Færslur: Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

Hugmyndir um að bólusetja börnin í skólunum
Undirbúningi fyrir kórónuveirubólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára er að ljúka. Beðið er ákvörðunar sóttvarnalæknis um framkvæmdina. Hugmyndir eru um að hefja bólusetningar í skólum upp úr áramótum. Líklegt er að þau verði álíka mörg og fullorðnir.
Sjúkdómsskráningum fjölgað til muna
Sjúkdómsgreiningum sjúklinga á heilsugæslustöðvum hefur fjölgað allverulega síðan nýtt fjármögnunarlíkan var tekið í gagnið. Fjárhagslegur hvati er til að skrá sjúkdóma, en úttektir landlæknis benda þó ekki til ofskráningar að því er segir í fréttabréfi Landlæknisembættisins.
Einkennalausum með jákvæða niðurstöðu fjölgar
Einkennalausum með jákvæða niðurstöðu úr hraðprófum hefur fjölgað jafnhliða hækkandi tíðni smita. Verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir ekki hægt að álykta að hraðpróf fjölgi greindum smitum.
Viðtal
Ísland eftirbátur við skimanir á krabbameini
Helgi Birgisson, yfirlæknir krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélaginu og sérfræðingur í skurðlækningum ristils og endaþarms, segir Ísland eftirbáta nágrannaþjóða við skimanir á krabbameini í ristli og endaþarmi. Víða í Evrópu og í Bandaríkjunum er byrjað að skima fyrir sjúkdómnum hjá einstaklingum um fimmtugt, og hefur komið til tals í Bandaríkjunum að hefja skimun við 45 ára aldur.
Skoða ýmsar leiðir til að ná til óbólusettra
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins skoðar nú ýmsar leiðir til að ná til þeirra sem ekki hafa þegið boð um kórónuveirubólusetningu. Verið er að greina þennan hóp og til greina kemur að aka um og bjóða fólki bólusetningu. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir brýnt að ná til þessa hóps sem fyrst.
Strætisvagn notaður í bólusetningarátaki
Á næstunni verður strætisvagni ekið um götur höfuðborgarinnar og fólki boðið inn til að þiggja bólusetningu gegn COVID-19. Vagninn fer víða um höfuðborgarsvæðið og á mismunandi tímum. Þangað getur það fólk leitað sem ekki hefur þegar fengið bólusetningu.
Örvunarbólusetningar viðbragðsaðila komnar vel á veg
Stefnt er að því að ljúka bólusetningum viðbragðsaðila með þriðja skammti bóluefnis gegn COVID-19 í næstu viku. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að bólusetningarnar gangi vel. Von bráðar verði lögreglumenn, slökkvilið, heilbrigðisstarfsfólk og allir landsmenn yfir sjötugt búnir að fá boð í þriðja skammt bóluefnis.
Boða tíu þúsund í örvunarbólusetningu á dag
Verið er að undirbúa örvunarbólusetningu við COVID-19 sem hefjast á eftir rúma viku. Bólusett verður í Laugardalshöll og um allt land og Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segist fullviss um að fólk átti sig á mikilvægi þriðju sprautunnar. 120 þúsund manns verður boðin sprauta fyrir áramót og stefnt að því að allir hafi fengið boð um hana í mars.
Biðin styttist úr sjö mánuðum í einn
Konur þurfa nú að bíða að jafnaði 29 daga eftir niðurstöðu úr leghálsskimun. Þetta kemur fram í frétt á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún tók um áramótin við skimun fyrir krabbameini í leghálsi og í janúar var meðalbiðtími eftir niðurstöðu um 220 dagar eða rúmir sjö mánuðir. 
Fáir í sýnatöku þrátt fyrir fjölgun smita
Þrátt fyrir að óvenjumörg kórónuveirusmit hafi greinst í gær fóru fáir í skimun hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að rólegt hafi verið alla vikuna.
Aðsókn í hraðpróf fer hægt af stað
Í dag er fyrsti dagurinn sem fólki býðst að fá tveggja sólarhringa vottorð sem veitir aðgang að fimm hundruð manna viðburðum. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins býður upp á hraðpróf á Suðurlandsbraut 34 klukkan 8-20 alla virka daga og klukkan 09-15 um helgar.
Þurfum nýja nálgun á faraldurinn
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að sóttvarnaryfirvöld hér á landi séu að einhverju leyti farin að efast um eigin orð og fyrirmæli. Þar af leiðandi sé rétt að endurskoða hvernig almenningur hér á landi eigi að lifa með veirunni næstu mánuði og misseri. Þá segir hann hraðprófin sóun á tíma og peningum.
Milljón sýni vegna COVID-19 tekin hér á landi
Milljónasta sýnið vegna skimunar fyrir kórónuveirunni var tekið í gær. Kostnaður við sýnatökuna er á bilinu fjórir til sjö milljarðar króna frá upphafi faraldursins. Inni í því eru ekki sýni sem tekin eru á vegum einkafyrirtækja.
Aðstaða fyrir hraðpróf tilbúin á morgun
Nú er aðstaða til að framkvæma hraðpróf tilbúin í húsnæði Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut en beðið er eftir að tölvukerfi verði tilbúið. Gengið er út frá því að slíkt kerfi verið tilbúið á morgun, þriðjudaginn 7. september.
Viðtal
Hættulegar aðstæður vegna ölvunar og partístands
Stundum er ástand eldra fólks hættulegt starfsfólki heimahjúkrunar vegna ölvunar og partístands. Svæðisstjóri heimahjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að eldra fólk í þessari stöðu sé gjarnt á að detta og brjóta sig og glími við næringarskort.
Þeir sem hafa fengið COVID-19 eiga ekki að mæta í örvun
Nokkrir, sem sýkst hafa af kórónuveirunni á einhverjum tímapunkti, hafa fengið boð í svokallaða örvunarbólusetningu þrátt fyrir að einn skammtur eigi að duga þeim hópi. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, fram­kvæmda­stjóri hjúkrunar hjá Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins, segir að hafi fólk greinst með veiruna og þegar fengið einn skammt af bóluefni, þurfi það ekki að mæta aftur.
Bjóða 90 ára og eldri í örvunarbólusetningu
Fimmtudaginn 19. ágúst verður fólki, fæddu 1931 eða fyrr, boðinn örvunarskammtur með mRNA-bóluefni. Í þeim flokki eru bóluefni Pfizer og Moderna. Bólusett verður í Laugardalshöll milli klukkan 10 og 12.
Eiga að fá niðurstöður úr skimunum mjög fljótlega
Konur sem hafa beðið vikum saman eftir niðurstöðu úr leghálsskimun ættu að fá niðurstöður á næstu tveimur vikum. Framkvæmdastjóri lækninga segir búið að hafa samband við konur þar sem alvarleg frávik fundust.
Hraðpróf í boði fyrir skimun við heimkomu
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins býst við að það fjölgi um allt að tvö þúsund manns á dag í sýnatökur í kjölfar nýrra reglna sem tóku gildi á miðnætti. Farþegar með tengsl við Ísland þurfa að fara í sýnatöku innan tveggja sólarhringa frá því að þeir koma til landsins. Þeir sem velja að fara í sýnatöku á vegum heilsugæslu fara þá í hraðpróf. Þeir sem láta taka sýni á Keflavíkurflugvelli fara í PCR-próf.
Yfirlæknir krabbameinsskimana hættur
Kristján Oddson, svæðisstjóri Heilsugæslunnar í Hamraborg, hefur sagt stöðu sinni hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana lausri. Kristján stýrði meðal annars skipulagi skimana fyrir krabbameini í leghálsi í kjölfar þess að þjónustan var flutt frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar.
Laugardalshöll aftur nýtt til bólusetninga
Liður í aðgerðum sem stjórnvöld kynntu á föstudaginn er að ráðist verði í bólusetningarátak.
Gæti ekki verið sáttari með fyrsta starfið
Ríflega 1.200 skólastarfsmenn fengu örvunarskammt ofan í Janssen-sprautuna sína í dag. Tæplega átta þúsund starfsmenn skóla á öllum skólastigum fengu eina sprautu af Janssen-bóluefninu í vor. Nú er búið að boða þau öll í aðra sprautu, svonefndan örvunarskammt, til að verja þau betur. Fyrsta hollið kom í morgun. Verðandi læknanemi segir vinnuna með heilsugæslunni við Suðurlandsbraut besta starf sem hægt sé að hugsa sér. 
Allir sem fengu Janssen fá Pfizer fyrir 20. ágúst
Stefnt er að því að allir sem voru bólusettir með bóluefni Janssen á höfuðborgarsvæðinu hafi fengið örvunarskammt af Pfizer-bóluefninu fyrir 20. ágúst. Þetta sagði Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.
Margir mættir í sýnatöku í morgunsárið
Löng röð var í sýnatöku við í húsnæði Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við Suðurlandsbraut í morgun. Rétt fyrir opnun náði röðin upp í Ármúla.
Óska eftir aðstoð við sýnatöku vegna mikilla anna
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins óskar eftir fólki sem getur aðstoðað við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli og á Suðurlandsbraut. Ekki er gerð krafa um menntun á sviði heilbrigðisvísinda.