Færslur: Heilbrigðisþing

Myndskeið
Ísland einna verst þegar kemur að ráðstöfun fjár
Ísland stendur sig einna verst allra landa þegar kemur að því að ráðstafa því fé sem varið er í heilbrigðisþjónustu eldra fólks. Þetta segir kanadískur sérfræðingur. Hann gagnrýnir að eldra fólk sé sett til geymslu inni á hjúkrunarheimilum í stórum stíl. Aðeins brot af þeim fjármunum sem fari í heilbrigðisþjónustu við eldra fólks fari til heimaþjónustu.
Viðtal
Mjög brýnt að efla úrræði fyrir eldra fólk
Það er mjög brýnt að efla úrræði fyrir eldra fólk eins og dagþjálfun, endurhæfingu og heimaþjónustu til að seinka því að fólk þurfi að fara á hjúkrunarheimili. Þetta segir Alma Möller landlæknir. Drög að nýrri stefnu um heilbrigðisþjónustu við eldra fólk var kynnt á heilbrigðisþingi á föstudag. Landlæknir segir að þar sé lagt til að þjónustan verði fjölbreyttari og það sé mikilvægt.  
Nýta fjarheimsóknir til aldraðra í auknum mæli
„Okkar áskorun er að við þurfum að fara með heimaþjónustuna oft langa vegalengd. Við höfum verið að nýta okkur fjarheimsóknir til að bæta við og auka þjónustuna sem við höfum,“ segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Henni líst vel á stefnu um heilbrigðisþjónustu við eldra fólk en drög að henni voru rædd á Heilbrigðisþingi á föstudag. Í þeim er lögð áhersla á að efla heimaþjónustu.
Viðtal
Líða ekki framkvæmdaleysi í málum eldra fólks
Eldra fólk ætlar ekki að líða framkvæmdaleysi og krefst þess að tillögur sem settar eru fram í drögum að nýrri stefnu um heilbrigðisþjónustu fyrir aldurshópinn verði að veruleika. Þetta segir formaður Landssambands eldri borgara. Nauðsynlegt sé að breyta áherslum þannig að fólk geti búið lengur heima hjá sér og fengið meiri þjónustu þar. 
Myndskeið
Furðar sig á því að fólk sé útskrifað af heimili sínu
Dæmi eru um að fólk með heilabilun sé útskrifað af hjúkrunarheimilum og sent á Landspítalann vegna þess að of lítið er af faglærðu starfsfólki er á hjúkrunarheimilum. Þetta segir yfirlækni heilabilunareiningar Landspítalans. Ástand fólks með heilabilun versni af því að starfsfólk hjúkrunarheimila hafi ekki fagþekkingu. „Hjúkrunarheimili er heimili fólks. Þannig að það sé hægt að útskrifa einhvern af hjúkrunarheimili, af sínu heimili ætti að vera óhugsandi,“ segir yfirlæknir heilabilunareiningar.
Viðtal
Hættulegar aðstæður vegna ölvunar og partístands
Stundum er ástand eldra fólks hættulegt starfsfólki heimahjúkrunar vegna ölvunar og partístands. Svæðisstjóri heimahjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að eldra fólk í þessari stöðu sé gjarnt á að detta og brjóta sig og glími við næringarskort.
Viðtal
Heimili eldra fólks verði hjúkrunarrými
Heimili aldraðra ætti að skilgreina sem hjúkrunarrými og greiða daggjöld þangað. Þetta er meðal tillagna í drögum að nýrri stefnu um heilbrigðisþjónustu við aldraða. Flestar tillögurnar lúta að því að efla þjónustu inni á heimilum aldraðra svo þeir geti búið þar sem lengst. Þá er kallað eftir því að dagvistun sé alla daga vikunnar.