Færslur: Heimilisofbeldi

Helmingur allra ofbeldisbrota eru heimilisofbeldisbrot
Helmingur allra ofbeldisbrota sem komið hafa til meðferðar lögreglu frá byrjun árs 2020 eru heimilisofbeldisbrot. Rúmlega fimmtán hundruð heimilisofbeldisbrot komu á borð lögreglunnar á tímabilinu frá 1. janúar 2020 til ágústloka 2021. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar.
23.09.2021 - 11:36
Sjónvarpsfrétt
„Þetta skiptir mjög miklu máli“
Fyrstu íbúar flytja inn í nýtt áfangaheimili Kvennaathvarfsins í næstu viku. Þar geta konur búið með börn sín í allt að ár eftir að dvöl þeirra í athvarfinu lýkur og þegar hafa fimm íbúðir verið leigðar út. Dæmi eru um að konur búi með nokkur börn í litlum herbergjum athvarfsins mánuðum saman.  
Heimilisofbeldi kann að stigmagnast hraðar en áður
Hátt í fimmhundruð og áttatíu tilkynningar um heimilisofbeldi bárust lögreglu á fyrstu sex mánuðum ársins, sem er um hundrað og tuttugu fleiri en á sama tíma árið 2019. Tilkynningum til lögreglu um heimilisofbeldi hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu sjö árum og á fyrri helmingi þessa árs hefur verið tilkynnt um fjórðungi fleiri tilvik en að meðaltali á fyrrii hluta síðustu fimm ára.
Spegillinn
65% fleiri tilkynningar um kynferðisofbeldi gegn börnum
Barnaverndarstofu bárust ríflega 45% fleiri tilkynningar um líkamlegt ofbeldi gegn börnum á fyrri helmingi þessa árs en á sama tíma árið 2019 og meira en 65% fleiri tilkynningar um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. 
24.08.2021 - 18:35
Fer hörðum orðum um KSÍ vegna hópnauðgunarmáls
Knattspyrnusamband Íslands er harðlega gagnrýnt í grein Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur, framhaldsskólakennara og forkonu jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, sem birtist á Vísi í dag.
13.08.2021 - 16:49
Innbrotum og eignaspjöllum fer fjölgandi á milli mánaða
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust alls 59 tilkynningar um innbrot á heimili í júní en það er mesti fjöldi innbrotstilkynninga á einum mánuði frá desember 2018. Þetta kemur fram í mánaðaskýrslu höfuðborgarsvæðisins fyrir júní. Þar segir að flestar innbrotstilkynningar hafi komið frá miðborginni, Vesturbæ, Seltjarnanesi, Háaleiti, Hlíðum og Laugardal. Heildarfjöldi innbrota frá upphafi árs er þó svipaður og síðustu tvö ár.
Sjónvarpsfrétt
Enn ein blauta tuskan í andlitið frá ríkinu
María Sjöfn Árnadóttir, ein fjögurra kvenna sem er með ofbeldismál fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu fékk alvarlegt taugaáfall, ekki vegna heimilisofbeldis, heldur vegna þess að mál hennar fyrndist hjá lögreglu. Viðbótarfrestur ríkisins til að leita sátta við hana rann út um mánaðamótin. Ofbeldismál kvennanna eru fyrir dómstólnum því að þau voru felld niður hér heima.
Nálgunarbann eiginmanns staðfest
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Hérðasdóms Vestfjarða um nálgunarbann gegn karlmanni gagnvart eiginkonu hans og börnum. Landsréttur hafði áður fellt úr gildi ákvörðun um brottvísun mannsins af heimili sínu þrátt fyrir alvarlegar ásakanir eiginkonunnar um ofbeldi.
Tilkynningum um kynferðisbrot hefur fjölgað á árinu
14 prósentum fleiri kynferðisbrot hafa verið tilkynnt til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári heldur en að meðaltali á sama tímabili síðustu þrjú ár. Þetta segir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. Á síðustu sex mánuðum hafa að meðaltali verið tilkynnt 44 kynferðisbrot á mánuði og í maí voru tilkynningarnar 48.
Dómur þyngdur en ekki ofbeldi í nánu sambandi
Landsréttur hefur þyngt dóm yfir ungum karlmanni fyrir gróft ofbeldi gegn fyrrverandi kærustu sinni og hótanir í garð barnsmóður sinnar.
12.06.2021 - 10:18
Sjónvarpsfrétt
„Það er ekkert ofbeldi án geranda“
Það er ekkert ofbeldi án geranda. Þetta segir Eygló Harðardóttir fyrrverandi félagsmálaráðherra, en í dag voru kynntar viðamiklar aðgerðir fyrir gerendur í ofbeldismálum. Skortur hefur verið á úrræðum fyrir þennan hóp.
Yfir tvær tilkynningar um heimilisofbeldi á dag
Fyrstu 107 daga ársins bárust 237 tilkynningar um heimilisofbeldi. Það þýðir að að meðaltali hafa yfir tvær tilkynningar borist hvern einasta dag ársins. 
10.05.2021 - 18:40
Dæmdur fyrir árásir og ótal ofbeldisfullar hótanir
Maður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjölda afbrota, meðal annars árásir á sambýliskonu sína og síðar nýjan kærasta hennar, ítrekaðar og mjög alvarlegar hótanir í garð sambýliskonunnar, fyrrverandi kærustu sinnar og systur sinnar og síendurtekin brot gegn nálgunarbanni. Hann hafði jafnframt ræktað kannabis og var gripinn með 25 plöntur og rúm þrjú kíló af kannabisefnum.
29.04.2021 - 14:17
Spegillinn
Gróft ofbeldi gegn öldruðum tilkynnt þjónustumiðstöð
Sigrún Ingvarsdóttir, félagsráðgjafi og deildarstjóri á þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, segir að starfsfólk heimaþjónustu og heimahjúkrunar verði vart við ofbeldi í garð aldraðra. Einnig hafi borist tilkynningar um mjög gróft ofbeldi og grunur um fjárhagslega misnotkun.
Tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgar um 25 prósent
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið 25 prósentum fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi það sem af er ári en að meðaltali á sama tímabili síðustu þrjú ár. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir febrúarmánuð sem var birt í dag.
18.03.2021 - 00:05
Ofbeldi gegn öldruðum er dulinn vandi
Ofbeldi gegn öldruðum er dulinn vandi, segir yfirmaður greiningadeildar Ríkislögreglustjóra. Deildin hefur birt skýrslu um málefnið. Hann segir að vekja þurfi þjóðfélagið til vitundar um vandann og að rannsaka þurfi sérstaklega ofbeldi gengu öldruðum. Í skýrslunni kemur fram að erfitt sé að meta umfang ofbeldisins þar sem aldraðir skilgreina ofbeldi á annan hátt en yngri kynslóðir. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að sextán af hundraði fólks 60 ára og eldri verði fyrir ofbeldi. 
Tuttugu konur og börn dvalið kvennaathvarfi á Akureyri
Stjórn samtaka um kvennaathvarf hefur ákveðið að framlengja tilraunaverkefni með kvennaathvarf á Akureyri út árið 2021. Frá því athvarfið opnaði um mitt síðasta ár hafa 20 konur og börn dvalið í húsinu í rúmlega 400 daga.
Um þriðjungur kvenna verið beittur ofbeldi
Um fjórðungur stúlkna og kvenna á heimsvísu hefur verið beittur ofbeldi af eiginmanni eða sambýlismanni samkvæmt umfangsmikilli rannsókn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Rannsóknin er sú stærsta sinnar tegundar hingað til. Þegar ofbeldi af hálfu annarra er bætt við hefur um þriðjungur kvenna yfir fimmtán ára aldri í heimnum verið beitt einhvers konar líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi.
22% fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi
Tilkynningar um heimilisofbeldi, til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, eru 22 prósentum fleiri það sem af er þessu ári, en að meðaltali á sama tíma síðustu þrjú ár. Alls bárust 75 tilkynningar um heimilisofbeldi í janúar, til samanburðar voru þær 65 í janúar í fyrra. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglunnar.
Braut 96 sinnum gegn nálgunarbanni
Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um ofbeldi gagnvart sambýliskonu sinni og barnungri dóttur hennar. Í dómi héraðsdóms segir að maðurinn hafi áður verið dæmdur fyrir ofbeldi gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni. Þá hafi hann tveimur árum síðar verið dæmdur fyrir að brjóta alls 96 sinnum gegn nálgunarbanni gagnvart sömu konu. Þann dóm hlaut maðurinn 2019 og var hann skilorðsbundinn. Rökstuddur grunur sé um að hann hafi nú rofið skilorð. 
110 börn dvöldu í Kvennaathvarfinu í fyrra
138 konur og 110 börn dvöldu í Kvennaathvarfinu á árinu 2020 um lengri eða skemmri tíma. Lengd dvalarinnar var allt frá einum degi upp í 174 daga. Konur frá löndum utan EES svæðisins eru líklegri til að snúa aftur heim til ofbeldismanna en íslenskar konur.
„Kannski myndu allir gjarnan vilja vera annars staðar“
Átta konur og fimmtán börn dvelja í Kvennaathvarfinu yfir jólin. Öll hafa þau dvalið þar í nokkurn tíma og Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra athvarfsins, segir að margir hafi hugsað hlýlega til þeirra um hátíðarnar.
25.12.2020 - 17:20
Frakkland
3 lögreglumenn drepnir í útkalli vegna heimilisofbeldis
Þrír franskir lögreglumenn voru skotnir til bana og sá fjórði særður í Puy-de-Dóme-héraði Mið-Frakklandi í nótt. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir heimildarmönnum hjá embætti saksóknara. Lögreglumennirnir voru kallaðir út vegna heimilisofbeldis.
23.12.2020 - 06:47
Myndskeið
Líklega óvenjumörg börn í Kvennaathvarfinu um jólin
Óvenjumörg börn dvelja í Kvennaathvarfinu um jólin, ef fram heldur sem horfir. Framkvæmdastýra athvarfsins segir að fleiri konur nefni ofbeldi gegn börnum sem eina ástæðu þess að þær flýja heimili sín. Tilkynningar til barnaverndarnefnda vegna ofbeldis gegn börnum á fyrstu tíu mánuðum þessa árs eru fleiri en yfir allt árið, síðustu fjögur ár.
12.12.2020 - 19:00
Erilsöm nótt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
Nokkuð annasamt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Í dagbók lögreglu er að finna áttatíu og fjórar skráningar og alls gista ellefu manns fangageymslur.