Færslur: heilsugæsla

Sjónvarpsfrétt
Sunnuhlíð verður heilsugæslustöð
Staðsetning hefur verið ákveðin fyrir tvær nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri og loka á þeirri sem nú er starfrækt. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands gerir ráð fyrir að auðveldara verði að laða til sín starfsfólk þegar starfsaðstæður batna.
Sjúkdómsskráningum fjölgað til muna
Sjúkdómsgreiningum sjúklinga á heilsugæslustöðvum hefur fjölgað allverulega síðan nýtt fjármögnunarlíkan var tekið í gagnið. Fjárhagslegur hvati er til að skrá sjúkdóma, en úttektir landlæknis benda þó ekki til ofskráningar að því er segir í fréttabréfi Landlæknisembættisins.
Síðdegisútvarpið
Aukið traust til heilbrigðiskerfisins eftir COVID-19
Traust Íslendinga til heilbrigðiskerfisins og getu þess til að takast á við hnattrænar heilbrigðisógnir hefur aukist eftir heimsfaraldur kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Geirs Gunnlaugssonar, fyrrverandi landlæknis og prófessor emerítus í hnattrænni heilsu við Háskóla Íslands. Þá hafi 95% þátttakenda sagt þau treysti heilbrigðiskerfinu til þess að takast á við hnattrænar heilbrigðisógnir eftir faraldurinn.
25.10.2021 - 18:30
Búa sig undir flensutíð - mikið álag í haust
Mikið álag hefur verið hjá heilsugæslunni í haust og meira um pestir en vanalega. „Það er mikið álag og mikið hringt og miklar pestar komnar. Við sjáum það bæði hjá krökkum og fullorðnum,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Heilsugæslan og LSH gera samning um lyfjaþjónustu
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur gert þjónustusamning við Landspítala um lyfjaþjónustu á heilsugæslustöðvum. Markmiðið er að draga úr lyfjatengdum vandamálum sem eru oft orsök sjúkrahúsinnlagnar, valda heilsutjóni og eru kostnaðarsöm fyrir samfélagið.
23.09.2021 - 14:10
Starfslok miðist við áhuga, færni og getu en ekki aldur
Einfalda þarf flókið og sundurleitt lagaumhverfi í málefnum eldri borgara og gera það skilvirkara. Lágmarkslífeyrir skal aldrei vera lægri en umsamin lágmarkslaun á vinnumarkaði. Endurskoða ber reglur um starfslok. Þetta er meðal þess sem fram kemur í áhersluatriðum eldra fólks fyrir komandi Alþingiskosningar.
Fjöldi fólks með sykursýki tvö tvöfaldaðist á 14 árum
Fjöldi þeirra Íslendinga sem er með sykursýki tvö, áunna sykursýki, meira en tvöfaldaðist á árunum 2005 til 2018. Árið 2005 voru ríflega 4.200 með sykursýki tvö hér á landi en 10.600 árið 2018. Fjölgunin nær til karla og kvenna á öllum aldri.
Landinn
Til skiptis á heilsugæslunni og í hljóðverinu
Doctor Victor er nafn sem hefur heyrst æ oftar upp á síðkastið. Hann hefur gefið út lög með bræðrunum Ingó Veðurguð og Gumma Tóta, Svölu og fótboltamanninum fyrrverandi Rúrik Gíslasyni og samdi nýlega við Sony. Doctors-viðbótin er ekki bara listamannsnafn því hann er útskrifaður læknir og vinnur á Heilsugæslunni í Efstaleiti. Hans raunverulega nafn er Victor Guðmundsson.
Vilja heilsugæslustöð í Suðurnesjabæ
Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ vilja fá heilsugæslustöð í bæjarfélagið. Mörg ár eru síðan heilsugæslustöðvum þar var lokað og þurfa íbúar að sækja sér heilbrigðisþjónustu í Reykjanesbæ.
Myndskeið
Fyrirkomulag leghálsskimana „aðför að heilsu kvenna“
Varaformaður Læknaráðs Landspítala segir það fyrirkomulag að senda leghálssýni úr landi til greiningar vera aðför að heilsu kvenna. Læknaráð sjái sig knúið til að vekja athygli á því að stórslys sé í uppsiglingu. Þúsund leghálssýni sem tekin voru í janúar og febrúar hafa enn ekki verið send til greiningar í Danmörku.
20.02.2021 - 18:18
Bóluefni komið í alla landsfjórðunga
Bóluefni er nú komið í alla landsfjórðunga og reiknað er með að bólusetningu á landsbyggðinni ljúki á morgun. Hjúkrunarfræðingur á Akureyri segir það hafa verið ótrúlega ánægjulegt að taka á móti bóluefninu í dag.
Mögulegt væri að bólusetja alla á örfáum dögum
Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir mögulegt að bólusetja fleiri tugþúsundir manna gegn kórónuveirunni daglega.
Öflug sýnataka á Norðurlandi eystra
Eitt smit greindist á Norðurlandi eystra í gær, grunur leikur á um annað og beðið staðfestingar úr sýnatöku. Báðir aðilar voru í sóttkví. 102 eru nú í einangrun á svæðinu og 164 í sóttkví. Tveir eru inniliggjandi með COVID-19 á Sjúkrahúsinu á Akureyri, einn á gjörgæslu en ekki í öndunarvél. Fjórir eru í einangrun á farsóttahúsi.
11.11.2020 - 14:07
Suðurnesjabúar flykkjast til læknis í Reykjavík
Einn af hverjum sex íbúum á Suðurnesjum er skráður á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu. Formaður félags heimilislækna telur þetta skrifast á læknaskort og bága fjárhagsstöðu HSS. Grundvallarmunur sé á rekstrarumhverfi heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. 
Endurskoða verkferla vegna frávísana
Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að endurskoða þurfi fyrirmæli til þeirra sem svara símum eftir að í ljós koma að sýktu fólki var neitað um sýnatöku. Kanna þurfi hvað fór úrskeiðis. 
Krefjast öruggra starfsaðstæðna fyrir heimilislækna
Stjórn Félags Íslenskra heimilislækna fer fram á það við stjórnvöld að starfsaðstæður heimilislækna í faraldrinum sem gengur yfir vegna Covid-19 verði gerðar eins öruggar og unnt er. Þetta kemur fram í áskorun sem send var Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, á sunnudag. Stjórnin telur að aðstæður til fullnægjandi sóttvarna séu almennt ekki nægar á heilsugæslustöðvum landsins.
Fimm vikna bið eftir heimilislækni á Akureyri
Allt að fimm vikna bið er eftir tíma hjá heimilislækni á Heilsugæslunni á Akureyri. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir skort á læknum og lélegar starfaðstæður valda því að erfiðlega gengur að stytta biðlista. 
Fá hreyfiseðil í stað lyfseðils
Árlega nýta um fjórtán hundruð manns sér rafræna hreyfiseðla sem læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður ávísar í stað lyfseðla. Maður með sykursýki, sem notar hreyfiseðil, segir að hann fari oftar út að ganga en áður. 
07.05.2019 - 06:40
Brutu lög um opinber innkaup
Embætti landlæknis og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins brutu lög um opinber innkaup árið 2013 þegar stofnanirnar sömdu við fyrirtækið TM Software ehf. um þróun á hugbúnaði fyrir vefinn heilsuvera.is. í stað þess að bjóða verkið út. Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar útboðsmála frá 3. september.
17.09.2018 - 16:30
Vilja að ráðherra kanni kjör heilsugæslulækna
Læknafélag Íslands telur vandséð að sú fullyrðing geti staðist að það geti verið ódýrara fyrir heilbrigðisstofnanir að ráða heilsugæslulækna sem verktaka en sem launamenn, líkt og settur forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands sagði í samtali við fréttastofu. Fullyrðingin geti aðeins staðist ef verktakalæknar fái lægri laun en samkvæmt kjarasamningi. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið sendi heilbrigðisráðherra í morgun.
27.03.2018 - 13:35
Fagna tillögum heilbrigðisráðherra
Geðheilbrigðisþjónustu fyrir fullorðna á heilsugæslu er verulega ábótavant og nauðsynlegt að auka fjármagn til þess að bæta það. Stjórnendur heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fagna því fyrirætlunum nýrrar ríkisstjórnar. Í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir að íslenskt heilbrigðiskerfi eigi að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum. Heilbrigðisstefna Íslands verði fullunnin og heilsugæslan verði efld sem fyrsti viðkomustaður notenda.
02.12.2017 - 13:16
Telur skynsamlegast að styrkja heilsugæsluna
Ef auka á fjárframlög til heilbrigðiskerfisins er skynsamlegast að verja þeim peningum til að styrkja heilsugæsluna í landinu. Þetta segir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Það sé ódýrara fyrir almenning að fara til heimilislæknis, en að sækja þjónustu sérfræðinga um langan veg.
11.10.2017 - 14:07
Samið um tvær nýjar heilsugæslustöðvar
Sjúkratryggingar Íslands hafa samið um rekstur tveggja heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar útboðs Ríkiskaupa. Útboð á rekstri þriggja nýrra heilsugæslustöðva var auglýst í lok apríl. Þrjú tilboð bárust, tvö voru samþykkt en því þriðja hafnað.
07.09.2016 - 02:57