Færslur: Heimsfaraldur

Heimskviður
Ný heimsmynd rís á tímum kórónaveirunnar
Bandaríkin eru hnignandi veldi og Kína rísandi í nýrri heimsmynd sem er að verða til á tímum kórónaveirunnar. Þetta segir Vera Knútsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna og Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, sem segir ennfremur að erfitt sé að sjá fyrir hvaða áhrif veiran hefur en að hún ætti að ýta undir meiri alþjóðahyggju.
16.05.2020 - 09:00
Hertum aðgerðum aflétt á Vestfjörðum
Hertum aðgerðum vegna kórónuveirunnar á norðanverðum Vestfjörðum hefur verið aflétt og gilda nú sömu reglur um samkomubann þar og annarsstaðar á landinu. Umdæmissóttvarnarlæknir Vestfirðinga segir það samstöðu íbúanna að þakka að geta nú stigið þetta skref.
Strandveiðar allt árið á meðan kórónu-áhrifa gætir
Landssamband smábátaeigenda vill að strandveiðar, sem nú eru takmarkaðar við fjóra mánuði ársins, verði heimilaðar allan ársins hring á meðan áhrifa farsóttarinnar gætir. Það sé kjörið tækifæri til að bæta atvinnuástand og afla aukinna tekna í þjóðarbúið.
27.04.2020 - 13:13
Önnur bylgja óhjákvæmileg - en verður minni
Önnur bylgja faraldurisins er óhjákvæmileg, segir prófessor í faraldsfræði smitsjúkdóma hjá Johns Hopkins háskólasjúkrahúsinu í Bandaríkjunum. Hún verði þó minni en það sem heimurinn glímir nú við.  Allt að átján mánuðir séu í bóluefni - en sjúkdómurinn verði viðvarandi þangað til. 
22.04.2020 - 22:25
Dökkt útlit í ferðaþjónustu sem byggir mest á sumrinu
Óttast er að fjöldi fyrirtækja í ferðaþjónustu, sem að mestu treystir á viðskipti yfir sumarið, verði gjaldþrota. Aðgerðir stjórnvalda sem kynntar voru í gær dugi aðeins í skamman tíma, en þessi fyrirtæki hafi þegar tapað viðskiptum í heilt ár.
Komur 100 skemmtiferðaskipa verið afboðaðar
Komur um eitthundrað skemmtiferðaskipa hafa nú verið afboðaðar í þeim þremur höfnum hér á landi sem taka á móti flestum skipum. Komur í maí og júní hafa nær alfarið þurrkast út og mikil óvissa ríkir um næstu mánuði þar á eftir.
Stöðufundur á Vestfjörðum
Samstaðan lykillinn að því komast út úr ástandinu
Umdæmislæknir á Vestfjörðum segir veiruna lúmskari en talið var og ítrekar að einkennalítið fólk eigi ekki að mæta í vinnu. Langflest tilfelli á norðanverðum Vestfjörðum eru í tveimur meginklösum sem má rekja til Reykjavíkur. Forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða ítrekar að heimsóknarbann þýði ekki að það sé tveggja metra reglan sem gildi.
Upp í 40% án atvinnu á svæðum sem háð eru ferðaþjónustu
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur falið Byggðastofnun að kanna sérstaklega atvinnuástand á landsvæðum þar sem ferðaþjónusta er mikilvæg. Þar hafa sveitarfélög kallað eftir sérstakri aðkomu ríkisins. Spáð er ríflega 40 prósenta atvinnuleysi í apríl þar sem útlitið er verst hjá sveitarfélögum sem treysta einkum á ferðaþjónustu.
17.04.2020 - 13:38
Gæti stefnt í 25% atvinnuleysi í Skútustaðahreppi
Stefnt gæti í 25 prósenta atvinnuleysi í Skútustaðahreppi á næstu mánuðum ef versta spá gengur eftir. Þá gætu útsvarstekjur dregist saman um 130 milljónir króna sem eru tæp 22 prósent af heildartekjum sveitarfélagsins.
Áhafnir kolmunnaskipa skimaðar fyrir brottför
Áður en áhafnir kolmunnaskipa halda til veiða við Færeyjar á næstu dögum er gengið úr skugga um að enginn sé smitaður af kórónuveirunni. Tugir sjómanna af austfirskum skipum fóru í skimun þar um helgina.
07.04.2020 - 12:25
Myndskeið
Óheimilt að nota appið í annað en smitrakningar
Smitrakninga-app almannavarna er tilbúið en bíður samþykkis Apple og Google. Appið á að hjálpa fólki sem smitast að halda utan um ferðir sínar. Persónuverndarfulltrúi landlæknisembættisins segir óheimilt að nota það í öðrum tilgangi.
01.04.2020 - 19:41
925 skráðir í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar
925 hafa skráð sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Framkvæmdastjóri á Heilbrigðisstofnun Austurlands segir mönnun stærstu áskorunina á þessum tíma og það vanti ekki síður fólk sem geti gengið í störf þar sem ekki er krafist fagmenntunar.
Allt starfsfólk HSN á Húsavík laust úr sóttkví
Enginn þeirra sem hugaði að ástralska ferðamanninum sem lést á Húsavík, smitaðist af kórónuveirunni. Læknir segir alla hafa átt von á því að veikjast og það sé athyglisvert hversu mikilli vinnu sé hægt að sinna úr sóttkví.
30.03.2020 - 16:15
Þrjú smit í Skagafirði
Þrjú smit af kórónuveirunni hafa verið staðfest í Skagafirði. 22 eru smitaðir á Norðurlandi vestra og 396 í sóttkví. Engin ný smit hafa greinst í Húnaþingi vestra síðan fyrir helgi.
Sveitarfélögin fái endurgreitt vegna flýtiframkvæmda
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga vill að sveitarfélögin fái endurgreiddan virðisaukaskatt af framkvæmdum sem þau ætla að ráðast í til að milda höggið á atvinnulífið. Markmiðið er að sveitarfélögin flýti framkvæmdum fyrir 15 milljarða króna í þessu skyni.
23 smitaðir á Akureyri
Tuttugu og þrír eru smitaðir af kórónuveirunni á Akureyri. Yfirlæknir heilsugæslunnar þar segir greinilega fjölgun smita milli vikna. Tveir hafa verið lagðir inn á sjúkrahúsið á Akureyri vegna veirunnar en eru útskrifaðir.
30.03.2020 - 12:15
Söfnin heim með #safniðísófann
Söfn á Akureyri auka virkni sína á samfélagsmiðlum nú þegar samkomubann er skollið á. Hugmyndin er að teygja sig til eigenda safnanna, halda þeim lifandi og hafa gaman. Flugsafn Íslands bíður fólki til að mynda að fljúga til fortíðar.
27.03.2020 - 15:11
Bækur rjúka út í samkomubanni
Bóksala á netinu hefur margfaldast og litabækur fyrir fullorðna rjúka út. Landsmenn hlusta á hljóðbækur sem aldrei fyrr og nýskráningar hjá Storytel hafa tvöfaldast.
27.03.2020 - 12:19
Fjórir smitaðir á Austurlandi
Fjögur kórónuveirusmit hafa nú greinst á Austurlandi. Enginn þeirra fjögurra sem greinst hafa eru mikið veikir. Tveir voru í sóttkví þegar smit var greint, en alls eru 160 í sóttkví í fjórðungnum.
26.03.2020 - 17:58
Má lítið út af bregða hjá litlum heilbrigðisstofnunum
Sautján hafa greinst með kórónuveirusmit í Húnaþingi vestra. Yfirlæknir á Hvammstanga hefur áhyggur af mönnun heilbrigðisstofnana, lítið megi út af bregða.
Sérstök Covid-deild tilbúin á Sjúkrahúsinu á Akureyri
Forstöðuhjúkrunarfræðingur hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri segir starfsfólk vel undirbúið til að taka á móti fólki með kórónuveirusmit. Tvær öndunarvélar eru væntanlegar til sjúkrahússins í viðbót við þrjár sem þar eru fyrir.
780 skráðir á útkallslista velferðarþjónustunnar
Um 780 manns hafa skráð sig á útkallslista velferðarþjónustunnar. Félagsþjónustufulltrúi segir að erfitt geti verið að manna þjónustu við viðkvæma hópa og það sé eitt helsta áhyggjuefnið hjá sveitarfélögunum.
Borgarbúar setja bangsa út í glugga
Þótt Reykjavík sé orðin hálfgerður draugabær í heimsfaraldrinum og fáir á ferli er hún falleg í vorstillunni. Því er tilvalið að gera sér dagamun og fara í göngutúr. Glöggir vegfarendur, sem auðvitað virða tveggja metra regluna, hafa tekið eftir því síðustu daga að víða prýða tuskudýr glugga. Bangsarnir horfa misgáfulegir á svip út um gluggann og bjóða borgarbúum góðan dag. Allsherjar bangsaleit stendur nú yfir á höfuðborgarsvæðinu og þessir bangsar vilja láta finna sig.
25.03.2020 - 11:24
Skólum í Þingeyjarsveit lokað
Ekkert kórónuveirusmit hefur greinst í Þingeyjarsveit - þrátt fyrir það hefur öllum skólum verið lokað fram yfir páska. Sveitarstjóri segir erfitt að halda úti skólastarfi í samræmi við fyrirmæli yfirvalda ásamt því að smit séu farin að greinast í nágrenninu.
24.03.2020 - 15:44
Skoða skólagjöldin í samkomubanni
Nú er til sérstakrar skoðunar hvort rétt sé að innheimta gjöld fyrir skólavist, nú þegar mörg börn mega ekki mæta í skóla vegna samkomubanns. Á Akureyri verður ekki greitt fyrir þjónustu sem ekki fæst. Á höfuðborgarsvæðinu er málið í skoðun og von á tillögum eftir helgi.
20.03.2020 - 15:52