Færslur: Heimsfaraldur kórónuveiru

„Fólk orðið þreytt á að hanga heima“
Söfn voru opnuð í Teheran höfuðborg Írans og fleiri borgum landsins í dag eftir meira en árslokun vegna heimsfaraldursins. Forstöðumaður safnanna í Íran segir að eftir sem áður þurfi ferðamenn og aðrir gestir að gæta að persónulegum sóttvörnum í söfnum landsins.
19.09.2021 - 14:35
Óvíst um kostnað við hraðpróf
Frá og með deginum í dag geta allt að 1.500 komið saman ef þeir hafa tekið hraðpróf áður. Þau eru tekin á heilsugæslunni og að auki munu að minnsta kosti þrjú fyrirtæki bjóða upp á prófin á grundvelli reglugerðar. Heilbrigðisráðherra segir óvíst hversu mikið prófin muni kosta ríkið.
Myndskeið
„Auðvitað erum við öll orðin óþreyjufull“
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segist óþreyjufullur, rétt eins og aðrir, eftir því að kórónuveirufaraldrinum linni. Forsetahjónin þökkuðu framlínufólki í faraldrinum vel unnin störf í morgun.
Flest smit hjá sex til tólf ára
Flest kórónuveirusmit á landinu, eins og staðan er núna, eru í aldurshópnum sex til tólf ára,139 talsins. Börnum 12 ára og eldri stendur til boða bólusetning. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir að smitin séu ekki beint tengd við grunnskólana, heldur við aldur barnanna.
37 kórónuveirusmit greind í gær - einn á gjörgæslu
Þrjátíu og sjö kórónuveirusmit voru greind innanlands í gær. Þar af voru 60 prósent smitaðra utan sóttkvíar við greiningu. Sautján voru bólusett og nítján óbólusett, og einn hálfbólusettur, að því er fram kemur á vefnum covid.is. Á landamærunum voru greind þrjú smit í gær. Smitin eru í öllum landshlutum, flest á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Nýgengi innanlandssmita á hverja 100.000 íbúa er 206 en var í gær 219. Sjö eru á spítala með sjúkdóminn, þar af einn á gjörgæslu. 
08.09.2021 - 11:01
80 covid-smit greind í gær
Áttatíu voru greindir með covid-smit innanlands í gær, samkvæmt tölum á vefnum covid.is. Ellefu manns liggja á sjúkrahúsi með sjúkdóminn, þar af tveir á gjörgæsludeild. Alls eru 844 í einangrun og 2.079 í sóttkví. Fjöldi smita hefur greinst í grunnskólum í haust, meðal yngstu nemenda, sem ekki eru bólusettir. 46 smit voru greind í fyrradag.
31.08.2021 - 11:15
Covid-smit í nokkrum skólum á fyrstu dögum haustannar
Minnst ellefu COVID-19 smit hafa greinst tengt skóla- eða frístundastarfi á höfuðborgarsvæðinu síðustu vikuna. Töluvert færri fara nú í sóttkví tengt hverju smiti í skólastarfi en var í fyrri bylgjum faraldursins.
Sjúklingur á sextugsaldri lést af völdum COVID-19
Sjúklingur á sextugsaldri lést á Landspítala af völdum COVID-19 í gær. Þetta kom fram í tilkynningu frá spítalanum í morgun. Þetta er annað andlátið vegna COVID-19 á tveimur dögum og jafnframt annað andlátið í þessari fjórðu bylgju faraldursins.
60 smit í gær og 38 utan sóttkvíar
60 manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru 38 utan sóttkvíar við greiningu, eða um 63%. Af þeim sem smituðust innanlands í gær voru 26 óbólusettir. Tólf til viðbótar greindust í landamæraskimun, en tveir þeirra bíða mótefnamælingar.
64 smit í gær og fækkar á gjörgæslu
64 greindust smitaðir af COVID-19 innanlands í gær. Þar af voru 38 utan sóttkvíar eða 59% prósent smitaðra. 31 manns liggja nú inni á sjúkrahúsi með veiruna en það er einum færra en í gær. 6 eru á gjörgæsludeild, en þeir voru 7 í gær.
Sjónvarpsfrétt
Líður eins og eitt maraþonhlaup taki við af öðru
„Við erum svolítið aftur komin þar sem við vorum fyrir einu og hálfi ári síðan, á stað sem maður óskaði þess að vera aldrei aftur, við erum að sjá aukningu dag frá degi,“ segir Sigrún Ásgeirsdóttir, starfandi yfirlæknir á gjörgæslunni, sem er sprungin af álagi. 
Hafa fimm bíla fyrir minna veika covid-sjúklinga
Vernharð Guðnason, deildarstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, vonast til að álag við sjúkraflutninga covid-smitaðra verði ekki mikið meira. Flutningar smitaðra sem ekki þurfa umönnun, en þarf að koma í einangrun, hafa verið töluverðir í fjórðu bylgju faraldursins. Það stendur þó ekki til að breyta fyrirkomulagi covid-flutninga.
Sjónvarpsfrétt
Öryggi sjúklinga og starfsfólks ekki tryggt vegna álags
Sólveig Gylfadóttir, hjúkrunarfræðingur á smitsjúkdómadeild Landspítala segir nýleg dæmi um að fólk hafi hætt vegna álags og manneklu. Sjálf hlýddi hún kallinu og mætti á vaktina þrátt fyrir að vera í fæðingarorlofi. Hún segir að oft á tíðum sé öryggi sjúklinga og starfsfólks ekki tryggt.
Sjónvarpsfrétt
Eitt til tvö laus pláss á smitsjúkdómadeildinni
Smitsjúkdómadeild Landspítala er að fyllast. Yfirlæknir hennar segir að það eigi eftir að hafa áhrif á getu spítalans til að sinna hlutverki sínu. Tvær óbólusettar ófrískar konur hafa smitast í þessari bylgju. Nýgengi covid-smita hefur aldrei verið hærra á Íslandi en í dag. „Bylgjan er að þróast með alvarlegri hætti en við áttum von á,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild. 
Hátt í þrjúhundruð tilkynningar um röskun á tíðahring
Rúmlega þúsund konur eru í facebookhópnum Tíðahringur bólusettra kvenna gegn C19 þar sem þær deila reynslusögum um möguleg áhrif bóluefna á blæðingar. Lyfjastofnun hafa borist tæplega 300 tilkynningar þess efnis. Lyfjastofnun kannar hvort hægt sé að framkvæma sérstaka rannsókn á tilkynntum tilfellum á Íslandi um röskun á tíðahring í tengslum við bólusetningar gegn Covid-19.
Óska eftir aðstoð við sýnatöku vegna mikilla anna
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins óskar eftir fólki sem getur aðstoðað við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli og á Suðurlandsbraut. Ekki er gerð krafa um menntun á sviði heilbrigðisvísinda.
Viðtal
„Ef þetta væri inflúensufaraldur væru viðbrögðin eins“
Landspítalinn sinnir nú hátt í 300 COVID-sjúklingum sem langflestir eru bólusettir. Enn sem komið er eru einkenni meginþorra þeirra væg. Runólfur Pálsson, yfirmaður COVID- göngudeildarinnar telur brýnt að grípa til aðgerða til að hefta útbreiðslu. Ekki sé hægt að taka mið af fjölda fólks með alvarleg einkenni því staðan geti breyst hratt. Hann segir ekki hægt að líkja sýkingunni við inflúensu og telur það samfélagslega skyldu að vernda fólk í áhættuhópi.
„Við bara setjum undir okkur hausinn“
Um sjötíu dvelja nú í einangrun í farsóttarhúsum og von á fleirum í kvöld að sögn Gylfa Þórs Þorsteinssonar, umsjónarmanns farsóttarhúsa. Nýju hraðprófin hafa aðeins þyngt róðurinn þar í dag. Gylfi segist vera orðinn leiður á kórónuveirunni en að nú þurfi að setja undir sig hausinn.