Færslur: Heimsfaraldur

Myndskeið
Engin kröfuganga 1. maí en vonir um skrúðgöngu 17. júní
Engin kröfuganga verður farin 1. maí, en hjá Reykjavíkurborg er vonast til að hægt verði að blása til skrúðgöngu 17. júní. Bjartsýni ríkir um að hægt verði að halda fjöldasamkomur síðsumars, en óvissan er enn talsverð.
22.04.2021 - 19:04
Geta og þekking verður að vera til í glímu við faraldra
Íslensk erfðagreining byrjaði í gær að boða fólk í handahófsskimanir vegna hópsýkinganna sem nú hafa komið upp.
Kári vill herða samkomutakmarkanir á ný
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir lífsnauðsynlegt að herða samkomutakmarkanir á ný í ljósi vaxandi fjölda smita á undanförnum dögum.
19.04.2021 - 08:52
Yngra fólk fleira en eldra á gjörgæsludeildum Brasilíu
Fjöldi COVID-19 sjúklinga yngri en 40 ára varð í mars í fyrsta sinn fjölmennari á gjörgæsludeildum í Brasílíu en elsti aldurshópurinn. Þetta leiðir ný rannsókn sem Samtök gjörgæslulækninga í Brasilíu gerði í ljós.
11.04.2021 - 17:36
Sektaðir fyrir að fara út að borða í trássi við reglur
Yfir hundrað veitingahúsagestir í París voru sektaðir seint í gær fyrir að snæða á leynilegum veitingastað og brjóta þannig gegn sóttvarnareglum sem eru í gildi í Frakklandi. Umsjónarmenn veitingahússins voru handteknir. 
10.04.2021 - 14:22
Lokaatlagan í glímunni við faraldurinn er framundan
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir baráttuna við heimsfaraldur vera eins og að klífa mjög hátt fjall. Straumhvörf séu um þessar mundir með bólusetningum og leiðarendinn nálgist. Á síðari hluta ársins taki því við allt annar veruleiki. 
Landspítalinn á hættustig
Starfsemi Landspítalans verður færð á hættustig á miðnætti í ljósi fjölgunar COVID-smita að undanförnu. Hann er nú á óvissustigi. Þegar spítalinn er á hættustigi er starfað eftir viðbragðsáætlun vegna farsóttar og viðbragðsstjórn og farsóttanefnd koma saman reglulega. Hver sjúklingur má þá aðeins fá einn gest daglega og má gesturinn aðeins stoppa við í eina klukkustund. 
Myndskeið
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi á miðnætti
Ríkisstjórn Íslands boðaði til fréttamannafundar í Hörpu klukkan 15 í dag vegna stórra hópsmita kórónuveirunnar. Forysta ríkisstjórnarinnar kynnir breyttar sóttvarnaráðstafanir og reglur til þess að stemma stigu við fjölgun smita.
24.03.2021 - 14:41
Tvö innanlandssmit - voru ekki í sóttkví
Tvö COVID smit innanlands voru greind í gær og var fólkið ekki í sóttkví. 16 manns eru í einangrun með sjúkdóminn í dag. 107 eru í sóttkví. Nýgengi smita er nú 1,6. Eitt smit var greint í gær í seinni skimun eftir komu til landsins. 1.581 fór í einkennasýnatöku í gær. Flestir eru í sóttkví á höfuðborgarsvæðinu, 97 manns. Einn er í sóttkví á Suðurnesjum, fimm á Suðurlandi, tveir á norðurlandi eystra, og einn á Vestfjörðum og einn á Vesturlandi.
09.03.2021 - 10:54
Starfsmaður Hagkaups með COVID-19
Starfsmaður Hagkaups í Garðabæ greindist í gær með COVID-19, að því er greint er frá á Facebook-síðu fyrirtækisins. Starfsmaðurinn vinnur við áfyllingar á nóttunni og var síðast við störf aðfaranótt laugardags og sunnudags. Hann var lítið sem ekkert í samskiptum við viðskiptavini, bar grímu og fór eftir öllum sóttvarnarreglum, segir í tilkynningunni.
09.03.2021 - 09:50
Fréttaskýring
„Það má segja að heimurinn hafi snúist á hvolf“
„Manni finnst einhvern veginn að það sé miklu lengra síðan þetta gerðist allt saman,“ segir Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir á Landspítala og prófessor í smitsjúkdómalækningum við læknadeild Háskóla Íslands. „Í raun má segja að heimurinn hafi snúist á hvolf.“
28.02.2021 - 08:45
Spegillinn
Bretar klára að bólusetja í ágúst
Næst á eftir Ísrael hefur hvergi verið bólusett hærra hlutfall af landsmönnum en í Bretlandi. Í ágúst er þess vænst að búið verði að bólusetja alla Breta tvisvar sinnum. Hægt og bítandi er því að verða til bæði þekking á og reynsla af þeim bóluefnum, sem eru notuð en mörgum Bretum finnst ganga hægt að upplýsa um hvað verði svo.
Viðtal
Búast ekki við örtröð í farsóttarhúsi með nýjum reglum
Starfsfólk farsóttarhússins er undirbúið undir breytingar á reglum á landamærunum sem taka gildi á föstudag og kveða á um að hægt verði að senda fólk í farsóttarhús ef það getur ekki gefið upp dvalarstað eða ef vafi leikur á að það ætli að fara í sóttkví. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa, hefur ekki áhyggjur af því að álagið aukist mikið enda hafi verið þrengt mjög að ferðalöngum.
16.02.2021 - 18:05
Nýja Sjáland krefst COVID-vottorðs af ferðalöngum
Nýja Sjáland bættist í dag í hóp þeirra ríkja sem krefjast þess að ferðamenn sem þangað koma framvísi vottorði um neikvætt COVID-19 próf. Frá og með næsta mánudegi þurfa ferðamenn á leið til Nýja Sjálands að framvísa vottorði áður en þeir fara um borð í flugvélina.
19.01.2021 - 10:51
Írar og Íslendingar í svipuðum takti fram að aðventu
Thor Aspelund, líftölfræðingur segir að bylgjur faraldursins á Írlandi og Íslandi hafi legið í svipuðum takti þangað til um aðventuna þegar Írar slökuðu á en Íslendingar ekki. Thor fer yfir spálíkan og samanburð við önnur lönd á Læknadögum sem nú standa yfir. 
19.01.2021 - 09:24
Of margir óvissuþættir til að geta gert líkan
Óvíst er hvenær nýtt spálíkan fyrir þróun COVID-19 faraldursins verður gefið út. Of margir óvissuþættir eru uppi til þess að hægt sé að gera slíkt líkan með áreiðanlegum hætti. Þetta segir Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands og einn af ábyrgðarmönnum COVID-19 spálíkans Háskóla Íslands.
Í stöðugu sambandi við Breta vegna nýs COVID afbrigðis
Fulltrúar Alþjóða heilbrigðismálastofnuninnar eru í stöðugu sambandi við fulltrúa breskra stjórnvalda vegna nýs afbrigðis af COVID-19 sem greint hefur verið í Bretlandi.
20.12.2020 - 11:33
Landspítali undirbýr afléttingu neyðarstigs
Landpítali hefur hafið undirbúning að afléttingu neyðarstigs sem var lýst yfir 25. október. Stefnt er að því að færa spítalann á hættustig á morgun. Þetta er gert í kjölfar mats viðbragsstjórnar og farsóttanefndar spítalans um að tök hafi náðst á hópsmitinu sem kom upp á Landakoti og að spítalinn sé í stakk búinn að starfa á hættustigi.
Smitum fjölgar enn við Eyjafjörð – SAk í viðbragðsstöðu
Fjölgað hefur um tvo í einangrun á Norðurlandi eystra frá því í gær. Fólki í sóttkví hefur fækkað talsvert. Sérstök aðstaða hefur verið útbúin á Sjúkarhúsinu á Akureyri til að takast á við COVID-19.
22.10.2020 - 15:46
Farsóttin ágerist, beðið eftir bóluefni
Nærri 1,1 milljón manna hefur nú látist í kórónuveirufarsóttinni um heim allan. Víðast er faraldurinn í örum vexti og alls óvíst hvenær eða hvort bóluefni gegn veirunni verður tiltækt. Flest hafa látist í Bandaríkjunum, tæplega 220 þúsund, rúmlega 150 þúsund í Brasilíu og 111 þúsund á Indlandi. Í Evrópu hafa flestir látist í Bretlandi, rúmlega 43 þúsund, og rúmlega 36 þúsund á Ítalíu. Þessar tölur eru allar frá John Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum.
„Manni er vissulega verulega brugðið“
Líkamsræktarstöðvum verður gert að loka á mánudaginn samkvæmt hertum sóttvarnaaðgerðum sem taka þá gildi. Eigendur þeirra hafa orðið fyrir verulegum tekjumissi það sem af er ári vegna lokana og sóttvarnaráðstafana. Þröstur Jón Sigurðsson, einn eigenda Sporthússins i Kópavogi, segir þetta verulegt áfall, þó að vissulega styðji hann ákvarðanir sóttvarnayfirvalda.
Tvö innanlandssmit – hvorugur í sóttkví
Tvö kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Hvorugur þeirra sem greindist var í sóttkví. Eitt virkt smit greindist við landamærin í gær og beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælinga úr tveimur skimunum þar. Enginn er á sjúkrahúsi með COVID-19.
14.09.2020 - 11:20
Metfjöldi smita á Spáni
Hátt í tíu þúsund og átta hundruð kórónuveirusmit greindust á Spáni síðastliðinn sólarhring. Þau hafa ekki verið fleiri á einum degi þar í landi frá því að farsóttin braust þar út, að því er kemur fram í frétt spænska dagblaðsins El Pais. Þrátt fyrir að önnur bylgja faraldursins sé á uppleið tóku skólar að nýju til starfa í þessari viku eftir að hafa verið lokaðir síðastliðna sex mánuði.
11.09.2020 - 10:41
Morgunvaktin
„Það er bóluefni á leiðinni“
Um 200 bóluefni við COVID-19 eru í þróun og vinna við tíu þeirra er komin mjög langt. Þetta segir  Ásgeir Haraldsson prófessor í læknisfræði við Háskóla Íslands.  
02.09.2020 - 08:29
Undirbúa rannsóknastofu fyrir COVID-19 sýni á Akureyri
Nú er unnið að opnun veirurannsóknastofu hjá Sjúkarhúsinu á Akureyri til að rannsaka og greina sýni vegna COVID-19. Öll sýni utan af landi eru í dag send með flugi til Reykjavíkur og geta liðið allt að tveir sólarhringar þar til niðurstaða fæst.