Færslur: Heimkomusmitgát

Sjömenningarnir með annað afbrigði veirunnar
Sjömenningarnir sem svikust undan heimkomusmitgát og greindust með COVID-19 á föstudag voru með annað afbrigði veirunnar en hefur áður verið greint hérlendis.
17.08.2020 - 12:27
Færeyjar skyldu fara að dæmi Íslands við skimun
Kórónuveirusmitum hefur fjölgað nokkuð í Færeyjum undanfarnar vikur. Ferðafólki hefur ekki verið skipað í sóttkví meðan beðið er niðurstöðu síðari skimunar.
17.08.2020 - 12:20
Vilja laun í heimkomusmitgát
Bandalag háskólamanna krefst þess að ríkisstarfsmenn sem ekki geta mætt til vinnu á meðan þeir viðhafa heimkomusmitgát fái greidd laun. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir heimkomusmitgát sambærilega sóttkví og engu máli skipta þótt starfsfólk ákveði sjálft að fara í frí til útlanda. 
Myndskeið
Skoðað að skima alla landsmenn tvisvar við heimkomu
Sóttvarnarlæknir segir til skoðunar að allir búsettir hér verði að sæta heimkomusmitgát við komuna til landsins og fara tvisvar í sýnatöku. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að málið sé metið nú og hvort unnt sé að auka afkastagetu í sýnatöku og rannsóknum. Þórólfur segir viðbúið að fleiri smit greinist daglega næstu daga.
Myndskeið
Ef ekkert heyrist í sólarhring er sýnið neikvætt
Á næstu dögum verður upplýsingagjöf til þeirra sem fara í skimun á landamærum breytt. Þá verða upplýsingar um fjölda smita uppfærðar sjaldnar en áður. Þessi áform voru kynnt á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þeim síðasta sem fram fer í bili. Einn greindist með virkt smit á landamærunum í gær. Ekkert smit hefur greinst í seinni skimun hjá Íslendingum sem hafa viðhaft heimkomusmitgát.
Sýnataka eftir heimkomusmitgát opnaði í morgun
Fyrstu sýni þeirra sem verið hafa í heimkomusmitgát voru tekin í morgun þegar gamla Orkuhúsið við Suðurlandsbraut var formlega opnað. Aðeins rúm eitt þúsund sýni voru tekin í gær fyrsta daginn þar sem ferðamenn frá fjórum löndum sluppu við skimun. 
Sautján farþegavélar lenda í Keflavík í dag
Sautján farþegaflugvélar lenda á Keflavíkurflugvelli í dag, samkvæmt upplýsingum á vef Isavia. Tíu þeirra koma frá löndum sem eru á lista yfir þau lönd sem ekki eru flokkuð sem áhættusvæði vegna COVID-19.
16.07.2020 - 06:48
Allt að sólarhringsbið eftir niðurstöðu
Fólk gæti þurft að bíða allt að sólarhring eftir niðurstöðum úr seinni sýnatöku eftir heimkomu. Það á að komast í seinni sýnatöku án tafa. Ekki verða þó tekin sýni um helgar og því miðað við að fólk viðhafi smitgát í fjóra til sex daga eða þar til niðurstöður liggja fyrir. Heilsugæslustöðvar á landinu segjast vel í stakk búnar til að taka seinna sýnið.
13.07.2020 - 16:30
Viðtal
Heimkomusmitgát: „Biðjum fólk að hugsa um tilganginn“
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að kanni fólk tilganginn með reglum um heimkomusmitgát, liggi nokkuð ljóst fyrir hvað megi og hvað ekki. Frá og með deginum í dag þurfa íslenskir ríkisborgarar og fólk búsett hér að halda sig til hlés í fjóra til sex daga eftir komuna til landsins. Það er svo boðað aftur í sýnatöku.