Færslur: heimildamyndir

Hækkum rána hlaut heimildamyndaverðlaun
Heimildamyndin Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson hlaut í kvöld verðlaun evrópsku barnakvikmyndasamtakanna European Children's Film Association sem veitt eru í tengslum við Berlinale kvikmyndahátíðina sem nú stendur yfir.
Pistill
Barnfóstra og götuljósmyndari
Vivian Maier starfaði lengst af sem barnfóstra í Chicago. Fáir vissu af ljósmyndunaráhuga hennar, en eftir hana liggja um 150.000 negatífur. Hún lést án viðurkenningar árið 2009, en er í dag einn þekktasti götuljósmyndari heims.
10.07.2021 - 10:00
Fyrstu gleðisporin tekin frá Hlemmi árið 2000
„Það er minna um dúskana og dúllurnar og tjullið og allt það, þó það sé líka með, en gangan er dálítið pólitísk og það er athyglisverð þróun,“ segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndagerðarmaður um þróun Gleðigöngunnar, sem fagnar nú 20 ára afmæli. Hrafnhildur, sem hefur myndað nær allar göngurnar, frumsýnir heimildamynd um þær um helgina.
„Hann var sannfærandi og hlýlegur“
„Listin og lífið eru eitt,“ sagði þýski myndlistarmaðurinn Joseph Beuys en um þessar mundir er hægt að sjá heimildamyndina Beuys í Bíó Paradís. Víðsjá heimsótti Gunnar Kristjánsson, doktor í bókmenntafræði og fyrrverandi sóknarprest, og myndlistakonuna Rúrí, til að kynnast manninum betur.
09.02.2018 - 10:39
Komið nóg af sögum af dauðum mönnum
Heimildarmyndin La Chana fjallar um flamenco-stjörnu sem neitar að gefast upp þrátt fyrir að hafa verið beitt ofbeldi sem hrakti hana frá sviðinu í mörg ár. „Okkur finnst mikilvægt að sögur kvenna komist að borðinu, það er endalaust búið að segja sögur af dauðum mönnum,“ segir Gréta Ólafsdóttir, meðframleiðandi myndarinnar.
22.11.2017 - 15:42
„Margbrotinn listamaður með stórt hjarta“
„Ég hef oft sagt til gamans að skemmtilegasta verkið á vinnustofu Bigga hafi verið hann sjálfur,“ segir Kristján Loðmfjörð, leikstjóri Blindrahunds, nýrrar heimildamyndar sem fjallar um ævi og störf myndlistarmannsins Birgis Andrésssonar.