Færslur: Heimsfaraldur kórónuveiru

Endalok kórónuveirufaraldursins í sjónmáli
„Við höfum aldrei verið nær því að binda enda á farsóttina,“ segir Tedros Ghebreyesus, framkvæmdarstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Kórónuveirutilfellum hefur farið fækkandi undanfarið, og hafa þau ekki verið færri síðan í mars 2020.
Frakkland
Á annað hundrað morð í nánum samböndum
Um það bil tuttugu prósent fleiri konur voru myrtar í Frakklandi á seinasta ári af eiginmönnum eða fyrrverandi eiginmönnum en árið áður eða alls 122. Eiginkonur eða fyrrverandi eiginkonur myrtu 21 karl í fyrra.
Moderna í mál við Pfizer vegna mRNA bóluefna
Bóluefnaframleiðandinn Moderna hefur höfðað mál gegn keppinauti sínum Pfizer BioNTech fyrir að brjóta gegn lögum um einkaleyfi við framleiðslu bóluefna gegn Covid-19. Forsvarsmenn Moderna telja PfizerBioNTech hafa nýtt þeirra tækni við framleiðslu bóluefnanna, án þeirra leyfis.
Nýtt bóluefni með virkni gegn tveimur Covid-afbrigðum
Nýtt bóluefni sem er hannað til þess að virka gegn tveimur afbrigðum af kórónuveirunni var samþykkt af Lyfjastofnun Bretlands í dag. Leyfið gildir fyrir átján ára og eldri, en Bretar eru þeir fyrstu sem heimila notkun þessa nýja bóluefnis.
15.08.2022 - 13:50
Lagt til að 60 ára og eldri fái annan örvunarskammt
Evrópska sóttvarnastofnunin og Lyfjastofnun Evrópu telja tímabært að 60 ára og eldri fái boð í seinni örvunarskammt af bóluefni við COVID-19.
Engin PCR-próf á milli Reykjavíkur og Patró
Ekki er lengur boðið upp á PCR-próf til að greina kórónuveirusmit á Vesturlandi vegna skorts á heilbrigðisstarfsfólki. Umdæmislæknir sóttvarna segir að fólk eigi að láta heilbrigðisyfirvöld vita, greinist það með COVID-19 í heimaprófi.
Þrjátíu og tveir á Landspítala með COVID-19
Þrjátíu og tveir liggja á Landspítalanum með COVID-19, á tólf starfstöðvum. Sjúklingum hefur farið fjölgandi síðustu vikur. Yfirlæknir sýkingavarnadeildar segir að árangur af bólusetningum sé þó greinilegur.
Fæðingum fjölgaði á Norðurlöndum í fyrstu bylgju covid
Fæðingum fjölgaði umtalsvert á Norðurlöndunum í fyrstu bylgju heimsfaraldursins, eins og fram kemur í nýrri skýrslu norrænu hagstofanna um áhrif COVID-19 á Norðurlöndum.
Líf færist yfir Shanghai eftir 65 daga útgöngubann
Flestum takmörkunum sem hafa verið í gildi vegna COVID-19 í Shanghai í Kína verður aflétt í dag, eftir um 65 daga útgöngubann.
Norður Kórea
Yfir 20 dáin úr bráðsmitandi „hitasótt“
Yfirvöld í Norður Kóreu greina frá því að 21 hafi látist úr „hitasótt“ þar í landi síðasta sólarhring. Tveir dagar eru síðan stjórnvöld greindu frá fyrstu, staðfestu tilfellum COVID-19 í landinu og tilkynntu harðar sóttvarnaaðgerðir, útgöngubann og lokanir. Fyrsta dauðsfallið af völdum farsóttarinnar var staðfest í gær.
Minnast milljón fórnarlamba COVID-19 í Bandaríkjunum
Joe Biden Bandaríkjaforseti minntist í gær þeirra milljón Bandaríkjamanna sem týnt hafa lífinu í heimsfaraldri kórónuveirunnar til þessa. Flaggað var í hálfa stöng við opinberar byggingar í höfuðborginni Washington, samkvæmt fyrirmælum forsetans. „Til minningar um sorgleg þáttaskil,“ skrifar forsetinn á Twitter, „hef ég gefið fyrirmæli um að draga skuli bandaríska fánann í hálfa stöng til að minnast þess, að milljón bandarísk líf hafa glatast vegna COVID-19.“
Fyrsta COVID-19 dauðsfallið í Norður-Kóreu staðfest
Rúmlega 187 þúsund manns hafa verið skikkaðir í einangrun í Norður Kóreu eftir að fyrstu tilfellin af Covid-19 voru staðfest þar á dögunum. Eitt dauðsfall hefur einnig verið staðfest vegna sjúkdómsins. 
12.05.2022 - 23:22
Fyrsta COVID-19 tilfellið staðfest í Norður-Kóreu
Stjórnvöld í Norður-Kóreu tilkynntu fyrir stundu að fyrsta tilfelli COVID-19-smits hefði greinst í landinu. Fram til þessa hafa stjórnvöld í Pjong Jang fullyrt að þeim hafi tekist að halda kórónuveirunni utan alþýðulýðveldisins og forða þannig þeim 26 milljónum sem þar búa frá því að veikjast af COVID-19. Árla fimmtudagsmorguns, um lágnættið að íslenskum tíma, greindi ríkisfréttastofa Norður-Kóreu svo frá fyrsta staðfesta tilfellinu og sagði það „grafalvarlegt atvik" sem varði þjóðaröryggi.
Kvíði vegna Covid-19 aldrei verið minni
Kvíði vegna COVID-19 hefur aldrei mælst minni en nú, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Ótti við að smitast er einnig með allra minnsta móti.
Íbúar Shanghai búið við útgöngubann í meira en mánuð
Íbúar Shanghai í Kína fengu loks að viðra sig í dag, fara í verslanir og gönguferðir, eftir meira en mánaðar útgöngubann. Strangar samkomutakmarkanir hafa verið í gildi þar vegna útbreiðslu COVID-19.
03.05.2022 - 05:50
Kastljós
Almannavarnir hlustuðu á Sigríði Andersen
Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld tóku málefnalegri gagnrýni á störf þeirra fagnandi í faraldrinum. Áhyggjur voru þó um að svo væri ekki alls staðar, að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns.
Hundrað þúsund bóluefnaskammtar fluttir aftur úr landi
Um tíu prósent allra bóluefna sem flutt voru til landsins vegna COVID-19 hafa verið flutt aftur úr landi. Yfir tvö þúsund bóluefnaskammtar hafa fyrnst í geymslu hjá innflytjanda.
27.04.2022 - 18:40
Landspítali færður af hættustigi
Landspítali er ekki lengur á hættustigi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttarnefnd spítalans. Nú er í gildi óvissustig á spítalanum og hafa reglulegir fundir vegna COVID-19 verið lagðir af.
Ráðgerðu að taka heilbrigðisráðherra í gíslingu
Fjögur eru í haldi þýsku lögreglunnar, grunuð um að hafa ráðlagt að taka heilbrigðisráðherra landsins í gíslingu. Talið er þau hafi skipulagt mannránið sem mótmæli við sóttvarnaraðgerðum í kórónuveirufaraldrinum.
Tvær konur með covid létust á Landspítala um helgina
Tvær konur á áttræðisaldri létust með COVID-19 á gjörgæsludeildinni í Fossvogi um helgina, er fram kemur í tilkynningu frá Landspítala. 
Hætta á stórum inflúensufaraldri þegar covid sleppir
Hætta er á að stór inflúensufaraldur taki við nú þegar kórónuveirufaraldurinn er á niðurleið. Sóttvarnalæknir hvetur fólk með undirliggjandi sjúkdóma til að fá bólusetningu við flensunni.
25.03.2022 - 07:38
Ríkið hættir að niðurgreiða hraðpróf
Þann 1. apríl nk. fellur úr gildi reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna sýnatöku til greiningar á Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.
23.03.2022 - 16:46
Sýnatökur hafa kostað ríkið 11,5 milljarða króna
Heildarkostnaður ríkisins vegna sýnatöku vegna COVID-19 frá því faraldurinn hófst nemur ellefu og hálfum milljarði króna. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Njáls Trausta Friðbertssonar þingmanns Sjálfstæðisflokks.
22.03.2022 - 14:20
Skæð bylgja og meirihluti eldri borgara óbólusettur
Covid-smitum hefur fjölgað mikið í borginni Hong Kong síðustu vikur. Heilbrigðiskerfið ræður illa við álagið, líkhús eru yfirfull og líkkistur að verða uppseldar.
19.03.2022 - 13:45
Sjö hafa látist með COVID-19 á Landspítala í mars
Sjö sjúklingar á Landspítala hafa látist með Covid-19 það sem af er mánuði. Kona á sjötugsaldri með veiruna lést á spítalanum í gær. Nú liggja inni 70 sjúklingar með veiruna. Fjórir þeirra eru á gjörgæslu og þrír í öndunarvél.