Færslur: Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Um 170 þurftu að keyra til Reykjavíkur í sýnatöku
Um 170 Akurnesingar sem lentu í sóttkví eftir að smitaður einstaklingur kom í líkamsræktarstöð á Akranesi þurftu að keyra til Reykjavíkur í skimun í dag. Ekki var hægt að skima hópinn á Akranesi.
Aflétta hömlum á Hlíf
Öllum sérstökum hömlum sem íbúum Hlífar, íbúðakjarna fyrir eldri borgara á Ísafirði, voru settar á laugardag hefur verið aflétt. Ákvörðun um afléttingu takmarkana var tekin á fundi umdæmislæknis sóttvarna á Vestfjörðum í hádeginu í dag.
Fullt í skimun á Akranesi eftir góðar viðtökur
Fullt er í skimun Íslenskrar erfðagreiningar á Akranesi á morgun. Bæjarstjóri Akranesbæjar, Sævar Freyr Þráinsson, greinir frá þessu í Facebook færslu í kvöld. Hann þakkar Skagamönnum góð viðbrögð við boðun í skimun.
Jóhanna Fjóla sækir ein um embætti forstjóra HVE
Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir er eini umsækjandinn um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Jóhanna Fjóla var sett forstjóri 2017 þegar Guðjón S. Brjánsson tók sæti á Alþingi.