fyrir sjúkdómseinkennum og uppfylli öll skilyrði fyrir útskrift.
Aldrei fleiri smit á landamærunum - 744 innanlands
81 greindust smitaðir af kórónuveirunni á landamærunum í gær og hafa þeir aldrei verið fleiri. 744 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær sem eru nokkuð færri en í fyrradag, þegar þau voru 836. 14 daga nýgengi smita er nú 1526 á hverja 100.000 íbúa. 446 smitaðra hér innanlands voru utan sóttkvíar.
Sjónvarpsfrétt
Kenningar um covid-ónæmi í Svíþjóð
Núverandi covid-bylgja hefur ekki risið eins skarpt í Svíþjóð og í nágrannaríkjunum. Forstjóri Karolinska sjúkrahússins segir kenningar uppi um að ástæðan sé sú að myndast hafi ónæmi í Svíþjóð.
Hópsmit á hjúkrunarheimilinu í Vestmannaeyjum
Fjórir heimilismenn og átta starfsmenn á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Þrír til viðbótar bíða enn eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
Semja við einkaaðila um covid-flutninga í fyrsta sinn
Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line um að flytja covid-sjúklinga á höfuðborgarsvæðinu. Það er ætlað til þess að létta á álagi á Slökkviliðið sem hefur séð um alla covid flutninga fram þessu. Þetta er í fyrsta sinn frá upphafi faraldursins sem samið er við einkafyrirtæki til þess að sjá um flutningana.
Omíkron gæti kallað á öðruvísi takmarkanir í skólum
Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri Almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, segir ekki víst að vöxtur omíkron-afbrigðisins kalli á sömu aðgerðir og áður hafa verið í gildi í skólastarfi þegar fyrri bylgjur heimsfaraldursins náðu hápunkti hérlendis.
690 jákvæð hraðpróf síðustu vikur
Frá 1. desember hafa 211 fengið jákvæða niðurstöðu úr hraðprófum hjá heilsugæslunni á Suðurlandsbraut. Alls hafa 690 fengið jákvætt svar síðustu sjö vikur. Jákvætt svar í hraðprófi telst ekki sem staðfest smit, og er því ekki talið með í tölfræði sem birt er dag hvern á Covid.is. En þeir sem fá jákvætt úr hraðprófi eru sendir í PCR-próf í kjölfarið til staðfestingar.
Smitin tengd Alþingi orðin ellefu
María Rut Kristinsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar og aðstoðarmaður flokksformannsins, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, hefur greinst með kórónuveiruna. Hún er sú ellefta sem greinist í tengslum við hópsmitið á Alþingi. Nú hafa þá sex þingmenn, einn varaþingmaður og fjórir starfsmenn greinst smitaðir.
Hlutfall jákvæðra einkennasýna aldrei verið hærra
Vegna þróun faraldursins undanfarna daga var ákveðið að uppfæra tölulegar upplýsingar í dag á Covid.is, en það er venjulega ekki gert um helgar. Hlutfall jákvæðra einkennasýna var 14% og hefur það aldrei verið hærra. Á tveimur dögum hefur hlutfallið hækkað úr tæpum 9% upp í tæp 14%.
Strangar takmarkanir í Hollandi yfir hátíðarnar
Yfirvöld í Hollandi hafa kynnt nýja reglugerð um sóttvarnaraðgerðir sem tekur gildi á sunnudag og verður í gildi yfir hátíðarnar. Þá verður meirihluta verslana lokað í landinu, ásamt krám, líkamsræktarstöðvum og fleiri fjölförnum stöðum. Samkvæmt reglunum verður aðeins leyfilegt að bjóða tveimur gestum, eldri en 13 ára, inn á heimili sitt, en fjórir gestir verða leyfðir á hátíðisdögum. Skólar í landinu verða lokaðir til 9. janúar.
Oddný og Þorgerður meðal smitaðra þingmanna
Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingar, greindi frá því á Facebook síðu sinn í kvöld að hún væri meðal þeirra þingmanna sem greindust með COVID-19 síðdegis. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingkona og formaður Viðreisnar, gerði slíkt hið sama og tilkynnti á Facebook síðu sinni hún væri einnig smituð.
Spegillinn
Sóttvarnajólin 2021, omíkrón og örvunarskammtar
Margt er ólíkt með sóttvarnajólunum 2020 og 2021. Þegar landsmönnum var skipað inn í tíu manna jólakúlurnar í fyrra greindust örfá smit á degi hverjum. Nú er staðan allt önnur. Síðustu tvo daga hafa greinst fleiri smit innanlands en greindust allan desembermánuð í fyrra. Núverandi sóttvarnareglugerð rennur út tveimur dögum fyrir jól - og enn hafa ekki borist nein fyrirmæli að ofan um jólakúlugerð. Það ríkir óvissa, ekki síst vegna þess hvað omíkron-afbrigðið er í mikilli sókn í nágrannalöndunum.
16.12.2021 - 18:56
Bretar taka öll lönd af „rauða listanum“
Bresk yfirvöld hafa gefið út að þau munu taka öll þau lönd sem eru á svokölluðum „rauðum ferðalista“ vegna heimsfaraldursins, af listanum á morgun. Á listanum voru ellefu ríki í Afríku og þurftu allir ferðalangar sem þaðan komu til Bretlands að fara í sóttkví á farsóttarhóteli.
Kastljós
Segir miðasölu á tónleika í frosti
Forsvarsmenn samtaka fyrirtækja á tónleika- og veitingamarkaði segja geirann búinn að vera í sárum í rúma tuttugu mánuði vegna faraldursins. Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, og Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri bandalags íslenskra tónleikahaldara, segja reksturinn lamast af endurteknum boðum og bönnum og það verði að leita hófsamra og öruggra lausna.
Sjónvarpsfrétt
Börn finni frekar aukaverkanir af Covid en af bóluefnum
Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir það sé algengara að börn fái aukaverkanir eftir að smitast af kórónuveirunni, en af bólusetningu gegn veirunni. Bólusetningar fimm til ellefu ára barna hefjast eftir áramót og er bóluefni frá Pfizer væntanlegt í lok mánaðar. Bólusett verður í grunnskólum landsins.
Opna covid-deild á hjúkrunarheimilinu Eir
Ný deild fyrir covid-sjúklinga opnar á hjúkrunarheimilinu Eir á morgun. Deildin er hugsuð fyrir sjúklinga af hjúkrunarheimilum sem ekki eru alvarlega veikir en þurfa á sólarhrings umönnun að halda. Hildur Helgadóttir verkefnastjóri farsóttarnefndar Landspítala segist binda vonir við að þetta létti álag á spítalanum.