Færslur: heilsufæði

Glútenlausar rúgbrauðsbollur - AUÐVELT
Rúgbrauðsbollur án hveitis, sem eru þess vegna glútenlausar bollur, eru spennandi tilbrigði við hefðbundna rúgbrauðið. Í sjónvarpsþættinum Sætt og gott bakaði Mette Blomsterberg þessar litlu rúgbrauðsbollur, sem eru fullkomnar í samlokur og nestisboxið. Það er ekkert lyftiduft í þeim svo að þær eiga að vera flatar bollur. Bollurnar eiga ekki að lyfta sér og þess vegna er þetta fljótleg og auðveld uppskrift.
08.03.2016 - 21:15
Mozzarellasalat
Mozzarellasalat í ítölsku fánalitunum er eitt það besta sem ég veit þegar sól hækkar á lofti. Mér finnst mozzarellaosturinn fara vel í mig og ég nota þetta salat oft til að drýgja matinn en einnig fæ ég mér það stundum bara svona hinsegin af því það tekur enga stund að útbúa og mér finnst það svo gott. Hér er ólífuolían ómissandi, ekki spara hana...það er mjög nauðsynlegt að gæta þess að borða góða fitu í hverri máltíð.
17.12.2015 - 20:30
Pítsa fyrir einn logandi svangan!
- snarfljótleg & einföld! Kæru pítsuaðdáendur. Þegar þið komið heim eftir skólann og eruð svöng og langar í eitthvað gott, er miklu ódýrara og skemmtilegra að elda sér sjálfur eitthvað gott heldur en að kaupa sér eitthvað tilbúið. Að gera gerlausa pítsu tekur til dæmis enga stund. Hér er uppskrift fyrir einn logandi svangan ungling
10.12.2015 - 20:30
Grillaðar samlokur
Það er ekkert mál og mjög gaman, að grilla sér ljúffengar samlokur heima þegar maður er svangur. Ég ætla að sýna ykkur nokkrar útgáfur sem eru vinsælar heima hjá mér, til að gefa ykkur innblástur.
10.12.2015 - 20:30
Súkkulaðimuffins
- upplagðar eftir skóla til dæmis – ljúffengar og einfaldar. Þessar eru fyrir lifandis löngu orðnar algjör klassík heima hjá mér. Þetta geta allir búið til og skellum við iðulega í súkkulaðimuffins þegar okkur langar í eitthvað gott í kaffinu.
10.12.2015 - 20:30
Epla-nachos
10.12.2015 - 20:30
Puy-linsurósmarín- og hvítlaukssúpa
Þessi súpa er í algjöru uppáhaldi. Ég smakkaði svipaða súpu hjá Ölla svila mínum á Súpubarnum og svo reyndi ég að herma af því ég kunni ekki við að biðja hann um uppskriftina, fyrirgefðu Ölli minn. Ég held mér hafi tekist vel til og er ánægð með mig. Ég geri þessa svakalega oft, af því hún er svo brjálæðislega góð og líka holl!
03.12.2015 - 20:30
Grillað flatbrauð
Að henda í flatbrauð og grilla svo í ofninum er dásamlega fljótlegt og það er svo ljúffengt að ég fæ vatn í munninn við að hugsa um það, nýgrillað með ólífuolíu og Himalayasalti. Solla Eiríks (Gló) kenndi mér að búa til svona brauð.
03.12.2015 - 20:30
Kornfleksmuffinskökur – Afmæliskornflekskökur
Kornflekskökur eru sem himnasending fyrir örmagna foreldra sem eru að fara halda upp á afmæli barna sinna. Það tekur enga stund að búa þær til og allir elska þær. Við gerum þær líka oft á laugardagskvöldum. Svona sparikökur eru miklu hollari en flest búðarkeypt sælgæti... og líka miklu betri!
03.12.2015 - 20:30
Hafra- og bananalummur
Einstaka sinnum tek ég mig til og geri lummur á föstudögum í morgunmat. Það er voða gaman þegar ég nenni því. Þessar lummur eru snareinfaldar, fljótlegar og sérlega bragðgóðar. Þær hverfa alltaf hratt.
03.12.2015 - 20:30
Græn jógúrt úr avókadó
Græn jógúrt er ennþá borðuð heima hjá mér, þó engin smábörn séu á heimilinu lengur. Þetta er fljótlegur og einfaldur morgunmatur, sem fer sérlega vel í maga og er kærkomin tilbreyting frá morgunmat sem inniheldur korn.
26.11.2015 - 20:30
Möndlumjólk frá grunni
Það er ótrúlega einfalt að gera möndlumjólk sjálfur. Í mörg ár þorði ég ekki einu sinni að reyna því ég hélt að það væri svo mikið vesen að leggja möndlur í bleyti. En að leggja í bleyti er ekkert mál, maður bara setur möndlur í skál og vatn út á. Það er allt og sumt! Möndlumjólkin er drekkhlaðin næringu.
26.11.2015 - 20:30
Fljótlegur og hollur haframjölseftirréttur
Stundum langar mann í eitthvað góðgæti strax; málið er brýnt og þolir enga bið! Þá tekur aðeins nokkrar mínútur að henda í þennan berjahaframjölseftirrétt sem er ómótstæðilegur með þeyttum rjóma… eða ís..
26.11.2015 - 20:30
Linsurétturinn með hrísgrjónunum
Þessi réttur kemur sko á óvart! Hann er svipaður pastanu sem ég gerði eitt sinn, að því leyti að ég bý hann til, þegar ég má ekki vera að því að elda eða nenni því ekki. Þetta er ljúffengur, ódýr og einfaldur matur, sem eldar sig sjálfur á meðan ég geri eitthvað allt annað! Þetta þurfa allir þreyttir foreldrar að kunna!
26.11.2015 - 20:30
Kúrbítsklattar með myntu
Þessir kúrbítsklattar eru upplagður forréttur en líka léttur kvöldmatur. Þeir eru sívinsælir enda innihalda þeir ekkert nema ljúffeng hráefni sem tala svo vel saman, m.a. egg, heimalagað brauðrasp, myntu, fetaost og rifinn kúrbít. Ég segi það hreint út að mér finnst þeir óviðjafnanlegir!
19.11.2015 - 20:30
Seigar súkkulaðismákökur
Þessar súkkulaðismákökur innihalda allskyns uppáhalds galdrahráefni sem gera þær ómótstæðilegar, eins til dæmis möndlusmjör, macadamiahnetur, dökkt og hvítt súkkulaði. Já, haldið ykkur nú!
19.11.2015 - 20:30