Færslur: Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

Myndskeið
Þrefalt dýrara að rannsaka leghálssýni hér á landi
Þrefalt dýrara er að rannsaka leghálssýni á Landspítalanum en í Danmörku. Heilbrigðisráðherra hefur ekki ákveðið hvort leghálsskimun verði færð af danski rannsóknarstofu til Landspítalans. Bið eftir niðurstöðu rannsókna er 8-10 vikur en heilsugæslan vonast til að biðin styttist í fjórar vikur um mánaðamótin.
Annasöm vika framundan í bólusetningum
Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er bjartsýnn að bólusetning 280 þúsund Íslendinga náist á tilsettum tíma. Hann sagði í kvöldfréttum sjónvarps að framundan væri annasöm vika í bólusetningum.
Búast við 1.500 manns í skimun í dag
Búist er við 1.500 til 1.600 manns í sýnatöku vegna COVID-19 hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Sautján greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær, þar af voru þrír utan sóttkvíar. Flest þeirra smituðu eru grunnskólabörn, þar af tólf nemendur í Laugarnesskóla.
Samfélagið
Fjölveikindi stærsta áskorun læknisfræðinnar á 21. öld
Fjölveikindi eru ein stærsta áskorun læknisfræðinnar á 21 öld. Þetta segir Margrét Ólafía Tómasdóttir, heimilislæknir og lektor við læknadeild Háskóla Íslands. Fjölveikindi eru mun algengari nú á dögum en þau voru hér áður fyrr. Flest allir sem leita eftir læknisþjónustu hvort sem farið er til heimilislækna eða á spítala glíma við fjölveikindi.
Fleiri komu en vænst var og bóluefni kláraðist
Um fimmtíu manns á níræðisaldri þurfti að hverfa frá Laugardalshöll þegar bóluefni kláraðist í gær. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir fólk hafa tekið þessu almennt mjög vel. 
Fjórðungur farþega ekki með PCR-vottorð
Fyrstu farþegarnir sem þurftu að framvísa vottorði um smitleysi komu frá Boston í morgun. Seinlegt var að fara yfir vottorðin. Nærri fjórðungur farþega var ekki með vottorð. Ekki verður sektað fyrr en á mánudag í fyrsta lagi.
Spegillinn
Hjúkrunarheimili: Núverandi stefna gjaldþrota
Kostnaður við uppbyggingu hjúkrunarheimila hljómar eins og gjaldþrota stefna segir Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir á öldrunardeild Landspítalans. Hann leggur til ýmsar breytingar á heilbrigðisþjónustu við eldra fólk, meðal annars að öldrunargeðdeild verði komið á fót og að heilsugæslan verði gerð að vöggu öldrunarþjónustunnar.
Um helmingur sýna hefur nú borist frá Danmörku
Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að nú hafi borist niðurstöður helmings þeirra leghálssýna sem send voru til Danmerkur eftir að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins tók við skimun af Krabbameinsfélaginu um áramótin.
Bólusett með öllum þremur bóluefnum í fyrsta sinn
Bólusett verður með öllum þremur bóluefnum í vikunni og er það í fyrsta skipti þau eru öll þrjú notuð á sama tíma. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að íbúar á sambýlum, skjólstæðingar heimahjúkrunar og starfsfólk hjúkrunarheimila verði bólusett.
Bólusettu 377 manns á 30 mínútum
Fyrsta fjöldabólusetning í Laugardalshöllinni var í dag. Bólusett verður líka á morgun og í næstu viku með öllum þremur bóluefnunum.  
Kastljós
Gætu bólusett 40 þúsund manns á dag
Áætlað er að hægt verði að bólusetja rúmlega 40 þúsund manns á dag ef samkomulag næst við Pfizer um bóluefnarannsókn hér á landi. Þetta kom fram í máli Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í Kastljósi í kvöld.
Viðtal
Fjöldabólusetningarstöð í Laugardalshöll í undirbúningi
Heilsugæslan á Höfuðborgarsvæðinu og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins eru í óðaönn að undirbúa fjöldabólusetningarstöð í Laugardalshöllinni. Gert er ráð fyrir að hægt verði að bólusetja mun fleiri en áður frá og með miðvikudeginum.
Allir fæddir 1931 eða fyrr boðaðir í bólusetningu í dag
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins býður öllum 90 ára og eldri í bólusetningu í dag. Það eru þeir sem eru fæddir árið 1931 eða fyrr. Heilsugæslan hefur boðað um það bil þúsund manns í bólusetningu í dag með SMS-skilaboðum í síma. Þeir sem eru á þessum aldri og búa á hjúkrunarheimilum hafa langflestir nú þegar verið bólusettir.
Aðgátar þörf í tilslökunum til að komast hjá bakslagi
Sóttvarnalæknir fagnar góðum árangri í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn og segir að mögulegt sé að slaka örlítið á. Hann vill þó ekki upplýsa í hverju þær tilslakanir felast. Enginn greindist innanlands með COVID-19 í gær, en 11 á landamærunum.
Báðir foreldrar mega mæta í ungbarnavernd
Frá og með morgundeginum mega báðir foreldrar mæta í mæðravernd og ung- og smábarnavernd á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í sóttvarnaskyni hefur aðeins annað foreldrið mátt mæta frá því í vor. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsugæslunni, segir að það hafi verði mikil eftirspurn eftir breytingunni.
Viðtal
Brátt verði leghálsgreiningarfyrirkomulag viðunandi
Sýni úr krabbameinsleit í leghálsi hafa beðið í rúma tvo mánuði eftir greiningu. Ráðherra segir að þetta verði komið í viðunandi horf innan tíðar. Fyrirkomulag sem verið sé að koma á laggirnar verði mjög gott.
Heilsugæslan sér um sýnatöku og vottorð vegna ferðalaga
Þeim sem þurfa að fara í skimun vegna utanlandsferða, til dæmis til Bretlands og Danmerkur, er ráðlagt að hafa samband við sína heilsugæslustöð. Heilsugæslan sér um sýnatöku og gefur út vottorð fyrir ferðalanga sem þurfa að framvísa slíkum á landamærum.
Myndskeið
Náði 5,4 bóluefnaskömmtum úr hverju lyfjaglasi
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefði getað bólusett nokkur hundruð manns til viðbótar ef hún hefði nýtt hvert lyfjaglas með sama hætti og Landspítalinn. Þetta segja læknar og heilbrigðisstarfsmenn sem fréttastofa ræddi við í dag.
4875 landsmenn fengu bólusetningu
Bóluefnið sem kom frá Pfizer á mánudag dugði alls fyrir 4.875 landsmenn. Um helmingur þeirra er á höfuðborgarsvæðinu. Þar er bólusetningu lokið og fóru síðustu skammtarnir frá Suðurlandsbraut í Reykjavík fyrir hádegið. Annars staðar á landinu er einnig ráðgert að ljúka bólusetningu í dag. Gert er ráð fyrir að næsta sending frá Pfizer berist í kringum 20. janúar.
Fimm skammtar en ekki sex náðust úr hverju glasi
Bólusetning á höfuðborgarsvæðinu ætti að klárast í dag. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna og framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að vel hafi gengið að bólusetja í gær. Fimm skammtar náðust úr hverju glasi bóluefnis en ekki sex eins og vonast hafði verið til.
Myndskeið
Hundruð bólusett á bólusetningadaginn fyrsta
Bólusett var í fyrsta sinn hérlendis gegn COVID-19 í dag. Hundruð ef ekki þúsund voru bólusett um allt land, á hjúkrunarheimilum, Landspítalnum og á fjórða hundrað heilsugæslustarfsmenn í sannkallaðri fjöldabólusetningu. Margir brostu undir grímunum þegar þeir voru sprautaðir gegn COVID-19. 
Myndskeið
Geta bólusett alla sem vilja á nokkrum dögum
Undirbúningur að bólusetningu gegn COVID-19 er hafinn hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hægt verður að bólusetja alla sem vilja á einungis örfáum dögum, komi nægt bóluefni til landsins. 
Spegillinn
Hugsanlega bólusett gegn COVID í stórum skemmum
Forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að byrjað sé að undirbúa hvernig staðið verður að bólusetningu gegn Covid-19. Til greina komi að leigja stórar skemmur til að auðvelda verkið. Ljóst sé að áhersla verði lögð á að bólusetja aldraða.
Skólabyggingar líklega nýttar fyrir bólusetningu
Skólabyggingar og íþróttahús verða líklega nýtt til þess að bólusetja marga á skömmum tíma þegar bóluefni við kórónuveirunni berst til landsins. Forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og borgarstjórinn í Reykjavík ræddu saman í gær um húsnæði fyrir bólusetningu. Starfsfólk heilsugæslunnar býr sig nú undir að geta með skömmum fyrirvara hafið bólusetningu.
Bóluefni gegn inflúensu búið á landinu
Bóluefni gegn árlegri flensu er uppurið á landinu og Fréttablaðið hefur eftir Sigríði Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, að ekki fáist meira bóluefni. Alls hafi um 75 þúsund manns verið bólusettir hér á landi, fleiri en undanfarin ár, og að stærstur hluti bóluefnisins hafi farið til forgangshópa.