Færslur: Heimahjúkrun

Veita átta milljörðum næstu fjögur ár í heimahjúkrun
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri staðfestu síðdegis samning um stóraukna heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu næstu fjögur árin. Samningurinn tekur gildi fyrsta janúar og nemur árlegur kostnaður við hann um tveimur milljörðum króna, segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. 
Myndskeið
Aukinn ótti hjá eldri skjólstæðingum
Heimahjúkrun á Akureyri hefur þurft að draga úr hefðbundinni þjónustu til þess að að sinna COVID-tengdum verkefnum. Hjúkrunarfræðingar segjast finna fyrir ótta hjá eldri skjólstæðingum.
11.11.2020 - 12:26
Ólík sýn á vægi heimahjúkrunar og -þjónustu
Valbjörn Steingrímsson fyrrverandi forstjóri heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi segir engar sannanir fyrir því að alltaf sé betra að sinna öldruðu fólki á heimilum þess en að það flytji á öldrunarheimili, ef vilji og heilsubrestur kalli á það.
Heimahjúkrun ein forsenda þess að fólk búi lengur heima
Heimahjúkrun er ein forsenda þess stefnumiðs íslenskra stjórnvalda að fólki verði gert mögulegt að búa sem lengst á eigin heimili þótt aldurinn færist yfir.