Færslur: Heilbrigðisvísindi

Lýsa yfir þungum áhyggjum af stöðu vísindastarfs
Læknaráð Landspítalans skorar á framkvæmdastjórn spítalans og stjórnvöld að endurreisa vísindastarf innan spítalans. Auka þurfi fjárframlög til vísindastarfs á háskólasjúkrahúsinu í samræmi við það sem gerist í nágrannalöndunum og eyrnamerkja það fé sérstaklega til vísindastarfs. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar Læknaráðs Landspítala.
Ódýrara fyrir samfélagið að draga úr ójöfnuði
Mikill munur er á heilsu og lifnaðarháttum milli þjóðfélagshópa hér á landi samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum embættis Landlæknis. Menntun og fjárhagsleg afkoma hefur þar mikil áhrif en stofnunum samfélagsins ber að bregðast hratt við að mati skýrsluhöfunda.
Samfélagið
LSH langt undir heimsviðmiðunum í heilbrigðisrannsóknum
Landspítalinn hefur dregist verulega aftur úr í heilbrigðisrannsóknum. Samkvæmt alþjóðlegum vísum sem notaðir eru til að meta vísindastarf er sjúkrahúsið nú undir heimsviðmiðunum. Hans Tómas Björnsson, yfirlæknir á Landspítalanum segir að einungis lítið prósent af fjármagni spítalans fari í rannsóknir og að stofna þurfi heilbrigðisvísindasjóð þar sem fjármagn er eyrnamerkt til rannsókna.
Ný rannsókn sýnir að kannabis dregur ekki úr þrautum
Viðamiklar rannsóknir tuttugu vísindamanna um tveggja hálfs árs skeið leiða í ljós að kannabis sem inniheldur vímuefnið THC hefur engin áhrif við að draga úr sársauka.
Efla þarf vitund um krabbameinshættu af völdum áfengis
Bindindissamtökin IOGT á Íslandi segja áfengisneyslu vera leiðandi áhættuþátt fyrir krabbamein en vitund almennings og viðbrögð og stefnu yfirvalda þar að lútandi sé enn ábótavant.
WHO heldur til Kína næstkomandi fimmtudag
Hópur vísindamanna á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) heldur til Kína á fimmtudag til að rannsaka uppruna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.
Kínversk yfirvöld hindra för fulltrúa WHO
Kínversk yfirvöld hindruðu í gær komu fulltrúa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar inn í landið. Rökin eru þau að beiðni fulltrúanna um vegabréfsáritun hafi ekki verið afgreidd enn.
App sem fylgist með augnheilsu sykursjúkra
Arna Guðmundsdóttir sérfræðilæknir hefur um langa hríð sinnt sjúklingum með sykursýki. Hún stofnaði fyrirtækið Risk Medical Solutions ásamt Einari Stefánssyni augnlækni árið 2009, sem hefur þróað app sem ætlað er að auðvelda fólki með sykursýki að fylgjast með augnheilsu sinni.
01.01.2021 - 23:56
Bóluefni Moderna fær neyðarleyfi í Bandaríkjunum
Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur veitt neyðarleyfi til notkunar bóluefnis Moderna sem eykur líkur milljóna Bandaríkjamanna á að fá bólusetningu.
Rannsókn sýnir að COVID er banvænni en flensa
Ný ritrýnd rannsókn gerð af vísindamönnum við Kaupmannahafnarháskóla og Ríkissjúkrahúsið sýnir að COVID-19 er banvænni sjúkdómur en inflúensa.
Myndskeið
Fengu milljarða fjármögnun og ætla að fjölga fólki
Íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health fékk nýverið tæplega þriggja milljarða króna fjármögnun frá stórum erlendum sjóðum. Fyrirtækið stefnir á að þrefalda starfsmannahópinn á allra næstu misserum. Forstjórinn segir að þörf fyrir fjarheilbrigðiskerfi sé enn meiri nú þegar heimsfaraldur geisar.
Upplýsingar geta hægt á langtíma rannsóknum á bóluefni
Venjan er sú að fólk sem fær lyfleysu þegar verið er að prófa nýtt lyf eða bóluefni er upplýst um það þegar leyfi hefur verið veitt. Verði það gert með bóluefni gegn COVID-19 er líklegt að þau sækist eftir bólusetningu.
Bóluefni gæti komið í veg fyrir útbreiðslu
Bóluefni bandaríska líftæknifyrirtækisins Moderna við Covid-19 myndar sterk ónæmisviðbrögð og stöðvar fjölgun kórónuveiru í nefgöngum og lungum apa í tilraunastofum. New England Journal of Medicine greinir frá þessu.
Bandarískt líftæknifyrirtæki prófar bóluefni
Bandaríska líftæknifyrirtækið Moderna kveðst vera tilbúið að hefja lokastig tilrauna á mönnum með bóluefni gegn Covid-19.
Ný rannsókn sýnir fram á gagnsemi andlitsgríma
Notkun á öndunargrímum á almannafæri getur hjálpað umtalsvert við að sporna gegn útbreiðslu COVID-faraldursins í skefjum. 
09.06.2020 - 16:30
Hormónalyf auka líkur á krabbameini
Sterkt samband er milli notkunar tíðahvarfahormóna og brjóstakrabbameins, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar vísindamanna innan Oxford háskóla á Englandi. Því lengur sem konur nota tíðahvarfahormóna því meiri verður hætta á brjóstakrabbameini. Hormónarnir eru ætlaðir til að draga úr óþægilegum áhrifum sem fylgja breytingaskeiði kvenna.
Spegillinn
Tilfinningin sem situr eftir er aðalatriðið
Í setustofu á deild L4, lokaðri endurhæfingardeildar Landakotsspítala fyrir sjúklinga með heilabilun, situr fólk í hring og syngur undir stjórn Jónu Þórsdóttur, músíkþerapista. Á deildinni eru fimmtán sjúklingar sem þurfa mikla aðstoð. Öll glíma þau við atferlisraskanir af völdum heilabilunarsjúkdóma eða heilablæðingar; má þar nefna verkstol, málstol, ranghugmyndir og ofskynjanir. Sjúklingahópurinn er breiður, þarna er eldra fólk en líka fólk um fimmtugt.