Færslur: Heimildamynd

Penn vinnur að heimildamynd um innrásina í Úkraínu
Bandaríski leikarinn og leikstjórinn Sean Penn er í Kænugarði og vinnur þar að gerð heimildamyndar um innrás Rússa í Úkraínu. Skrifstofa Úkraínuforseta greindi frá þessu í gær.
Pistill
Um Maríu og Callas
Í heimildamyndinni Maria by Callas er lífshlaup einnar mestu dívu síðustu aldar rifjað upp með gömlum efnivið. Erfið æska og ástarsambönd, krefjandi ferill og harmþrunginn endir á lífshlaupi dívunnar gefa söguþræði í óperu eftir Verdi ekkert eftir.
Frumsýnir Húsmæðraskólann í Toronto
Stefanía Thors hafði ákveðnar hugmyndir um Húsmæðraskólann þegar hún ákvað að gera þar heimildamynd. Hugmyndirnar breyttust um leið og hún steig inn í skólann og á Covid-tímum dreymir hana um að kunna að gera sviðasultu og verða húsmóðir.
Viðtal
Eldrauður bær í bláu landi
Neskaupstaður er lítið sjávarpláss með áhugaverða sögu. Á 20. öld réð kommúnisminn ríkjum og staðurinn var vígvöllur hugmyndafræðilegra átaka.
Fyrsti af 400 jöklum landsins til að hverfa
Í september 2014 bárust þær fréttir að jökullinn Ok í samnefndu fjalli í Borgarfirði teldist ekki lengur jökull. Oddur Sigurðsson, jöklafræðingur, úrskurðaði að snjóbreiðan væri ekki lengur nógu þykk til að skríða undan eigin þunga og teldist þar af leiðandi ekki jökull. Þar með varð Ok fyrsti nafnkunni jökull landsins til að missa þessa nafnbót. Samkvæmt nýjustu rannsóknum verða allir 400 jöklar landsins horfnir árið 2170.
15.08.2018 - 09:23