Færslur: Heilsa

Schwarzenegger segist brattur eftir hjartaaðgerð
Bandarísk-austurríski leikarinn og fyrrum ríkisstjóri Kaliforníu Arnold Schwarzenegger segist vera nokkuð brattur en hann er að jafna sig eftir hjartaaðgerð sem hann undirgekkst á sjúkrahúsi í Cleveland Ohio.
Vísindamenn telja köld böð minnka líkur á heilabilun
Vísindamenn telja mögulegt að það geti dregið úr líkum á heilabilun að stunda sund í köldu vatni. Slíkur lífstíll hefur um nokkra hríð verið talinn vænlegur í baráttunni við þunglyndi.
21.10.2020 - 04:04
Hefur gefið blóð 200 sinnum: Gott að geta orðið að liði
Óli Þór Hilmarsson náði þeim merka áfanga á föstudaginn að gefa blóð í tvö hundraðasta skipti. „Það að gefa blóð er nokkurs konar keppni í heilbrigði,“ segir Óli Þór. Hann hefur lengi gefið blóðflögur og hvetur fólk til að gefa blóð eins lengi og það hefur heilsu til.
Undanþágulyf veitt ef skráð lyf skortir
Skráðu gigtarlyfin Salazopyrin og Salazopyrin EN hafa verið ófáanleg síðan í sumar. Þeirra í stað hafa svokölluð undanþágulyf, eða óskráð lyf verið fáanleg. Á vef Lyfjastofnunar kemur fram að hörgull á lyfinu sé vegna framleiðslutengds vanda en ekki gæðamála.
05.10.2020 - 17:43
Ætlar að halda lifandi upp á 200 ára afmælið
Tryggvi Hjaltason, Vestmannaeyingur sem starfar hjá CCP, hefur stúderað langlífi. Hann sendi endajaxl úr sér til Bandaríkjanna í von um að hægt verði að nýta stofnfrumur til að skapa honum ný líffæri þegar hans fara að bregðast í ellinni. Stundum fastar hann dögum saman en segir einna mikilvægast að rækta vinskapinn því einmanaleiki sé mjög hættulegur lífinu.
17.09.2020 - 10:10
Færeyingar langeygir eftir að losna af rauða listanum
Það tekur of langan tíma að hreinsa Færeyinga af rauða lista Norðmanna sem veldur færeyskum verkamönnum í Noregi miklum vanda.
Hægt að koma í veg fyrir heimsfaraldra eins og COVID-19
Hægt er að koma í veg fyrir heimsfaraldra eins og Covid-19 ef þjóðir heims kæmu sér saman um að draga úr eyðingu regnskóga og viðskiptum með villt dýr. Það kostar 22 milljarða dollara á ári. Þetta segir hópur alþjóðlegra vísindamanna sem birt hafa grein í vísindatímaritinu Science. Rætt er við einn úr hópnum dr. Aaron Bernstein, í Speglinum
19.08.2020 - 15:08
Ástralir tryggja sér bóluefni sem gefa á öllum
Ástralir hafa tryggt sér aðgang að nýju bóluefni gegn kórónuveirunni sem sagt er lofa góðu. Scott Morrison forsætisráðherra landsins tilkynnti þetta í dag.
Andlitsgrímur ekki skylda á lengri leiðum
Lestarfarþegum á lengri leiðum til og frá Árósum í Danmörku ber ekki skylda til að hafa andlitsgrímu fyrir vitum sér.
Ríflega 19 milljónir Covid-19 smita á heimsvísu
Yfir nítján milljónir hafa greinst með COVID-19 í heiminum öllum og rúmlega 712 þúsund látist úr sjúkdómnum svo vitað sé.
Sundlaugar verða opnar, með takmörkunum þó
Sundlaugar í Reykjavík verða opnar næstu tvær vikur. Þó verða fjöldatakmarkanir við lýði, í samræmi við nýjar reglur sem taka gildi á morgun. Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar fundaði í dag um aukna smitgát í starfsemi borgarinnar vegna breyttra sóttvarnarreglna.
30.07.2020 - 19:27
Heyrt sögur af fólki sem hleypur aukahring á planinu
Birna Varðardóttir, hlaupari og doktorsnemi í íþrótta- og heilsufræði, segir að þjónustustöðvun Garmin í síðustu viku afhjúpi að vissu leyti hve margir eru háðir heilsuúrum og endurgjöf frá tengdum forritum. Hún segir að margt sé jákvætt við notkun Garmin og annarra tækja sem gerir fólki kleift að halda utan um æfingar sínar. Hins vegar sé varasamt að láta stjórnast um of af tækninni.
29.07.2020 - 20:41
Innlent · Heilsa · Hreyfing · Hlaup · Útivist
Covid-19: Hætta á ferðum í Hong Kong
Hætta er talin á gríðarlegri útbreiðslu kórónuveirunnar í Hong Kong. Svo rammt gæti kveðið að, að sjúkrahús gætu yfirfyllst á skammri stundu. Sömuleiðis er óttast um öryggi þeirra sem veik eru fyrir, einkum meðal eldri borgara.
29.07.2020 - 05:36
WHO: Ungmenni ginnt til reykinga
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) heldur fram að tóbaksframleiðendur beiti banvænum brögðum til að ginna börn og unglinga til reykinga. Það væri engin tilviljun að mikill meirihluti reykingafólks kveikti í fyrstu sígarettunni fyrir átján ára aldur.
29.05.2020 - 06:26
Ólíðandi að konur bíði margar vikur eftir brjóstaskoðun
Brynja Björk Gunnarsdóttir, formaður Brjóstaheilla segir ekki sé hægt að sætta sig við það að konur þurfi að bíða í margar vikur eftir því að komast að í rannsókn eða meðferð. Kona sem fór í skimun fékk að vita sjö vikum síðar, að hún væri með mein í brjósti. Hún hefur kvartað til Landlæknis og Landspítalans. 
27.05.2020 - 13:20
Biðtími eftir aðgerðum hefur lengst vegna COVID-19
Vigdís Hallgrímsdóttir forstöðumaður skurðstofu- og gjörgæslukjarna segir að biðtími eftir aðgerðum á Landspítalanum hafi lengst vegna faraldursins. Um 4000 bíði nú eftir ýmsum aðgerðum en gera megi ráð fyrir að listinn eigi eftir að lengjast.
20.05.2020 - 12:24
Heimskviður
Verulega hefur dregið úr loftmengun vegna COVID-19
Heimsfaraldur COVID-19 hefur víðtæk áhrif á loftslagsmálin um heim allan því dregið hefur verulega úr loftmengun vegna hans. Bara í Reyjavík hefur loftmengun minnkað um tæplega 40% vegna faraldursins eftir að samkomubann var hert hér á landi. Gera má ráð fyrir að loftmengun vegna flugumferðar hafi dregist saman um meir en níutíu prósent, segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun.
06.04.2020 - 08:15
Landinn
Heilsuátak með óhefðbundnum hætti
„Það er mjög gott, bæði fyrir líkama og sál að gera eitthvað annað en að hlaupa á eftir rollum,“ segir Vilberg Þráinsson, sauðfjárbóndi á Hríshóli í Reykhólasveit. Hann, og hans fjölskylda eru meðal þeirra sem taka þátt í heilsuátaki á vegum Reykhólahrepps sem nú stendur yfir.
01.04.2020 - 15:29
 · mannlíf · Vesturland · íþróttir · Heilsa · COVID-19
Okkar á milli
„Fólk heldur stundum hreinlega að ég sé drukkin"
Þingmaðurinn og friðarsinninn Steinunn Þóra Árnadóttir hefur glímt við taugasjúkdóminn MS í 20 ár. Hún hefur setið Alþingi frá 2014 og berst þar meðal annars fyrir hagsmunum öryrkja. Steinunn Þóra er gestur Sigmars Guðmundssonar í þættinum Okkar á milli sem sýndur er á RÚV í kvöld og segir meðal annars frá óvæntum breytingum sem nýverið urðu í fjölskyldu hennar og sjúkdóminum sem hefur fylgt henni öll fullorðinsárin.
26.03.2020 - 09:51
Mannlegi þátturinn
Ávísa árlega 1500 hreyfiseðlum við sjúkdómum
Læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk ávísar nú í auknum mæli hreyfiseðlum eins og lyfseðlum því sýnt hefur verið fram á að nota má hreyfingu sem meðferð. Auður Ólafsdóttir, hreyfistjóri og verkefnisstjóri hreyfiseðla hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að fimmtán hundruð manns fái árlega ávísað slíkum seðlum.
11.03.2020 - 11:00
Landinn
Tekst á við parkinsonsjúkdóminn með saumaskap
„Ég hef þá trú að þetta geri mér gott. Bútasaumur er þannig að þú þarft að skera mjög nákvæmlega og sauma mjög nákvæmlega þannig að þetta agar mann líka," segir Ólöf Ólafsdóttir, bóndi á Tannstaðabakka í Hrútafirði. 
01.03.2020 - 09:05
Varað við svifryksmengun á Akureyri
Varað er við mjög miklu svifryki á Akureyri í dag. Börn og fólk með viðkvæm öndunarfæri ættu að forðast útivist við umferðargötur. Kalt er í veðri, hægur vindur og götur þurrar og því má búast við að svifryksmengun fari yfir heilsuverndarmörk áfram næstu daga.
04.11.2019 - 12:27
Snýst ekki um að fara í algjörar öfgar
Margt að því sem fram kemur í kvikmyndinni The Game Changers er einföldun og þar má finna fullyrðingar sem eiga ekki við rök að styðjast, segir Elísabet Margeirsdóttir, næringafræðingur og ofurhlaupari. Skemmtanagildi myndarinnar er þó ótvírætt.
01.11.2019 - 14:36
Ganga gegn streitu á Akureyri
Hópur kvenna á Akureyri fer vikulega saman í göngu og nýtir þannig útiveru og hreyfingu gegn neikvæðum áhrifum streitu. Umsjónarkonur hópsins segja mikilvægt fólk læri að tækla streitu á heilbrigðan hátt.
30.09.2019 - 09:27
Fimm ný tilfelli af e. coli
Fimm börn greindust með e. coli-sýkingu um helgina. Alls eru tilfellin orðin níu. Rannsókn á upptökum sýkingarinnar stendur enn hjá Landlækni.
08.07.2019 - 12:04