Færslur: Heimilisofbeldi

Segir að fjöldinn segi ekki alla söguna
25 konur og börn hafa dvalið í Kvennaathvarfinu um verslunarmannahelgina, þar af leituðu fjórar konur þangað um helgina. Sigþrúður Guðmundsdóttir verkefnastýra Kvennaathvarfsins segir ekki hægt að fullyrða neitt um tíðni heimilisofbeldis um helgina út frá þessum fjölda, algengt sé að konur leiti í athvarfið eftir að nokkuð er liðið frá ofbeldinu.
Handtaka vegna heimilisofbeldis
Tvö heimilisofbeldismál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Í öðru málinu kom til handtöku og í kjölfarið vistunar í fangageymslu.
Yfir 900 stúlkur og konur hafa horfið í Perú í vor
Yfir 900 stúlkur og konur hurfu í Perú á meðan útgöngubann var þar í gildi í vor vegna kórónaveirufaldursins. Óttast er að þeim hafi verið ráðinn bani. Heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum hefur lengi verið mikið og landlægt vandamál í Perú.
Mikill glaumur á höfuðborgarsvæðinu í nótt
Hávær gleðskapur var víða í heimahúsum á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
15% fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi
Í júní skráði embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 706 hegningarlagabrot. Það voru færri brot en í maí og flest brotin voru þjófnaðir. Það sem af er ári hafa tilkynningar um hegningarlagabrot verið um 5% færri en að meðaltali undanfarinna þriggja ára. Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um 15% á milli ára og fjöldi þeirra ungmenna sem lögregla leitaði var talsvert yfir meðaltali.
Kvennaathvarf opnað nyrðra í sumarlok
Kvennaathvarf verður opnað á Akureyri í lok sumars. Hingað til hefur ekki verið neitt búsetuúrræði utan Reykjavíkur fyrir konur og börn sem ekki geta búið á heimili sínu vegna ofbeldis. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að lengi hafi staðið til að opna athvarf utan höfuðborgarsvæðisins. Tvær af hverjum tíu konum sem koma í Kvennaathvarfið í Reykjavík koma utan höfuðborgarsvæðisins.
03.07.2020 - 13:11
Íslendingar tæp 95% þeirra sem leita til Stígamóta
Alls leituðu 885 til Stígamóta í fyrra og eru Íslendingar í miklum meirihluta þeirra sem þá leituðu til samtakanna, eða 94,6%. Fram kemur í ársskýrslu samtakanna, sem kynnt var í morgun, að búast megi við að komum vegna nauðgana og kynferðisofbeldis gegn börnum fjölgi í ár, vegna kórónuveirunnar og efnahagsþrenginganna sem fylgt hafa í kjölfarið.
Ekki fleiri heimilisofbeldismál síðan 2015
Tilkynningar um heimilisofbeldi voru 106 í maí. Ekki hafa borist fleiri tilkynningar í einum mánuði frá 2015. Næstflestar tilkynningar bárust í apríl þegar málin voru 101. Þetta sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra á Alþingi í gær.
Gæsluvarðhald vegna heimilisofbeldis fellt úr gildi
Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tvítugum karlmanni sem var handtekinn fyrir heimilisofbeldi síðustu helgi. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði úrskurðað manninn í gæsluvarðhald til 26. júní á grundvelli almannahagsmuna en sá úrskurður var kærður til Landsréttar.
04.06.2020 - 18:13
Tilkynningar til barnaverndar ekki fleiri síðan 2018
Tilkynningar um heimilisofbeldi þar sem börn koma við sögu voru 46 í apríl, undanfarin tvö ár hafa þau að meðaltali verið 18 á mánuði. Framkvæmdastjóri segir það áhyggjuefni og mikilvægt sé að ræða málin opinskátt í kjölfar farsóttarinnar.
Kveikur
Aðstæður í heimilisofbeldi skelfilegar
„Ofbeldið er farið að eiga sér stað bara á virkum degi í hádeginu,“ segir lögregluvarðstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Heimilisofbeldi hefur aukist um 10% í kórónuveirufaraldrinum samkvæmt nýjum tölum ríkislögreglustjóra. Þá hefur tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgað og fleiri börn er áður hringja sjálf í barnavernd til að greina frá slæmum aðbúnaði sínum.
28.04.2020 - 07:10
Fíkniefnabrotum fækkar - heimilisofbeldi eykst
Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað miðað við sama tíma í fyrra, en fíkniefnabrotum hefur hins vegar fækkað það sem af ári. Sviðsstjóri hjá lögreglunni segir of snemmt að draga ályktanir af áhrifum kórónuveirufaraldursins og samkomubanns á afbrot. 
Tilkynningum um börn í bráðri hættu hefur fjölgað
Tilkynningum um börn í yfirvofandi hættu hefur fjölgað verulega að undanförnu hjá Barnavernd Reykjavíkur. Fleiri börn hafa tilkynnt um vanrækslu. Barnaverndarstofa hefur áhyggjur af aukningu tilkynninga um líkamlegt og andlegt ofbeldi gegn börnum. 
Neyðarsími Bjarkarhlíðar nýttist vel um páskana
Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, opnaði sérstakan neyðarsíma yfir páskana til að bregðast við aukinni hættu á heimilisofbeldi í samkomubanni. Nokkuð var um símtöl, bæði frá þolendum ofbeldis og aðstandendum þeirra.
14.04.2020 - 10:33
Fréttaskýring
Óttast að heimilisofbeldi aukist á tímum veirunnar
Félagsleg einangrun vegna COVID-19 eykur hættuna hjá þolendum heimilisofbeldis, þar á meðal hjá þunguðum konum, segir í nýlegu myndbandi sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti á Facebook-síðu sinni. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir að hætta á heimilisofbeldi sé meiri núna en á venjulegum tímum.
01.04.2020 - 06:16
Fréttaskýring
Enn fjölgar tilkynningum um heimilisofbeldi
Heimilisofbeldismálum á borði lögreglunnar fjölgaði mikið eftir að verklagi var breytt á árunum 2013 til 2014. Málunum fjölgar enn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Vantar úrræði fyrir fólk sem flýr ofbeldi á heimili
Engin úrræði eru á Akureyri fyrir fólk sem þarf að yfirgefa heimili sitt vegna ofbeldis. Konum sem þurfa að flýja að heiman er boðið að fara í kvennaathvarf til Reykjavíkur. 124 leituðu aðstoðar vegna ofbeldis hjá Aflinu á Akureyri í fyrra. Þau höfðu ekki leitað þangað áður.
08.01.2020 - 13:20
Morgunútvarpið
Heimilisofbeldi dýrt fyrir samfélagið allt
Ný rannsókn sem unnin er upp úr gögnum Landspítalans leiðir í ljós að annan hvern dag kemur kona á spítalann með áverka vegna heimilisofbeldis. Beinn kostnaður spítalans vegna þessa nemur um hundrað milljónum á tíu ára tímabili.
02.12.2019 - 08:37
130 konur myrtar af maka í Frakklandi á árinu
Hundrað og þrjátíu konur hafa verið myrtar af maka í Frakklandi það sem af er ári. Aðgerðasinnar hafa gripið til sinna ráða til að vekja athygli á vandanum. 
22.11.2019 - 19:50
Gæsluvarðhald lengt vegna manndrápstilraunar
Maður, sem grunaður er um tilraun til manndráps og sakaður um grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi gegn unnustu sinni, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi þriggja vikna gæsluvarðhald.
Kæra niðurfelld ofbeldismál til MDE
Stígamót ætla að kæra niðurfelld nauðgunar- og ofbeldismál til Mannréttindadómstóls Evrópu. Málsóknin kemur í kjölfar metoo-byltingarinnar. „Umræðurnar hafa átt sér stað og núna er kominn tími til aðgerða,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta.
Fleiri falla fyrir hendi maka í Bretlandi
Hundrað sjötíu og þrjár manneskjur voru myrtar af fjölskyldumeðlim í Bretlandi á síðasta ári. Stefnt er að því á breska þinginu að taka fyrir frumvarp sem kveður á um bætt úrræði fyrir fólk sem verður fyrir heimilisofbeldi.
13.09.2019 - 15:20
Fréttaskýring
Ef hann lemur þig, þá elskar hann þig
Þó að upplýsingar séu á reiki er talið að á 40 mínútna fresti sé kona myrt af maka sínum í Rússlandi. Aðgerðarleysi rússneskra stjórnvalda í heimilisofbeldi er farið að vekja athygli út fyrir landsteinana.
02.09.2019 - 07:30
Systur verði náðaðar vegna heimilisofbeldis
Fleiri en 300 þúsund hafa skrifað undir áskorun til rússneskra sjórnvalda um að láta lausar úr haldi þrjár systur sem ákærðar eru fyrir að hafa myrt föður sinn. Málið hefur beint kastljósinu að heimilisofbeldi í Rússlandi.
25.08.2019 - 11:46
Myndskeið
Svipta hulunni af feluleiknum gagnvart ofbeldi
Í dag hóf UNICEF átak gegn ofbeldi á börnum á Íslandi með yfirskriftinni Stöðvum feluleikinn. Samantekt sem unnin var fyrir UNICEF sýnir fram á að eitt af hverjum fimm börnum á Íslandi eru beitt líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Samtökin telja að ofbeldi sé ein helsta ógnin sem steðji að börnum hér á landi. 
22.05.2019 - 13:02