Færslur: Heilsuvernd
Ófullnægjandi eldvarnir í dvalarheimilinu Hlíð
Slökkvilið Akureyrar hefur gert alvarlegar athugasemdir við eldvarnir í dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Bæjarstjórinn segir aðgerðir við endurbætur þegar hafnar en ágreiningur er um hver eigi að bera kostnaðinn.
12.02.2022 - 12:59
Akureyrarbær krefst þess að ríkið kaupi dvalarheimilin
Akureyrarbær krefst þess að ríkið kaupi eignarhluta bæjarins í mannvirkjum dvalar- og hjúkrunarheimila á Akureyri. Formaður bæjarráðs segir ríkið ekki hafa svarað ítrekuðum óskum Akureyrarbæjar um viðræður.
13.12.2021 - 13:48
Bjóða þrjá milljarða í húsnæði hjúkrunarheimilanna
Félagið Heilsuvernd ehf., sem tók við rekstri hjúkrunarheimilanna á Akureyri fyrr á árinu, vill kaupa fasteignirnar þar sem heimilin eru rekin. Byggingarnar eru í eigu Akureyrarbæjar og ríkisins. Tilboð fyrirtækisins hljóðar upp á þrjá milljarða og rennur út á morgun.
25.11.2021 - 13:36
„Þið eruð gömul, þið eruð ekki arðsöm“
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar segir dapurlegt að Akureyrarbær segi sig frá málefnum eldra fólks á þeim grundvelli að reksturinn sé ekki arðsamur. Bæjarfulltrúi á Akureyri óttast að þjónustan versni.
21.06.2021 - 20:26
Óhjákvæmilegt að skera niður launakostnað
Þrettán var sagt upp störfum hjá Heilsuvernd hjúkrunarheimilum í gær. Fyrirtækið tók nýlega yfir rekstur hjúkrunarheimilisins Hlíðar eftir að Akureyrarbær sagði sig frá rekstrinum. Framkvæmdastjórinn segir að óhjákvæmilegt hafi verið að skera niður launakostnað.
19.06.2021 - 20:34
Þrettán sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð
Heilsuvernd sagði í gær upp 13 starfsmönnum hjúkrunarheimilisins Hlíðar á Akureyri. Forseti ASÍ óttast að yfirtaka fyritækisins á rekstrinum sé upphafið að einkavæðingarhrinu hjúkrunarheimilanna. Hún vill láta reyna á hvort uppsagnirnar standist lög.
19.06.2021 - 18:55
100 ný hjúkrunarrými ekki komin í notkun
Hundrað ný hjúkrunarrými sem samþykkt voru í fjárlögum, og til stóð að tekin yrðu í notkun fyrir hálfum mánuði, eru ekki komin í notkun. Rýmin áttu að vera í húsnæði sem þegar hefði verið byggt og væri unnt að breyta lítilsháttar. Heilbrigðisráðherra greindi frá því í frétt á vef ráðuneytisins í desember að með þessari fjölgun yrði lyft grettistaki til fjölgunar hjúkrunarrýma. Í tilkynningunni kom fram að stefnt væri að útboði og rekstri nýrra rýma sem fyrst eftir áramót.
15.06.2021 - 14:33