Færslur: Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

Margir mættir í sýnatöku í morgunsárið
Löng röð var í sýnatöku við í húsnæði Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við Suðurlandsbraut í morgun. Rétt fyrir opnun náði röðin upp í Ármúla.
Óska eftir aðstoð við sýnatöku vegna mikilla anna
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins óskar eftir fólki sem getur aðstoðað við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli og á Suðurlandsbraut. Ekki er gerð krafa um menntun á sviði heilbrigðisvísinda.
Barnshafandi boðaðar í bólusetningu á fimmtudaginn
Heilsugæslan höfuðborgarsvæðisins hefur boðað barnshafandi konur í bólusetningu næsta fimmtudag. Fram kemur í tilkynningu á vef Heilsugæslunnar að í ljósi breyttra aðstæðna og vegna þess að ekkert hefur komið fram um hættu af notkun bóluefna Pfizer og Moderna verði mælt með bólusetningu fyrir hópinn.
Myndskeið
Heilu rúturnar skila af sér ferðamönnum í sýnatöku
„Það er alveg stöðugt streymi fólks sem að hlykkjast hérna í næstu götur,“ segir Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Mikil ásókn er í að komast í sýnatöku á Suðurlandsbraut og er búist við álíka fjölda og í gær þegar um 4.300 manns mættu.
Smit á heilsugæslu og hjá starfsmanni í heimahjúkrun
Kórónuveirusmit hefur greinst hjá einum starfsmanni á heilsugæslunni Sólvangi og öðrum starfsmanni heimahjúkrunar heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Myndskeið
Kátt í höllinni frá morgni til kvölds
Síðasti stóri bólusetningardagurinn var í Laugardalshöll var í dag. Það var létt stemning í höllinni, bæði meðan á bólusetningu stóð og að henni lokinni. Vel á tíunda þúsund mættu í Laugardalshöll í dag, þennan síðasta stóra bólusetningardag, og var hálfgerð karnivalstemning í höllinni.
Ræða flutning rannsókna á leghálssýna til Landspítala
Undanfarnar vikur hafa fulltrúar Landspítala, Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og Heilbrigðisráðuneytis rætt hugsanlegan flutning á rannsókn leghálssýna. Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins mun nú óska eftir samtali við Landspítala að hefja undirbúning á að rannsóknir á leghálssýnum verði fluttar til Landspítalans. Ákvörðunin byggist á því að spítalinn telur sig geta sinnt rannsóknunum auk þess að verið er að koma til móts við athugasemdir fagaðila og almennings.
AstraZeneca og Pfizer er hættulaus kokkteill
Bóluefni AstraZeneca er uppurið í Laugardalshöll en það kláraðist nú á öðrum tímanum. Framkvæmdastjóri hjúkrunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir fólk almennt hafa tekið því vel að vera boðið bóluefni Pfizer í staðinn.
AstraZeneca uppurið og boðið upp í Pfizer í staðinn
Bóluefni AstraZeneca er uppurið í Laugardalshöll en það kláraðist nú á öðrum tímanum.
Sjónvarpsfrétt
Fullbólusettur - húllum hæ í höllinni á morgun
Ellefu þúsund manns fengu seinni skammtinn af bóluefni AztraZeneca í Laugardalshöllinni í dag. Sóttvarnalæknir var meðal þeirra og hvetur hann alla, sem boðaðir eru í bólusetningu á morgun, að mæta. 
Segir raunhæft að Landspítali taki við rannsóknum
Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir raunhæft að Landspítalinn taki að sér rannsóknarhluta leghálsskimana. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra greindi frá í morgun að slík tilfærsla væri í undirbúningi í ráðuneytinu.
Myndskeið
Stjórnvöld hugi að bólusetningum barna eftir rannsóknir
Ekki er ástæða til að bólusetja börn á aldrinum 12 til 15 ára gegn Covid-19 á meðan smittíðni á Íslandi er lág segir prófessor í ónæmisfræði. Hins vegar eru börn óvarin fyrir delta-afbrigði veirunnar og því ættu stjórnvöld að íhuga bólusetningar þegar frekari niðurstöður úr rannsóknum liggja fyrir.
Munu taka skilaboð læknanna alvarlega
Heilbrigðisráðuneytið segist muni beita sér fyrir því að skilaboð þau sem finna mátti í áskorun 985 lækna verði tekin alvarlega. Ekki eingöngu í ráðuneytinu heldur innan heilbrigðisstofnana landsins. 
Íslenskar konur eigi betra skilið í heilbrigðismálum
„Íslenskar konur eiga mun betra skilið þegar konur sitja í æðstu embættum landsins sem lúta að heilbrigðismálum,“ segir Ebba Margrét Magnúsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir í pistli sínum „Réttindi kvenna og kynfæri þeirra“ sem birtist á Vísi.is í dag.
Bólusetningum lokið í dag – skammtar til Suðurnesja
Allir tólf þúsund skammtarnir af bóluefni Pfizer sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins var með til umráða í dag gengu út og er bólusetningum lokið í dag.
Læknar skora á stjórnvöld - Loforð um úrbætur svikin
Heilbrigðisráðuneytinu barst í morgun áskorun frá íslenskum læknum sem mótmæla sinnuleysi stjórnvalda í garð heilbrigðiskerfisins. Læknarnir 985 segja að ítrekuð loforð um aðgerðir og úrbætur hafi verið svikin. Í áskoruninni er það gagnrýnt að ábyrgð stjórnmála- og embættismanna virðist lítil sem engin hér á landi og að heilbrigðisstarfsmenn séu endurtekið látnir bera alla ábyrgð á alvarlegum atvikum innan heilbrigðiskerfisins.
Hægt að skrá sig í COVID-bólusetningu á Heilsuveru
Síðasti hópurinn á höfuðborgarsvæðinu fær í dag fyrri sprautu af bóluefni. Þeir sem hafa fengið COVID-19 skila sér nokkuð vel í bólusetningu, segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hægt verður að skrá sig í bólusetningu með bóluefni Janssen á netspjallinu á Heilsuveru.is en 5.000 skammtar gengu af í gær.
Fimm þúsund skammtar urðu afgangs í Höllinni
Bólusetningu í Laugardalshöll lauk rétt fyrir klukkan fjögur en tæplega níu þúsund þáðu bóluefni Janssen í dag. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hafði um það bil 14 þúsund skammta til að nota í dag og Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, segir að hún hafi vonast eftir meiri aðsókn. Skammtarnir fimm þúsund sem eftir urðu fyrnist þó ekki, enda hafi verið beðið með að blanda þá.
Hafa beðið í sjö mánuði eftir viðbrögðum ráðherra
Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna segjast engin svör hafa fengið frá heilbrigðisráðherra þrátt fyrir ítrekaðar bréfaskriftir síðastliðna sjö mánuði. Skýrsla sem unnin hafi verið að beiðni heilbrigðisráðherra um fyrirkomulag leghálsskimana, hafi ekki skilað óháðu áliti, segir Aðalbjörg Björgvinsdóttir, formaður Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Yfirfærslan var flóknari en áætlað var
Heilbrigðisyfirvöld hafa aðeins haft heilsufarlega hagsmuni kvenna að leiðarljósi við breytingar á framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi og  með hvaða hætti væri best hægt að tryggja öryggi þeirra og gæði rannsókna sýna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Yfirfærsla verkefnisins hafi reynst flóknari en áætlað var.
Janssen-bóluefnið búið eftir langan dag
Bólusetningum lauk í Laugardalshöll rétt fyrir klukkan sex þegar bóluefni Janssen kláraðist eftir langan dag. Fyrr í dag var fólki ráðið frá því að mæta í Laugardalshöll þar sem eftirspurn virtist mun meiri en framboð, eftir að fjöldi fólks hafði verið boðaður samdægurs og löng röð hlykkjaðist langleiðina að Glæsibæ. Síðdegis sat heilsugæslan svo uppi með nokkur hundruð skammta og hvatti fólk til að mæta.
Aðeins um helmingsaðsókn í Janssen
Aðeins um helmingur þeirra sem fékk boð í bólusetningu með bóluefni Janssen í Laugardalshöll í dag lét sjá sig. Heilsugæslan hefur því sent boð á nokkra árganga sem voru næstir í röðinni. Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Fólk á að drífa sig í bólusetningu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um þetta.
Verkferlum breytt vegna máls barnshafandi konu
Verkferlum hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins var breytt eftir að í ljós kom að þunguð albönsk kona fékk vottorð þess efnis að henni væri óhætt að halda í nítján stunda flug til heimalandsins árið 2019. Framkvæmdastjóri lækninga segir að brugðist verði við úrskurði landlæknis um málið í samráði við lögfræðing. 
Bólusetningar gengið vel þrátt fyrir erfiða byrjun
Bólusetningar í Laugardalshöllinni gengu vel í dag þrátt fyrir erfiða byrjun, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Stefnt er að því að klára tíu þúsund skammta af AstraZeneca í dag.
Viðtal
Hætt við opna bólusetningadaga í júní
Fallið hefur verið frá áformum um opna bólusetningardaga í júní. Þeir sem vilja ekki bólusetningu með því efni sem þeir hafa verið boðaðir í, gætu þurft að bíða fram í ágúst eftir bólusetningu.