Færslur: Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

Biður atvinnurekendur að óska ekki eftir covid-vottorði
Mikið er um að atvinnurekendur krefjist vottorðs ef starfsmenn missa af vinnu vegna covid-veikinda. Talsvert álag er á heilsugæslustöðvum vegna inflúensu og annarra veikinda, og því hvetur heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins atvinnurekendur til að sleppa því að biðja um læknisvottorð til að sanna covid-veikindi. 
Skæða flensan veldur miklu álagi
Mikið álag er á heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Þangað leita hátt í tvö þúsund manns á hverjum degi, sumir þurfa frá að hverfa og leita þá þjónustu á efri stigum heilbrigðiskerfisins. Gríðarlegt álag er vegna flensunnar að sögn forstjóra heilsugæslunnar.
Viðtal
Heimapróf verða nýtt til að skima fyrir ristilkrabba
Reglubundin skimun fyrir krabbameini í ristli hefst á næsta ári. Yfirlæknir segir að fólk fái send heimapróf sem það sendi svo til baka með sýnum. Hann viti ekki hvers vegna það hafi dregist í tuttugu ár að hrinda áformum um reglubundna skimun í framkvæmd. 
Inflúensufaraldur líklega yfirvofandi
Inflúensutilfellum hefur fjölgað mikið á undanförnum vikum. Sóttvarnalæknir telur líklegt að faraldur sé yfirvofandi.
Sjónvarpsfrétt
Heilsugæsla undirbýr læknisskoðun úkraínsks flóttafólks
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins undirbýr nú læknisskoðun á flóttafólki frá Úkraínu. Fólkið verður skimað fyrir berklum, sárasótt, lifrarbólgu, HIV og líklega einnig fyrir covid. Gert er ráð fyrir að fjöldi fólks frá Úkraínu sæki um dvalarleyfi á Íslands. Talið er að fjöldinn gæti hlaupið á þúsundum. 
Viðtal
Takmarkanir fækki ekki smitum eins og staðan er nú
Heilbrigðisráðherra hvetur fólk til þess að gæta vel að sóttvörnum í ljósi mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar og álags á  heilbrigðiskerfið. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telur að það myndi ekki skila árangri að taka á ný upp sóttvarnaaðgerðir og takmarkanir.
Gríðarlega mikið álag á allar stöðvar heilsugæslunnar
Starfsmenn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru undir miklu álagi nú þegar verkefni covid-göngudeildar hafa færst þangað. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdstjóri lækninga, segir að margir þurfi að bíða eftir svörum við erindum. 
Reyna að bregðast við löngum svartíma eftir sýnatöku
Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir veirufræðideild Landspítalans vinna af kappi við að stytta biðtímann eftir niðurstöðu PCR-prófa. Hún segir faraldurinn ekki á niðurleið.
Geðheilsuteymi fyrir fanga tryggt framtíðarfjármagn
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að tryggja rekstur geðheilsuteymis fyrir fanga til framtíðar. Þar með fær verkefnið fast fjárframlag en það er rekið af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á landsvísu.
Allt í góðum farvegi en hefur skilning á óöryggi kvenna
Hvatningarátak Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hófst í dag, en Ísland er eftirbátur hinna Norðurlandanna þegar kemur að þátttöku kvenna í krabbameinsskimunum, sem hefur farið minnkandi síðustu ár.
Sjónvarpsfrétt
Holskefla af smitum þegar verður ráðist í afléttingar
Búast má við holskeflu af kórónuveirusmitum þegar ráðist verður í afléttingu á sóttvarnatakmörkunum, segir umdæmislæknir sóttvarna á höfuðborgarsvæðinu. Hún óttast að smitin lami heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni.
Hefur vantað tugi til starfa vegna sóttvarnaaðgerða
Fjörutíu til sextíu heilbrigðisstarfsmenn hefur vantað til starfa á degi hverjum á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í þessari viku. Þetta segir framkvæmdastjóri lækninga en covid-tengd verkefni hafa einnig aukið álag á heilsugæsluna og því getur verið bið eftir tíma hjá heimilislækni.
Bólusetningar barna færðar í Laugardalshöll
Bólusetningar fimm til ellefu ára barna á höfuðborgarsvæðinu gegn kórónuveirunni hefjast í Laugardalshöll á mánudag en ekki í skólum eins og áður var ætlunin.
Sjónvarpsfrétt
Bólusetningar í grunnskólum hefjast á mánudag
„Undanfarna daga og í dag hafa verið margvísleg samtöl bæði við yfirvöld fræðslumála, yfirvöld sveitastjórna, menntamálaráðuneytið þar sem við höfum útskýrt okkar sjónarmið og við fáum mjög góðan hljómgrunn fyrir okkar rökum,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Bólusetningar hefjast í öllum skólum á höfuðborgarsvæðinu og lýkur fyrir vikulok.
Verkefnisstjóri skimana við krabbameini ráðinn
Verkefnisstjóri skimana fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hefur verið ráðinn og tekur til starfa 1. mars næstkomandi. Sigríður Dóra Magnúsdóttir staðfesti þetta við fréttastofu í dag. Stefnt er að því að hefja skimanir á seinni hluta ársins. 
Fólk beðið um PCR-próf áður en farið er á heilsugæsluna
Þeir sem leita á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins með einkenni sem svipa til Covid-19, eru beðnir um að framvísa neikvæðu PCR-prófi áður en þeir fá þjónustu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilsugæslunni sem senda var út í dag. Tekið er fram að hraðpróf séu ekki ásættanleg.
Myndskeið
Bíða á aðra klukkustund hóstandi í sýnatökuröðinni
Margir hafa látið taka úr sér sýni á Suðurlandsbraut í Reykjavík í dag og hefur röðin eftir PCR-prófi náð mörg hundruð metrum, hlykkjast um bílaplanið og eftir Ármúlanum. Þeir sem bætast við röðina núna fara í hana við höfuðstöðvar Símans. Napurt er í höfuðborginni, hiti við frostmark og lítils háttar snjókoma. Þónokkur fjöldi fólks hefur haft samband við fréttastofuna og sagst hafa beðið í röðinni á aðra klukkustund. Eitthvað var um að fólk hefði gefist upp á biðinni og snúið við. 
Á annað þúsund í skimun í dag
Um 1.600 hafa mætt í kórónuveiruskimun hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Opnað var í sýnatöku klukkan 10 en lokað verður klukkan 14.
Hugmyndir um að bólusetja börnin í skólunum
Undirbúningi fyrir kórónuveirubólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára er að ljúka. Beðið er ákvörðunar sóttvarnalæknis um framkvæmdina. Hugmyndir eru um að hefja bólusetningar í skólum upp úr áramótum. Líklegt er að þau verði álíka mörg og fullorðnir.
Sjúkdómsskráningum fjölgað til muna
Sjúkdómsgreiningum sjúklinga á heilsugæslustöðvum hefur fjölgað allverulega síðan nýtt fjármögnunarlíkan var tekið í gagnið. Fjárhagslegur hvati er til að skrá sjúkdóma, en úttektir landlæknis benda þó ekki til ofskráningar að því er segir í fréttabréfi Landlæknisembættisins.
Einkennalausum með jákvæða niðurstöðu fjölgar
Einkennalausum með jákvæða niðurstöðu úr hraðprófum hefur fjölgað jafnhliða hækkandi tíðni smita. Verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir ekki hægt að álykta að hraðpróf fjölgi greindum smitum.
Viðtal
Ísland eftirbátur við skimanir á krabbameini
Helgi Birgisson, yfirlæknir krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélaginu og sérfræðingur í skurðlækningum ristils og endaþarms, segir Ísland eftirbáta nágrannaþjóða við skimanir á krabbameini í ristli og endaþarmi. Víða í Evrópu og í Bandaríkjunum er byrjað að skima fyrir sjúkdómnum hjá einstaklingum um fimmtugt, og hefur komið til tals í Bandaríkjunum að hefja skimun við 45 ára aldur.
Skoða ýmsar leiðir til að ná til óbólusettra
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins skoðar nú ýmsar leiðir til að ná til þeirra sem ekki hafa þegið boð um kórónuveirubólusetningu. Verið er að greina þennan hóp og til greina kemur að aka um og bjóða fólki bólusetningu. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir brýnt að ná til þessa hóps sem fyrst.
Strætisvagn notaður í bólusetningarátaki
Á næstunni verður strætisvagni ekið um götur höfuðborgarinnar og fólki boðið inn til að þiggja bólusetningu gegn COVID-19. Vagninn fer víða um höfuðborgarsvæðið og á mismunandi tímum. Þangað getur það fólk leitað sem ekki hefur þegar fengið bólusetningu.
Örvunarbólusetningar viðbragðsaðila komnar vel á veg
Stefnt er að því að ljúka bólusetningum viðbragðsaðila með þriðja skammti bóluefnis gegn COVID-19 í næstu viku. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að bólusetningarnar gangi vel. Von bráðar verði lögreglumenn, slökkvilið, heilbrigðisstarfsfólk og allir landsmenn yfir sjötugt búnir að fá boð í þriðja skammt bóluefnis.