Færslur: Heilsugæslan

Breyting á fyrirkomulagi leghálsskimana misfórst
Breyting á skipulagi og framkvæmd leighálsskimunar í byrjun síðasta árs misfórst. Verulega skorti samráð og undirbúning og heilbrigðisráðuneytið brást að mati vinnuhóps Læknafélags Íslands.
Hafa beðið eftir niðurstöðum leghálsskimana í 5 mánuði
Konur sem mættu í skimanir fyrir krabbameini í leghálsi í mars, eru sumar enn að bíða eftir niðurstöðum tæpum fimm mánuðum síðar. Forsvarsmenn Heilsugæslunnar segjast ætla að nú fari biðtíminn að styttast.
Yfirlæknir krabbameinsskimana hættur
Kristján Oddson, svæðisstjóri Heilsugæslunnar í Hamraborg, hefur sagt stöðu sinni hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana lausri. Kristján stýrði meðal annars skipulagi skimana fyrir krabbameini í leghálsi í kjölfar þess að þjónustan var flutt frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar.
Næsti faraldur verði faraldur kulnunar
Alþjóðastofnanir spá því að næsti heimsfaraldur verði faraldur kulnunar. BSRB sendi minnisblað vegna þessa til yfirvalda í dag, þar sem lagðar eru til heilsuverndandi aðgerðir fyrir framlínustarfsfólk sem og almenning.
Bráðamóttaka vísar sjúklingum á heilsugæslustöðvar
Mjög þung staða er á bráðamóttöku Landspítala og hefur sjúklingum verið vísað á heilsugæslustöðvar og Læknavakt. Fólk sem leitar á bráðamóttökuna má gera ráð fyrir langri bið og þjónustu er forgangsraðað eftir því hve liggur á henni.
Um klukkustundar bið eftir sýnatöku í dag
Nokkuð löng röð hefur verið við Heilsugæsluna á Suðurlandsbraut í dag, þar sem rúmlega 4000 manns voru boðaðir í COVID-19 sýnatökur. Röðin nær nú inn að Ármúla og hefur biðin í röðinni verið í kring um klukkustund.
Sjónvarpsfrétt
Ekki mistök en hefði mátt undirbúa betur
Heilbrigðisráðherra segir að Covid-faraldurinn hafi gert að verkum að ekki hafi verið nægilega vel staðið að undirbúningi þegar rannsóknarhluti leghálsskimana var fluttur til Danmerkur.
03.07.2021 - 19:25
Hraðprófin komin í notkun hérlendis
Heilsugæslan hefur nú tekið í notkun hraðpróf til greiningar á kórónuveirunni en niðurstöður úr slíkum prófum liggja fyrir á um klukkustund. Prófin eru ekki ætluð þeim sem hafa einkenni eða grun um kórónuveirusmit heldur einungis þeim sem þurfa á þeim að halda. Til dæmis vegna ferðalaga þar sem krafist er neikvæðrar niðurstöðu úr sýnatöku á landamærum en víða erlendis eru niðurstöður hraðprófa teknar gildar.
23.06.2021 - 09:50
Hafa beðið í sjö mánuði eftir viðbrögðum ráðherra
Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna segjast engin svör hafa fengið frá heilbrigðisráðherra þrátt fyrir ítrekaðar bréfaskriftir síðastliðna sjö mánuði. Skýrsla sem unnin hafi verið að beiðni heilbrigðisráðherra um fyrirkomulag leghálsskimana, hafi ekki skilað óháðu áliti, segir Aðalbjörg Björgvinsdóttir, formaður Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Umboðsmaður óskar upplýsinga um bólusetningar
Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, hefur óskað eftir upplýsingum frá embætti Landlæknis hvernig upplýsingum og leiðbeiningum er komið til almennings, einkum þeirra sem hafa fengið boð í bólusetningu með efni sem þeir telja ekki öruggt að þiggja af heilsufarsástæðum.
Umferðarteppa á Selfossi þegar 300 manns fóru í skimun
Umferðarteppa myndaðist í miðbæ Selfoss eftir hádegi í dag þar sem mikil ásókn var í COVID-sýnatöku í bílakjallara verslunarmiðstöðvarinnar Kjarnans. Met var slegið hjá Heilsugæslunni á Selfossi sem tók rúmlega 300 sýni í dag.
20.04.2021 - 15:29
Opið í skimun yfir páskana
Skimun fyrir COVID-19 verður í boði á höfuðborgarsvæðinu yfir páskana, á Suðurlandsbraut 34, alla daga milli klukkan 11 og 15. Mikil aðsókn hefur verið í sýnatöku síðustu daga og hátt í þrettán hundruð voru skimaðir innanlands í fyrradag.
01.04.2021 - 10:06
„Það verður að halda betur utan um okkur“
Kona sem verið hefur í reglubundnu eftirliti vegna frumubreytinga í leghálsi segir að heilbrigðiskerfið verði að halda betur utan um konur í þessari stöðu. Önnur kona sem beðið hefur eftir niðurstöðu skimunar síðan í ágúst ber ekki lengur traust til kerfisins og segir að sér finnist brotið á mannréttindum sínum sem konu.
23.02.2021 - 18:55
Myndskeið
Biðst afsökunar á töfum en segir ekki breytinga þörf
Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins biðst afsökunar á því að flutningur leghálsskimana hafi ekki gengið nógu hratt fyrir sig. Hann segir ekki tilefni til að breyta því að sýni séu send greiningar í Danmörku þrátt fyrir gagnrýni frá læknastéttinni.
22.02.2021 - 19:24
Suðurnesjamenn bera minnst traust til heilsugæslunnar
Suðurnesjamenn bera minnst traust til heilsugæslunnar, samkvæmt þjónustukönnun sem Maskína gerði fyrir Sjúkratryggingar Íslands. 398 svöruðu könnuninni á Suðurnesjum og bera 25,4 prósent þeirra fremur eða mjög lítið traust til heilsugæslunnar. Framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja segja að fjárframlög hafi ekki verið aukin í takt við fjölgun íbúa.
Kastljós
Telur að Krabbameinsfélagið hefði átt að klára sýnin
Kristján Oddsson, svæðisstjóri og fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg, sagði í Kastljósi í kvöld að Krabbameinsfélagið hefði átt að ljúka við greiningu á þeim krabbameinssýnum sem samningar sögðu til um, en svo hafi ekki verið gert. Tímastjórnun félagsins hefði átt að vera betri.
Um tvö hundruð konur þurfa að fara aftur í sýnatöku
Kristján Oddsson, svæðisstjóri og fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg segir að tíu til 15 prósent þeirra kvenna sem áttu leghálssýni í geymslu verði kallaðar í sýnatöku á ný vegna þess að rannsóknarstofa í Danmörku, sem samið hefur verið við um greiningu á þeim, getur ekki notað eldri sýnin til að frumugreina þau. Það eru á milli tvö og þrjú hundruð konur.
Lofar styttri bið og árangursríkari skimun
Forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu lofar því að biðtími eftir niðurstöðu úr leghálsskimun styttist og skimunin verði árangursríkari en áður. Konur sem bíða niðurstöðu úr leghálsskimun fái svar innan mánaðar. 
Telur að hömlurnar fjúki í febrúar á ári fjölskyldunnar
„Ég held að árið 2021 verði ár fjölskyldunnar,“ þetta segir Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunarforstjóri á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Íbúar heimilisins verða bólusettir á morgun og það stendur til að flagga og baka köku. Anna Birna segir að árið 2020 hafi verið ólíkt öllum öðrum sem hún hefur upplifað á löngum ferli og að sumt í starfinu eigi eftir að breytast til frambúðar. Hún leyfir sér að vona að hægt verði að lyfta hömlum af hjúkrunarheimilum strax í febrúar.
Myndskeið
Vonar að starfsemin gangi greiðar eftir bólusetningu
Um það bil 350 framlínustarfsmenn á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins verða bólusettir gegn kórónuveirunni í dag, á fyrsta degi bólusetninga. Nanna Kristinsdóttir, fagstjóri lækninga, vonar að starfsemi heilsugæslunnar gangi greiðar eftir bólusetningu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir magnað að sjá hversu vel framkvæmdin gengur fyrir sig og Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar, segir að dagurinn í dag sé eins konar generalprufa í bólusetningum.
Lægri komugjöld og ódýrara leghálsstrok
Um áramótin tekur heilsugæslan við skimunum fyrir krabbameini í leghálsi og við það lækkar gjald fyrir leghálsstrok úr 4.818 krónum í 500 krónur. Á sama tíma taka Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri við framkvæmd skimana fyrir krabbameini í brjóstum. Gjald fyrir brjóstaskimun hækkar um 2,7 prósent, en gjaldið verður fellt inn í afsláttarkerfi sjúkratrygginga.
Myndskeið
Geta bólusett alla sem vilja á nokkrum dögum
Undirbúningur að bólusetningu gegn COVID-19 er hafinn hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hægt verður að bólusetja alla sem vilja á einungis örfáum dögum, komi nægt bóluefni til landsins. 
Mögulegt væri að bólusetja alla á örfáum dögum
Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir mögulegt að bólusetja fleiri tugþúsundir manna gegn kórónuveirunni daglega.
Gátu ekki skimað vegna skorts á sýnatökupinnum
Vísa hefur þurft fólki, sem óskar eftir COVID-19 sýnatöku, frá Heilsugæslustöðinni við Lágmúla í dag vegna skorts á sýnatökupinnum. Í morgun voru þar til 15 pinnar sem búist var við að myndu klárast fljótlega. Salóme Ásta Arnardóttir, læknir á heilsugæslustöðinni, segir að von sé á fleiri pinnum á morgun.
05.08.2020 - 15:20
Myndskeið
Gjald fyrir skimun stendur ekki undir kostnaði
Forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að það gjald sem farþegar greiða fyrir kórónuveirupróf á landamærum standi ekki undir kostnaði. Sóttvarnarlæknir segir að taka verði með í reikninginn að með þessu sé dregið úr álagi á spítölum og öðrum heilbrigðisstofnunum.
14.07.2020 - 22:37