Færslur: Heimsfaraldur

„Enginn að tala um að draga veikt fólk upp úr rúminu".
Sóttvarnarlæknir segir að heilbrigðisstofnanir verði að meta hvort starfsfólk með lítil eða engin einkenni COVID-19 geti mætt til vinnu. Starfandi forstjóri Landspítalans útilokar ekki að spítalinn fari aftur á neyðarstig. Undanfarna daga hafa tæplega 500 starfsmenn á LSH verið frá vegna veikinda.
Sjónvarpsfrétt
„Ég veit ekki hvenær sér á svörtu“
Staðan á Landspítalanum er ískyggileg og ekki margar bjargir í boði segir starfandi forstjóri Spítalans. Líklega verða nokkrar deildir undirmannaðar um helgina, sem er ógn við öryggi sjúklinga. Aldrei hafa fleiri atvik verið skráð á Landspítala en í fyrra, fimm þúsund. Aukningin tengist líklega Covid og álagi á spítalanum að mati yfirlæknis
18.02.2022 - 19:12
Metfjöldi með veiruna – „Staðan tekin dag frá degi“
Sex liggja á Sjúkrahúsinu á Akureyri með COVID-19 og metfjöldi smita er í umdæmi þess. Framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu segir að veikindi séu ekki alvarleg en erfitt sé að manna spítalann. Fimmtíu af tæplega 700 starfsmönnum sjúkrahússins eru frá vegna COVID-19.
16.02.2022 - 13:31
Styttist í að hægt verði að aflétta neyðarstigi
„Mér finnst líklegt að það styttist í að það verði hægt,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítala, aðspurð um hvenær hægt verði að aflétta neyðarstigi spítalans. Hún og heilbrigðisráðherra birtu grein í morgun þar sem kemur fram að fram undan séu afléttingar. Már Kristjánsson, formaður farsóttarnefndar segir að ef það verði farið að draga úr sóttvörnum og einangrun eins og hefur verið í umræðunni verði snúið fyrir spítalann að halda smitum frá.
23.01.2022 - 13:16
Sjónvarpsfrétt
„Það kemur að því að fólk fær nóg“
Landlæknir hefur áhyggjur af álagi á heilbrigðisstarfsfólk í faraldrinum. Marta Jóns Hjördísardóttir, formaður Fagráðs spítalans segir að starfsfólkið fórni sér ekki endalaust, það komi að því að fólk fái nóg.
02.01.2022 - 20:20
893 kórónuveirusmit í gær
Alls greindust 893 kórónuveirusmit í gær, þar af 57 á landamærum. Nýgengi veirunnar hér innanlands, smit á hverja 100 þúsund íbúa síðustu 14 daga, er 1.359 og hefur aldrei verið hærra.
28.12.2021 - 10:59
791 bættist við á covid-göngudeildina
791 nýir skjólstæðingar bættust við á covid-göngudeild Landspítala í gær og eru nú alls 5.126 sjúklingar á deildinni. Sá fjöldi sem bætist við á degi hverjum hefur jafnan gefið nokkra hugmynd um fjölda þeirra sem greinast með COVID-19. Inniliggjandi á Landspítala er nú 21 sjúklingur og fjölgar þeim um sjö á milli daga. Alls eru fjórir á gjörgæslu og þrír í öndunarvél. Meðalaldur sjúklinganna er 63 ár.
28.12.2021 - 10:28
448 innanlandssmit í gær - Mesti fjöldi frá upphafi
448 greindust innanlands með COVID-19 í gær og er það mesti fjöldi sem greinst hefur á einum degi hér innanlands frá upphafi faraldurs. Fjörutíu greindust á landamærum sem gerir heildarfjölda smita 488. Heildarfjöldi smita, þegar landamærasmit eru tekin með, er því ögn lægri en í gær. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá Almannavörnum. Mikill meirihluti þeirra sem greindust var utan sóttkvíar eða alls 336 manns.
24.12.2021 - 09:32
70% smita í gær af omíkron-afbrigðinu
Meirihluti eða um 70% þeirra sem greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær greindist með ómikron-afbrigðið. Þetta staðfestir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, við fréttastofu.
Fjölgar um 384 á covid-göngudeild
384 skjólstæðingar bættust við á covid-göngudeild Landspítala í gær. Sá fjöldi sem bætist við á göngudeildina jafngildir yfirleitt fjölda þeirra sem greinast með COVID-19 á degi hverjum. Alls eru nú 2.419 skjólstæðingar á göngudeildinni, þar af 784 börn.
22.12.2021 - 10:03
Þríbólusettir sleppa alfarið við sóttkví í Danmörku
Sóttvarnayfirvöld í Danmörku hafa breytt ráðleggingum sínum um sóttkví til þeirra sem hafa umgengist covid-smitaða einstaklinga. Nú verður aðeins þeim sem deila heimili með einstaklingi með COVID-19 gert að sæta sóttkví þar til neikvæð niðurstæða fæst úr PCR-skimun á fjórða degi. Þríbólusettir þurfa þó ekki í sóttkví, undir neinum kringumstæðum, en þeim er ráðlagt að fara í skimun.
20.12.2021 - 13:19
Leiðréttir mat sitt á alvarleika covid-veikinda barna
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur leiðrétt mat sitt á alvarleika covid-veikinda barna sem birtist í pistli á covid.is þann 13.desember. Sóttvarnalækni bárust athugasemdir eftir birtinguna sem hann segir réttar og leiðréttir mat sitt í pistli sem birtur var í dag.
EMA mælir með þriðja COVID-lyfinu
Sérfræðinganefnd lyfjastofnunar Evrópu, EMA, hefur mælt með að lyfið Xevudy við COVID-19 fái markaðsleyfi. Xevudy er einstofna mótefni og er ætlað fullorðnum og ungmennum, 12 ára og eldri, með COVID-19 sem gætu þróað alvarleg sjúkdómseinkenni af völdum veirunnar en ekki þurfa súrefnisgjöf. Lyfið er svokallað undanþágulyf og hefur því þegar verið í einhverri notkun á EES-svæðinu.
17.12.2021 - 13:32
Veitingamenn ósáttir við stöðuna — „Viðbúin vonbrigði“
Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði lýsa yfir vonbrigðum með að engin úrræði hafi verið kynnt sem mótvægisaðgerðir vegna sóttvarnatakmarkana sem nú eru í gildi og framlengdar voru í gær. Formaður samtakanna segir framlenging takmarkana hafa valdið viðbúnum vonbrigðum.
08.12.2021 - 15:47
Ætla að bólusetja sex þúsund manns á Akureyri í vikunni
Raðir hafa myndast í morgun fyrir utan slökkvistöðina á Akureyri þar sem von er á um sex þúsund manns fái örvunarbólusetningu næstu tvo daga. Yfirhjúkrunarfræðingur segir mætinguna góða það sem af er degi.
08.12.2021 - 13:30
Sjónvarpsfrétt
Markmiðið í faraldrinum gæti náðst tíunda janúar
Í kringum tíunda janúar gæti takmark sóttvarnayfirvalda náðst um 30-40 dagleg innanlandssmit, segir Thor Aspelund líftölfræðingur. Toppi bylgjunnar hefur enn ekki verið náð.
21.11.2021 - 20:04
Fleiri óbólusettir en bólusettir á spítala
Runólfur Pálsson, yfirlæknir á Landspítala segist binda vonir við nýtt Covid-lyf sem lyfjastofnun Íslands er með til skoðunar að veita undanþágu fyrir hér á landi. Síðustu þrjá daga voru í fyrsta sinn fleiri óbólusettir en bólusettir inniliggjandi á spítala. Í gær voru þrettán óbólusettir og tíu bólusettir á sjúkrahúsi. 
20.11.2021 - 12:39
Sjónvarpsfrétt
„Aðalfaraldurinn núna meðal barna“
Aldrei hafa fleiri börn verið í einangrun á sama tíma hér á landi. Yfirlæknir Barnaspítalans segir að þó megi ekki grípa til örþrifaráða og flýta bólusetningu barna áður en Lyfjastofnun Evrópu veitir samþykki sitt. Flest börnin eru með lítil einkenni og því hafi símaeftirliti verið hætt. Nýgengi óbólusettra barna er mun hærra en bólusettra.
19.11.2021 - 19:17
Sjónvarpsfrétt
Bendir ekki til að smittölur lækki mikið fyrir jólin
Samkvæmt finnsku spálíkani má búast við yfir 100 smitum daglega fram í miðjan janúar. En Thor Aspelund segir að spáin sé svartsýn. Yfirlögregluþjónn segir fjöldabólusetningu og hertar aðgerðir geta breytt spánni. En hann segir að það bendi ekki til þess að smittölurnar verði orðnar sérstaklega lágar fyrir jólin. Nýgengi smita hefur aldrei verið hærra og metfjöldi er í einangrun eða sóttkví, rúmlega 4300 manns.
15.11.2021 - 19:10
Landamæratillögur sóttvarnalæknis tilbúnar
Sóttvarnalæknir er búinn að skila heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum um næstu skref á landamærunum. Núgildandi reglugerð rennur út í lok vikunnar.
03.11.2021 - 12:23
Færri smit en búist var við á Selfossi
58 greindust innanlands í gær og var rúmlega helmingur í sóttkví, eða þrjátíu og tveir. Díana Óskarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir að færri hafi greinst þar í stórri skimun en búist var við.
31.10.2021 - 12:29
Íhuga að flytja sjúklinga með COVID-19 úr landi
Heilbrigðiskerfið í Rúmeníu riðar til falls nú í fjórðu bylgju heimsfaraldurs COVID-19. Um 1.600 manns eru sagðir vera á bið eftir gjörgæsluplássum og heilbrigðisstarfsfólk segir að pláss losni aðallega á spítölum vegna dauðsfalla. Á föstudag létust 385 manns vegna faraldursins í landinu, sem er mesti fjöldi til þessa. Yfirvöld í landinu segjast í fyrsta sinn frá upphafi faraldursins vera að leita leiða til þess að flytja sjúklinga úr landi svo þeir hafi aðgang að heilbrigðisþjónustu.
10.10.2021 - 10:54
22 greind með covid í gær - 8 utan sóttkvíar
22 voru greindir með COVID-19 í gær. Af þeim voru 14 í sóttkví en 8 utan sóttkvíar. Tíu voru fullbólusettir en 12 óbólusettir. Nýgengi smita síðustu tvær vikur á hverja 100.000 íbúa er 238,3. Þetta eru öllu færri en voru greindir með smit í fyrradag en þá voru þau 52 talsins. 10 eru á spítala með sjúkdóminn en enginn á gjörgæslu. Ef frá er talin landamæraskimun voru tekin 1.623 sýni í gær.
05.09.2021 - 10:56
Eyðsla innanlands mikil í sögulegum samanburði
Eftirspurn eftir vörum og þjónustu innanlands hélst sterk í faraldrinum, bæði í sögulegum og alþjóðlegum samanburði, að því er segir í skýrslu fjármála- og efnahagsráðuneytis um árangur og ávinning af aðgerðum stjórnvalda til að mæta efnahagslegum áhrifum í faraldrinum.
04.09.2021 - 11:24
Heimilisofbeldi kann að stigmagnast hraðar en áður
Hátt í fimmhundruð og áttatíu tilkynningar um heimilisofbeldi bárust lögreglu á fyrstu sex mánuðum ársins, sem er um hundrað og tuttugu fleiri en á sama tíma árið 2019. Tilkynningum til lögreglu um heimilisofbeldi hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu sjö árum og á fyrri helmingi þessa árs hefur verið tilkynnt um fjórðungi fleiri tilvik en að meðaltali á fyrrii hluta síðustu fimm ára.