Færslur: Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu

Öllum hjúkrunarfræðingum á Læknavaktinni sagt upp
Öllum hjúkrunarfræðingum á Læknavaktinni var sagt upp störfum um mánaðamótin og færa á alla símaráðgjöf yfir til Heilsugæslunnar. Elva Björk Ragnarsdóttir, fagstjóri hjúkrunar á Læknavaktinni, segir að breytingarnar bitni á þjónustu við almenning. 
Viðtal
Bangsar með magapínu og beinbrot fóru til læknis í dag
Hinn geysivinsæli Bangsaspítali var opnaður í dag eftir tveggja ára hlé. Spítalinn er verkefni Lýðheilsufélags læknanema, sem bjóða börnum í fylgd með foreldrum að koma í heimsókn með lasin tuskudýr.
Binda vonir við að flensufaraldurinn hafi náð hámarki
Inflúensufaraldur sem nú gengur yfir fer líklega að ná hámarki, að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Starfsfólk biðlar til almennings að bíða af sér væg einkenni og leita sér upplýsinga á Heilsuveru, áður en það hringir eða mætir á vaktina.
Sjónvarpsfrétt
Heilsugæsla undirbýr læknisskoðun úkraínsks flóttafólks
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins undirbýr nú læknisskoðun á flóttafólki frá Úkraínu. Fólkið verður skimað fyrir berklum, sárasótt, lifrarbólgu, HIV og líklega einnig fyrir covid. Gert er ráð fyrir að fjöldi fólks frá Úkraínu sæki um dvalarleyfi á Íslands. Talið er að fjöldinn gæti hlaupið á þúsundum. 
Viðtal
Takmarkanir fækki ekki smitum eins og staðan er nú
Heilbrigðisráðherra hvetur fólk til þess að gæta vel að sóttvörnum í ljósi mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar og álags á  heilbrigðiskerfið. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telur að það myndi ekki skila árangri að taka á ný upp sóttvarnaaðgerðir og takmarkanir.
Sjónvarpsfrétt
Mörg hundruð metra röð í einkennasýnatöku
Mörg hundruð metra röð myndaðist í einkennasýnatöku á Suðurlandsbraut í Reykjavík í dag. Enn eitt metið féll í gær því þá reyndust 448 smitaðir innanlands og fjörutíu til viðbótar á landamærunum. Nú eru því tæplega sjö þúsund manns ýmist í einangrun eða sóttkví vegna covid. Börn í sýnatökuröðinni sáu sum hver fram á óvenjuleg jól þar sem annað foreldrið var með veiruna.
690 jákvæð hraðpróf síðustu vikur
Frá 1. desember hafa 211 fengið jákvæða niðurstöðu úr hraðprófum hjá heilsugæslunni á Suðurlandsbraut. Alls hafa 690 fengið jákvætt svar síðustu sjö vikur. Jákvætt svar í hraðprófi telst ekki sem staðfest smit, og er því ekki talið með í tölfræði sem birt er dag hvern á Covid.is. En þeir sem fá jákvætt úr hraðprófi eru sendir í PCR-próf í kjölfarið til staðfestingar.
Stefnir í metdag í hraðprófun
Það stefnir í metdag í hraðprófun á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við Suðurlandsbraut í dag að sögn Mörtu Maríu Arnarsdóttur, verkefnastjóra hjá Heilsugæslunni. Búist er við um 7000 manns í hraðpróf á Suðurlandsbraut í dag en um 220 manns eru hraðprófaðir á hverju korteri.
Búa sig undir flensutíð - mikið álag í haust
Mikið álag hefur verið hjá heilsugæslunni í haust og meira um pestir en vanalega. „Það er mikið álag og mikið hringt og miklar pestar komnar. Við sjáum það bæði hjá krökkum og fullorðnum,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Hafa beðið eftir niðurstöðum leghálsskimana í 5 mánuði
Konur sem mættu í skimanir fyrir krabbameini í leghálsi í mars, eru sumar enn að bíða eftir niðurstöðum tæpum fimm mánuðum síðar. Forsvarsmenn Heilsugæslunnar segjast ætla að nú fari biðtíminn að styttast.
Hundrað komast í bólusetningu í höfuðborginni á dag
Ásókn í bólusetningu hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist mikið síðustu daga. Framkvæmdastjóri lækninga segir að líklega verði fólki sem fékk Janssen-efnið ekki gefin önnur sprauta fyrr en í ágúst, en heilsugæslan bíði fyrirmæla sóttvarnalæknis. 
Aukið álag í sýnatöku og erfitt að ráða starfsfólk
Álag á starfsfólk sem sinnir COVID-sýnatöku hefur aukist töluvert síðustu daga og helst þyrfti að fjölga í hópnum. Verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins býst við mikilli aðsókn í dag. 
21.07.2021 - 11:38
Heilsugæslan opnar sérstaka móttöku fyrir konur
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samráði við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að ráðast í tilraunaverkefni um sérstaka móttöku fyrir konur. Sextíu milljónir króna verða settar í verkefnið.
Vona að Janssen-skammtarnir komi fyrir stóra daginn
Óvíst er hvort hægt verður að bólusetja alla árgangana sem til stendur að bólusetja á höfuðborgarsvæðinu í þessari viku því skammtarnir frá Janssen hafa enn ekki skilað sér til landsins. Nokkuð hefur verið um að fólk hafi afþakkað bóluefnið.
Sjónvarpsfrétt
Geðlæknaskortur bitnar á þjónustu við veikasta hópinn
Landspítalinn vill bregðast við miklum geðlæknaskorti með því að ráða geðlækna að utan. Forstöðumaður geðsviðs segir skortinn óhjákvæmilega bitna á sjúklingum, einkum veikasta hópnum. Til greina kemur að reyna að beina fleiri sjúklingum annað.
Hátt í þriðjungur 16 ára og eldri fullbólusettur
Hátt í 30% Íslendinga eru nú fullbólusettir og mismunandi er eftir landshlutum hvaða árgöngum hefur verið boðin bólusetning. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að handahófskennd bólusetning hefjist í næstu viku.
Myndskeið
Telur hann tilheyra viðkvæmasta hópnum
Móðir manns með fjölþætta fötlun furðar sig á því að fá ekki svör um hvaða forgangshópi hann tilheyri, margir í svipaðri stöðu hafi þegar verið bólusettir. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fullyrðir að enginn hafi gleymst.
Mikill fjöldi bólusettur í Laugardalshöll í dag
Sex greindust innanlands í gær, þar af var einn utan sóttkvíar. Mikið hefur fjölgað í sóttkví frá í gær. Stefnt er að því að bólusetja 4000 manns í Laugardalshöllinni í dag með bóluefni Astra Zeneca, fyrrverandi landlæknir var þar á meðal. 
Spegillinn
Fresta að bólusetja fólk með undirliggjandi sjúkdóma
Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að ákvörðun um að hætta í bili að gefa bóluefni frá AstraZeneca sé áfall. Fresta verður að bólusetja 2000 einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma sem áttu að fá sprautu á miðvikudaginn.
Um 5000 skammtar á höfuðborgarsvæðinu og 450 á Akureyri
Stefnt er að því að allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu sem eru á milli áttræðs og níræðs verði komnir með fyrri sprautuna af bóluefni Pfizer fyrir vikulok. Sama á við á Akureyri. Tölur yfir hugsanleg smit um helgina, innanlands eða á landamærunum, verða birtar á morgun.
Myndskeið
„Þetta var sársaukalaust og gleðilegt“
„Bóluefnið frá Moderna er aðeins einfaldara í notkun en bóluefni Pfizer,“ segir framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 500 framlínustarfsmenn fengu í dag fyrri skammtinn af bóluefni Moderna. 
Spegillinn
Ekki ráðlagt að blanda saman úr glösum
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins fór að öllu leyti eftir leiðbeiningum og fyrirmælum Lyfjastofnunar og Landlæknis við blöndun og meðhöndlun bóluefnisins Comirnatys að því segir í tilkynningu frá henni. Ekki sé ráðlagt að safna bóluefni milli glasa en náist heill skammtur úr lyfjaglasi sé notkun hans leyfð, enn fremur að umræðan eigi ekki að snúast um færni heldur hvort farið sé að leiðbeiningum.
Myndskeið
Starfsfólk vant að vinna svona með verðmæt lyf
Starfsfólki Landspítala tókst að ná 5,4 skömmtum úr hverju mæliglasi af bóluefni Pfizer BioNTech með því að viðhafa sitt venjulega verklag, til samanburðar náði heilsugæslan aðeins fimm skömtum.