Færslur: heilsuréttir

Mozzarellasalat
Mozzarellasalat í ítölsku fánalitunum er eitt það besta sem ég veit þegar sól hækkar á lofti. Mér finnst mozzarellaosturinn fara vel í mig og ég nota þetta salat oft til að drýgja matinn en einnig fæ ég mér það stundum bara svona hinsegin af því það tekur enga stund að útbúa og mér finnst það svo gott. Hér er ólífuolían ómissandi, ekki spara hana...það er mjög nauðsynlegt að gæta þess að borða góða fitu í hverri máltíð.
17.12.2015 - 20:30
Lífræn AB-jógúrt með chia-fræjum og hörfræolíu
Það skiptir miklu máli að hafa hægðirnar í lagi, fyrir ungabörn, jafnt sem okkur hin. Þar að auki skiptir miklu máli að borða fitu í hverri máltíð og að fá nægilegt magn af omega-3 fitusýrum. Frábært er að venja börn á lífræna jógúrt, hrærða saman við hörfræolíu og chia-fræ. Það er gott fyrir bæði heilann og meltinguna. Auk þess tek ég sjálf acidophilus-kúra oft yfir árið en það eru nauðsynlegir góðgerlar fyrir heilbrigðt ónæmiskerfi, meltingu, næringarupptöku og hægðalosun
26.11.2015 - 20:30