Færslur: Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

Viðtal
Brátt verði leghálsgreiningarfyrirkomulag viðunandi
Sýni úr krabbameinsleit í leghálsi hafa beðið í rúma tvo mánuði eftir greiningu. Ráðherra segir að þetta verði komið í viðunandi horf innan tíðar. Fyrirkomulag sem verið sé að koma á laggirnar verði mjög gott.
Heilsugæslan sér um sýnatöku og vottorð vegna ferðalaga
Þeim sem þurfa að fara í skimun vegna utanlandsferða, til dæmis til Bretlands og Danmerkur, er ráðlagt að hafa samband við sína heilsugæslustöð. Heilsugæslan sér um sýnatöku og gefur út vottorð fyrir ferðalanga sem þurfa að framvísa slíkum á landamærum.
Myndskeið
Náði 5,4 bóluefnaskömmtum úr hverju lyfjaglasi
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefði getað bólusett nokkur hundruð manns til viðbótar ef hún hefði nýtt hvert lyfjaglas með sama hætti og Landspítalinn. Þetta segja læknar og heilbrigðisstarfsmenn sem fréttastofa ræddi við í dag.
4875 landsmenn fengu bólusetningu
Bóluefnið sem kom frá Pfizer á mánudag dugði alls fyrir 4.875 landsmenn. Um helmingur þeirra er á höfuðborgarsvæðinu. Þar er bólusetningu lokið og fóru síðustu skammtarnir frá Suðurlandsbraut í Reykjavík fyrir hádegið. Annars staðar á landinu er einnig ráðgert að ljúka bólusetningu í dag. Gert er ráð fyrir að næsta sending frá Pfizer berist í kringum 20. janúar.
Fimm skammtar en ekki sex náðust úr hverju glasi
Bólusetning á höfuðborgarsvæðinu ætti að klárast í dag. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna og framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að vel hafi gengið að bólusetja í gær. Fimm skammtar náðust úr hverju glasi bóluefnis en ekki sex eins og vonast hafði verið til.
Myndskeið
Hundruð bólusett á bólusetningadaginn fyrsta
Bólusett var í fyrsta sinn hérlendis gegn COVID-19 í dag. Hundruð ef ekki þúsund voru bólusett um allt land, á hjúkrunarheimilum, Landspítalnum og á fjórða hundrað heilsugæslustarfsmenn í sannkallaðri fjöldabólusetningu. Margir brostu undir grímunum þegar þeir voru sprautaðir gegn COVID-19. 
Myndskeið
Geta bólusett alla sem vilja á nokkrum dögum
Undirbúningur að bólusetningu gegn COVID-19 er hafinn hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hægt verður að bólusetja alla sem vilja á einungis örfáum dögum, komi nægt bóluefni til landsins. 
Spegillinn
Hugsanlega bólusett gegn COVID í stórum skemmum
Forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að byrjað sé að undirbúa hvernig staðið verður að bólusetningu gegn Covid-19. Til greina komi að leigja stórar skemmur til að auðvelda verkið. Ljóst sé að áhersla verði lögð á að bólusetja aldraða.
Skólabyggingar líklega nýttar fyrir bólusetningu
Skólabyggingar og íþróttahús verða líklega nýtt til þess að bólusetja marga á skömmum tíma þegar bóluefni við kórónuveirunni berst til landsins. Forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og borgarstjórinn í Reykjavík ræddu saman í gær um húsnæði fyrir bólusetningu. Starfsfólk heilsugæslunnar býr sig nú undir að geta með skömmum fyrirvara hafið bólusetningu.
Bóluefni gegn inflúensu búið á landinu
Bóluefni gegn árlegri flensu er uppurið á landinu og Fréttablaðið hefur eftir Sigríði Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, að ekki fáist meira bóluefni. Alls hafi um 75 þúsund manns verið bólusettir hér á landi, fleiri en undanfarin ár, og að stærstur hluti bóluefnisins hafi farið til forgangshópa.
Viðtal
Heilsugæslan tilbúin um leið og kallið kemur
Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan verði tilbúin til að bólusetja um leið og efnið kemur til landsins. Nú þegar sé hafinn undirbúningur á tæknilegri útfærslu á bólusetningu. Óskar var gestur í Síðdegisútvarpinu á Rás 2.
Enn meiri áhersla lögð á símtöl og rafræn samskipti
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins bíður átekta eftir því hvort sóttvarnaaðgerðir verði hertar. Stjórnendur hafa farið yfir stöðuna í dag og í gær hvort setja þurfi sérstakar vinnureglur vegna ástandsins, en enn meiri áhersla verður nú lögð á símtöl og rafræn samskipti við skjólstæðinga.
COVID-19
Sýnataka nemanda til að ljúka sóttkví tók skamma stund
Það tók Úlf Bjarna Tulinius, nemanda í Austurbæjarskóla, aðeins skamma stund að láta skima sig fyrir COVID-19 í dag. Hann hefur verið í sóttkví síðan á föstudag eins og samnemendur hans, eftir að smit greindist á unglingastigi skólans.
Myndskeið
Risadagur í sýnatökum - „Fólk þarf bara að bíða“
Gríðarlega langar raðir eru nú til að komast í skimun í aðstöðu heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við Suðurlandsbraut. Nú á tíunda tímanum náði röð upp Ármúla. Fréttastofa hefur haft veður af því að einstaklingar hafi hætt við að fara í röðina af ótta við smithættu. 
Allir sem þurfa að fara í sýnatöku komast að í dag
Meiri kraftur verður settur í sýnatökur hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag eftir að fréttir bárust af því í gær að fólk með einkenni hefði ekki komist að. Auka mannskapur var kallaður til starfa í sýnatökuhúsinu á Suðurlandsbraut og eru nú helmingi fleiri að störfum þar en venjulega.
Geta nú skráð sig í sýnatöku á netinu og létt á álagi
Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið upp þá nýjung að nú getur fólk skráð sig í sýnatöku vegna COVID-19 einkenna á heilsuvera.is í stað þess að hringja á heilsugæslustöðvar. Með þessu er ætlað að létta álagið á heilsugæslustöðvunum.
Viðtal
Tvöfalt fleiri í sýnatöku vegna einkenna - 800 í dag
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hóf í dag að skima fólk af handahófi fyrir kórónuveirunni. Þúsund manns voru boðuð í sýnatöku í dag og þúsund á morgun. Að auki er tekið á móti þeim sem eru með einkenni COVID-19.
Fjölmargir með eftirköst hafa komið á heilsugæsluna
Á annað hundrað manns hafa leitað til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins með eftirköst COVID-19. Þetta segir forstjóri heilsugæslunnar. Enginn starfsmaður heilsugæslunnar hefur smitast af sjúklingi.
Hætta að taka sýni í tjaldi
Starfsfólk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hætti í gær að taka sýni í tjaldi fyrir utan gamla Orkuhúsið við Suðurlandsbraut. „Þetta var erfið vinnuaðstaða og það var farið að blása rækilega,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar, í samtali við fréttastofu. Þá hafi borið á því að fólk stundaði skemmdarverk á tjaldinu. Því hafi verið talið skynsamlegt að taka öll sýnin innandyra.
Myndskeið
Langar raðir í sýnatöku á Suðurlandsbraut
Löng röð myndaðist í dag við gamla Orkuhúsið á Suðurlandsbraut þar sem sýnataka Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu fer fram.
Allir eru á öðrum stað en þeir ætluðu að vera
„Allir eru einhvern veginn á öðrum stað en þeir ætluðu að vera og það veldur streitu“, segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Mikil aðsókn er í sálfræðiþjónustu heilsugæslunnar. Hún óttast að þeir sem þjást af langvinnum sjúkdómum leiti ekki á heilsugæslurnar af ótta við COVID-19.
Gríðarlegt álag á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins biður fólk, sem er með væg einkenni, að bíða aðeins með að hringja; og þá sem ekki eru með einkenni, að hringja alls ekki. Gríðarlegt álag er á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Endurskoða verkferla vegna frávísana
Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að endurskoða þurfi fyrirmæli til þeirra sem svara símum eftir að í ljós koma að sýktu fólki var neitað um sýnatöku. Kanna þurfi hvað fór úrskeiðis. 
Haldið verður áfram að taka sýni um helgina
Töluverð aðsókn var á heilsugæslur í gær og voru Covid-sýni tekin fram eftir degi. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að haldið verði áfram að taka sýni um helgina og fólk verði einnig kallað inn í seinni skimun.  
Myndskeið
Skoðað að skima alla landsmenn tvisvar við heimkomu
Sóttvarnarlæknir segir til skoðunar að allir búsettir hér verði að sæta heimkomusmitgát við komuna til landsins og fara tvisvar í sýnatöku. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að málið sé metið nú og hvort unnt sé að auka afkastagetu í sýnatöku og rannsóknum. Þórólfur segir viðbúið að fleiri smit greinist daglega næstu daga.