Færslur: Heilsugæslan

Myndskeið
Gjald fyrir skimun stendur ekki undir kostnaði
Forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að það gjald sem farþegar greiða fyrir kórónuveirupróf á landamærum standi ekki undir kostnaði. Sóttvarnarlæknir segir að taka verði með í reikninginn að með þessu sé dregið úr álagi á spítölum og öðrum heilbrigðisstofnunum.
14.07.2020 - 22:37
Geta framvísað vottorði til að sleppa skimun og sóttkví
Þeir sem hafa sýkst af COVID-19 hér á landi eða eru með mótefni fyrir veirunni geta á næstunni framvísað vottorði þar um og komist þannig hjá landamæraskimun, samkvæmt uppfærðri reglugerð heilbrigðisráðuneytisins. Breyttar reglur taka gildi á mánudag.
10.07.2020 - 19:05
Um þrjú hundruð í sóttkví
Um það bil þrjú hundruð eru nú í sóttkví hérlendis. Tvö COVID-19 tilfelli hafa verið staðfest innanlands og sóttvarnayfirvöld meðhöndla smitin sem hugsanlega hópsýkingu.  
26.06.2020 - 17:05
Álagsgreiðslur greiddar út um mánaðamótin
Álagsgreiðslur til starfsmanna Landspítalans sem voru í framlínunni í COVID-19 faraldrinum geta numið allt að 250 þúsund krónum. Allir starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða fá sömu upphæð, 95 þúsund krónur. Flestir heilbrigðisstarfsmenn fá greiðslur nú um mánaðamótin. Á sjúkrahúsinu á Akureyri verður greitt út 1. ágúst.
Helmingi færri fóru á heilsugæsluna í COVID
Á fyrstu fjórum mánuðum ársins fækkaði komum á heilsugæslustöðarnar á höfuðborgarsvæðinu um helming. Fjöldi símtala nánast tvöfaldaðist og notkun á Heilsuveru jókst mjög.
08.06.2020 - 22:24
Færri komu en fleiri hringdu eða notuðu Heilsuveru
Verulega dró úr komum á heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu í kórónaveirufaraldrinum. Í janúar var heildarfjöldi af komum ríflega 52 þúsund, en í mars voru komurnar tæp 36 þúsund eða 31% færri. Enn frekar dró svo úr komum á heilsugæslustöðvar í apríl.
07.06.2020 - 14:42
Myndskeið
Aðferð klár til að finna kórónuveirumótefni í blóði
Veirufræðideild Landspítalans er komin með aðferð til að mæla kórónuveirumótefni í blóði. Heilsugæslan ætlar ekki að senda sýni þangað til greiningar fyrr en ljóst er hver borgar. Á næstunni kemur fjöldi sýna á deildina, bæði blóðsýni og stroksýni úr flugfarþegum eftir að landamærin opna 15. júní. 
Má lítið út af bregða hjá litlum heilbrigðisstofnunum
Sautján hafa greinst með kórónuveirusmit í Húnaþingi vestra. Yfirlæknir á Hvammstanga hefur áhyggur af mönnun heilbrigðisstofnana, lítið megi út af bregða.
Myndskeið
Farsóttin enn í uppsveiflu
Farsóttin færist enn í aukana hérlendis. 648 tilfelli hafa verið staðfest og smit hefur nú greinst í öllum landshlutum. 61 greindist með veiruna í gær. Fara þarf að leiðbeiningum og ekki gera ráð fyrir að allt virki eins og venjulega, segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Von er á 1000 sýnatökupinnum í dag.
Krefjast öruggra starfsaðstæðna fyrir heimilislækna
Stjórn Félags Íslenskra heimilislækna fer fram á það við stjórnvöld að starfsaðstæður heimilislækna í faraldrinum sem gengur yfir vegna Covid-19 verði gerðar eins öruggar og unnt er. Þetta kemur fram í áskorun sem send var Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, á sunnudag. Stjórnin telur að aðstæður til fullnægjandi sóttvarna séu almennt ekki nægar á heilsugæslustöðvum landsins.
COVID-19
Vaxandi álag á heilsugæslu og sýnatökur úti í bíl
Vaxandi álag er á heilsugæslum hér vegna fyrirspurna og í morgun voru tekin sýni úti í bílum hjá veiku fólki sem mátti ekki stíga fæti inn á heilsugæslustöðvar. 
27.02.2020 - 12:42
Inflúensan farin á stjá
Hinn árlegi inflúensufaraldur er farinn af stað, samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnarsviði embættis landlæknis. Tuttugu og átta tilvik voru staðfest á veirufræðideild Landspítalans í síðustu viku. Þá voru 14 tilvik af RS-veirunni staðfest og töluvert álag er á heilsugæslum.
28.01.2020 - 16:54
330 milljónir í þjónustu fyrir aldraða
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur ákveðið að ráðstafa 200 milljónum króna af fjárlögum næsta árs til að koma á fót heilsueflandi móttökum fyrir eldra fólk og einstaklinga með fjölþætt eða langvinn heilsufarsvandamál. Móttökurnar verða innan heilsugæslunnar um allt land.  Framlagið kemur til viðbótar þeim 130 milljónum sem ráðherrann hafði áður ákveðið að verja til að efla þjónustu heimahjúkrunar.
28.11.2019 - 10:59
Myndskeið
Krabbameinsleit færð frá Krabbameinsfélaginu
Öll skimun fyrir krabbameini í brjóstum og leghálsi færast frá Krabbameinsfélaginu eftir rúmt ár. Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri taka yfir brjóstaskoðun og heilsugæslustöðvar taka yfir skimun fyrir leghálskrabbameini. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir brýnt að fá fleiri konur til að koma í skimun.
Viðtal
Heilsugæslulæknir gaf tvisvar út vottorð
Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að heilsugæslulæknir hafi gefið út vottorð sama dag og hann hitti albanska barnshafandi konu sem flutt var út landi í fyrrinótt. Svo hafi hann aftur gefið út vottorð nokkrum dögum seinna. Hann geti ekki fullyrt hvort ástand konunnar hafi breyst í millitíðinni. Vottorð sem gefið var út á Landspítalanum sé ekki hægt að skilja öðru vísi en að kona hafi mátt fara í flug.
Viðtal
Sýklalyfjanotkun minnkuð um helming
Markvisst hefur verið dregið úr notkun breiðvirkra sýklalyfja hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í því skyni að koma í veg fyrir sýklalyfjaónæmi. Íslendingar nota áttfalt meira af tilteknu breiðvirku sýklalyfi en Svíar.
01.06.2019 - 19:05
Rafræn læknisaðstoð færist í aukana
Samskipti fólks við heimilislækninn eru í auknum mæli að færast í rafrænt form. Þannig hafa heimsóknir inn á samskiptavefsíðu heilsugæslunnar og landlæknisembættisins tvöfaldast frá því í fyrra. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins glímir þó enn við læknaskort.
01.06.2019 - 12:23
Viðtal
Ein leið að velja inn í námið út frá búsetu
Síðastliðin ár hefur fjölgað í hópi þeirra sem stunda sérnám í heimilislækningum. Vandinn sem við blasir er engu að síður stór. Hvernig má auka nýliðun enn frekar og standa vörð um heilsugæsluna til frambúðar? Spegillinn ræddi það við Elínborgu Bárðardóttur, kennslustjóra sérnámsins og spurði Hrafnkel Stefánsson, sérnámslækni, hvers vegna hann teldi vinsældir náms í heimilislækningum hafa aukist.
16.08.2018 - 17:00