Færslur: heimildarmynd

Sjónvarpsfrétt
Bítlarnir í nýju ljósi
Tugir klukkustunda af áður óbirtu efni nýttust við gerð nýrrar heimildamyndar um Bítlana sem sýnd verður á streymisveitunni Disney plús síðar í mánuðinum. Eftirlifandi Bítlum og afkomendum þeirra allra var boðið á frumsýningu í Lundúnum í gær.
17.11.2021 - 19:25
Rekaviður er lifandi gagnabanki
Ein leið til að vekja athygli á umhverfismálum er að blanda saman vísindum og listum. Það er eitt af markmiðum sýningar á Skagaströnd um rekavið sem lifandi gagnabanka.
01.11.2021 - 13:14
Aftur heim
Tengir ekki saman að eignast barn og eiga mann
Sunna Rós Baxter valdi að eignast annað barn sitt heima. Hún varð ófrísk með hjálp gjafasæðis og segir að það hafi sannast þegar hún ól elstu dóttur sína upp ein, að hún þurfi ekki mann til að verða foreldri. Kostir heimafæðingar segir hún að séu ýmsir, hún hefur til dæmis orðið fyrir áföllum sem fæðing getur ýft upp, og kveðst mun öruggari heima en á spítala.
Erfiðast að segja konunni og börnunum sannleikann
Veiga Grétarsdóttir tók þá ákvörðun eftir tvær sjálfsvígstilraunir og mikla erfiðaleika að hún þyrfti að skipta um stefnu í lífinu, þó það þýddi að synda á móti straumnum. Það gerði hún líka bókstaflega því fljótlega upp frá því varð hún fyrst í heiminum til að róa rangsælis í kringum landið á kajak. Ný heimildarmynd um lífs- og kajakróður Veigu er frumsýnd á RIFF á laugardag.
01.10.2020 - 08:15
Viðtal
Sátu eins og hænur á priki
Helgi Hafnar Gestsson hefur farið nánast á hverjum degi frá árinu 1970 á Prikið á horni Laugavegs, Bankastrætis og Ingólfsstrætis. Þar situr hann á sama stað og drekkur úr sama bolla og spjallar við gesti og gangandi um heima og geima. Magnea B. Valdimarsdóttur kvikmyndagerðarkona er að gera heimildarmynd um Helga, Prikið og miðborg Reykjavíkur.
Mynd um fótbolta en samt ekki
Þeir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Guðmundur Björn Þorbjörnsson eru leikstjórar heimildarmyndarinnar Síðasta áminningin sem sýnd er í Bíó Paradís um þessar mundir. Í myndinni er velgengni Íslands í fótbolta sem og öðrum greinum skoðuð út frá þjóðsöngi Íslendinga.
Talsmaður lágkolvetnakúrs í tannhvíttunardrama
Ástralskur stjörnukokkur er í forsvari fyrir umdeilda heimildarmynd á Netflix sem fjallar um lágkolvetnafæði en þar er því meðal annars haldið fram að kúrinn geti læknað krabbamein. Áströlsku læknasamtökin saka Netflix um ábyrgðarleysi og dreifingu skaðlegs efnis.
04.06.2018 - 14:03
Tilboðið kom í grillveislu hjá tengdó
„Þá fór hann eitthvað að tala um grænlenskan frystitogara sem lægi í Hafnafjarðarhöfn og ég fór nú bara að líta í kringum mig og hélt að það væri bara falin myndavél eða eitthvað, mér fannst þetta svo fáránlegt,“ segir Halldóra Jónsdóttir en saga hennar er viðfangsefni heimildarmyndarinnar Dóra – ein af strákunum sem sýnd var á RÚV í gærkvöldi.
04.06.2018 - 11:43
Viðtal
Vegakerfið á Vestfjörðum til umræðu á Kanarí
„Við fáum til dæmis að kynnast Klöru sjálfri sem rak Klörubar, þann fræga bar í 28 ár, þar sem Íslendingar komu saman, borðuðu fisk og kótilettur í raspi og sungu Ó María mig langar heim,“ segir Magnea Björk Valdimarsdóttir leikkona sem ásamt Mörtu Sigríði Pétursdóttur menningar- og kynjafræðingi frumsýndi á dögunum heimildarmyndina Kanarí.
26.05.2018 - 13:40
Viðtal
Elísabet II opnar sig í heimildarmynd BBC
Í nýrri óvenjulega opinskárri heimildarmynd frá BBC segir Elísabet Englandsdrottning frá upplifun sinni af krýningardeginum árið 1953, auk þess sem hún fer í saumana á þýðingu þeirra veglegu krúnudjásna sem fylgja titlinum. Þetta er í fyrsta sinn sem drottningin veitir viðtal af þessu tagi.
13.01.2018 - 17:00
„Kalifornía er í eigu Joan Didion“
Heimildarmynd um rithöfundinn og blaðakonuna Joan Didion er væntanleg á Netflix 27. október.
18.10.2017 - 17:08
Sorgleg saga Whitney Houston
Í nýrri heimildamynd Nicks Broomfield „Whitney: Can I be me“ segir af ævi og ferli söngkonunnar Whitney Houston, en frægðarsól hennar skein skært á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, áður en halla fór undan fæti. Whitney lést þann 11. febrúar 2012, aðeins 48 ára að aldri.
19.09.2017 - 14:20
Þar sem þú hefur alltaf verið
Hvað eiga síðasta sígaretta Marilyn Monroe, brjóstmynd af Ronald Reagan og stytta af Prómeþeifi sameiginlegt? Þau eiga öll heima á safni.
31.05.2017 - 11:04