Færslur: Heimilisofbeldi

Fimm konumorð á hverri klukkustund, allan ársins hring
Árið 2021 féllu að meðaltali rúmlega níu konur og stúlkur fyrir morðingja hendi á hverri einustu klukkustund, þar af rúmlega fimm af mönnum sem tengdust þeim fjölskylduböndum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um konumorð.
Jolie sakar Pitt um ofbeldi gegn sér og börnum þeirra
Leikkonan Angelina Jolie segir að fyrrverandi eiginmaður hennar, leikarinn Brad Pitt, hafi beitt hana og börn þeirra ofbeldi í flugferð árið 2016. Þetta kemur fram í málskjölum vegna deilna um eignir hjónanna fyrrverandi.
Vilja sjá miklu fleiri tilkynningar um ofbeldi
Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra telur að aðeins lítill hluti af kynferðisbrotum sé tilkynntur til lögreglu og vill gera gangskör í að fjölga tilkynningum. Markmiðið sé að 20 prósent kynferðisbrota hið minnsta rati á borð lögreglu fyrir árslok 2024. 
12.09.2022 - 15:39
Tilkynnt um heimilisofbeldi sjö sinnum á dag
Lögreglu berast að meðaltali sjö tilkynningar á dag um heimilisofbeldi. Tilkynningar á fyrri helmingi árs hafa aldrei verið fleiri. Heimilisofbeldismál eru nú ríflega helmingur allra mála sem koma á borð lögreglu í líkamsmeiðinga- og manndrápsmálum. 
Handtekinn grunaður um að ætla sér að tæla börn
Maður var handtekinn í Árbæjarhverfi grunaður um að ætla sér að tæla börn. Viðkomandi var færður í fangageymslu samkvæmt upplýsingum í dagbók lögreglu og málið er í rannsókn.
Frakkland
Á annað hundrað morð í nánum samböndum
Um það bil tuttugu prósent fleiri konur voru myrtar í Frakklandi á seinasta ári af eiginmönnum eða fyrrverandi eiginmönnum en árið áður eða alls 122. Eiginkonur eða fyrrverandi eiginkonur myrtu 21 karl í fyrra.
Giggs mætir fyrir dóm vegna heimilisofbeldis ákæru
Ryan Giggs, fyrrum landsliðsþjálfari Wales í knattspyrnu og einn dáðasti leikmaður Manchester United, mætir fyrir dómstóla í Bretlandi í dag. Hann var ákærður á síðasta ári fyrir að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína og yngri systur hennar ofbeldi á heimili sínu í nóvember árið 2020. Talið er að réttarhöldin muni taka um tíu daga.
Tilkynningum um nauðganir fjölgaði um fimmtung
Alls voru 176 kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu fyrstu þrjá mánuði ársins. Lögreglunni á landsvísu bárust 610 tilkynningar um heimilisofbeldi og ágreinings milli skyldra eða tengdra aðila þessa þrjá mánuði, sem jafngildir sjö slíkum tilkynningum á dag. Um er að ræða 19 prósenta aukningu samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan.
Segja ákærða lækninn ekki starfa við HVest
Læknir á Vestfjörðum sem ákærður er fyrir að hafa hótað eiginkonu sinni að drepa hana með lyfjum og skoða sjúkraskrár hennar hefur ekki starfað við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, HVest, undanfarin ár. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stofnuninni.
Ákærður fyrir að hóta lífláti með lyfjum
Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á Vestfjörðum fyrir áralangt ofbeldi hans gegn eiginkonu hans og þremur börnum. Maðurinn er læknismenntaður og í ákærunni segir að hann hafi hótað konunni að binda enda á líf hennar með lyfjagjöf og skoða sjúkraskrár hennar. Aðalmeðferð málsins verður við héraðsdóm Vestfjarða síðar í þessum mánuði.
750 milljónum varið í viðbrögð vegna afleiðinga COVID
Ríkisstjórnin ákvað á síðasta fundi sínum fyrir páska að verja 750 milljónum króna til sértækra aðgerða svo mæta megi félags- og heilsufarslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Ætlunin er að ráðast í níu verkefni af því tagi í ár.
Þá var bara þögn
Hótaði að drepa konu sína ef lögreglan tæki hann aftur
„Mér fannst það hlyti að vera að orsökin lægi einhvers staðar hjá mér,“ segir nafnlaus kona sem sætti skelfilegu heimilisofbeldi. Hún var ein sú fyrsta til að dvelja í Kvennaathvarfinu og segir sögu sína í viðtali við Helgu Ágústsdóttur sem var tekið árið 1983. Viðtalið hljómar aftur í nýjum þáttum sem fjalla um athvarfið og stofnun þess. Þættirnir eru á dagskrá á Rás 1 um páskana.
15.04.2022 - 09:00
8% kæra ofbeldi af hendi maka til lögreglu í Danmörku
Aðeins um átta prósent af þeim sem verða fyrir ofbeldi af hendi maka í Danmörku, tilkynna málin til lögreglu.
01.04.2022 - 05:42
Sjónvarpsfrétt
Oft bara heppni ef þolandi sleppur lifandi
80% þeirra sem beita ofbeldi í nánu sambandi eru karlar og um 70% þolenda eru konur. Á tímabilinu 2010 til 2020 voru sex myrtir af maka sínum. Í fimm af þessum sex tilvikum voru karlar gerendur og konur þolendur.
Viðtal
Samfélagið vakandi fyrir heimilisofbeldi á covid-tímum
Aldrei hafa fleiri tilkynningar borist lögreglu um heimilisofbeldi eins og síðustu tvö ár. Þolendakannanir benda þó til þess að ofbeldi hafi ekki aukist, heldur séu það fleiri tilkynningar sem berast um ofbeldi. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir þá þróun vera jákvæða.
Myndskeið
Netáreiti Ye gegn Kim sýnir vanda þolenda eltihrella
Opinber áreitni listamannsins Kanye West gegn fyrrverandi eiginkonu sinni Kim Kardashian varpar ljósi á hversu erfitt getur reynst fyrir fórnarlömb eltihrella að bregðast við. Yfirlögfræðingur hjá lögreglunni segir að slíkt áreiti geti jafnvel haft meiri áhrif á þolendur en líkamlegt ofbeldi.
26.03.2022 - 12:38
„Barnahús er löngu sprungið“
Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir að Barnahús, sem sinnir málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi, sé löngu sprungið. Veldisvöxtur sé á málum sem snúa að kynferðisbrotum og stafrænu kynferðisofbeldi.
Þrisvar sinnum fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi
Fjöldi tilkynninga til lögreglu um ofbeldisbrot í nánu sambandi hefur meira en þrefaldast á sjö árum. Næstum helmingur af öllum tilkynntum ofbeldisbrotum er núna vegna heimilisofbeldis, en var áður um fimmtungur.
Jolie styður framgang laga gegn heimilisofbeldi
Bandaríska leikkonan Angelina Jolie ræddi í gær við þingmenn beggja flokka á Bandaríkjaþingi um mikilvægi þess að tryggja framgang frumvarps til laga sem ætlað er að styðja fórnarlömb heimilisofbeldis. Það hillir undir að greidd verði atkvæði um frumvarpið og Bandaríkjaforseti staðfesti lögin.
Mannlegi þátturinn
App fyrir þolendur tilbúið og nú vantar bara fjármagn
Þróaður hefur verið bjargráður fyrir þolendur í formi smáforrits fyrir snjallsíma þar sem þolendum ofbeldis, hvort sem er heimilis- eða kynferðisofbeldis, býðst að skrásetja sína upplifun af ofbeldinu í máli og myndum. Vonir standa til þess að forritið hjálpi þolendum og geti jafnvel stutt þá fyrir dómi.
„Þegar pabbi fór í vinnuna gat ég loksins andað“
„Það er ógeðslega erfitt að elska sjálfan sig þegar maður elst upp eins og enginn elski mann,“ segir rapparinn Kilo, eða Garðar Eyfjörð, sem ólst upp við skelfilegt ofbeldi og ótta á æskuheimili sínu. Ofbeldið leiddi hann út í fíkniefnaneyslu, klám- og matarfíkn. Hann hefur farið tvisvar í hjartaþræðingu og segist lánsamur að vera á lífi.
02.02.2022 - 09:14
Viðtölum við þolendur ofbeldis í faraldrinum fjölgar
Verkefnisstjóri hjá Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi reiknar með að þolendur ofbeldis í faraldrinum séu nú farnir að leita í auknu mæli til samtakanna. Töluverð aukning hefur verið á viðtalsbeiðnum á síðustu mánuðum.
30.01.2022 - 12:52
Tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgar um 10 prósent
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið um tíu prósent fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi það sem af er ári þegar litið er til meðalfjölda á sama tímabili síðustu þrjú ár. Tilkynningum um kynferðisbrot á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um níu prósent á ársvísu.
Sjónvarpsfrétt
Forseti ÍSÍ vill ekki dæma um framgöngu KSÍ
Forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands segist ekki vilja dæma um hvernig KSÍ hafi tekist til þegar upp hafa komið ásakanir um kynferðisbrot leikmanna. Fram kom í skýrslu úttektarnefndarinnar að KSÍ hefði haft vitneskju um fjögur mál er lúta að leikmönnum og starfsmönnum á ellefu ára tímabili. Lárus segir jákvætt að málin séu ekki fleiri.
08.12.2021 - 19:50
Sjónvarpsfrétt
Reiði okkar er sjálfsvirðing
Þrjú þúsund og sjö hundruð konur voru myrtar í Mexíkó í fyrra, samkvæmt skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International. Ung kona sem var skotin á mótmælum gegn ofbeldi, heldur mótmælum áfram og kveðst gera það til að verja reisn sína.

Mest lesið