Færslur: Heimalandinn

Myndskeið
Tók upp söngleikjaatriði í sóttkví
„Þetta var bara svona smá sprell. Ég og mamma og pabbi erum öll í kór og einn úr kórnum bjó til myndband við lag úr söngleiknum Vesalingunum og setti inn á kórgrúppuna okkar á Facebook. Þá varð ég einfaldlega að toppa það, svo við fórum bara í verkið, fjölskyldan, þar sem við vorum í sóttkví,“ segir Márus Björgvin Gunnarsson.
07.04.2020 - 10:05
Heimalandanum ýtt úr vör
Hvað gerir þú til að stytta þér stundir í samkomubanninu? Er hægt að vinna heima með fullt hús af börnum? Hvaða áhrif hefur COVID-19 haft á heimilislífið? Við viljum sögur af þessu í Heimalandann.
01.04.2020 - 15:53