Færslur: Heimsfaraldur

Íhuga að flytja sjúklinga með COVID-19 úr landi
Heilbrigðiskerfið í Rúmeníu riðar til falls nú í fjórðu bylgju heimsfaraldurs COVID-19. Um 1.600 manns eru sagðir vera á bið eftir gjörgæsluplássum og heilbrigðisstarfsfólk segir að pláss losni aðallega á spítölum vegna dauðsfalla. Á föstudag létust 385 manns vegna faraldursins í landinu, sem er mesti fjöldi til þessa. Yfirvöld í landinu segjast í fyrsta sinn frá upphafi faraldursins vera að leita leiða til þess að flytja sjúklinga úr landi svo þeir hafi aðgang að heilbrigðisþjónustu.
10.10.2021 - 10:54
22 greind með covid í gær - 8 utan sóttkvíar
22 voru greindir með COVID-19 í gær. Af þeim voru 14 í sóttkví en 8 utan sóttkvíar. Tíu voru fullbólusettir en 12 óbólusettir. Nýgengi smita síðustu tvær vikur á hverja 100.000 íbúa er 238,3. Þetta eru öllu færri en voru greindir með smit í fyrradag en þá voru þau 52 talsins. 10 eru á spítala með sjúkdóminn en enginn á gjörgæslu. Ef frá er talin landamæraskimun voru tekin 1.623 sýni í gær.
05.09.2021 - 10:56
Eyðsla innanlands mikil í sögulegum samanburði
Eftirspurn eftir vörum og þjónustu innanlands hélst sterk í faraldrinum, bæði í sögulegum og alþjóðlegum samanburði, að því er segir í skýrslu fjármála- og efnahagsráðuneytis um árangur og ávinning af aðgerðum stjórnvalda til að mæta efnahagslegum áhrifum í faraldrinum.
04.09.2021 - 11:24
Heimilisofbeldi kann að stigmagnast hraðar en áður
Hátt í fimmhundruð og áttatíu tilkynningar um heimilisofbeldi bárust lögreglu á fyrstu sex mánuðum ársins, sem er um hundrað og tuttugu fleiri en á sama tíma árið 2019. Tilkynningum til lögreglu um heimilisofbeldi hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu sjö árum og á fyrri helmingi þessa árs hefur verið tilkynnt um fjórðungi fleiri tilvik en að meðaltali á fyrrii hluta síðustu fimm ára.
Um 300 manns á dag mæta í bólusetningu
Um þrjú hundruð mæta í bólusetningu gegn COVID-19 á Suðurlandsbraut á degi hverjum, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Það séu þá alls konar hópar sem mæti í bólusetningu; óbólusettir, hálfbólusettir og þeir sem fengu bóluefni Janssens og vilja örvunarskammt. Barnshafandi konur og nýbakaðar mæður hafa jafnframt verið að mæta.
30.08.2021 - 17:35
Átta fyrstu bekkingar smitaðir á Ísafirði
Fjórir nemendur til viðbótar í 1. bekk í Grunnskólanum á Ísafirði hafa greinst með kórónuveiruna. Smitin eru því orðin átta alls, öll í 1. bekk. Umfangsmikil sýnataka fór fram á Ísafirði í gær og lágu niðurstöður fyrir í dag. Í tilkynningu frá skólanum kemur fram að há gildi séu í sýnunum og að búist sé við að smitum fjölgi.
30.08.2021 - 16:03
Neikvætt hraðpróf styttir hvorki sóttkví né einangrun
Hraðpróf, eða sjálfspróf, koma hvorki í stað sóttkvíar né stytta hana. Það sama á við um einangrun. Sóttkví vegna nándar við covid-smitaðan einstakling varir enn í, að minnsta kosti, sjö daga og lýkur með PCR-sýnatöku. Einangrun varir þá almennt í 14 daga og lýkur með útskrift covid-göngudeildar.
30.08.2021 - 13:39
46 smit í gær - Fækkar um einn á gjörgæslu
46 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, þar af 21 utan sóttkvíar við greiningu.
30.08.2021 - 10:55
Óttast hópsmit á Vestfjörðum - Skima 80 manns í dag
Áttatíu eru í sóttkví eftir að tveir nemendur við Grunnskólann á Ísafirði greindust með kórónuveiruna. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, telur óhætt að segja að hópsmit sé komið upp fyrir vestan. Hann staðfestir þá við fréttastofu að smitin í skólanum megi rekja til áhafnar togarans Páls Pálssonar en starfsmaður greindist þar um borð í síðustu viku.
29.08.2021 - 13:06
108 innanlandssmit - Fjölgar um tvo á gjörgæslu
Minnst 108 greindust smitaðir af COVID-19 innanlands í gær. Þar af voru 50 utan sóttkvíar eða ríflega 46% prósent smitaðra. Inniliggjandi á sjúkrahúsi eru nú 26 manns og fjölgar þeim því um einn milli daga. Sjúklingum á gjörgæsludeild hefur þá fjölgað um tvo frá því gær, en þeir eru nú 7. Nýgengi smita innanlands er nú 381,5. Þá eru 2.509 í sóttkví og 1.204 í einangrun. 
19.08.2021 - 10:56
Skora á stjórnvöld að heimila 500 manna viðburði
Samráðshópur tónlistariðnaðarins skorar á stjórnvöld að heimila samkomur í sóttvarnahólfum fyrir allt að 500 manns án nándartakmarkana. Fulltrúi samráðshópsins segir rekstrarumhverfið illþolanlegt með núverandi samkomutakmarkanir.
Reykjalundur tekur við sjúklingum frá Landspítala
Endurhæfingarmiðstöðin Reykjalundur tekur nú tímabundið við sjúklingum frá Landspítala til að auðvelda útskrift af spítalanum á tímum kórónuveirufaraldursins. Samkomulagið er liður í aðgerðum stjórnvalda til að létta undir með Landspítala og tekur samningurinn strax gildi og gildir til febrúarloka 2022.
Minnst 119 kórónuveirusmit greindust innanlands
Minnst 119 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, þar af voru 39 í sóttkví við greiningu en 80 utan sóttkvíar. Þá eru 1.302 í einangrun og 1.731 í sóttkví. Nýgengi smita innanlands er nú 420 og 5,5 á landamærum. Á sjúkrahúsi eru 27 og hefur innlögðum því fækkað um tvo frá því í gær.
12.08.2021 - 11:02
Sjónvarpsfrétt
Matsatriði hvenær gengið er of langt
Álag vegna faraldursins veldur því að helmingi færri skurðstofur eru í rekstri núna en í venjulegu ári á Landspítalanum. Yfirmaður farsóttarnefndar segir það matsatriði hvenær of langt sé gengið á aðra starfsemi spítalans.
11.08.2021 - 19:42
Meðalaldur innlagðra af völdum veirunnar rúmlega 50 ár
Meðalaldur þeirra sem smitast af kórónuveirunni er rúmlega 30 ár en þeirra sem þurfa á sjúkrahúsinnlögn að halda rúmlega 50 ár. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki tímabært á slaka á sóttvörnum og að fylgjast þurfi með þróun mála á Landspítalanum.
Minnst 84 smit í gær og flestir utan sóttkvíar
Minnst 84 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og einn á landamærum. Þá voru ríflega 71% smitaðra utan sóttkvíar eða 60 af 84. Nú eru 1755 í sóttkví og 1376 í einangrun. Nýgengi innanlands er 423,0 og 5,2 á landamærum.
11.08.2021 - 11:07
Minnisblað sóttvarnalæknis: Viðbragðskerfin við þolmörk
Í minnisblaði sem Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sendi heilbrigðisráðherra á mánudag kemur fram að ekki sé tímabært að aflétta aðgerðum innanlands í ljósi aðstæðna. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær framlengingu núgildandi sóttvarnaaðgerða um tvær vikur, eða til föstudagsins 27.ágúst.
Sjónvarpsfrétt
Markmiðið ennþá að halda veirunni í skefjum
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í umræðuþættinum Sprengisandi í morgun að hjarðónæmi næðist með því að leyfa kórónuveirunni að ganga án þess að spítalinn riðaði til falls.  Þórólfur, sem er í sumarfríi,  sagði í viðtali við Hólmfríði Dagnýju Friðjónsdóttur, fréttamann, að stefna sóttvarnayfirvalda væri óbreytt; að verja viðkvæma og halda veirunni í skefjum. Hann segir þá að ummæli hans í Sprengisandi á Bylgjunni hafi verið misskilin.
08.08.2021 - 21:00
Gæta þurfi að orðræðu um þriðju bólusetningu
Víða í Evrópu hefur verið rætt um þriðju umferð bólusetninga að undanförnu eða svokallaða örvunarskammta. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur þá hvatt ríki til þess að bíða með þriðju bólusetninguna. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði meðal annars í umræðuþættinum Sprengisandi í morgun að nú væri helsta áskorun okkar að hefja örvunarbólusetningar hjá ákveðnum hópum. Þó sé ekki í forgangi að bjóða almenningi upp á þriðju bólusetninguna.
08.08.2021 - 19:09
„Þurfum að leyfa veirunni að ganga“
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir okkur þurfa að ná hjarðónæmi í samfélaginu með því að leyfa kórónuveirunni að ganga án þess að spítalakerfið riði til falls. Nú sé helsta áskorunin að gefa þeim hópum sem hafa svarað bólusetningu illa, örvunarskammta. Þá er meðal annars átt við þá sem fengu bóluefni Janssen, eldra fólk og einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma. Ekki sé í forgangi að bjóða almenningi upp á þriðja skammt bóluefnis.
08.08.2021 - 14:22
Sjónvarpsfrétt
„Auðvitað gerum við kröfur um að kerfið þoli meira“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn Almannavarna segir að heilbrigðiskerfið ætti að þola meira en það gerir. Fara þurfi vel yfir kerfið til framtíðar þegar faraldrinum lýkur. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur að harðar innanlandsaðgerðir myndu tefja fyrir því að þjóðin myndi hjarðónæmi.
07.08.2021 - 19:28
Enn nokkurt jafnvægi milli innlagna og útskrifta
Fjórtán liggja nú á smitsjúkdómadeild Landspítalans með COVID-19 og tveir á gjörgæslu ef miðað er við stöðuna á hádegi í dag. Til stendur að útskrifa nokkra sjúklinga síðar í dag og jafnframt er búist við innlögnum á móti. Það er því nokkuð jafnvægi á milli innlagna og útskrifta eins er, að sögn Más Kristjánssonar, formanns farsóttarnefndar Landspítalans.
03.08.2021 - 13:02
Nær allir bólusettir hafa sloppið við alvarleg einkenni
Meðal bólusettra Bandaríkjamanna hafa 99,999% hvorki þurft á sjúkrahúsinnlögn að halda né látist af völdum veirunnar. Þetta sýna nýjustu útreikningar bandarísku sóttvarnastofnunarinnar, CDC, sem byggðir eru á tölum frá 26.júlí en voru birtir um helgina.
02.08.2021 - 15:37
Viðbúnaður í Vestmannaeyjum og víðar um land
Yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum á von á því að stórir hópar brottfluttra Eyjamanna flykkist heim um helgina auk gesta. Þó að Þjóðhátíð hafi formlega verið aflýst komi fjölskyldur og vinahópar saman og haldi í hefðina. Aukinn viðbúnaður verður hjá lögreglu um helgina og þrefalt fleiri á vakt en alla jafna. Flestar hátíðir hafa verið blásnar af og víða býst lögregla við rólegri verslunarmannahelgi, viðbúnaður hefur þó verið aukinn á sumum stöðum og bætt í umferðareftirlit.
Sjónvarpsfrétt
Smitsjúkdómadeild breytt í covid-deild
Í morgun var tekin ákvörðun um að rýma smitsjúkdómadeild Landspítala og breyta henni í covid-deild. Áður hefur verið gripið til þess ráðs í fyrri bylgjum faraldursins. Sigríður Gunnarsdóttir, starfandi forstjóri Landspítala, segir það vera snúið úrlausnarefni fyrir spítalann að finna næg legurými fyrir þá sem þurfa að leggjast inn á spítalann.
28.07.2021 - 21:01