Færslur: Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

Myndskeið
Risadagur í sýnatökum - „Fólk þarf bara að bíða“
Gríðarlega langar raðir eru nú til að komast í skimun í aðstöðu heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við Suðurlandsbraut. Nú á tíunda tímanum náði röð upp Ármúla. Fréttastofa hefur haft veður af því að einstaklingar hafi hætt við að fara í röðina af ótta við smithættu. 
Allir sem þurfa að fara í sýnatöku komast að í dag
Meiri kraftur verður settur í sýnatökur hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag eftir að fréttir bárust af því í gær að fólk með einkenni hefði ekki komist að. Auka mannskapur var kallaður til starfa í sýnatökuhúsinu á Suðurlandsbraut og eru nú helmingi fleiri að störfum þar en venjulega.
Geta nú skráð sig í sýnatöku á netinu og létt á álagi
Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið upp þá nýjung að nú getur fólk skráð sig í sýnatöku vegna COVID-19 einkenna á heilsuvera.is í stað þess að hringja á heilsugæslustöðvar. Með þessu er ætlað að létta álagið á heilsugæslustöðvunum.
Viðtal
Tvöfalt fleiri í sýnatöku vegna einkenna - 800 í dag
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hóf í dag að skima fólk af handahófi fyrir kórónuveirunni. Þúsund manns voru boðuð í sýnatöku í dag og þúsund á morgun. Að auki er tekið á móti þeim sem eru með einkenni COVID-19.
Fjölmargir með eftirköst hafa komið á heilsugæsluna
Á annað hundrað manns hafa leitað til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins með eftirköst COVID-19. Þetta segir forstjóri heilsugæslunnar. Enginn starfsmaður heilsugæslunnar hefur smitast af sjúklingi.
Hætta að taka sýni í tjaldi
Starfsfólk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hætti í gær að taka sýni í tjaldi fyrir utan gamla Orkuhúsið við Suðurlandsbraut. „Þetta var erfið vinnuaðstaða og það var farið að blása rækilega,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar, í samtali við fréttastofu. Þá hafi borið á því að fólk stundaði skemmdarverk á tjaldinu. Því hafi verið talið skynsamlegt að taka öll sýnin innandyra.
Myndskeið
Langar raðir í sýnatöku á Suðurlandsbraut
Löng röð myndaðist í dag við gamla Orkuhúsið á Suðurlandsbraut þar sem sýnataka Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu fer fram.
Allir eru á öðrum stað en þeir ætluðu að vera
„Allir eru einhvern veginn á öðrum stað en þeir ætluðu að vera og það veldur streitu“, segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Mikil aðsókn er í sálfræðiþjónustu heilsugæslunnar. Hún óttast að þeir sem þjást af langvinnum sjúkdómum leiti ekki á heilsugæslurnar af ótta við COVID-19.
Gríðarlegt álag á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins biður fólk, sem er með væg einkenni, að bíða aðeins með að hringja; og þá sem ekki eru með einkenni, að hringja alls ekki. Gríðarlegt álag er á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Endurskoða verkferla vegna frávísana
Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að endurskoða þurfi fyrirmæli til þeirra sem svara símum eftir að í ljós koma að sýktu fólki var neitað um sýnatöku. Kanna þurfi hvað fór úrskeiðis. 
Haldið verður áfram að taka sýni um helgina
Töluverð aðsókn var á heilsugæslur í gær og voru Covid-sýni tekin fram eftir degi. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að haldið verði áfram að taka sýni um helgina og fólk verði einnig kallað inn í seinni skimun.  
Myndskeið
Skoðað að skima alla landsmenn tvisvar við heimkomu
Sóttvarnarlæknir segir til skoðunar að allir búsettir hér verði að sæta heimkomusmitgát við komuna til landsins og fara tvisvar í sýnatöku. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að málið sé metið nú og hvort unnt sé að auka afkastagetu í sýnatöku og rannsóknum. Þórólfur segir viðbúið að fleiri smit greinist daglega næstu daga.
Vaxandi álag á heilsugæslustöðvar
Álag á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur aukist verulega vegna hópsýkingarinnar sem nú hefur brotist út og hefur þurft að endurskipuleggja starfsemina og fresta sumarfríum starfsfólks. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfðuborgarsvæðisins segir að tekin verði sýni á einni heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu og á Læknavaktinni um helgina.  
Þríeykið og Óskar verða á fundinum í dag
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14:00 í dag. Þar munu þau Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Alma D. Möller, landlæknir og Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu fara yfir stöðu COVID-19 faraldursins hér á landi. Fundinum verður streymt beint á ruv.is og hann sýndur í sjónvarpinu.
Sýnataka eftir heimkomusmitgát opnaði í morgun
Fyrstu sýni þeirra sem verið hafa í heimkomusmitgát voru tekin í morgun þegar gamla Orkuhúsið við Suðurlandsbraut var formlega opnað. Aðeins rúm eitt þúsund sýni voru tekin í gær fyrsta daginn þar sem ferðamenn frá fjórum löndum sluppu við skimun.