Færslur: Heimilisofbeldi

Spegillinn
Gróft ofbeldi gegn öldruðum tilkynnt þjónustumiðstöð
Sigrún Ingvarsdóttir, félagsráðgjafi og deildarstjóri á þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, segir að starfsfólk heimaþjónustu og heimahjúkrunar verði vart við ofbeldi í garð aldraðra. Einnig hafi borist tilkynningar um mjög gróft ofbeldi og grunur um fjárhagslega misnotkun.
Tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgar um 25 prósent
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið 25 prósentum fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi það sem af er ári en að meðaltali á sama tímabili síðustu þrjú ár. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir febrúarmánuð sem var birt í dag.
18.03.2021 - 00:05
Ofbeldi gegn öldruðum er dulinn vandi
Ofbeldi gegn öldruðum er dulinn vandi, segir yfirmaður greiningadeildar Ríkislögreglustjóra. Deildin hefur birt skýrslu um málefnið. Hann segir að vekja þurfi þjóðfélagið til vitundar um vandann og að rannsaka þurfi sérstaklega ofbeldi gengu öldruðum. Í skýrslunni kemur fram að erfitt sé að meta umfang ofbeldisins þar sem aldraðir skilgreina ofbeldi á annan hátt en yngri kynslóðir. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að sextán af hundraði fólks 60 ára og eldri verði fyrir ofbeldi. 
Tuttugu konur og börn dvalið kvennaathvarfi á Akureyri
Stjórn samtaka um kvennaathvarf hefur ákveðið að framlengja tilraunaverkefni með kvennaathvarf á Akureyri út árið 2021. Frá því athvarfið opnaði um mitt síðasta ár hafa 20 konur og börn dvalið í húsinu í rúmlega 400 daga.
Um þriðjungur kvenna verið beittur ofbeldi
Um fjórðungur stúlkna og kvenna á heimsvísu hefur verið beittur ofbeldi af eiginmanni eða sambýlismanni samkvæmt umfangsmikilli rannsókn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Rannsóknin er sú stærsta sinnar tegundar hingað til. Þegar ofbeldi af hálfu annarra er bætt við hefur um þriðjungur kvenna yfir fimmtán ára aldri í heimnum verið beitt einhvers konar líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi.
22% fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi
Tilkynningar um heimilisofbeldi, til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, eru 22 prósentum fleiri það sem af er þessu ári, en að meðaltali á sama tíma síðustu þrjú ár. Alls bárust 75 tilkynningar um heimilisofbeldi í janúar, til samanburðar voru þær 65 í janúar í fyrra. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglunnar.
Braut 96 sinnum gegn nálgunarbanni
Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um ofbeldi gagnvart sambýliskonu sinni og barnungri dóttur hennar. Í dómi héraðsdóms segir að maðurinn hafi áður verið dæmdur fyrir ofbeldi gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni. Þá hafi hann tveimur árum síðar verið dæmdur fyrir að brjóta alls 96 sinnum gegn nálgunarbanni gagnvart sömu konu. Þann dóm hlaut maðurinn 2019 og var hann skilorðsbundinn. Rökstuddur grunur sé um að hann hafi nú rofið skilorð. 
110 börn dvöldu í Kvennaathvarfinu í fyrra
138 konur og 110 börn dvöldu í Kvennaathvarfinu á árinu 2020 um lengri eða skemmri tíma. Lengd dvalarinnar var allt frá einum degi upp í 174 daga. Konur frá löndum utan EES svæðisins eru líklegri til að snúa aftur heim til ofbeldismanna en íslenskar konur.
„Kannski myndu allir gjarnan vilja vera annars staðar“
Átta konur og fimmtán börn dvelja í Kvennaathvarfinu yfir jólin. Öll hafa þau dvalið þar í nokkurn tíma og Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra athvarfsins, segir að margir hafi hugsað hlýlega til þeirra um hátíðarnar.
25.12.2020 - 17:20
Frakkland
3 lögreglumenn drepnir í útkalli vegna heimilisofbeldis
Þrír franskir lögreglumenn voru skotnir til bana og sá fjórði særður í Puy-de-Dóme-héraði Mið-Frakklandi í nótt. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir heimildarmönnum hjá embætti saksóknara. Lögreglumennirnir voru kallaðir út vegna heimilisofbeldis.
23.12.2020 - 06:47
Myndskeið
Líklega óvenjumörg börn í Kvennaathvarfinu um jólin
Óvenjumörg börn dvelja í Kvennaathvarfinu um jólin, ef fram heldur sem horfir. Framkvæmdastýra athvarfsins segir að fleiri konur nefni ofbeldi gegn börnum sem eina ástæðu þess að þær flýja heimili sín. Tilkynningar til barnaverndarnefnda vegna ofbeldis gegn börnum á fyrstu tíu mánuðum þessa árs eru fleiri en yfir allt árið, síðustu fjögur ár.
12.12.2020 - 19:00
Erilsöm nótt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
Nokkuð annasamt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Í dagbók lögreglu er að finna áttatíu og fjórar skráningar og alls gista ellefu manns fangageymslur.
Myndskeið
Þeir sem verða fyrir ofbeldi þurfa 1-2 ára endurhæfingu
Brýnt er að stuðningur við þá sem verða fyrir ofbeldi sé til lengri tíma en nú er. Þetta segir hjúkrunarfræðingur sem rannsakar afleiðingar ofbeldis. Sumir þurfi endurhæfingu í eitt til tvö ár.
30.11.2020 - 22:27
Viðtal
Áralangri baráttu við brotið og bogið kerfi loks lokið
Rúmlega fimm ára baráttu Rúnu Guðmundsdóttur við kerfið lauk á föstudag þegar Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrrverandi sambýlismann hennar til þess að greiða henni skaðabætur vegna heimilisofbeldis. Hún segir baráttuna hafa verið erfiða en nauðsynlega, því kerfið sé brotið og bogið. 
Auðskilið mál
Tikynningum um heimilisofbeldi fjölgar
Fleiri tilkynningar hafa borist um heimilisofbeldi á þessu ári en á sama tíma síðustu þrjú ár á undan.
Heimilisofbeldi á Grikklandi hjúpað þagnarmúr
Að sögn sérfræðinga er barátta gegn heimilisofbeldi á Grikklandi mjög skammt á veg kominn og landið stendur langt að baki öðrum Evrópuþjóðum hvað varðar þann málaflokk.
23.11.2020 - 06:26
Umsáturseinelti refsivert samkvæmt nýju frumvarpi
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi sínu þar sem umsáturseinelti verður gert saknæmt. Það verði gert með því að bæta nýrri lagagrein þar að lútandi í núgildandi hegningarlög.
Myndskeið
Ofbeldi eykst töluvert – Neyðarlínan opnar netspjall
Gögn sýna fram á að ofbeldi jókst samhliða því að kórónuveirufaraldurinn braust hér út í vor eins og búist var við. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að tilkynningum til lögreglu um ofbeldi hafi fjölgað um 14% milli ára.
Áhyggjufull vegna 800 tilkynninga um heimilisofbeldi
Í lok ágúst var búið að tilkynna um 800 mál tengd heimilisofbeldi til lögreglu á árinu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að málum hafi fjölgað í kórónuveirufaraldrinum. Skerpt hafi verið á viðbrögðum lögreglu hér á landi, en hún hafi sannarlega áhyggjur af þróuninni.
21.09.2020 - 17:35
Spegillinn
Heimilisofbeldi meinsemd í spænsku samfélagi
Meirihluti allra kvenna á Spáni hefur verið beittur ofbeldi af karlmanni einhvern tímann á lífsleiðinni. 40 prósent kvenna hafa verið áreittar kynferðislega og í meirihluta tilfella þekkja konurnar ofbeldismanninn. Jafnréttisráðuneytið á Spáni kynnti niðurstöður viðamikillar könnunar í lok síðustu viku undir titlinum „Ofbeldi gegn konum“. Ráðuneytið ætlar að grípa til aðgerða til að ráðast til atlögu við þessa meinsemd í spænsku samfélagi.
18.09.2020 - 07:14
Fræðsluefni skortir fyrir konur sem flytja til Íslands
Konur af erlendu bergi brotnar, sem búsettar eru á Íslandi, skortir upplýsingar um réttindi sín. Gerendur í ofbeldi gegn þeim nýta sér jafnvel þekkingarskort þeirra. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Samtaka um kvennaathvarf.
Nauðsynlegt að óska eftir því að lokað sé fyrir símtöl
Fara þarf fram á það við fangelsismálayfirvöld sérstaklega, að lokað sé fyrir að fangar geti hringt í ákveðin símanúmer úr fangelsum. Fangelsisstjórinn á Hólmsheiði segir að slíkar beiðnir berist mjög reglulega.
Kastljós í heild sinni
Vildi ekki að lífið væri búið fyrir tvítugt
Kamilla Ívarsdóttir, 18 ára stúlka sem varð fyrir stórfelldri árás af hálfu þáverandi kærasta síns í fyrra, hefur kært sama mann fyrir grófa líkamsárás stuttu eftir að hann losnaði úr fangelsi. Maðurinn sætir ákæru fyrir ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, en hann hringdi 122 sinnum í Kamillu úr fangelsinu á Hólmsheiði og sendi fólk úr fangelsinu með bréf til hennar. Slökkt var á öllum myndavélum við höfnina í Reykjavík þegar hann réðst á hana.
10.09.2020 - 19:59
Hringdi 122 sinnum úr fangelsissímanum á Hólmsheiði
Kamilla Ívarsdóttir, 18 ára stúlka sem varð fyrir stórfelldri líkamsárás af hálfu fyrrum kærasta síns í fyrra, hefur kært sama mann fyrir grófa líkamsárás gegn sér stuttu eftir að hann losnaði úr fangelsi. Maðurinn sætir ákæru fyrir ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, en hann hringdi 122 sinnum í Kamillu úr fangelsinu á Hólmsheiði.
10.09.2020 - 19:00
Myndskeið
„Ég í rauninni man ekkert eftir þessu kvöldi“
Kamilla Ívarsdóttir þríbrotnaði í andliti og er með gervikinnbein eftir að þáverandi kærasti hennar réðst á hana í október 2019. Kamilla var þá aðeins sautján ára gömul. Maðurinn fékk tólf mánaða dóm fyrir líkamsárásina, en sat aðeins inni í fimm og losnaði úr fangelsi nokkrum dögum eftir að dómurinn féll.
10.09.2020 - 17:17