Færslur: Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Landinn
Voru sjálfir farnir að biðja um rör í eyrun
Eyrnabólga er algeng hjá börnum á Íslandi og þar af leiðandi röraísetningar sem geta bjargað svefni, líðan og geðheilsu heilu fjölskyldnanna. Slæm eyrnaheilsa gengur gjarnan í erfðir og íslenska veðráttan hjálpar ekki til. Í Sandgerði býr sex manna fjölskylda sem þekkir eyrnabólgu og rör betur en flestir.
Þurfa um milljarð til viðbótar við áætlun í fjárlögum
Fjárframlög til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni í fjárlögum 2022 eru ekki nægjanleg til að standa undir núverandi rekstri, segir í umsögn þeirra vegna frumvarps til fjárlaga. Þar segir að flestar heilbrigðisstofnanir hafi glímt við viðvarandi hallarekstur af reglulegri starfsemi.
Heil deild í sóttkví vegna omíkron
Lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akranesi er nú í sóttkví eftir að þar greindist smit af omíkron afbrigði kórónuveirunnar. Eftir að fyrsta smitið af því greindist hér á landi er skimað sérstaklega fyrir því hjá COVID-sjúklingum sem leggjast inn á Landspítala. Ekki hefur bæst við í hóp þeirra sem í gær höfðu greinst með afbrigðið og ekki hafa heldur fleiri lagst inn með það á Landspítala, að sögn Más Kristjánssonar yfirlæknis  smitsjúkdómadeildar Landspítala.
580 mættu í sýnatöku á Akranesi
Um 580 manns mættu í COVID-19 sýnatöku á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi í dag. Boðað var í sýnatöku vegna fjölda smita sem greinst hafa á vestanverðu landinu síðustu daga. Fjölbrautaskóli Vesturlands verður lokaður fram á föstudag hið minnsta vegna smita sem grunað er að hafi breiðst út í skólanum.
Um 170 þurftu að keyra til Reykjavíkur í sýnatöku
Um 170 Akurnesingar sem lentu í sóttkví eftir að smitaður einstaklingur kom í líkamsræktarstöð á Akranesi þurftu að keyra til Reykjavíkur í skimun í dag. Ekki var hægt að skima hópinn á Akranesi.
Aflétta hömlum á Hlíf
Öllum sérstökum hömlum sem íbúum Hlífar, íbúðakjarna fyrir eldri borgara á Ísafirði, voru settar á laugardag hefur verið aflétt. Ákvörðun um afléttingu takmarkana var tekin á fundi umdæmislæknis sóttvarna á Vestfjörðum í hádeginu í dag.
Fullt í skimun á Akranesi eftir góðar viðtökur
Fullt er í skimun Íslenskrar erfðagreiningar á Akranesi á morgun. Bæjarstjóri Akranesbæjar, Sævar Freyr Þráinsson, greinir frá þessu í Facebook færslu í kvöld. Hann þakkar Skagamönnum góð viðbrögð við boðun í skimun.
Jóhanna Fjóla sækir ein um embætti forstjóra HVE
Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir er eini umsækjandinn um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Jóhanna Fjóla var sett forstjóri 2017 þegar Guðjón S. Brjánsson tók sæti á Alþingi.