Færslur: Heimsfaraldur

Of margir óvissuþættir til að geta gert líkan
Óvíst er hvenær nýtt spálíkan fyrir þróun COVID-19 faraldursins verður gefið út. Of margir óvissuþættir eru uppi til þess að hægt sé að gera slíkt líkan með áreiðanlegum hætti. Þetta segir Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands og einn af ábyrgðarmönnum COVID-19 spálíkans Háskóla Íslands.
Í stöðugu sambandi við Breta vegna nýs COVID afbrigðis
Fulltrúar Alþjóða heilbrigðismálastofnuninnar eru í stöðugu sambandi við fulltrúa breskra stjórnvalda vegna nýs afbrigðis af COVID-19 sem greint hefur verið í Bretlandi.
20.12.2020 - 11:33
Landspítali undirbýr afléttingu neyðarstigs
Landpítali hefur hafið undirbúning að afléttingu neyðarstigs sem var lýst yfir 25. október. Stefnt er að því að færa spítalann á hættustig á morgun. Þetta er gert í kjölfar mats viðbragsstjórnar og farsóttanefndar spítalans um að tök hafi náðst á hópsmitinu sem kom upp á Landakoti og að spítalinn sé í stakk búinn að starfa á hættustigi.
Smitum fjölgar enn við Eyjafjörð – SAk í viðbragðsstöðu
Fjölgað hefur um tvo í einangrun á Norðurlandi eystra frá því í gær. Fólki í sóttkví hefur fækkað talsvert. Sérstök aðstaða hefur verið útbúin á Sjúkarhúsinu á Akureyri til að takast á við COVID-19.
22.10.2020 - 15:46
Farsóttin ágerist, beðið eftir bóluefni
Nærri 1,1 milljón manna hefur nú látist í kórónuveirufarsóttinni um heim allan. Víðast er faraldurinn í örum vexti og alls óvíst hvenær eða hvort bóluefni gegn veirunni verður tiltækt. Flest hafa látist í Bandaríkjunum, tæplega 220 þúsund, rúmlega 150 þúsund í Brasilíu og 111 þúsund á Indlandi. Í Evrópu hafa flestir látist í Bretlandi, rúmlega 43 þúsund, og rúmlega 36 þúsund á Ítalíu. Þessar tölur eru allar frá John Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum.
„Manni er vissulega verulega brugðið“
Líkamsræktarstöðvum verður gert að loka á mánudaginn samkvæmt hertum sóttvarnaaðgerðum sem taka þá gildi. Eigendur þeirra hafa orðið fyrir verulegum tekjumissi það sem af er ári vegna lokana og sóttvarnaráðstafana. Þröstur Jón Sigurðsson, einn eigenda Sporthússins i Kópavogi, segir þetta verulegt áfall, þó að vissulega styðji hann ákvarðanir sóttvarnayfirvalda.
Tvö innanlandssmit – hvorugur í sóttkví
Tvö kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Hvorugur þeirra sem greindist var í sóttkví. Eitt virkt smit greindist við landamærin í gær og beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælinga úr tveimur skimunum þar. Enginn er á sjúkrahúsi með COVID-19.
14.09.2020 - 11:20
Metfjöldi smita á Spáni
Hátt í tíu þúsund og átta hundruð kórónuveirusmit greindust á Spáni síðastliðinn sólarhring. Þau hafa ekki verið fleiri á einum degi þar í landi frá því að farsóttin braust þar út, að því er kemur fram í frétt spænska dagblaðsins El Pais. Þrátt fyrir að önnur bylgja faraldursins sé á uppleið tóku skólar að nýju til starfa í þessari viku eftir að hafa verið lokaðir síðastliðna sex mánuði.
11.09.2020 - 10:41
Morgunvaktin
„Það er bóluefni á leiðinni“
Um 200 bóluefni við COVID-19 eru í þróun og vinna við tíu þeirra er komin mjög langt. Þetta segir  Ásgeir Haraldsson prófessor í læknisfræði við Háskóla Íslands.  
02.09.2020 - 08:29
Undirbúa rannsóknastofu fyrir COVID-19 sýni á Akureyri
Nú er unnið að opnun veirurannsóknastofu hjá Sjúkarhúsinu á Akureyri til að rannsaka og greina sýni vegna COVID-19. Öll sýni utan af landi eru í dag send með flugi til Reykjavíkur og geta liðið allt að tveir sólarhringar þar til niðurstaða fæst.
Mjög líklegt að Ísland lendi á rauða listanum
Mismunandi er eftir löndum hvenær og á hvaða forsendum þau setja önnur lönd á svokallaða „rauða lista“. Þetta sagði Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi Almannavarna í dag. „Það getur vel verið að Ísland lendi í svona flokki. Það er meira að segja mjög líklegt,“ sagði hann á fundinum. Á þessum listum eru lönd þar sem smit eru útbreiddari og ferðamenn, sem frá þeim koma, þurfa að sæta strangari reglum en aðrir.
05.08.2020 - 14:44
Myndskeið
„Þannig staða að það verður að bregðast hratt við“
„Þessar tillögur eru algjörlega eins og búast má við miðað við þá stöðu sem er uppi ,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar, Almannavarna og Embættis landlæknis í morgun þar sem hertar takmarkanir vegna COVID-19 faraldursins voru kynntar.
Búist við að ríkisstjórnin ræði hertar aðgerðir
Ríkisstjórnin kemur saman til fundar klukkan 9 á eftir. Búist er við að þar verði ræddar tillögur sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir vegna faraldurs kórónuveirunnar. Alma Möller landlæknir sagði í samtali við Fréttastofu RÚV gær að hún teldi að herða ætti fjöldatakmarkanir.
Um 4,5 milljarðar út úr ferðaábyrgðasjóði
Stefnt er að því að opna fyrir umsóknir í nýjan ferðaábyrgðasjóð í þessari viku. Ferðamálastjóri býst við því að um hundrað ferðaskrifstofur sæki um lán til að endurgreiða pakkaferðir. Í heild eigi lánveitingarnar eftir að nema um 4,5 milljörðum króna. 
Svart útlit í minkarækt eftir hrun á skinnamörkuðum
Hrun varð í sölu minkaskinna í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru og talsmaður íslenskra minkabænda segir útlitið afar svart. Ríkisstjórnin samþykkti nýlega að styrkja greinina um 80 milljónir króna á þessu ári.
13.07.2020 - 13:22
Morgunútvarpið
Minna um niðurgangspestir og eyrnabólgur vegna COVID-19
Mikið hefur dregið úr niðurgangspestum, öndunarfærasýkingum og eyrnabólgu hjá börnum vegna breyttrar hegðunar fólks. Þetta segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Íslendingar verði að læra að lifa með veirunni og breyta hugsanagangi sínum og ferðast minna.
08.07.2020 - 10:29
Heimskviður
Ný heimsmynd rís á tímum kórónaveirunnar
Bandaríkin eru hnignandi veldi og Kína rísandi í nýrri heimsmynd sem er að verða til á tímum kórónaveirunnar. Þetta segir Vera Knútsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna og Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, sem segir ennfremur að erfitt sé að sjá fyrir hvaða áhrif veiran hefur en að hún ætti að ýta undir meiri alþjóðahyggju.
16.05.2020 - 09:00
Hertum aðgerðum aflétt á Vestfjörðum
Hertum aðgerðum vegna kórónuveirunnar á norðanverðum Vestfjörðum hefur verið aflétt og gilda nú sömu reglur um samkomubann þar og annarsstaðar á landinu. Umdæmissóttvarnarlæknir Vestfirðinga segir það samstöðu íbúanna að þakka að geta nú stigið þetta skref.
Strandveiðar allt árið á meðan kórónu-áhrifa gætir
Landssamband smábátaeigenda vill að strandveiðar, sem nú eru takmarkaðar við fjóra mánuði ársins, verði heimilaðar allan ársins hring á meðan áhrifa farsóttarinnar gætir. Það sé kjörið tækifæri til að bæta atvinnuástand og afla aukinna tekna í þjóðarbúið.
27.04.2020 - 13:13
Önnur bylgja óhjákvæmileg - en verður minni
Önnur bylgja faraldurisins er óhjákvæmileg, segir prófessor í faraldsfræði smitsjúkdóma hjá Johns Hopkins háskólasjúkrahúsinu í Bandaríkjunum. Hún verði þó minni en það sem heimurinn glímir nú við.  Allt að átján mánuðir séu í bóluefni - en sjúkdómurinn verði viðvarandi þangað til. 
22.04.2020 - 22:25
Dökkt útlit í ferðaþjónustu sem byggir mest á sumrinu
Óttast er að fjöldi fyrirtækja í ferðaþjónustu, sem að mestu treystir á viðskipti yfir sumarið, verði gjaldþrota. Aðgerðir stjórnvalda sem kynntar voru í gær dugi aðeins í skamman tíma, en þessi fyrirtæki hafi þegar tapað viðskiptum í heilt ár.
Komur 100 skemmtiferðaskipa verið afboðaðar
Komur um eitthundrað skemmtiferðaskipa hafa nú verið afboðaðar í þeim þremur höfnum hér á landi sem taka á móti flestum skipum. Komur í maí og júní hafa nær alfarið þurrkast út og mikil óvissa ríkir um næstu mánuði þar á eftir.
Stöðufundur á Vestfjörðum
Samstaðan lykillinn að því komast út úr ástandinu
Umdæmislæknir á Vestfjörðum segir veiruna lúmskari en talið var og ítrekar að einkennalítið fólk eigi ekki að mæta í vinnu. Langflest tilfelli á norðanverðum Vestfjörðum eru í tveimur meginklösum sem má rekja til Reykjavíkur. Forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða ítrekar að heimsóknarbann þýði ekki að það sé tveggja metra reglan sem gildi.
Upp í 40% án atvinnu á svæðum sem háð eru ferðaþjónustu
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur falið Byggðastofnun að kanna sérstaklega atvinnuástand á landsvæðum þar sem ferðaþjónusta er mikilvæg. Þar hafa sveitarfélög kallað eftir sérstakri aðkomu ríkisins. Spáð er ríflega 40 prósenta atvinnuleysi í apríl þar sem útlitið er verst hjá sveitarfélögum sem treysta einkum á ferðaþjónustu.
17.04.2020 - 13:38
Gæti stefnt í 25% atvinnuleysi í Skútustaðahreppi
Stefnt gæti í 25 prósenta atvinnuleysi í Skútustaðahreppi á næstu mánuðum ef versta spá gengur eftir. Þá gætu útsvarstekjur dregist saman um 130 milljónir króna sem eru tæp 22 prósent af heildartekjum sveitarfélagsins.