Færslur: Heimilisofbeldi

Umsáturseinelti refsivert samkvæmt nýju frumvarpi
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi sínu þar sem umsáturseinelti verður gert saknæmt. Það verði gert með því að bæta nýrri lagagrein þar að lútandi í núgildandi hegningarlög.
Myndskeið
Ofbeldi eykst töluvert – Neyðarlínan opnar netspjall
Gögn sýna fram á að ofbeldi jókst samhliða því að kórónuveirufaraldurinn braust hér út í vor eins og búist var við. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að tilkynningum til lögreglu um ofbeldi hafi fjölgað um 14% milli ára.
Áhyggjufull vegna 800 tilkynninga um heimilisofbeldi
Í lok ágúst var búið að tilkynna um 800 mál tengd heimilisofbeldi til lögreglu á árinu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að málum hafi fjölgað í kórónuveirufaraldrinum. Skerpt hafi verið á viðbrögðum lögreglu hér á landi, en hún hafi sannarlega áhyggjur af þróuninni.
21.09.2020 - 17:35
Spegillinn
Heimilisofbeldi meinsemd í spænsku samfélagi
Meirihluti allra kvenna á Spáni hefur verið beittur ofbeldi af karlmanni einhvern tímann á lífsleiðinni. 40 prósent kvenna hafa verið áreittar kynferðislega og í meirihluta tilfella þekkja konurnar ofbeldismanninn. Jafnréttisráðuneytið á Spáni kynnti niðurstöður viðamikillar könnunar í lok síðustu viku undir titlinum „Ofbeldi gegn konum“. Ráðuneytið ætlar að grípa til aðgerða til að ráðast til atlögu við þessa meinsemd í spænsku samfélagi.
18.09.2020 - 07:14
Fræðsluefni skortir fyrir konur sem flytja til Íslands
Konur af erlendu bergi brotnar, sem búsettar eru á Íslandi, skortir upplýsingar um réttindi sín. Gerendur í ofbeldi gegn þeim nýta sér jafnvel þekkingarskort þeirra. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Samtaka um kvennaathvarf.
Nauðsynlegt að óska eftir því að lokað sé fyrir símtöl
Fara þarf fram á það við fangelsismálayfirvöld sérstaklega, að lokað sé fyrir að fangar geti hringt í ákveðin símanúmer úr fangelsum. Fangelsisstjórinn á Hólmsheiði segir að slíkar beiðnir berist mjög reglulega.
Kastljós í heild sinni
Vildi ekki að lífið væri búið fyrir tvítugt
Kamilla Ívarsdóttir, 18 ára stúlka sem varð fyrir stórfelldri árás af hálfu þáverandi kærasta síns í fyrra, hefur kært sama mann fyrir grófa líkamsárás stuttu eftir að hann losnaði úr fangelsi. Maðurinn sætir ákæru fyrir ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, en hann hringdi 122 sinnum í Kamillu úr fangelsinu á Hólmsheiði og sendi fólk úr fangelsinu með bréf til hennar. Slökkt var á öllum myndavélum við höfnina í Reykjavík þegar hann réðst á hana.
10.09.2020 - 19:59
Hringdi 122 sinnum úr fangelsissímanum á Hólmsheiði
Kamilla Ívarsdóttir, 18 ára stúlka sem varð fyrir stórfelldri líkamsárás af hálfu fyrrum kærasta síns í fyrra, hefur kært sama mann fyrir grófa líkamsárás gegn sér stuttu eftir að hann losnaði úr fangelsi. Maðurinn sætir ákæru fyrir ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, en hann hringdi 122 sinnum í Kamillu úr fangelsinu á Hólmsheiði.
10.09.2020 - 19:00
Myndskeið
„Ég í rauninni man ekkert eftir þessu kvöldi“
Kamilla Ívarsdóttir þríbrotnaði í andliti og er með gervikinnbein eftir að þáverandi kærasti hennar réðst á hana í október 2019. Kamilla var þá aðeins sautján ára gömul. Maðurinn fékk tólf mánaða dóm fyrir líkamsárásina, en sat aðeins inni í fimm og losnaði úr fangelsi nokkrum dögum eftir að dómurinn féll.
10.09.2020 - 17:17
Eltihrellar í allt að fjögurra ára fangelsi
Heimilt verður að dæma eltihrella í allt að fjögurra ára fangelsi, verði frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, að lögum. Hún segir að núgildandi lög séu ekki nægileg vernd við umsáturseinelti. 
02.09.2020 - 06:56
Laus úr fangelsi en fær hvorki að fara né vera
Árið 2018 var listakonan Nara Walker dæmd í átján mánaða fangelsi hér á landi fyrir að hafa bitið bút úr tungu eiginmanns síns. Hún hefur alltaf sagt að um sjálfsvörn hafi verið að ræða en nú, tveimur árum eftir dóminn, er hún enn föst á Íslandi þrátt fyrir að vera hvorki með landvistarleyfi né kennitölu. Hún opnaði nýverið sýningu í Flæði við Vesturgötu sem byggir á reynslunni og áfallastreituröskun sem hún glímir við.
26.08.2020 - 10:20
Segir að fjöldinn segi ekki alla söguna
25 konur og börn hafa dvalið í Kvennaathvarfinu um verslunarmannahelgina, þar af leituðu fjórar konur þangað um helgina. Sigþrúður Guðmundsdóttir verkefnastýra Kvennaathvarfsins segir ekki hægt að fullyrða neitt um tíðni heimilisofbeldis um helgina út frá þessum fjölda, algengt sé að konur leiti í athvarfið eftir að nokkuð er liðið frá ofbeldinu.
Handtaka vegna heimilisofbeldis
Tvö heimilisofbeldismál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Í öðru málinu kom til handtöku og í kjölfarið vistunar í fangageymslu.
Yfir 900 stúlkur og konur hafa horfið í Perú í vor
Yfir 900 stúlkur og konur hurfu í Perú á meðan útgöngubann var þar í gildi í vor vegna kórónaveirufaldursins. Óttast er að þeim hafi verið ráðinn bani. Heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum hefur lengi verið mikið og landlægt vandamál í Perú.
Mikill glaumur á höfuðborgarsvæðinu í nótt
Hávær gleðskapur var víða í heimahúsum á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
15% fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi
Í júní skráði embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 706 hegningarlagabrot. Það voru færri brot en í maí og flest brotin voru þjófnaðir. Það sem af er ári hafa tilkynningar um hegningarlagabrot verið um 5% færri en að meðaltali undanfarinna þriggja ára. Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um 15% á milli ára og fjöldi þeirra ungmenna sem lögregla leitaði var talsvert yfir meðaltali.
Kvennaathvarf opnað nyrðra í sumarlok
Kvennaathvarf verður opnað á Akureyri í lok sumars. Hingað til hefur ekki verið neitt búsetuúrræði utan Reykjavíkur fyrir konur og börn sem ekki geta búið á heimili sínu vegna ofbeldis. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að lengi hafi staðið til að opna athvarf utan höfuðborgarsvæðisins. Tvær af hverjum tíu konum sem koma í Kvennaathvarfið í Reykjavík koma utan höfuðborgarsvæðisins.
03.07.2020 - 13:11
Íslendingar tæp 95% þeirra sem leita til Stígamóta
Alls leituðu 885 til Stígamóta í fyrra og eru Íslendingar í miklum meirihluta þeirra sem þá leituðu til samtakanna, eða 94,6%. Fram kemur í ársskýrslu samtakanna, sem kynnt var í morgun, að búast megi við að komum vegna nauðgana og kynferðisofbeldis gegn börnum fjölgi í ár, vegna kórónuveirunnar og efnahagsþrenginganna sem fylgt hafa í kjölfarið.
Ekki fleiri heimilisofbeldismál síðan 2015
Tilkynningar um heimilisofbeldi voru 106 í maí. Ekki hafa borist fleiri tilkynningar í einum mánuði frá 2015. Næstflestar tilkynningar bárust í apríl þegar málin voru 101. Þetta sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra á Alþingi í gær.
Gæsluvarðhald vegna heimilisofbeldis fellt úr gildi
Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tvítugum karlmanni sem var handtekinn fyrir heimilisofbeldi síðustu helgi. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði úrskurðað manninn í gæsluvarðhald til 26. júní á grundvelli almannahagsmuna en sá úrskurður var kærður til Landsréttar.
04.06.2020 - 18:13
Tilkynningar til barnaverndar ekki fleiri síðan 2018
Tilkynningar um heimilisofbeldi þar sem börn koma við sögu voru 46 í apríl, undanfarin tvö ár hafa þau að meðaltali verið 18 á mánuði. Framkvæmdastjóri segir það áhyggjuefni og mikilvægt sé að ræða málin opinskátt í kjölfar farsóttarinnar.
Kveikur
Aðstæður í heimilisofbeldi skelfilegar
„Ofbeldið er farið að eiga sér stað bara á virkum degi í hádeginu,“ segir lögregluvarðstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Heimilisofbeldi hefur aukist um 10% í kórónuveirufaraldrinum samkvæmt nýjum tölum ríkislögreglustjóra. Þá hefur tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgað og fleiri börn er áður hringja sjálf í barnavernd til að greina frá slæmum aðbúnaði sínum.
28.04.2020 - 07:10
Fíkniefnabrotum fækkar - heimilisofbeldi eykst
Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað miðað við sama tíma í fyrra, en fíkniefnabrotum hefur hins vegar fækkað það sem af ári. Sviðsstjóri hjá lögreglunni segir of snemmt að draga ályktanir af áhrifum kórónuveirufaraldursins og samkomubanns á afbrot. 
Tilkynningum um börn í bráðri hættu hefur fjölgað
Tilkynningum um börn í yfirvofandi hættu hefur fjölgað verulega að undanförnu hjá Barnavernd Reykjavíkur. Fleiri börn hafa tilkynnt um vanrækslu. Barnaverndarstofa hefur áhyggjur af aukningu tilkynninga um líkamlegt og andlegt ofbeldi gegn börnum. 
Neyðarsími Bjarkarhlíðar nýttist vel um páskana
Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, opnaði sérstakan neyðarsíma yfir páskana til að bregðast við aukinni hættu á heimilisofbeldi í samkomubanni. Nokkuð var um símtöl, bæði frá þolendum ofbeldis og aðstandendum þeirra.
14.04.2020 - 10:33